Fréttablaðið - 06.02.2010, Page 62
34 6. febrúar 2010 LAUGARDAGUR
TILNEFNINGAR
Á
rsins 2009 verður
sennilega minnst
fyrir þrennt í
íslenskri kvik-
myndagerð: Ólafs
Ragnars, Georgs
Bjarnfreðarsonar og Daníels
Sævars sonar. Þessi þrenning, jafn-
heilög og aðrar þrenningar, einok-
aði íslenska afþreyingarmenningu
á því árinu; mynddiskar með gömlu
þáttunum tveimur seljast enn eins
og heitar lummur og íslenska þjóð-
in sat límd fyrir fyrir framan sjón-
varpsskjáinn þegar síðasta þátta-
röðin, Fangavaktin, var sýnd. Og
síðan fór þjóðin í bíó, sá Bjarnfreð-
arson, lokakaflann í þessar ein-
stöku sögu sem sennilega mun lifa
jafnlengi með þjóðinni og hennar
merkustu rit.
Engin tilviljun
Það er því varla tilviljun að þessi
tvö fyrirbæri skuli einoka Eddu-
verðlaunin þetta árið. Átján til-
nefningar eru ágætis vitnisburð-
ur um yfirburði Georgs, Ólafs
og Daníels. Fregnir af endurgerð
þáttanna í Hollywood eru staðfest-
ing á því að þetta er vafalítið eitt
besta sjónvarpsefni sem litið hefur
dagsins ljós á Íslandi.
Leikið íslenskt sjónvarpsefni er
reyndar áberandi sigursælt sem
og leikararnir þar. Að sjálfsögðu
eru þeir Jón Gnarr, Pétur Jóhann
og Jörundur Ragnarsson tilnefnd-
ir fyrir leik sinn í bæði Fangavakt-
inni og Bjarnfreðarsyni en auk
þeirra eru þeir Björn Hlynur Har-
aldsson og Magnús Jónsson báðir
tilnefndir fyrir leik sinn í sjón-
varpsþáttum; Björn fyrir Hamar-
inn en Magnús fyrir Rétt.
Þær Ilmur Kristjánsdóttir,
Jóhanna Vigdís Arnardóttir og
Margrét Helga Jóhannesdóttir
eru einnig tilnefndar fyrir leik
sinn í sjónvarpsþáttum; Ilmur
sem Ástríður, Jóhanna Vigdís
fyrir frammistöðu sína í Rétti og
svo auðvitað Margrét Helga sem
Bjarnfreður í Fangavaktinni og
Bjarnfreðarsyni. Auk þeirra er
Laufey Elíasdóttir tilnefnd fyrir
kvikmyndina Desember og Krist-
björg Kjeld fyrir Mömmu Gógó.
Sjónvarp í stað hvíta tjaldsins
Í flokki meðleikara, sem áður voru
kallaðir aukaleikarar, eru fulltrú-
ar sjónvarpsþátta einnig áberandi.
Nokkuð sérkennileg staða, eins og
greint er frá annars staðar í blað-
inu, er komin upp meðal leikkvenna
því þar eru amman, dóttirin og
barnabarnið meðal keppinauta;
Herdís Þorvaldsdóttir og Tinna
Hrafnsdóttir eru tilnefndar fyrir
leik sinn í Hamrinum og Tinna
Gunnlaugsdóttir er tilnefnd fyrir
hlutverk hórumömmunnar í Rétti.
Guðrún Gísladóttir fær tilnefningu
fyrir leik sinn í Desember og Þóra
Karítas er tilnefnd fyrir frammi-
stöðuna í Ástríði.
Hjá körlunum er fangarnir úr
Fangavaktinni áberandi; Björn
Thors, Ólafur Darri og Gunn-
ar Hansson fá allir tilnefningu
auk þess sem Rúnar Freyr Gísla-
son er tilnefndur fyrir Ástríði og
Stefán Hallur Stefánsson fyrir
Desember.
Varla kemur það nokkrum á
óvart að Ragnar Bragason skuli
vera tilnefndur í flokki bestu leik-
stjóra en hann fær verðuga sam-
keppni frá íslenska kvikmynda-
gerðarkónginum Friðriki Þór
Friðrikssyni sem er tilnefndur
fyrir Mömmu Gógó. Það vekur
hins vegar athygli að þrátt fyrir að
kvikmyndin Desember hafi feng-
ið nokkrar tilnefningar er Hilm-
ar Oddsson ekki tilnefndur sem
leikstjóri. Þeir Friðrik og Ragnar
keppa við þá Þorfinn Guðnason og
Andra Snæ Magnason sem gerðu
saman Draumalandið. Nýr flokk-
ur lítur dagsins ljós, besta barna-
efnið og þar eru Algjör Sveppi og
leitin að Villa, Á uppleið, Latibær,
Skoppa og Skrítla í bíó og Stund-
in okkar tilnefnd. Sigurvegarnir
verða síðan tilkynntir laugardag-
inn 27.febrúar í Háskólabíó í beinni
útsendingu Stöðvar 2.
