Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.02.2010, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 06.02.2010, Qupperneq 60
32 6. febrúar 2010 LAUGARDAGUR Máninn var Geira Sæm og Hunangstunglinu hugleikinn á plötunni Er ást í tunglinu sem kom út árið 1988. Hjónin Sigrún Júlíusdóttir og Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessorar í félags- ráðgjöf og eðlisfræði, eru tvímælalaust rétta fólkið til að leita til með slíkar vangaveltur. „Spurningin um „ást í tunglinu“ getur haft margar merkingar. Stundum erum við spurð hvort hugur sé í okkur, hræðsla eða gleði. En tunglið er ekki lifandi eins og við og þess vegna getur ekki verið ást í því. Þannig er svarið nei ef spurningin er skilin svona, tunglið sem heild býr ekki yfir ást. En er ást kannski einhvers staðar í tunglinu? Við vitum að það er ekkert líf á tunglinu, þar er ekkert loft eða vatn sem lífverur þurfa. Og ástin er órjúfanlega tengd lífi. Við drögum þá ályktun að það sé engin svona ást í tunglinu, þar er ekkert líf sem gæti búið yfir ást. Býr karlinn í tunglinu ekki yfir ást? Þessi spurning er snúin. Er karlinn í tunglinu til? Við höldum að hann sé ekki til í veruleikanum heldur aðeins í huga okkar. En hugsum við okkur að hann finni fyrir ást? Er það til í dæminu í huga okkar? Við vitum ekki betur en hann sé alger einbúi. Hann hefur þá engan til að elska nema sjálfan sig. Það kallast sjálfselska, er alltént ólíkt öðrum tegundum ástar og vafamál að það rísi undir því nafni. Þannig þykir okkur hæpið að telja hugsanlega sjálfselsku karlsins í tunglinu til ástar í eigin- legasta skilningi. En erum við kannski á villigötum í þessum pælingum? Rifjum upp textann: „Þegar við svífum saman öll út í geiminn. Er ást í tunglinu?“ Í þessu samhengi er spurningunni auðsvarað ef ljóðmælandinn og ferða- félagar hans ala með sér einhvers konar ást. Þegar þeir Armstrong og Aldrich gengu um á tunglinu 20. júlí 1969, þá var ást þar. Lokasvarið er því einfalt: Þegar heilbrigt og elskandi fólk er á tunglinu, þá er ást þar!,“ segja þau Sigrún og Þorsteinn. ER ÁST Í TUNGLINU? SIGRÚN JÚLÍUSDÓTTIR OG ÞORSTEINN VILHJÁLMSSON FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Spurðu Helgi Björns og félagar í Síðan skein sól á plötu samnefndri sveitinni árið 1989. „Í þessum skemmtilega texta setur Helgi Björnsson fingurinn á þá lífseigu hugmynd að karlar hvorki megi né eigi að sýna tilfinningar. Þetta er hluti af þeirri aldagömlu tvíhyggju að karlar séu rök- vísar skynsemisverur en konur veiklundaðar tilfinningaverur með einkarétt á gráti,“ segir Þorgerður Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. „Grátur karla er talinn merki um „dugleysi og aumingjaskap“ eins og segir í textanum, þar með er sú athöfn kvengerð og smættuð. Sú karlmennskuímynd sem þarna birtist náði hápunkti í útrásarkarl- mennskunni, þar sem mikilvægt var „að útiloka allar tilfinningar svo hægt væri að taka hagkvæmar ákvarðanir í fyrirtækjum …“ eins og einn víkingurinn orðaði það. En auðvitað geta pabbar grátið og sumir gera það, en áhugavert er að skoða við