Fréttablaðið - 06.02.2010, Page 14
14 6. febrúar 2010 LAUGARDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
SPOTTIÐ
AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR
Boðskapur forseta Íslands í Icesave-málinu er þessi: Efnahagslegir hagsmunir þjóðarinnar eiga að víkja
fyrir rétti hennar til að greiða
atkvæði um þau mál sem honum
sjálfum sýnist. Spurningin er: Felst
lýðræðisbót í þessari afstöðu?
Sumir segja að enn alvarlegri
efnahagsþrengingar fylgi í kjölfar
þess að Icesave-lögin verði felld,
jafnvel greiðslufall ríkisins. Aðrir
eru þeirrar skoðunar að Hollend-
ingar og Bretar muni kikna í hnjá-
liðunum þegar þeir sjá niðurstöðuna
í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Enginn
veit neitt með vissu um þetta.
Hitt er víst að synjun leysir ekki
málið. Lyktir deilumálsins fást ein-
faldlega ekki með slíkri niðurstöðu
í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er
kjarnaatriði þegar svara á spurn-
ingunni hvort í þjóðaratkvæðinu
felst lýðræðisumbót.
Staðan er þessi: Forsetinn ber
ekki ábyrgð á efnahagslegum
afleiðingum af ákvörðun sinni.
Hann fær rós í hnappagatið ef allt
endar vel en er laus allra mála ef
illa fer. Eftir eðli máls getur þjóð-
in aldrei borið ábyrgð á niður-
stöðum kosninga. Hún tekur bara
afleiðingunum.
Alþingi situr uppi með ábyrgð-
ina. Ríkisstjórnin þarf ekki að
víkja meðan hún nýtur stuðnings
Alþingis. Af því leiðir að þjóðin fær
ekki tækifæri til að kjósa fulltrúa
á Alþingi að nýju til að fylgja eftir
niðurstöðu þjóðaratkvæðisins.
Hér hefur það gerst að völd og
ábyrgð hafa verið greind hvort frá
öðru. Það er þverbrestur í lýðræð-
isskipulaginu en ekki bót. Sam-
staða um nýjan Icesave-samning
gæti leitt þjóðina fram hjá þessum
stjórnskipulegu ógöngum.
Alveg óháð því hvaða afstöðu
menn hafa til Icesave-samning-
anna er ljóst að stjórnskipunar-
reglurnar þarf að endurskoða
eða framkvæma þær eins og ráð-
gert var í öndverðu þannig að völd
og ábyrgð fari saman. Réttmæt
gagnrýni á Icesave má ekki leiða
til hentistefnuviðhorfa gagnvart
stjórnskipaninni.
Hættulegt er að skilja ábyrgð frá valdi
Fjármálaráðherra bar Icesave-lögin upp við for-seta í ríkisráði. Nokkrum dögum seinna synjaði for-
seti um staðfestingu með ákvörð-
un utan ríkisráðs. Þetta var brot á
stjórnskipunarreglum. Fjármála-
ráðherra gat af þessum sökum ekki
komið fram andmælum á fundi
ríkisráðs eins og starfsreglur þess
mæla skýrt fyrir um.
Í þessu tilviki var það bæði rétt-
ur og skylda forsætisráðherra að
taka fram fyrir hendur forseta
til þess að tryggja stjórnskipu-
lega rétta málsmeðferð. Forsætis-
ráðherra kaus hins vegar að láta
forseta fara á svig við réttar
stjórnskipunarreglur. Það var þátt-
ur í að breyta stjórnskipuninni án
umræðu; trúlega í hugsunarleysi.
Varðandi ábyrgð ráðherra í
þessu tilliti verður að hafa hugfast
að í sumum tilvikum blasir ábyrgð-
in við eins og með staðfestingar-
synjun utan ríkisráðs. Í öðrum til-
vikum gerast hlutir af þessu tagi
smám saman. Í raun sést þá ekki
fyrr en um síðir hvað hefur gerst.
Ráðherrar eru þar af leiðandi
oft í erfiðri stöðu til að grípa inn í.
