Fréttablaðið - 06.02.2010, Qupperneq 74
46 6. febrúar 2010 LAUGARDAGUR
folk@frettabladid.is
Bandaríski plötusnúðurinn Lee
Douglas þeytir skífum á Kaffi-
barnum í kvöld. Douglas hefur
verið duglegur við að færa
gömul, sjaldheyrð diskólög í
nýjan búning. Hann er í tveimur
öðrum hljómsveitum sem heita
TBD og Stallions. Með honum í
fyrrnefndu sveitinni er Justin
Vandervolgen úr hljómsveitinni
!!! sem hefur spilað á Airwaves-
hátíðinni.
Andrew Hogge, eða Love-
fingers, spilar með Douglas í
Stallions. Það eru Haukur Heið-
ar Leifsson og Símon Ragnar úr
dúóinu FKNHNDSM sem skipu-
leggja komu Douglas til lands-
ins. Enginn aðgangseyrir er á
tónleikana.
Douglas
þeytir skífum
LEE DOUGLAS Plötusnúðurinn Lee
Douglas spilar á Kaffibarnum í kvöld.
Plötusnúðarnir Óli Ofur, Fúsi
Axfjörð og Bjarki Balrock hefja
á sunnudagskvöld nýja tegund
skemmtikvölda sem nefnast
SunDaze. Fyrsta kvöldið verð-
ur á Jacobsen og verður það í
höndum Bjarka Balrock. „Mús-
íkin á að vera áreynslulaus og í
hæsta gæðaflokki. Hún þarf líka
að búa yfir þeim eiginleikum að
afrétta, gleðja og upplífga,“ segir
Óli Ofur. „Með þessum kvöldum
gefst tækifæri til að spila tónlist
sem á það til að búa yfir töluvert
meiri sál og hjarta en sú músík
sem drífur helgargólfin áfram.“
Áreynslulaus
danstónlist
ÓLI OFUR Plötusnúðurinn er að byrja
með skemmtikvöldin SunDaze ásamt
Fúsa Axfjörð og Bjarka Balrock.
Tónlistarmennirnir Arnar Már Friðriks-
son og Birgir Sævarsson, sem vöktu fyrst
athygli í þættinum Bandið hans Bubba,
söfnuðu rúmri hálfri milljón króna á
styrktartónleikum sem þeir héldu á Nasa
20. janúar. Þar komu fram Páll Óskar
Hjálmtýsson, Stefán Hilmarsson og fleiri
kunnir tónlistarmenn og voru áheyrend-
ur fjögur hundruð. Allur ágóðinn rennur
til fórnarlamba jarðskjálftans á Haítí í
gegnum Rauða krossinn og afhentu þeir
félagar samtökunum ávísun með þeirri
upphæð í gær.
„Við vissum ekki hverju við áttum von
á. Þessir tónleikar voru skipulagðir á
fimm sólarhringum. Miðað við að auglýs-
ingar voru keyrðar í tvo daga og að þetta
var fimm daga fyrirvari þá erum við
mjög ánægðir með þessa upphæð,“ segir
Arnar Már. Alls söfnuðust 451 þúsund á
tónleikunum á Nasa og N1 bætti síðan við
100 þúsund krónum. „Ef tveir gæjar frá
Íslandi ná hálfri milljón þá spyr maður sig
hvað allur heimurinn gæti gert. Við Biggi
erum rosalega stoltir af þessu.“
Þeir Arnar og Birgir feta þar með í
fótspor heimsþekktra tónlistarmanna
sem hafa lagt Haítí lið að undanförnu. Í
Hollywood komu 75 stjörnur úr tónlist-
ar- og kvikmyndaheiminum saman til að
taka upp nýja útgáfu af laginu We Are The
World sem kom upphaflega út árið 1985.
