Fréttablaðið - 06.02.2010, Side 45
LAUGARDAGUR 6. febrúar 2010 7
Sérfræðingur
á sviði jarðeðlisfræði
Veðurstofa Íslands óskar eftir að ráða jarðeðlisfræðing á
Úrvinnslu- og rannsóknarsvið til að leiða framtíðaruppbygg-
ingu og stefnumörkun GPS mælinets stofnunarinnar
(ISGPS) og rannsóknir á landbreytingum. Um er að ræða
framtíðarstarf.
Starfssvið
Rannsóknir, öfl un og skipulagning innlendra og alþjóðlegra
rannsóknaverkefna á jarðskorpuhreyfi ngum, m.a. til styrktar
jarðváreftirliti stofnunarinnar, auk verkefnisstjórnunar slíkra
verkefna. Sérfræðingurinn mun einnig hafa umsjón með, og
vinna við þróun og gagnaúrvinnslu í ISGPS netinu og taka
þátt í vöktun og eftirliti með jarðvá.
Menntun og hæfniskröfur
• Doktorspróf í jarðeðlisfræði með sérhæfi ngu í rannsókn-
um á afl ögun jarðskorpunnar
• Farsæl reynsla af rannsóknum og verkefnisstjórnun
• Þekking og reynsla á gagnaúrvinnslu úr GPS mælineti
er kostur
• Góð tölvukunnátta og þekking á Linux umhverfi
• Skipulögð vinnubrögð, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
• Færni í mannlegum samskiptum
Á Úrvinnslu- og rannsóknarsviði starfa u.þ.b. 30 starfsmenn
og innan stofnunarinnar eru 13 starfsmenn sem taka þátt í
eftirliti og rannsóknum á jarðvá og jarðskorpuhreyfi ngum.
Löng hefð er fyrir erlendu og innlendu rannsóknasamstarfi .
Veðurstofan hefur umsjón með eftirliti á náttúruvá og ein
af undirstöðum þess eftirlits er 24 stöðva samfellt GPS
mælanet sem stofnunin rekur, auk u.þ.b. 40 annarra stöðva
sem reknar eru í samstarfi við innlenda og erlenda aðila.
Um er að ræða fullt starf og fara launin eftir kjarasamningi
ríkisins og viðeigandi stéttarfélags.
Nánari upplýsingar um starfi ð veita Jórunn Harðardóttir,
framkvæmdastjóri Úrvinnslu- og rannsóknarsviðs (jorunn@
vedur.is , s. 8628323), Kristín S. Vogfjörð, rannsóknastjóri
(vogfjord@vedur.is, s. 5226169) og Borgar Æ. Axelsson mann-
auðsstjóri (borgar@vedur.is, s. 5226000).
Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2010.
Umsóknir sem greina frá menntun, reynslu og fyrri störfum
skulu berast Borgari Ævari Axelssyni, Bústaðavegi 9, 150
Reykjavík eða í tölvupósti á netfangið borgar@vedur.is merkt
„GPS sérfræðingur á Úrvinnslu- og rannsóknarsviði“.