Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.02.2010, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 06.02.2010, Qupperneq 66
BAKÞANKAR Davíðs Þórs Jónssonar 38 6. febrúar 2010 LAUGARDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Hversu oft á ég að þurfa að segja þér að borða ekki þessar óheillakökur! „Drepum dúfurn- ar“, „Færið mér djöflapungana“ og „Rotnaðu í eigin gröf“? Hvernig geturðu eiginlega hlustað á þetta? Ég vil hafa tónlistina svolítið þunga og dimma, Lávarður er með slíka tónlist. Ég trúi því, ekkert rólegt og rómant- ískt sem hægt er að hlusta á við kertlajós? Jú, þetta er ekki bara einhver djöful- skapur, „Brenn í helvíti“ er til að mynda mjög róleg ballaða! „Brenn í helvíti“? Hann hlýtur að hafa verið ást- fanginn uppfyrir haus þegar hann samdi þá tónlist? Nei, rottan hann drapst í pitsaofni, þetta var mikill harmleik- ur! Einmitt og hvað þá með „Elskast í swingerklúbbi satans“? Þú vilt ekki vita það? Mamma, þú verður að keyra mig til Söru! Hvernig kemstu heim? Ég fæ að fljóta með einhverjum, pottþétt! Ertu alveg viss? Ok! Seinna Mamma þú verður að koma og sækja mig! Villtu kaupa þetta handa mér, mamma? Þrjú hundruð krónur! Ekki ef það eru þínar þrjú hundr- uð krónur! Finnst þér það ekki svolítið mikill peningur fyrir sælgætishálsfesti? Orðið „engill“ er myndað af gríska orðinu „angelos“ sem strangt til tekið merkir aðeins „sendiboði“. Það er af sama stofni og orðið „angelion“ sem merkir „frétt“. Með forskeytinu „ev-„ sem merkir „vel“ verður til orðið „evangelion“ sem merkir „gleði- frétt“, en hefð hefur skapast fyrir því að þýða það sem „fagnaðarerindi“. EINU sinni varð mikið flóð í dal nokkrum. Fólk þusti til kirkjunnar því hún var uppi á hól. Presturinn var guðhræddur og grand- var maður og hann leiddi söfnuðinn í bæn til Guðs um að hann léti flóðinu linna. Þá var kirkjudyrunum hrundið upp og hjálparsveit kom til að bjarga fólkinu. Presturinn harð- neitaði þó að láta bjarga sér. „Drottinn er minn hirðir,“ sagði hann. „Mig mun ekkert bresta.“ Hjálparsveitin hélt því leiðar sinnar án hans. ENN hækkaði vatnið og presturinn varð að príla upp á þak kirkjunnar til að drukkna ekki. Þá bar þar að fólk á flekaskrif- li sem það hafði tjaslað saman úr hinu og þessu. Fólkið vildi endi- lega bjarga prestinum, en hann harðneitaði enn og sagði: „Drott- inn bjargar mér. Guð sér um sína.“ Fólkið neyddist því til að skilja hann eftir þarna á þakinu. ÁFRAM hélt vatnið að hækka og presturinn varð að klifra upp í kirkjuturn- inn til að drukkna ekki. Hann stóð ofan á krossinum og vatnið náði honum upp í höku þegar björgunarþyrla kom á vettvang. Sig- maður var látinn síga niður eftir prestinum, en hann barðist um á hæl og hnakka og vildi ekki sjá neina björgun. Hann var sannfærð- ur að Guð myndi koma honum til bjargar, bænahiti hans og guðhræðsla væri með svo miklum eindæmum að annað væri óhugs- andi. Þyrlan varð því að halda sína leið án hans. VATNIÐ hélt áfram að hækka og presturinn drukknaði. Hann fór til himna og gekk á fund Guðs sársvekktur. „Ég hef verið góður og grandvar maður og hagað lífi mínu í einu og öllu eftir fyrirmælum þínum,“ sagði hann við Guð. „Hvers vegna komst þú mér ekki til bjargar þegar ég þarfnaðist þín?“ GUÐ svaraði á móti sárreiður: „Hvað mein- arðu? Ég sendi hjálparsveit eftir þér, ég sendi þér fólk á fleka, ég sendi meira að segja heila björgunarþyrlu. Við hverju bjóstu? Kraftaverki?“ BOÐSKAPUR sögunnar er þessi: Ekki bíða eftir kraftaverki. Guð sendir þér engla sína. Ef þú ert með augu og eyru opin, að ekki sé minnst á hjartað, þá þekk- irðu þá þegar þeir birtast þér. Ekki á vængjunum, heldur erindinu. Englar GuðsAUGLÝSING UM STYRKI ÚR MÓTVÆGISSJÓÐI VELFERÐARVAKTARINNAR Velferðarvaktin auglýsir eftir umsóknum í mótvægissjóð vaktarinnar í samræmi við reglur sjóðsins. Tilgangur sjóðsins er að styðja við aðgerðir sem draga úr afl eiðingum efnahag- skreppunnar fyrir fjölskyldur og einstaklinga í landinu. Að þessu sinni eru til ráðstöfunar 15 milljónir króna. Styrkfjárhæð skal að jafnaði ekki vera lægri en 500.000 krónur og að há- marki helmingur heildarkostnaðar við verkefni. Verkefni sem til greina kemur að styrkja eru: • Ný tímabundin verkefni fyrir tiltekna hópa sem orðið hafa illa úti í efnahagsástandinu. • Sérstök verkefni til að styðja starfsfólk sem aðstoðar þá sem eiga í miklum erfi ðleikum. • Samræming verkefna og samstarfsverkefni á vegum þriðja geirans. Umsóknarfrestur er til 1. mars næstkomandi. Sótt skal um styrk á sérstöku umsóknareyðu- blaði. Reglur sjóðsins og eyðublaðið er að fi nna á vefslóð velferðarvaktarinnar www.felagsmalaraduneyti.is/velferdarvaktin/ Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Broddadóttir í síma 545 8100 eða með tölvupósti um netfangið ingibjorg.broddadottir@fel.stjr.is Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.