Ár Georgs, Daníels og Ólafs
Kvikmyndin Bjarnfreðarson og sjónvarpsþáttaröðin Fangavaktin gnæfa yfir aðra í tilnefningum til Eddu-verðlaunanna í ár.
Samanlagt hljóta þessi fyrirbæri átján tilnefningar. Mamma Gógó getur einnig vel við unað, átta tilnefningar alls. Leikarar úr
sjónvarpsþáttum eru áberandi á listanum. Freyr Gígja Gunnarsson rýndi í Edduna þetta árið.
FYRIRBÆRI Kvikmyndin um Georg Bjarnfreðarson og félaga hans, Ólaf Ragnar og Daníel, var mest sótt af þeim íslensku kvik-
myndum sem frumsýndar voru á árinu. Því er það varla tilviljun að myndin og sjónvarpsþættirnir skuli hljóta flestar tilnefningar til
Eddunnar.
Bjarnfreðarson
Leikstjóri: Ragnar Bragason
Desember:
Leikstjóri: Hilmar Oddsson
Mamma Gógó
Leikstjóri: Friðrik Þór Friðriksson
Kvikmynd ársins
Björn Hlynur Haraldsson (Hamarinn)
Jón Gnarr (Bjarnfreðarson/Fangavaktin)
Jörundur Ragnarsson (Bjarnfreðarson/Fangavaktin)
Pétur Jóhann Sigfússon (Bjarnfreðarson/Fangavaktin)
Magnús Jónsson (Réttur)
Leikari ársins í aðalhlutverki
Ilmur Kristjánsdóttir (Ástríður)
Jóhanna Vigdís Arnardóttir (Réttur)
Kristbjörg Kjeld (Mamma Gógó)
Laufey Elíasdóttir (Desember)
Margrét Helga Jóhannesdóttir (Bjarnfreðarson/
Fangavaktin)
Leikkona ársins í aðalhlutverki
Ragnar Bragason (Fangavaktin/Bjarnfreðarson)
Friðrik Þór Friðriksson (Mamma Gógó)
Þorfinnur Guðnason og Andri Snær Magnason (Drauma-
landið)
Leikstjóri ársins
Björn Thors (Fangavaktin)
Gunnar Hansson (Fangavaktin)
Ólafur Darri Ólafsson (Fangavaktin)
Rúnar Freyr Gíslason (Ástríður)
Stefán Hallur Stefánsson (Desember)
Meðleikari ársins
Guðrún Gísladóttir (Desember)
Herdís Þorvaldsdóttir (Hamarinn)
Tinna Gunnlaugsdóttir (Réttur)
Tinna Hrafnsdóttir (Hamarinn)
Þóra Karítas Árnadóttir (Ástríður)
Meðleikkona ársins
Áramótaskaup Sjónvarpsins
Leikstjóri: Gunnar Björn Guðmundsson
Ástríður
Leikstjóri: Silja Hauksdóttir
Fangavaktin
Leikstjóri: Ragnar Bragason
Hamarinn
Leikstjóri: Reynir Lyngdal
Réttur
Leikstjóri: Sævar Guðmundsson
Leikið sjónvarpsefni ársins
Bogi Ágústsson
Egill Helgason
Þóra Arnórsdóttir
Eva María Jónsdóttir
Sölvi Tryggvason
Sjónvarpsmaður ársins
Algjör Sveppi og leitin að Villa
Leikstjóri: Bragi Hinriksson
Allt á uppleið
Leikstjóri: Óskar Jónasson
Latibær
Leikstjórar: Magnús Scheving og
Jonathan Judge
Skoppa og Skrítla í bíó
Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson
Stundin okkar
Dagskrárgerð: Eggert Gunnarsson og
Björgvin Frans Gíslason
Barnaefni ársins
Enn meiri afsláttur
á útsölunni!
Laugavegi 7 101 Reykjavík
Sími 561 6262 www.kisan.is
Heimsþekkt vörumerki eins og
Sonia Rykiel, Bonpoint,
Isabel Marant , Orla Kiely
og fleiri ...
Opnunartími:
mán - lau
11:00 - 18:00