hvaða kringumstæður það verður fréttnæmt. Það vakti óskipta athygli þegar fréttir bárust af því að Ármann Þorvaldsson hafi „grátið með dótturina í fanginu“ þegar Kaupthing Singer & Friedlander fór í greiðslustöðvun. Hann barðist við að halda aftur af tárunum af því að „grátur merkir uppgjöf“. Allt er þetta í samræmi við það að grátur tákngeri það sem í menningu okkar er hin full- komna andstaða við karlmennsku, styrkleika, seiglu og úthald. Grátur bankastjórans er því í raun stórpólitísk tíðindi. Umhverfi sem fyrir nokkrum misserum ól af sér áhættusækna og fífldjarfa stjórnendur, hefur nú getið af sér grátandi feður. Stóra spurningin er hvort hér sé um að ræða raunverulega breytingu sem opnar rými fyrir tilfinningar karla eða hvort gráturinn verður hið nýja vörumerki athafnamanna í uppgjörinu við hið fallna Ísland – Grátkonur útrásarinnar.“ segir Þorgerður. GETA PABBAR EKKI GRÁTIÐ? D ægurlagatextahöf- undar hafa marg- ir hverjir verið allt annað en feimnir við að spyrja stórra og áleitinna spurninga í gegnum tíðina. „What Becomes of the Broken Heart- ed?“, „Where Have All the Flowers Gone?“, „Who Let the Dogs Out?“ og „Who the Fuck is Alice?“ eru einungis örfá dæmi um býsna mik- ilvægar spurningar sem erlendir listamenn hafa varpað fram, án þess hvorki að veita svör við þeim sjálfir né vænta svara frá öðrum. Íslenskir popparar eru engir eftirbátar kollega sinna erlend- is í þessum efnum og hafa sumar vangaveltur þeirra legið eins og mara á þjóðarsálinni svo árum skiptir. Blaðamaður leitaði svara við nokkrum af brýnustu spurn- ingum íslenskrar poppsögu hjá fræði- og kunnáttufólki og er margs vísari fyrir vikið. Þegar stórt er spurt … Fjölmörgum knýjandi spurningum hefur verið varpað fram í viðlögum dægurlagatexta í gegnum árin. Kjartan Guðmundsson leitaði til fræði- og kunnáttufólks í því augnamiði að fá svör við nokkrum þeirra og komst að því að ekki er allt sem sýnist. Sálin hans Jóns míns velti þessari spurningu fyrir sér á samnefndri plötu árið 1989, eins og frægt er orðið. „Það má ímynda sér tvenns konar svör við þessari spurningu,“ segir Ólafur Páll Jónsson heimspekingur. „Annars vegar er það sú hugsun að draumurinn sé alltaf utan seilingar, útópíuhugsunin. Að það bíði alltaf eitthvað betra hinum megin þegar þessu lýkur. Svo er það hinn mögu- leikinn, að draumurinn sé mögulega innan seilingar. Svo er spurningin hvort svarið maður trúir á,“ segir Ólafur. HVAR ER DRAUMURINN? ÓLAFUR PÁLL JÓNSSON ER ÞAÐ SATT SEM ÞEIR SEGJA UM LANDANN? SUMARLIÐI ÍSLEIFSSON Þessari spurningu, sem Magnús Þór Sigmundsson kastaði fram á plötunni Álfar árið 1979, þykir líklega mörgum vandsvarað, en ekki Magnúsi Skarphéðinssyni, skóla- stjóra Álfaskólans í Síðumúla. „Nei, álfar eru ekki menn. Álfar eru lágvaxnar verur, allt frá tíu til áttatíu sentimetra háar. Hins vegar ruglar fólk gjarnan saman hugtökunum álfar og huldufólk, því huldufólk hefur nákvæm- lega sömu líkamsbyggingu og atgervi og menn,“ segir Magnús Skarphéðinsson. ERU ÁLFAR KANNSKI MENN? MAGNÚS ÞÓR SIGMUNDS- SON Var í meiri vafa um eðli álfa en nafni hans