Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.02.2010, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 06.02.2010, Qupperneq 26
26 6. febrúar 2010 LAUGARDAGUR Ó hætt er að segja að líf Gunnars hafi tekið stakkaskipt- um eftir hrunið og ekki síst viðhorf hans til lífsins og þjóðfélagsins sem við búum í. „Ég hafði antípat á öllu stjórn- málakjaftæði. Ég nennti ekki að hlusta á það,“ segir hann. „En eftir hrunið er ég búinn að sjá um þrettán borgarafundi með fjöldan- um öllum af góðu fólki, gera heila bíómynd og fara í viðtöl við ótelj- andi marga erlenda fjölmiðla. Og ég er bara einn maður. Þeir sem kunna að skrifa eiga að skrifa um það sem við erum að ganga í gegn- um. Þeir sem kunna að búa til lög eiga að búa til lög. Og ég get rifið kjaft.“ Engir styrkir Gunnar lét að sér kveða á borg- arafundum þegar þjóðfélagið lék á reiðiskjálfi í eftirskjálftum hrunsins. Hugmyndin að myndinni kviknaði síðasta sumar. „Þegar ég var búinn að gera allt sem ég gat gert, miðað við svona óreyndan mann allavega, þá sá maður fram á að þeir draumar sem maður hafði til að breyta einhverju eftir hefðbundnum leiðum bara virk- uðu ekki,“ segir hann. „Þá fór ég að velta því fyrir mér hvað ég gæti gert næst. Upphaflega ætl- aði ég að gera leikrit því ég kann- ast aðeins við þann bransa. Ég fór í heimsókn til vinkonu minnar, Lilju Skaftadóttur, baráttukonu og lýðræðissinna, til Frakklands og þar hittum við franskan kvik- myndagerðarmann, Pierre Unia. Við fórum að ræða það að gera mynd. Honum leist mjög vel á og peppaði okkur upp. Hægt og rólega vatt þetta upp á sig. Þegar Herbert Sveinbjörnsson kvikmyndagerðar- maður kom inn í þetta fór boltinn að rúlla. Lilja skaffaði það fé sem þurfti til að fara á milli staða og við Herbert flæktumst um heim- inn og tókum upp efni. Þessi mynd fékk enga styrki, hvorki frá ríkinu né fyrirtækjum.“ Hvernig mynd ætluðuð þið að gera þegar þið fóruð af stað? „Fyrst að gera aðgengilega fréttaskýringu á því hvað hefði gerst. Svo komumst við að því að fréttaskýring væri ekki endilega það sem þurfti. Þá vildum við tengja þetta meira við okkar dag- lega líf og þá varð myndin per- sónulegri. Mínir hagir blandast þannig inn í söguþráðinn, en samt ekki of mikið, að mínu mati.“ Stærsti vandi Íslendinga Gunnar fer um víðan völl í mynd- inni og leitar að útskýringum á því hvað gerðist eiginlega á Íslandi. Finnst honum að sú leit hafi borið árangur? „Að einhverju leyti fékk ég svör já, og ég fór líka að skilja hluti sem ég hafði ekki skilið áður. Ég talaði við venjulegt fólk í útlönd- um sem hefur tapað miklu vegna íslensku bankanna, talaði við hag- fræðinga, Björgólf Thor og marga fleiri. Eftir því sem ég safnaði meiri gögnum og kynnti mér þetta betur komst ég að því að stjórnvöld brugðust mér. Þegar ég reyndi að skilja hvers vegna þau gerðu það komst ég að stærsta vanda okkar Íslendinga: Að við höfum raðað fólki í embætti og stöður, sem hefur bara engin tök á því að gera það sem það á að gera því það er allt tengt og venslað. Vandamálið er miklu dýpra en það að einhverj- ir menn hafi farið á peningafyll- irí. Ef haldin er útihátíð