Fréttablaðið - 06.02.2010, Page 16
16 6. febrúar 2010 LAUGARDAGUR
UMRÆÐAN
Andrés Magnússon
skrifar um líkamsklukk-
una
Rannsóknir síðari ára hafa leitt í ljós að
starfsemi og virkni hinna
ýmsu líffærakerfa manns-
líkamans sveiflast eftir 24
klukkustunda dægurrythma (dæg-
urtakti). Þannig framleiða ákveðn-
ar frumur mismikið af hormónum
og enzymum eftir því hvaða tími
dags er. Sum líffæri eru mest virk
seinnipart nætur, en önnur, eins og
t.d. nýrun, eru lítið virk á nóttunni.
Jafnvel þegar frumur eru teknar
úr líffærum og ræktaðar í agar-
skálum þá geta þær haldið áfram
að sýna reglulegar dægursveiflur
fyrstu dagana. Það sem sér um að
samhæfa og samstilla alla dægur-
taktana eða dægursveiflur líkam-
ans er hin svokallaða líkamsklukka
(einnig nefnd „innri klukkan“ eða
„líffræðilega klukkan“). Hún er
hljómsveitarstjórinn.
Stilling líkamsklukkunnar
En hvernig fer líkamsklukkan að
því að halda stillingu sinni þannig
að hún gangi alltaf á 24 klukku-
stundum? Jú, hún getur numið
birtuna í umhverfinu og þannig
samstillt hinar innri dægursveifl-
ur við gang sólar. Ef mannskepnan
er færð niður í yfirgefnar námur,
djúpt í myrkustu iður jarðar, þá
heldur líkamsklukkan í fyrstu
áfram að ganga nokkurn veginn
rétt, en smám saman fer henni að
fipast. Yfirleitt seinkar hún sér, en
einnig fara hinir ýmsu rythmar
(sveiflur) að ganga hver í sínum
eigin takti, og verða þá ekki leng-
ur innbyrðis samstilltir. Þetta er
óhollt og vitað er að t.d. vaktavinnu-
fólk sem stöðugt er að hringla með
dægursveiflur sínar, lifir
skemur en aðrir.
Líkamsklukkan stjórn-
ar svefninum. Flest dýr,
og manneskjur í fríi,
vakna þegar líkamsklukk-
an segir fyrir um að þau
skuli vakna. En í nútíma
samfélagi eru það aðrir
þættir sem ákvarða hve-
nær einstaklingurinn
vaknar. Þetta getur leitt
til þess að misræmi kemst á milli
hinnar ytri klukku samfélagsins
og hinnar innri klukku líkamans.
Það framkallar þreytu, slappleika
og vanlíðan. Þegar innri dægur-
sveiflur brotna niður þá brotnar
líka niður mótstöðuþrek einstakl-
inga, enda er þessari tækni ávallt
beitt við pyntingar; Fórnarlömbum
er skutlað inn í litla almyrkvaða
klefa í nokkra mánuði, hávær grað-
hestamúsík er spiluð allar nætur
í Guantanamo og ljósaperan er
látin loga allan sólarhringinn hjá
Sævari.
Í hinu langa skammdegi á Íslandi
eru flestir innandyra þá fáu tíma
sem einhverrar birtu nýtur. Þeir
einstaklingar sem viðkvæmastir
eru fyrir skort á ljósi geta þá þróað
með sér svokallað skammdegis-
þunglyndi. Það er hægt að lækna
með sterku ljósi sem kemur aftur
reglu á dægursveiflurnar.
Sú dýrategund sem er með einna
viðkvæmustu líkamsklukkuna og
þolir verst skort á ljósi heitir ungl-
ingar. Unglingum er sérstaklega
hætt við að þróa með sér „fasa-
seinkun á svefni“ (Delayed Sleep
Phase Insomnia). Þá er líkams-
klukkan nokkrum klukkustundum
á eftir klukku samfélagsins, sem
lýsir sér þannig að unglingarn-
ir fara að sofa seint á nóttunni og
vakna ekki fyrr en undir hádegi.
Þetta er einnig oft hægt að leið-
rétta með því að nota sterkt ljós
fyrrihluta dags.