Skarphéðinsson. Bubbi Morthens spurði þessarar spurningar ásamt MX21 á plötunni Frelsi til sölu frá 1986. „Þarna spurði kóngurinn stórt, og Helgi Björns svaraði að bragði ef ég man rétt,“ segir Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. „Hvenær er nauðsynlegt að skjóta eða drepa dýr? Sumir telja slíkt óréttlætanlegt nema kannski í sjálfsvörn eða við hungurmörk. Samkvæmt því er ekki nauðsynlegt að skjóta hvali frekar en ýmis önnur dýr sem menn dunda sér engu síður við að murka lífið úr. Þar má af innlendum vettvangi nefna hreindýr, mink, loðnu, ref, gæs, þorsk, ýsu, rjúpu og lax. Sé farið út fyrir landsteinana bætast við alls kyns bangsar og bambar. Sumar þessara tegunda veiða menn fyrst og fremst sér til ánægju, en aðrar teljast mikilvægar í þjóðhagslegum skilningi,“ segir Gísli og bætir við að hvalveiðar tilheyri klárlega síðarnefnda flokknum. „Auk þess að skapa atvinnu og útflutningstekjur er ekki ólíklegt að afrán á, eða samkeppni við, fiskistofna skipti þarna líka máli. Fyrir mér er sjálfbærni mikilvægasta hugtakið í þessu samhengi, hvort sem um er að ræða tómstunda- eða atvinnuveiðar. Stofnar langreyðar og hrefnu hér við land eru í góðu ástandi og því engin haldbær náttúruverndarrök gegn veiðum á þeim,“ segir Gísli. „Hvort nauðsynlegt sé að skjóta þá? Þegar Bubbi tekur flugið er erfitt, eða öllu heldur óviðeigandi, fyrir jarðbundna fræðimenn að blanda sér í málið og best að hver svari fyrir sig,“ segir Gísli að lokum. ER NAUÐSYNLEGT AÐ SKJÓTA ÞÁ? Bubbi og MX21 pældu stíft í leyndardómum lífsins og spurðu þessarar spurningar á smáskífu árið 1987. „Það er skammgóður vermir að ætla að byggja sjálfa lífshamingjuna á fegurðinni einni saman, sérstaklega ef hún er tengd efnislegum gæðum,“ segir Kolbrún Baldurs- dóttir, sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði. „Hver man ekki eftir Jóakim frænda, hinni forríku, önugu önd? Það er ekki hægt að ábyrgjast að öll hin fegurstu veraldlegu verðmæti gefi svo mikið sem eina mínútu af hamingju. Þeir sem eru í hamingjuleit er því ráðlagt að leita annað og þá ekki langt yfir skammt heldur inn í sitt eigið hugarfylgsni. Sú fegurð sem skipar stóran sess í ham- ingju sérhvers manns er nefnilega hans innri fegurð sem stundum er líka kölluð kærleikur. Kjarni hennar er innra jafnvægi, að vera í sátt við sjálfan sig og trúa að sér- hver maður hefur eigin velgengni í hönd- um sér. Sá sem er óhamingjusamur á nefnilega erfitt með að sjá fegurðina í kringum sig. Þannig má segja að það sé hamingjan sem skapi í raun fegurðina frekar en að fegurðin skapi hamingjuna,“ segir Kolbrún Baldursdóttir. SKAPAR FEGURÐIN HAMINGJUNA? GÍSLI VÍKINGSSON KOLBRÚN BALDURSDÓTTIR ÞORGERÐUR EINARSDÓTTIR … Spurðu meðlimir HLH-flokksins á plöt- unni Heima er best árið 1989. „Já, það er víst eitthvað til í því. Margt er því óvitlausara en að velta því fyrir sér sem „hinir“ sjá. Það er ekki víst að það sé allt óhróður og illmælgi!“ segir Sumarliði Ísleifsson, sagnfræð- ingur og sérfræðingur í ímynd Íslands og Íslendinga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.