Þannig háttaði til þegar forseti tók
sæti í Þróunarráði Indlands. Þáver-
andi utanríkisráðherra bar á því
ábyrgð án þess að vita um ákvörð-
unina. Ráðið er í tengslum við
Teri-stofnunina sem komið hefur
að jöklarannsóknum í Himalaja,
sem nú eru viðkvæmar á alþjóða-
vettvangi. Í þessu samhengi þarf
einnig að hafa í huga að ákvarð-
anaferill forsetaembættisins
ógagnsær. Ákvarðanir eru tekn-
ar bak við luktar dyr án lýðræð-
islegra umræðna og verða stund-
um að veruleika í samtölum sem
aldrei er greint frá. Af sjálfu leiðir
að lýðræðið veikist þegar völd fær-
ast frá Alþingi til forsetans. Opin
umræða er svo veigamikill þáttur
lýðræðisins.
Ábyrgð ráðherra
Háskólamenn hafa sett fram rökstuddar skoð-anir um að embætti for-seta Íslands hafi breyst
úr ópólitísku sameiningartákni í
pólitíska valdastöðu. Staðfesting-
arsynjun forsetans á Icesave-lög-
unum og þátttaka hans í umræðum
á alþjóðavettvangi er talin taka af
allar efasemdir í því efni.
Þetta merkir með öðrum orðum
að í framkvæmd hafi orðið grund-
vallarbreyting á íslenskri stjórn-
skipan. Þessi breyting er ekki
niðurstaða umræðna. Hún er því
lítt yfirveguð og hefur ekki verið
tekin af þjóðinni eins og ráð er
fyrir gert með stjórnarskrár-
breytingar.
Stjórnarskráin er að sönnu nógu
loðin til þess að
slíkar grund-
vallarbreyting-
ar geta gerst
án formlegra
ákvarðana.
Spurningin er:
Hver ber ábyrgð
á því? Forsetinn
er frumkvöð-
ullinn. Um það
er ekki deilt.
Ríkisstjórnirnar á valdatíma hans
eiga hins vegar einnig hlut að máli
með því að ráðherrar bera ábyrgð
á stjórnarathöfnum forsetans
öðrum en lagasynjunum.
Í mars árið 2006 hélt stjórnar-
skrárnefnd ráðstefnu um for-
setaembættið. Strax þá staðhæfði
Svanur Kristjánsson prófess-
or í erindi að núverandi forseti
hefði með pólitísku áhrifavaldi
sínu og í krafti embættisins lyft
utanríkisstefnu landsins á nýtt
stig með frumkvæði að útrásinni
svokölluðu og þeirri einurð að gera
hana að veruleika.
Þessi kenning er ekki óumdeild.
Engar athugasemdir voru þó gerð-
ar af hálfu forsetaembættisins á
þeim tíma. Fyrir nokkrum mánuð-
um lét forsetinn þess hins vegar
getið opinberlega að útrásarvík-
ingar hafi misnotað forsetaemb-
ættið. Það gat ekki gerst nema
embættið færi með utanríkispól-
itískt áhrifavald. Rannsóknar-
nefnd Alþingis hlýtur að fjalla
um þetta.
Stjórnskipulagsbreyting án umræðu
ÞORSTEINN
PÁLSSON
Í
nýliðnum mánuði skrifaði Risto Penttilä, framkvæmdastjóri
Viðskiptaráðs Finnlands (EVA) og þingmaður á Evrópuþing-
inu, lesendabréf í Financial Times sem beint var sérstak-
lega til okkar, Íslendinga. Skrifin eru í fullri vinsemd og
byggja á reynslu Finna.
Risto samhryggist Íslendingum að vera í þeirri stöðu að þurfa í
þjóðaratkvæðagreiðslu að gera upp á milli slæmra kosta, en kveðst
um leið ekki ætla að bætast í hóp þeirra sem ítreka alvarlegar
afleiðingar þess að borga ekki, alþjóðlega einangrun, gífurlegan
lántökukostnað, vantraust og útskúfun alþjóðasamfélagsins.
