Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.02.2010, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 06.02.2010, Qupperneq 22
22 6. febrúar 2010 LAUGARDAGUR S teingrímur nam verk- fræði í Bandaríkjun- um og vann sem slíkur fyrstu ár starfsævinn- ar. Árið 1957 varð hann framkvæmdastjóri Rann- sóknaráðs ríkisins. Steingrímur var kjörinn á þing fyrir Framsóknarflokkinn í Vest- fjarðakjördæmi 1971 en var vara- þingmaður kjörtímabilið á undan. 1987 varð hann þingmaður Reykja- neskjördæmis. Hann var formað- ur Framsóknarflokksins 1979- 1994 en hafði áður gegnt öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Steingrímur varð dóms- og kirkjumálaráðherra og landbúnað- arráðherra 1978 og var ráðherra í rúm tólf ár í alls sex ríkisstjórn- um. Hann var forsætisráðherra 1983-1987 og 1988-1991. Að auki var hann sjávarútvegs-, samgöngu- og utanríkisráðherra. Steingrímur hætti á þingi 1994 þegar hann var skipaður banka- stjóri við Seðlabankann. Því emb- ætti gegndi hann til 1998. Í minningu Steingríms Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætis- ráðherra, lést á mánudag, á 82. aldursári. Það kom oft í hlut Gunnars V. Andréssonar, ljósmyndara á Fréttablaðinu, að mynda Steingrím við leik og störf. Myndaðist með þeim góð vinátta. Frétta- blaðið birtir nokkrar mynda Gunnars af Stein- grími auk frásagna nokkurra samferðamanna. Það var afskaplega lærdómsríkt og ljúft að vinna með Steingrími Hermannssyni. Hann var jafnlyndur, afkastamikill og afskaplega áreiðanlegur. Þar að auki var hann mjög sjálf- bjarga og gat ráðið fram úr flestu sjálfur. Ég var um þrítugt, þegar Steingrímur kallaði mig á sinn fund sem nýbakaður forsætisráðherra og bauð mér starf aðstoðarmanns. Við hjónin áttum þá tveggja ára dóttur, og í ljósi þess hversu krefjandi ég gerði ráð fyrir að hið tímabundna starf aðstoð- armanns yrði, taldi ég mér skylt að upplýsa hann um að við hefðum hug á að fjölga mannkyninu aftur á kjörtíma- bilinu sem fór í hönd. ,,Og hvað með það”, sagði hann… Þar með var það útrætt og ég tók starfstilboðinu. Þessi litla saga lýsir annars vegar tíðarandandanum – mér fannst ég ganga á rétt vinnuveitanda með því að áforma að eignast barn og taka til þess frí úr vinnu – og hins vegar manninum Steingrími Hermannssyni sem fannst áformin bara hin gleðilegustu og ekkert mál að finna lausn á því að aðstoðarmaður þyrfti í þriggja mánaða fæðingarorlof. Ég starfaði með honum bæði í forsætisráðuneyti og utanríkisráðuneyti, eignaðist á þeim tíma tvö börn og fann aldrei annað en starf og fjölskyldulíf færu ósköp vel saman. Ég átti líka óvenjulega skipulagðan og skilningsríkan yfirmann. „Og hvað með það“ HELGA JÓNSDÓTTIR Sighvatur Björgvinsson var í framboði ásamt Steingrími, Matthíasi Bjarnasyni og fleirum í desemberkosningunum 1979. „Þá eins og nú voru stöðugar fréttir í ljósvakamiðlunum af deilum í pólitíkinni en þessi á milli létti þjóðin sér lund með skemmtiefni,“ rifjar Sighvatur upp. Prúðuleikararnir voru vinsælustu skemmtiþættirnir. Ferðalög milli framboðsfunda víðsvegar um kjördæmið voru erfið í vetrarfærðinni. Einn daginn lá leiðin yfir Dynjandisheiði, milli Flókalundar á Barðaströnd og Dynjandisvogar í Arnarfirði. Vegurinn var lokaður en samkomulag tókst við Vegagerð ríkisins um að ryðja veg gegnum helstu skaflana. Var þetta löngu fyrir tíma GSM en talstöðvar voru í bílum. Vegagerðarmenn biðu í öryggis- skyni hvorum megin heiðarinnar. Ferðin sóttist seint, ekki vegna skafla heldur svellbunka í öllum brekkum. Gefum Sighvati orðið. „Þegar drjúg stund var liðin hafa vegagerðarmenn farið að óttast um okkar hag því skyndilega heyrðist sá í Flókalundi kalla á kollega sinn í Dynjandisvogi: „Nú er ansi langt um liðið. Hefur þú nokk- uð séð til Prúðuleikaranna?