Fréttablaðið - 06.02.2010, Side 79

Fréttablaðið - 06.02.2010, Side 79
LAUGARDAGUR 6. febrúar 2010 KÖRFUBOLTI Keflavík og Snæfell mætast í undanúrslitaleik Sub- way-bikars karla í Toyota-höllinni í Keflavík klukkan 15.00 á sunnu- daginn en í boði er sæti í úrslita- leiknum í Höllinni 20. febrúar. Snæfell vann deildarleik lið- anna með 20 stigum á fimmtu- dagskvöldið, 106-86, en sá leikur fór fram í Hólminum. Snæfell sló Keflavík út úr bik- arnum á leið sinni að bikarmeist- aratitlinum sínum fyrir tveimur árum en Keflavík var þá búið að vinna sex fyrstu bikarleiki félaganna. - óój Undanúrslit Subway-bikars: Breytist eitthvað á 3 dögum? 30 STIG OG 17 FRÁKÖST Hlynur Bærings- son lék vel á móti Keflavík á fimmtudag- inn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GOLF Sögusagnir um að stjörnu- kylfingurinn Tiger Woods sé að undirbúa endurkomu sína á golf- völlinn hafa farið eins og eldur í sinu síðustu daga. Hinn 34 ára gamli Woods til- kynnti í lok síðasta árs að hann ætlaði að taka sér frí frá keppn- isgolfi í óákveðinn tíma vegna fjölskylduvandamála sinna en þá var búið að vera sannkallað fjöl- miðlafár út af fregnum um ítrek- uð framhjáhöld kappans. BBC-fréttastofan hefur heim- ildir fyrir því að Woods hafi í hyggju að taka þátt í WGC Match Play-meistaramótinu í Arizona í Bandaríkjunum en golfsérfræð- ingurinn Iain Carter er þó ekki alveg sannfærður um að svo verði. „Ég hef heyrt um hugsanlega endurkomu Woods í febrúar frá mjög áreiðanlegum aðila en það myndi samt koma mér á óvart ef hann myndi taka þátt í mótinu,“ segir Carter í viðtali við BBC. - óþ Tiger Woods: Gæti snúið aft- ur í febrúar Vegleg og aukin íþróttaumfjöllun í Fréttablaðinu mánudaga Íþróttahelgin gerð upp í Fréttablaðinu Allt sem þú þarft...

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.