Fréttablaðið - 06.02.2010, Side 30

Fréttablaðið - 06.02.2010, Side 30
30 6. febrúar 2010 LAUGARDAGUR H lutverk heima- fæðingarljósmóð- urinnar Áslaugar Hauksdóttur er gjörólíkt hlut- verki ljósmæðra sem starfa á stofnunum. Hún fylg- ir fjölskyldunni oft eftir frá því í upphafi meðgöngu þar til barn- ið er viku gamalt. „Að hitta konu snemma á meðgöngunni og fylgja henni eftir, vera með henni í fæð- ingunni og sængurlegunni, það er toppurinn á ljósmæðrastarfinu,“ segir Áslaug. „Ég tala ekki um þegar maður er farinn að koma í annað, þriðja eða fjórða skiptið. Þá er maður bara orðin eins og amman á heimilinu.“ Hún segir að verðandi foreldr- um þyki gott að þekkja þann sem er með þeim á þessari stærstu stund lífsins. „Í heimafæðingu er eitt aðalatriðið að konan og ljósmóðir- in treysti hvor annarri. Það er ekki út í hött að gamalt starfsheiti ljós- móður er nærkona,“ segir hún. Viðkvæmt ferli Fæðing er viðkvæmt ferli sem á að ganga eðlilega fyrir sig og án allra inngripa ef hægt er að sögn Áslaugar. „Hormónaferlið er hár- nákvæmt, viðkvæmt ferli sem ekki má trufla. Kona þarf að vera í ótrufluðu umhverfi til að þessi hormón virki vel. Sumir segja að þegar kona gengur út frá heimili sínu til að fara á fæðingarstað sé fyrsta inngripið komið, enda þekkt að sóttin dettur oft niður þegar á fæðingarstað er komið.” Hún segir mikilvægt að konur fái að velja hverjir eru viðstaddir fæðinguna. „Það getur haft mikið að segja að enginn ókunnugur sé viðstaddur. Á stórum stofnunum fylgjast ljósmæður líka stundum með tveimur eða þremur konum í einu og geta ekki bara einbeitt sér að einni. Það er erfitt fyrir alla.“ Jafn öruggt og spítalafæðing Fjöldi rannsókna staðfestir að heimafæðingar eru öruggur og góður kostur fyrir konu og barn, að því gefnu að meðganga hafi gengið vel og móðirin sé hraust. Umfangs- mesta rannsókn á heimafæðingum sem hefur farið fram var nýlega gerð í Hollandi. Þar var fylgst með 530 þúsund fæðingum, bæði á heilbrigðisstofnunum og í heima- húsum. Hvergi í hinum vestræna heimi eignast eins margar konur börn sín heima og í Hollandi, eða um 34 prósent. En þar er ung- barna- og mæðradauði hærri en annars staðar. Ekki er vitað hvað veldur því en það hefur verið til- hneiging til að kenna heimafæð- ingunum þar um. Nýja rannsókn- in sýnir hins vegar að það á ekki við rök að styðjast. Niðurstaðan er þvert á móti sú sama og í fjölda annarra rannsókna; að það er jafn öruggt eða öruggara að ala barn sitt í heimahúsi eins og á spítala. Þrátt fyrir þessa staðreynd er það enn álitin sérstök ákvörð- un af hálfu foreldra að ákveða heimafæðingu. Margir þeirra velja að tala sem minnst um ákvörð- un sína, sem er af mörgum álit- in ábyrgðarlaus eða í besta falli sýna mikið hugrekki. Fyrir margt fylgisfólk heimafæðinga skýtur þessi skoðun skökku við, því í reynd sýni það meira hugrekki að láta svo viðkvæmt og náttúrulegt ferli eiga sér stað innan veggja stórra stofn- ana þar sem mun hættara er við inngripum og sýkingum. Fordómar og hryllingssögur Engin alvarleg slys hafa orðið í heimafæðingum hér á landi síðast- liðna áratugi. Flestu slysin verða þar sem fæðingarnar eru flestar. „Heimafæðingar ganga svo vel hjá okkur, því við förum mjög var- lega,“ útskýrir Áslaug. „Prinsippið er ekki að klára fæðinguna heima, heldur að allt gangi vel og allir komi heilir úr ferlinu. Nýburarnir sem fæðast heima eru alla jafna mjög hressir, enda lyfjalausir þegar þeir koma í heiminn, því mæður þeirra fá engin lyf í fæð- ingunni. Við notum eingöngu vatn og nálarstungur, bakstra og nudd. Þá eru flest öll börn sem fæðast heima komin á brjóst innan við hálftíma eftir fæðingu. Alþjóða- heilbrigðisstofnunin leggur ein- mitt mikla áherslu á að þau geri það, því það er svo mikilvægt fyrir þau að fá broddinn sem fyrst, sem er algjör bomba fyrir þau.