Varnaraðgerðir við skammdegi
Minna en einn þúsundasti hluti
mannkyns býr jafn norðarlega,
og við jafn mikið skammdegi og
við Íslendingar. Hér á landi ættu
að vera alls kyns varnaraðgerðir
til þess að mæta þessum sérstæðu
aðstæðum. Gamalt kínverskt mál-
tæki segir: „Á veturna skaltu fara
fyrr að sofa og rísa klukkustund
seinna úr rekkju.“ Íbúar Tromsö
gerðu þetta til skamms tíma; skóla-
börnin þurftu ekki að mæta í skól-
ann fyrr en klukkan níu í svartasta
skammdeginu og máttu fara fyrr
heim á daginn. En hvað gera Íslend-
ingar við sín börn í skammdeginu?
Jú, rífa þau upp úr rúmunum um
miðja nótt til þess að vera búin að
koma þeim í skólann fyrir klukk-
an hálf sjö að sólartíma. Klukk-
an á Íslandi er nefnilega stillt
eftir Greenwich, sem er 22° aust-
ar en Ísland, eða sem svarar einu
og hálfu tímabelti. Innri klukka
barnanna fer ekkert eftir því sem
íslenskir stjórnmálamenn hafa
ákveðið, hún stillir sig bara eftir
sólartíma. Hádegi sem er klukk-
an 12 annars staðar í heiminum er
klukkan hálf tvö á Íslandi.
Þetta fyrirkomulag, að láta
Íslendinga vakna einum og hálfum
tíma fyrr en þeim er eiginlegt, er
gert með „hagsmuni atvinnulífsins“
að leiðarljósi. Er ekki einfaldast að
þeir fáu viðskiptajöfrar sem þurfa
að vera í stöðugu símasambandi við
skrifstofur í nágrannalöndum okkar
vakni bara sjálfir fyrr á morgn-
ana án þess að þurfa að gera það
að vandamáli allrar þjóðarinnar?
Nú er kominn tími til þess að hefja
umræður um það hvort Íslendingar
vilja lifa í takt við árstíðirnar, hvort
þeir geti með einhverjum ráðum
látið sér líða betur í skammdeginu
og hvort það sé óþarfa álag að búa
hér við svo skekkta klukku.
Höfundur er geðlæknir.
Líkamsklukkan og skammdegið
ANDRÉS
MAGNÚSSON
UMRÆÐAN
Ástráður Haraldsson
skrifar um meinta
spillingu
Í þættinum Silfur Egils sem sýndur var í rík-
issjónvarpinu síðastlið-
inn sunnudag var birt
ítarlegt viðtal umsjónar-
mannsins við fræðimann
sem starfar við sjálfan Háskóla
Íslands og heitir Hákon Hrafn
Sigurðsson. Sá kvaðst mættur
til að gera grein fyrir ítarlegum
rannsóknum sínum á spilling-
unni í samfélaginu og hafði með
sér þykkan skjalabunka. Í inn-
gangi sínum lýsti fræðimaðurinn
því að hann væri með rannsókn-
um sínum sem háskólaborgari að
starfa í anda Páls Skúlasonar og
að þjóðfélagsrýni hans væri við-
leitni til að starfa í anda gagn-
rýninnar hugsunar.
Meðal þess sem fræðimaður-
inn fjallaði um voru rannsókn-
ir hans á fjármálum Háskól-
ans á Bifröst. Í því sambandi
nefndi fræðimaðurinn viðskipti
Bifrastar við Nýsi hf. Sagði frá
því að í byrjun júní 2009 hefði
Bifröst keypt af Nýsi hlutafélag-
ið Mostur við verði sem að hans
mati væri óeðlilega lágt. Lét um
leið að því liggja að mikil ástæða
væri til að tortryggja hlut undir-
ritaðs í þessu sambandi þar sem
ég er skiptastjóri Nýsis og kenn-
ari við Bifröst og á sæti í stjórn
skólans. Þetta er auðvitað voða-
legt. Það sem fræðimaðurinn
missti hins vegar af er það að
Nýsir hf. varð ekki gjaldþrota
fyrr en í október 2009. Þeir sem
stóðu að málum í júní 2009 fyrir
Nýsi voru stjórnarmenn Nýsis en
ekki skiptastjórar. Þeir
voru enda ekki skip-
aðir fyrr en við gjald-
þrotaúrskurðinn fjórum
mánuðum síðar. Undir-
ritaður kom því hvergi
að málum nema sem
almennur stjórnarmað-
ur í stjórn Bifrastar.