„Hefur einhver bent ykkur á hvað gæti unnist með því að segja:
„Já, við borgum, hvað sem það kostar. Við borgum jafnvel þótt
það hafi verið bankamenn okkar sem komu okkur í kreppu. Jafn-
vel þótt vinir okkar í Evrópu hafi brugðist þegar við þörfnuðumst
þeirra mest. Jafnvel þótt þeir hafi notað lög sem ætluð voru gegn
hryðjuverkum til að fást við borðleggjandi gjaldþrotamál“? Hefur
einhver reynt að gera það?“ spyr Risto Penttilä.
Hann bendir á að Finnland hafi verið eina landið sem endur-
greiddi Bandaríkjunum skuldir sem urðu til í fyrri heimsstyrj-
öldinni, þrátt fyrir miklar raunir í kjölfar borgarastyrjaldar,
sem kostaði tugþúsundir lífið, og nýfengins sjálfstæðis 1917 sem
varð til þess að Rússar hættu að kaupa timbur af Finnum. Finnar
reiddu sig á timbrið líkt og Íslendingar á fisk. „Samt héldum við
áfram að borga af lánum okkar. Væntanlega vorum við dálítið
vitlaus, eða enginn sagði okkur að aðrar þjóðir hefðu einfaldlega
hætt að borga. En við höfðum skrifað undir samning og héldum
því áfram að borga.“
Þjóðir heims sýndu Finnum stuðning í vetrarstríðinu 1939
þegar Stalín réðst inn í landið, þótt ekki hafi komið til hernaðar-
stuðnings. Og þrátt fyrir að hafa stutt nasista gegn sameiginleg-
um óvini í austri þá bauðst Finnlandi betri friðarsamningur en
flestir höfðu búist við. Risto lýsir því svo hvernig Finnar stóðu
á ný frammi fyrir kreppu fimmtíu árum síðar þegar fall Sovét-
blokkarinnar þurrkaði út fimmtung af utanríkisviðskiptum lands-
ins. „Bankakerfið hrundi og atvinnuleysi nálgaðist 20 prósent.
Ríkisstjórnin var ekki viss um að bankar myndu halda áfram að
lána peninga til Finnlands, en samt gerðu þeir það. Af hverju?
Vegna þess að Finnland var eina landið sem greitt hafði skuldir
sínar úr heimsstyrjöldinni fyrri. Vegna þess að Finnland hafði
aldrei hlaupið frá skuldbindingum sínum.“
Í grein sinni bendir Risto Penttilä okkur á að hægt sé að endur-
greiða gífurlegar skuldir, jafnvel þótt þær virðist í fyrstu óyfir-
stíganlegar. Erfið staða neyddi Finna til að leita nýrra markaða og
tækifæra með góðum árangri. Hinn lærdómurinn er að í erfiðri
stöðu þarfnist lönd vina og þá sé auðveldara að finna ef orðsporið
er gott.
Ísland er ekki fyrsta Evrópuþjóðin sem gengur í gegnum þreng-
ingar. Bæði Svíar og Finnar hafa upplifað hrun bankakerfis og
það fyrir skömmu, á tíunda áratug síðustu aldar. Óskandi væri að
við bærum gæfu til að læra af reynslu frænda okkar og legðum
við hlustir þegar við fáum frá þeim hollráð. Risto Penttilä bendir
réttilega á að heilindi skipti meira máli en skuldir sem hlutfall
af þjóðarframleiðslu.
Hvað getum við lært af reynslu Finna?
Virði orðsporsins
ÓLI KRISTJÁN ÁRMANNSSON SKRIFAR
Erling Ásgeirsson
1.sæti
Áfram traust og framsækin
forysta í Garðabæ
www.erlingasgeirsson.is
Ég hvet allt sjálfstæðisfólk til þess að taka þátt í
prófkjörinu í dag og stilla þannig upp öflugu
sigurliði fyrir Garðabæ.
Með góðri kveðju,