og hún fer úr böndunum þá kemur lögreglan og tekur þá sem eru að djöflast. Í okkar tilfelli var stærðarinnar útihátíð og allt fór úr böndunum. Það var þarna einhver 30 manna klíka á stólpafylliríi og löggan kom aldrei. Ég skrifa vandamálið á mjög lélega stjórnsýslu. Og hvað á svo að gera? Bara lappa upp á ónýtt kerfi. Setja næsta frænda í embættið. Myndin sýndi mér fram á það hvað ég lifi í skrýtnu sam- félagi. Ég er bara rasandi bit. Það kemur fram í myndinni að geð- veiki er það að endurtaka alltaf sömu mistökin og halda að það komi eitthvað nýtt út úr því. Mér finnst þetta geta verið kjörorð íslensks samfélags.“ Nútíma þrælahald Gunnar lýsir því í myndinni hvern- ig hann gafst upp á því að reyna að standa í skilum við bankana. „Ég uppgötvaði fljótlega eftir hrun að ég myndi ekki lifa þetta af, fjárhagslega. Þótt ég myndi semja og fara í greiðslufall og spennufall og hvað þetta heitir allt, sem boðið er upp á, þá myndi ég samt vera læstur inni í einhverjum heimi sem ég vil ekki vera í.“ Varstu búinn að vera svona glæfralegur? „Alls ekki. Ég bjó og bý í 60 m² íbúð. Keypti mér reyndar ágætis bíl á myntkörfuláni en afborgun- in var mjög viðráðanleg þegar ég keypti hann. Ég hef ekki verið að eyða peningum í einhver flottheit. Jú, ég leyfi mér það að vera í Bað- stofunni í World Class af því mér líður vel þar. Ég ætla að reyna að leyfa mér það áfram þótt ég sé að verða gjaldþrota. Ég réð bara ekki við þetta. Afborgun af húsinu fór úr 100 þúsund í 165 þúsund á mán- uði og höfuðstóllinn fór úr 16,5 milljónum í 22. Mín skoðun er sú að ég vil ekki taka þátt í þessu. Fram í mars í fyrra var ég með allt mitt á hreinu. Ég var að borga á milli 200 og 300 þúsund á mán- uði í bankann og í hvert skipti sem ég borgaði hækkuðu skuldirnar um 400-500 þúsund! Þetta gengur bara ekki upp. Og bíllinn sem kost- aði 2,5 var kominn í 5 milljónir! Ég skilaði honum en þeir sendu mér 5 milljóna króna reikning og ég á engan bíl! Ég spyr nú bara: Hvers konar líf er þetta fyrir fólk? Ég er að verða gamall karl og á kannski 15-20 góð ár eftir sem ég vil ekki eyða í að greiða bankanum vexti og verðbætur. Mér finnst þetta bara ekki sanngjarnt. Þetta er nútíma þrælahald og þar að auki hallær- islegt að við almenningur eigum núna að fara á hnjánum til að semja við sömu bankastofnanirnar og drógu okkur niður með sér.“ Lappað upp á handónýtt kerfi Þegar við tölum um skuldasúp- una sem við súpum nú seyðið af verður Gunnar eðlilega frek- ar pirraður. Honum finnst vanta samstöðu fólks að taka ekki þátt í þrælahaldinu. Nógu var það svo sem slæmt í góðærinu, en nú keyr- ir um þverbak. „Mér hafði tekist að klóra mér í gegnum verðtrygg- ingu á húsnæðinu mínu, skilnað, endurskipulagningu á fjármál- um og allan þennan pakka. Þetta hefur endalaust verið manns hlut- skipti. Ég hef verið duglegur og unnið mikið en aldrei grætt neinn pening, nema kannski einu sinni 200 þúsund á gömlum bíl. Maður hefur velt sér áfram. Þegar maður uppgötvar hvað þetta er óréttlátt kerfi – að maður skuli endalaust þurfa að borga vexti og verðbæt- ur alla sína ævi – þá bara segir maður stopp. Ein ástæðan fyrir því hvers vegna við gerðum þessa mynd er bara að manni er búið að ofbjóða svo rosalega hvernig þetta þjóðfélag er.