Fréttablaðið - 06.02.2010, Qupperneq 77
LAUGARDAGUR 6. febrúar 2010 49
„Ég hlakka til að fara í fangelsi,“
sagði rapparinn Lil Wayne í nýlegu
viðtali.
Lil Wayne var á dögunum dæmd-
ur í árs fangelsi fyrir ólöglegan
vopnaburð. Hann hefur afplánun
í New York seinna í mánuðinum.
„Enginn sem ég get talað við getur
sagt mér hvernig er að vera í fang-
elsi,“ sagði Wayne og bætti við að
fangavistin hafi verið eitthvað sem
átti að gerast. „Ég lít svo á að hlut-
irnir gerist ekki að ástæðulausu.
Ég veit að þetta er upplifun sem ég
þarf á að halda þar sem Guð er að
láta þetta gerast.“
Lil Wayne gaf nýlega út plötuna
Rebirth, sem markar hans fyrstu
spor í rokkbransanum – en hann
hefur hingað til verið þekktur sem
rappari. Platan hefur fengið slæma
dóma og gagnrýnendur tala
um slæma tilraun. Hann
þarf ekki að velta sér
upp úr því þar sem
hann mun sitja inni
næstu mánuði.
Lil Wayne hlakkar
til að fara í fangelsi
Í STEININN
Lil Wayne var
gripinn með
byssu og
tekur afleið-
ingunum.
Bandaríska leikkonan Brittany
Murphy lést af völdum lungna-
bólgu í desem-
ber síðastliðn-
um. Hún hefði
getað lifað af
ef hún hefði
farið til lækn-
is í tæka tíð,
samkvæmt
úrskurði dán-
arstjóra í
Los Angeles.
Járnskortur og blanda ýmissa
lyfseðilsskyldra lyfja átti einnig
þátt í dauða hennar.
Eiginmaður Murphy, Simon
Monjack, og móðir hennar sögðu
að leikkonan hefði verið með ein-
kenni flensu nokkrum dögum
áður en hún lést.
Murphy var þekktust fyrir
leik sinn í myndunum Clueless,
Sin City og 8 Mile. Einnig talaði
hún fyrir Luanne Platter í yfir
200 þáttum af teiknimyndun-
um King Of The Hill. Hún var
aðeins 32 ára.
Lést úr
lungnabólgu
BRITTANY MURPHY
Leikkonan Charlize Theron
stundar meiri líkamsrækt en
áður vegna þess að hún óttast að
hún sé að fitna
með aldrinum.
Theron, sem er
37 ára, leiðist
samt fátt meira
en líkamsrækt.
Þrátt fyrir
það æfir hún
sig nokkrum
sinnum í viku
til að halda lín-
unum í lagi.
„Ég hef alltaf nóg fyrir stafni.
Ég á hunda og mér finnst gaman
að vera úti í náttúrunni,“ sagði
Theron. „Ég er ekki nógu dugleg
í ræktinni en ég verð að fara
þangað.
Ég er komin yfir þrítugt og
brennslan í líkamanum hefur
minnkað. Ég fitna ef ég borða
og æfi ekki. Ég borða nefnilega
mjög mikið.“
Leiðinlegt í
ræktinni
CHARLIZE THERON
Conrad Murray, læknir popparans
sáluga Michaels Jackson, verður
að öllum líkindum ákærður fyrir
manndráp af gáleysi. Lögfræðing-
ur Murrays segir að skjólstæðing-
ur sinn sé staddur í Los Angeles
og muni gefa sig fram við lög-
reglu ef óskað verði eftir því. Ef
Murray verður ákærður mun dóm-
ari skera úr um hvort réttað verði
yfir honum.
Úrskurðað hefur verið að Jack-
son hafi verið myrtur síðasta
sumar og hefur dauði hans verið
rekinn til deyfilyfja. Murray
hefur ávallt haldið fram sakleysi
sínu og segist ekki hafa útvegað
lyf sem hafi valdið dauða poppar-
ans. Fjöldi lyfja fannst í líkama
Jacksons en talið er að hið sterka
deyfilyf Propofol hafi átt stærstan
þátt í dauða hans. Murray segist
hafa gefið Jackson Propofol vegna
svefnleysis sem hann þjáðist af.
Læknir ákærður
CONRAD MURRAY Læknir Michaels
Jackson verður líklega ákærður fyrir
manndráp af gáleysi.
Frances Bean Cobain, dóttir
Kurts Cobain úr Nirvana og
Courtney Love, kemur fram á
sinni fyrstu plötu 30. mars. Plat-
an nefnist Evelyn Evelyn frá
samnefndri hljómsveit. Frances,
sem er átján ára, syngur bak-
raddir í laginu My Space ásamt
hópi þekktra einstaklinga á borð
við Weird Al Yankovich, Andrew
W.K., Gerard Way úr hljómsveit-
inni My Chemical Romance og
rithöfundinum Neil Gaiman. Á
meðal annarra laga á plötunni er
ukulele-útgáfa
af lagi Joy
Division,
Love Will
Tear Us
Apart.
Frances á
nýrri plötu
MÆÐGUR
Frances Bean
Cobain og
móðir henn-
ar, Courtney
Love.
Leikkona ársins í aðalhlutverki
Kristbjörg kjeld
Kvikmyndataka ársins
Ari Kristinsson
Búningar ársins
Helga I. Stefánsdóttir
Tónlist ársins
Hilmar Örn HIlmarsson
Gervi ársins
Fríða María Þórðardóttir
Leikstjóri ársins
Friðrik Þór Friðriksson
Leikmynd ársins
árni Páll Jóhannsson
Kvikmynd ársins
Mamma Gógo
– Kvikmyndin Mamma Gógó er tilnefnd til 8 Edduverðlauna –