“ Þrátt fyrir að þessar upplýsingar liggi fyrir hafa margir þá skoðun að banna ætti heimafæðingar, því þær séu svo hættulegar. Þar á meðal eru sumir læknar. „Allar rannsóknir um heimafæðingar segja sömu söguna. Þess vegna þykir mér einkennilegt að margt fagfólk skuli ekki kynna sér kosti þeirra almennilega og vera á móti þeim,“ segir Áslaug. „Þetta hug- arfar fagfólks veldur því að konur sem ákveða heimafæðingu þurfa að vera mjög sterkar og fastar á sínu, til þess að láta ekki umhverfið hafa áhrif á sig. Algengt er að konur heyri sögur eins og: „Ef ég hefði fætt heima hefði hvorki ég né barn- ið lifað“. Slíkar sögur eiga ekki við rök að styðjast. Sú kona hefði aldrei átt heima, heldur væri fyrir löngu komin á spítala. Þær konur sem stefna á heimafæðingu eru hraust- ar og hafa átt eðlilega meðgöngu. Það er alltaf einhver aðdragandi að því að eitthvað slæmt komi fyrir, sem er mjög sjaldgæft.“ Þá bendir hún á að ef fleiri konur myndu velja heimafæðing- ar og fleiri ljósmæður þjálfast upp í þessu yrði það gríðarlegur sparnaður fyrir þjóðfélagið. Heimafæðingar séu margfalt ódýrari en fæðingar á spítala. Ljósmæður velja heimafæðingar Fáir eru fróðari um meðgöngu og fæðingu en ljósmæður. Í ljósi þess er athyglisverð staðreynd að flestar ungar og hraustar ljós- mæður sem eignast börn, velja heimafæðingu. Sama má segja um dætur eldri ljósmæðra. Þá segir Áslaug að margar ungar ljósmæð- ur eigi sér þann draum að verða heimafæðingar ljósmæður. Hvað skyldi valda því að læknar og ljósmæður eru ekki alveg sam- stíga í afstöðunni til heimafæðinga? „Það er grundvallarmunur á hug- myndafræði lækna og ljósmæðra. Ljósmæður líta á fæðingu sem eðli- legt ferli þar til annað kemur í ljós. Læknarnir líta hins vegar svo á að engin fæðing sé eðlileg fyrr en henni er lokið. En fæðing er nátt- úrulegasta ferli í heimi, séu engin veikindi til staðar. Í raun og veru er ekkert jafn náttúrulegt, nema kannski bara þegar barnið er búið til. Sumir segja raunar að það sé best að barnið fái að fæðast á sama stað og það var búið til á.” Pælarar sem láta ekki stjórna sér Þegar Áslaug byrjaði í heimafæð- ingunum fyrir þrettán árum fædd- ust fá börn heima á ári hverju, eða um 0,2 prósent. Síðan hefur metið verið slegið árlega. Í fyrra varð svo stórt stökk, 45 prósenta aukn- ing á milli ára og hlutfall heimaf- æðinga jókst í 2 prósent. Af þeim 447 börnum sem hafa fæðst á tímabilinu hefur Áslaug tekið á móti nær helmingnum. Hún skrif- ar aukninguna helst á upplýstari umræðu kvenna á milli. „Kona sem elur barn sitt heima segir öðrum konum frá reynslu sinni. Auk þess er það svo að kona sem einu sinni eignast barn heima gerir það nær undantekningarlaust í næsta skipti líka.“ Hún segir heimafæðingarkonur upp til hópa vel menntaðar og upp- lýstar, sem sé einmitt eitt af því sem rannsóknir um allan heim sýni. „Þetta eru pælarar, þess- ar konur. Og þær láta ekki segja sér hvað þeim sé fyrir bestu. Þær eru oftast víðlesnar um fæðingar, vita nákvæmlega hvað er að ger- ast í líkama þeirra og telja sig best til þess fallnar af öllum að stjórna sinni fæðingu. Ég er búin að vera ljósmóðir í meira en fjörutíu ár. En ég er enn að læra og mest læri ég af konunum sjálfum sem eru að fæða heima. Þær eru hafsjór af alls konar þekkingu.