Ég hef reynt að hafa
samband við fræði-
manninn og leiðrétta
umfjöllun hans en hann
hefur (enn) ekki séð ástæðu til
að lagfæra frásögn sína. Ég
reyndi líka að ræða við umsjón-
armann Silfurs Egils en hann
vildi lítið við mig ræða og hafði
bersýnilega ekki áhuga á öðrum
staðreyndum en þeim sem hann
var sjálfur búinn að matreiða.
Síðast reyndi ég svo að ræða
við útvarpsstjóra. Þetta gerði
ég í trausti þess að hjá þeirri
stofnun væri vilji til að segja
satt og rétt frá og leiðrétta það
sem úrskeiðis kynni að fara.
Þetta hefur því miður reynst
misskilningur minn. Útvarps-
stjórinn má ekki vera að því
að ræða við almenna lögmenn
út í bæ. Að minnsta kosti ekki
undirritaðan.
Mikil umræða fer nú fram um
það sem miður hefur farið í fjár-
málum þjóðarinnar. Það er eðli-
legt. Ýmsar djarfar fullyrðing-
ar koma fram. Það er að vonum.
Mikið óskaplega væri nú samt
mikilvægt ef við gætum treyst
því að mikilvægustu fréttamiðl-
ar landsins gerðu lágmarks-
kröfur um undirbyggingu full-
yrðinga um hegningarlagabrot
nafngreindra einstaklinga áður
en þeim er útvarpað.
Höfundur er hæstaréttarlög-
maður í Reykjavík.
Um spillinguna
UMRÆÐAN
Haraldur Haraldsson skrifar
um stjórnmál
Ég hef sannfærst um það á und-anförnum dögum að íbúar Mos-
fellsbæjar eiga sér flestir þann
draum að geta eytt ævinni „alla
leið“ í bænum
sínum. Ég hef
gert það að sér-
stakri áherslu
minni í þessu
framboði að
bærinn og íbúar
hans nái að
eldast saman.
Þannig verði
markvisst byggð
sérstök aðstaða,
einkum með
íbúðum og heilbrigðisþjónustu,
fyrir þá sem eldri eru um leið og
liðkað er fyrir eðlilegri endurnýj-
un kynslóðanna í grónum hverfum.
Í því er bæði fólginn fjárhagsleg-
ur og félagslegur hagur – og jafnt
fyrir íbúana sem bæjarfélagið.
Ég hef fengið góðar viðtökur við
þessu skýra erindi mínu í bæjar-
stjórn. Þess vegna vonast ég eftir
því að ná markmiðum mínum um 4.
sætið í prófkjörinu og um leið tæki-
færi til að láta hraustlega til mín
taka. Ég bið kjósendur um að fleyta
mér „alla leið“.
Með von um öfluga þátttöku
í prófkjöri sjálfstæðismanna í
Mosfellsbæ 6. febrúar.
Höfundur tekur þátt í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ.
Alla leið
ÁSTRÁÐUR
HARALDSSON
HARALDUR
HARALDSSON
SEND IÐ OKK UR LÍNU
Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til
að senda línu og leggja orð í belg um
málefni líðandi stundar. Greinar og
bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið
er á móti efni á netfanginu greinar@
frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar
sem finna má nánari leiðbeiningar.
Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í
Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum
miðlunum að hluta eða í heild.
Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til
að stytta efni.
STYRKIR VERÐA VEITTIR TIL BARNA Á ALDRINUM 6–16 ÁRA
Ferðasjóður Vildarbarna er sameiginlegt átak Icelandair og viðskiptavina félagsins
til að gera langveikum börnum og fjölskyldum þeirra, og börnum sem búa við
sérstakar aðstæður vegna veikinda, kleift að ferðast. Ferðasjóður Vildarbarna
hefur gert yfir 200 börnum og fjölskyldum þeirra mögulegt að fara í ógleymanlega
og uppbyggjandi fjölskylduferð.
Verndari Vildarbarna er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands.
Umsóknarfresturinn er til 1. mars 2010.
Úthlutað verður úr sjóðnum sumardaginn fyrsta 22. apríl 2010.
Þeir umsækjendur sem ekki hafa fengið úthlutað úr sjóðnum áður ganga fyrir.
UMSÓKNIR
UM FERÐASTYRKI
VILDARBARNA
ICELANDAIR
Vildarbörn Icelandair