“ Svarið kom úr okkar hópi. Með röddu, sem sérhver Íslendingur myndi hafa þekkt á augabragði, heyrðist sagt í stöðinni: „Við erum komnir yfir háheiðina. Farið að styttast. Þetta hefur gengið bara vel. Ég verð að segja það.“ Steingrímur Hermannsson og Matthías Bjarnason voru forystumenn sinna flokka í áratugi og leiðtogar í sínu kjördæmi. Þar börðust þeir um forystusætið. Mjög ólíkir menn. Matthías hörkutól, orðhvass og harðskeyttur en raungóður enda samúðarfullur og meyr hið innra. Stein- grímur sanngjarn, sáttfús, alþýðlegur og notalegur í öllum samskiptum. Báðir fylgnir sér. Mér er hlýtt til þeirra beggja eftir langvarandi kynni. Andstæðingar en ekki fjandmenn.“ Ég verð að segja það SIGHVATUR BJÖRGVINSSON BROTIST INN Í GADDFREÐINN BÍLINN „Nú er ég orðinn hundleiður á þér,“ sagði Steingrímur við Gunnar þegar þessi mynd var tekin. Steingrímur var þá nýstiginn út úr flugvél Flugmálastjórnar á Reykjavíkurflugvelli en notkun ráðherra á vélinni var þá í sviðs- ljósi fjölmiðla. Gunnar var sendur um miðja nótt til að sitja fyrir Steingrími og samráðherrum hans. „Leiðindin í minn garð voru runnin af honum daginn eftir,“ segir Gunnar. STOKKIÐ Á HÆKJUNUM Steingrímur þurfti eitt sinn að gangast undir aðgerð á ökkla. Það þurfti að laga gömul íþróttameiðsl. Gunnar hafði af þessu spurnir og hringdi á heimili Steingríms. Þar varð Edda kona hans fyrir svörum og sagði Steingrím vera farinn í vinnuna. Gunnar hentist niður að stjórnarráðshúsi og beið komu forsætisráð- herrans. „Helvítis, ert þú þarna,“ sagði Steingrímur og slæmdi hækjunni í áttina að Gunnari. Setti hann svo undir sig hausinn og stökk upp tröppurnar tvær. „Var þetta ekki flott hjá mér?“ sagði hann svo og brosti. SAMHENT HJÓN Fyrir nokkrum árum efndi Edda Guðmundsdóttir til sýningar á vatnslitamyndum sem hún hafði málað. Stein- grímur smíðaði rammana og rammaði verkin inn. Með eru börnin Hlíf og Guðmundur. Leiðir okkar Steingríms Hermanns- sonar lágu víða saman um langt árabil, við sátum saman á Alþingi, í ríkisstjórn um skeið og vorum félagar í Rótarýklúbbi Reykjavíkur. Við kynntumst þó ekki náið fyrr en í Seðlabankanum. Þegar hann var skipaður seðlabankastjóri hófst daglegt samstarf okkar sem lauk þegar hann lét af störfum í bank- anum fyrir aldurs sakir. Á þeim tíma skipuðu þrír menn bankastjórn Seðlabankans og bar bankastjórnin ábyrgð á öllum ákvörðunum bankans. Ég var formaður bankastjórnar og því talsmaður bankans út á við. Öll samskipti við Steingrím voru mjög ánægjuleg. Í því samstarfi var Stein- grímur mjög hreinskiptinn og sagði sínar skoðan- ir hiklaust á þeim málum sem voru til úrlausnar. Það fór til dæmis ekki á milli mála að hann var aldrei áfjáður í að hækka vexti en eftir umræður og rökræður þar sem niðurstaðan varð vaxtahækkun stóð Steingrímur fast með þeim ákvörðunum Seðlabankans. Vart var hægt að hugsa sér betri samstarfsmann og félaga en Steingrím. Ég minnist til dæmis ánægjulegra heimsókna í sum- arhús hans og Eddu að Kletti í Borgarfirði. Þar var greinilega eftirlætisstaður Steingríms. Þar var hann stöðugt eitthvað að bardúsa við skógrækt eða smíðar þegar færi gafst frá daglegum önnum. Nokkr- um sinnum þáðum við boð þeirra hjóna að koma með erlenda gesti bankans til þeirra í Borgarfjörðinn. Það voru eftirminnilegar stund- ir bæði fyrir erlendu gestina og okkur samstarfsfólk Steingríms. Ég minnist Steingríms Hermannssonar með hlýhug. Vildi ekki hækka vexti BIRGIR ÍSLEIFUR GUNNARSSON FRAMHALD Á SÍÐU 24
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.