“ Hvernig varstu þá þenkjandi fyrir hrun? „Ég trúði bara á Guð og kaup- manninn eins og þar stendur. Ég hélt að þetta væri í lagi og að við byggjum í heiðarlegu og góðu sam- félagi. Trúði mýtunni um hvað við værum klár og góð og sniðug. Maður leit upp til þeirra sem stóðu í útrásinni. Mér brá svaka- lega fyrst þegar í ljós kom hvert við værum komin. Varð svo reið- ur. Við fengum engar upplýsing- ar um það hvað væri í gangi. Þess vegna byrjuðu borgarafundirnir, til að fá fólk að borðinu og segja okkur hvað gerðist og hvað væri í gangi.“ Finnst þér það hafa komið fram? „Nei. Við höfum ekki opnað sam- félagið eins og talað var um. Hvar er þetta nýja Ísland? Við feng- um nýja stjórn og það átti allt að verða öðruvísi. Hvað gerðist? Það er verið að lappa upp á kerfi sem er handónýtt, ekki bara á Íslandi heldur um allan heim. Við Íslend- ingar ættum að sameinast um það að brjóta þetta kerfi upp því ef við gerum það þá fylgja aðrir í kjölfarið.“ Mestu vonbrigði lífsins Gunnar var framarlega í stofnun Borgarahreyfingarinnar, sem átti að vera nýtt og ferskt innlegg og uppskar fjóra þingmenn í alþing- iskosningunum í fyrra. Hann er gjörsamlega miður sín yfir því hvað gerðist næst. „Það hefur alltaf háð manni að maður trúir á fólk. Ég barðist með þessu fólki. Við stofnuðum hreyf- ingu til að fara á þing. Mig langaði sjálfan ekkert á þing og setti mig til hliðar, en ég barðist hins vegar fyrir því að koma þessu fólki inn. Vonbrigðin eru gífurleg, þetta eru mestu vonbrigði lífs míns. Þetta fólk fór á þing vegna lýðræðisást- ar en svo gekk það bara úr hreyf- ingunni sem kom því á þing. Bara labbaði út af því það fékk ekki að ráða og gera allt sem því datt í hug! Við kusum þrisvar sinnum stjórn í hreyfingunni til að sefa þau en það dugði ekki til. Ég held að þetta fólk geri sér enga grein fyrir því hvað þau hafa eyðilagt mikið fyrir nýjum stjórnmálaöflum framtíðarinnar. Þetta er það eina sem ég skamm- ast mín fyrir að hafa gert: Að hafa verið hluti af lýðræðislegri hreyf- ingu sem kom þessu liði á þing. Við allt annað er ég sáttur.“ Ofbýður hvernig þetta þjóðfélag er Skemmtifræðslumyndin Maybe I Should Have fór í almennar sýningar í Sambíóum Kringlunni í gær. Myndin er persónuleg úttekt Gunnars Sigurðssonar og félaga á hruninu og kreppunni. Hann spyr spurninga, flækist um heiminn og reynir að púsla saman heildarmyndinni. Dr. Gunni hitti Gunnar og ræddi við hann um myndina og „ástandið“. GUNNAR UM ÞINGMENN BORGARAHREYFINGARINNAR: „Þetta er það eina sem ég skammast mín fyrir að hafa gert: Að hafa verið hluti af lýðræðislegri hreyfingu sem kom þessu liði á þing. Við allt annað er ég sáttur.“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ef haldin er útihátíð og hún fer úr böndunum þá kemur lög- reglan og tekur þá sem eru að djöflast. Í okkar tilfelli var stærðarinnar úti- hátíð og allt fór úr böndunum. Það var þarna einhver 30 manna klíka á stólpafylliríi og löggan kom aldrei.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.