“ Þær yngri taka við Það eru rétt um þrettán ár frá því Áslaug kynntist ljósmóðurnema sem fékk hana til að koma heim til sín og taka á móti barni heima hjá sér. „Þetta var 11. desember 1997, þeim degi gleymi ég aldrei, því hann hafði afgerandi áhrif á ljósmóðurlíf mitt. Eftir það stokk- aði ég allt upp á nýtt, fór fljótlega að kalla mig heimafæðingarljós- móður og finnast að loks væri ég komin á réttan stað.“ Síðan hefur hún helgað sig heimafæðingum af hugsjón og stundum baráttu, því það hafa ekki allir verið jafn hrifnir af störfum hennar. Hún telur það ekki eftir sér, enda sannfærð um mikilvægi þess að konur geti haldið sjálfar um stjórnartauma fæðingar sinn- ar, ef þær kjósa það. „Fæðing er konum miklu mikilvægari en flest- ir átta sig á. Kona sem er ánægð með fæðinguna sína öðlast styrk alla ævi. Sjálfsmynd hennar verð- ur sterkari. Einn liður í því að halda fæðingum eðlilegum er að leggja áherslu á að fyrsta fæðing konu gangi vel. Þá ganga hinar sem á eftir koma yfirleitt líka vel.“ Áslaug er búin að vera lengi að og það fer að koma að því að hún minnki við sig, enda fylgja hverri fæðingu töluverðar skuldbinding- ar. „Sem betur fer eru ungar, ynd- islegar, áhugasamar og klárar ljós- mæður sem eru tilbúnar að fara út á þessa braut. Ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið að stunda vinnu sem hefur gefið mér ótrúlega ánægju og gleði. Hvað er dásamlegra en að vera viðstadd- ur svona mikið undur, þegar lítið barn kemur í heiminn?“ Fæðing er ferli sem má ekki trufla Um miðbik tíunda áratugarins starfaði Áslaug nokkur sumur í Danmörku, þar sem hún kynntist vatnsfæð- ingum og heillaðist upp úr skónum. „Ég sá hvað bæði móður og barni leið vel í vatninu og hvað þetta var afslappað. Pabbarnir eru líka oftast alveg í skýjunum,“ segir hún. Trú Áslaugar á vatnsfæðingum olli því að hún réði sig til Selfoss, þar sem var komið bað, þótt konur hafi ekki verið farnar að fæða í vatninu. „Þarna byrjuðum við með vatnsfæðingarnar og það gekk yndislega vel. Vatnsfæðingarnar hófust í Rússlandi upp úr 1960. Svo breiddist þetta út. Þarna var komið 1997, þegar við loks byrjuðum á Íslandi. Við vorum að vísu rekn- ar á dyr hjá Landlækni, þegar við tilkynntum honum að vatnsfæð- ingar væru formlega byrjaðar á Íslandi. Hann hélt langa ræðu yfir okkur, um það hvað það væri hættulegt að ferðalag að fæðast. En við héldum ótrauðar áfram því við vissum að við vorum að gera góða hluti fyrir mæður og börn. Nú þykir öllum sjálfsagt að nota vatn til fæðinga og konur eru mjög áhugasamar um það.“ FRUMKVÖÐULL Í VATNSFÆÐINGUM Ár 2009 4.939 89 1,80% 2008 4.783 61 1,28% 2007 4.498 51 1,13% 2006 4.344 46 1,06% 2005 4.241 43 1,01% 2004 4.187 25 0,60% 2003 4.080 25 0,61% 2002 3.977 25 0,63% 2001 4.043 19 0,47% 2000 4.269 31 0,73% 1999 4.054 17 0,42% 1998 4.143 6 0,14% 1997 4.091 9 0,22% Heildarfjöldi fæðinga Heima- fæðingar FJÖLGUN HEIMAFÆÐINGA ÁSLAUG OG HLUSTUNARPÍPAN Fósturhlustunarpípan er tákn ljósmæðra og það áhald sem hefur nýst þeim í gegnum aldirnar við að hlusta eftir hjartslætti barna í móður- kviði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sprenging varð í heimafæðingum í fyrra þegar þeim fjölgaði um 46 prósent á milli ára. Undanfarin þrettán ár hefur Áslaug Hauksdóttir tekið á móti 214 börnum, eða nær helmingi þeirra barna sem komu í heiminn á tímabilinu í heimahúsum. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir fékk að heyra um baráttu Áslaugar fyrir því að konur haldi um stjórnartauma sinnar eigin fæðingar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.