Á meðal þeirra sem tóku þátt voru Pink,
Santana, Celine Dion, Jeff Bridges, Vince
Vaughn og Snoop Dogg. Allur ágóði lags-
ins rennur til fórnarlamba jarðskjálftans
en það verður fyrst spilað á sjónvarps-
stöðinni NBC 12. febrúar. - fb
Gáfu hálfa milljón til styrktar Haítí
ÁVÍSUN AFHENT Arnar Már og Birgir afhenda
Kristjáni Sturlusyni og Ottó Tynes hjá Rauða
krossinum ávísun með peningaupphæðinni.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
> JUSTIN HEIÐRAÐUR
Popparinn Justin Timberlake hefur
verið útnefndur maður ársins af Hasty
Pudding-leiklistarsamtökum Har-
vard í Bandaríkjunum. Stutt er
síðan leikkonan Anne Hatha-
way var kjörin kona ársins af
samtökunum.
Kvikmyndaframleiðandinn
og -leikstjórinn Michael
Bay græddi mest allra í
Hollywood á síðasta ári,
samkvæmt rannsókn tíma-
ritsins Vanity Fair, eða um
sextán milljarða króna.
Þrátt fyrir að minna fjármagn
hafi flögrað um í Hollywood
í fyrra en oft áður virðist það
ekki hafa haft áhrif á toppana í
kvikmyndaborginni.
Samkvæmt útreikningum Van-
ity Fair, sem eru byggðir á áætl-
uðum tekjum, græddi Michael Bay
um 9,6 milljarða króna á hasar-
myndinni Transformers: Revenge
of the Fallen, bæði fyrir leikstjórn
sína og framleiðslu. Alls græddi
myndin tæpa 107 milljarða í miða-
sölu víðs vegar um heiminn, þrátt
fyrir að hún hafi fengið misjafna
dóma gagnrýnenda. Bay fékk
einnig í vasann um 3,6 milljarða
fyrir DVD-sölu myndarinnar og
um 1,6 milljarða fyrir leikfanga-
sölu og gjöld tengd höfundarrétti
hans. Alls námu tekjur hans um
16 milljörðum bæði fyrir Trans-
formers og önnur verkefni sem
hann kom nálægt, sem eru ekki
slæm árslaun hjá einum og sama
manninum.
Þeir ríkustu í Hollywood
LEPJA EKKI
DAUÐAN ÚR SKEL
Þeir Michael Bay, Steven Spielberg,
Roland Emmerich, James Cameron og Todd
Philips eru ekki á neinum sultarlaunum í
Hollywood. Þeir eru tekjuhæstu mennirnir í
kvikmyndaborginni og geta leyft sér nánast
hvað sem er þegar kemur að kvikmyndum.
Daniel Radcliffe er síðan tekjuhæsti leikar-
inn og skýtur mönnum á borð við Ben Stiller
og Tom Hanks ref fyrir rass.
Framleiðendur og leikstjórar eru
einnig í næstu fjórum sætum á eftir
Bay, eða þeir Steven Spielberg, Rol-
and Emmerich, James Cameron og
Todd Philips. Spielberg fékk tæpa
10,8 milljarða á síðasta ári, þar af
um 2,5 milljarða fyrir að framleiða
og leikstýra nýrri ævintýramynd
um teiknimyndahetjuna Tinna sem
kemur út á næsta ári. Emmerich
græddi tæpa níu milljarða á stór-
slysamyndinni 2012 sem var sýnd
síðasta sumar en alls halaði hún
inn tæpa 96 milljörðum króna.
Cameron þénaði um 6,4 milljarða á
stórmyndinni Avatar, sem er þegar
orðin tekjuhæsta mynd allra tíma,
og Todd Phillips fékk um 5,6 millj-
arða í vasann fyrir hinn óvænta
gamansmell The Hangover.
Tekjuhæsti leikarinn á listanum
var sjálfur Harry Potter, eða Dani-
el Radcliffe, með svipaðar tekjur
og Phillips, eða um 5,2 milljarða.
Næstir á eftir honum komu leikar-
arnir Ben Stiller og Tom Hanks.
freyr@frettabladid.is
Skólavörðustígur 2
101 Reykjavík
S. 445 2020
www.birna.net
ÚTSALA
Opið lau. kl. 11–17 og sun. kl. 13–17
ALLT AÐ
60% AFSLÁTTUR