Fréttablaðið - 06.02.2010, Side 42
6. febrúar 2010 LAUGARDAGUR4
Vegna aukinna umsvifa leitar Marorka að tveimur nýjum liðsmönnum í öflugan og samheldinn hóp
starfsmanna fyrirtækisins. Annars vegar er um að ræða starf verkfræðings á orkustjórnunarsviði
og hins vegar starf hugbúnaðarprófara á vöruþróunarsviði.
Verkfræðingur og prófari
Marorka er öflugt, ISO 9001 vottað sprotafyrirtæki sem býður einstakar lausnir á heimsvísu varðandi orkustjórnun í skipum.
Lausnir Marorku eru notaðar daglega um allan heim og leiða til hagkvæmari orkunýtingar og minni mengunar.
Við bjóðum starfsmönnum okkar krefjandi og spennandi verkefni í alþjóðlegu fyrirtæki, sveigjanlegan vinnutíma, fjölskylduvænt
starfsumhverfi og þátttöku í áframhaldandi uppbyggingu hátæknifyrirtækis.
Marorka er stoltur handhafi
Norrænu umhverfisverðlaunanna
Verkfræðingur á orkustjórnunarsviði Hugbúnaðarprófari á vöruþróunarsviði
Starfssvið:
Innleiðing á orkustjórnunarkerfi Marorku um borð í
skipum
Framleiðsla á orkustjórnunarkerfi Marorku
Tækniþróun á vörum Marorku
Menntunar- og hæfniskröfur:
Meistarapróf í verkfræði með áherslu á rafeindatækni,
iðnmenntun kostur
Þekking á skiparekstri og vélbúnaði um boð í skipum
Framúrskarandi tölvukunnátta, sér í lagi uppsetning
á tölvum
Öguð, vönduð og sjálfstæð vinnubrögð
Sýnir frumkvæði í starfi en á um leið auðvelt með
teymisvinnu
Góð enskukunnátta
Nánari upplýsingar veitir Anna Karlsdóttir,
framkvæmdastjóri orkustjórnunarsviðs.
Marorka | Borgartúni 20 | 105 Reykjavík | Sími 582 8000 | marorka@marorka.com
Starfssvið:
Undirbúningur og framkvæmd prófana á hugbúnaði í
þróun. Unnið er eftir Scrum aðferðarfræðinni Í Windows
og SQLServer umhverfi
Menntunar- og hæfniskröfur:
Menntun á sviði hugbúnaðarprófana og/eða víðtæk
starfsreynsla á því sviði
Öguð, vönduð og sjálfstæð vinnubrögð
Sýnir frumkvæði í starfi en á um leið auðvelt með
teymisvinnu
Góð enskukunnátta
Nánari upplýsingar veitir Ari Vésteinsson, framkvæmdastjóri
vöruþróunarsviðs.
Umsóknir með ferilskrám og upplýsingum um hvenær umsækjandi getur hafið
störf sendist á careers@marorka.com. Umsóknarfrestur er til 14. febrúar n.k.
HH Ráðgjöf • Fiskislóð 81 • 101 Reykjavík • Sími: 561 5900 • Fax: 561 5909 • hhr@hhr.is • www.hhr.is
Ráðningarþjónusta
RÁÐNINGARÞJÓNUSTA
Leitar þú að starfsmanni?
HH Ráðgjöf er alhliða ráðningarþjónusta og við státum okkur af því að veita framúrskarandi
þjónustu hvort sem um ræðir ráðningu ófaglærðra, faglærðra eða sérfræðinga.
Ráðgjafar okkar veita fúslega frekari upplýsingar í síma 561 5900 eða sendu okkur tölvupóst: hhr@hhr.is
Vinnusparnaður
Við vinnum úr umsóknum, leitum í gagnagrunni okkar,
tökum forviðtöl og öflum umsagna.
Markviss leit
Sérskrifaður hugbúnaður gerir leit afar markvissa og
tryggir að við finnum hæfasta einstaklinginn.
Þriggja mánaða ábyrgð
Ef starfsmaður hættir störfum innan þriggja mánaða er
ráðning í hans stað án endurgjalds.
Ekkert staðfestingargjald
Við leggjum áherslu á að rækta árangursríkt og ánægjulegt
langtímasamband við viðskiptavini okkar og því greiðir þú
ekkert ef ekki verður af ráðningu.
Fjöldi hæfra umsækjenda
Fjöldi umsækjenda er á skrá í almennum gagnagrunni
okkar sem tryggir að við finnum rétta einstaklinginn
fyrir starfið.
Fjölbreyttar þjónustuleiðir
Í boði eru fjölbreyttar þjónustuleiðir sniðnar að þörfum
og væntingum viðskiptavina okkar. Þú finnur lausnina
hjá okkur.
Reynsla og þekking
Hjá HH Ráðgjöf starfa sérfræðingar á sviði starfsmanna-
mála sem búa m.a. yfir mikilli reynslu af ráðningum og
hagnýtri menntun.
Sanngjarnt verð
Bjóðum mjög hagstætt og samkeppnishæft verð á
þjónustu okkar. Gerðu verðsamanburð!
HH Ráðgjöf hefur vönduð vinnubrögð og fagmennsku að leiðarljósi. Við leggjum metnað okkar í að veita
afburðarþjónustu og finna réttan einstakling fyrir þá aðila sem leita okkar aðstoðar við ráðningu starfsfólks.
Kostir þess að nýta sér þjónustu HH Ráðgjafar eru m.a.:
Grunnskólinn í Hveragerði
FRÁ GRUNNSKÓLANUM
Í HVERAGERÐI
Við Grunnskólann í Hveragerði eru lausar kennarastöður.
Meðal kennslugreina eru textilmennt og sérkennsla.
Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 483-4350.
Skólastjóri
ERTU
GÓÐUR
SÖLUMAÐUR?
Forlagið óskar eftir öflugu
símasölufólki til starfa á kvöldin.
Mikið úrval af góðum
og sölulegum bókum.
Góðir tekjumöguleikar.
Áhugasamir hafi samband við
Snorra Ingason sölustjóra í síma
575 5600 eða með því að senda
tölvupóst á snorri@forlagid.is