Fréttablaðið - 09.02.2010, Síða 10
10 9. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR
UNDIR REGNHLÍFINNI Á myndinni má
sjá regnhlíf með blómamynstri, en
undir regnhlífinni leynist kona sem
gengur í krapa á gangstétt í borginni
Minsk í Hvíta-Rússlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
HEILBRIGÐISMÁL Flutningur á
rekstri heilbrigðisstofnana frá ríki
til sveitarfélaga er að mati for-
svarsmanna sveitarfélaganna og
forstjóra heilbrigðisstofnana vel
gerlegur og jafnvel til bóta. Hins
vegar virðist þessi hugmynd ekki
hafa verið rædd af alvöru víðar en
á Suðurnesjum.
Bæjarstjórn Reykjanessbæjar
ályktaði í síð-
ustu viku um
málefni Heil-
brigðisstofnun-
ar Suðurnesja
(HSS) vegna
niðurskurðar í
heilbrigðiskerf-
inu. Suðurnesja-
menn telja sig
hlunnfarna og
hafa því viðrað
þá hugmynd að
taka yfir verk-
efni HSS eða
hafa aðkomu
að rekstrinum
með beinum
hætti. Er mat
bæjarstjórnar-
innar að annar
stjórnunarstíll
við rekstur heil-
brigðismála en nú tíðkast geti haft
hagræði í för með sér.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri í
Reykjanesbæ, er þeirrar skoðun-
ar að sveitarfélögin í landinu geti
almennt séð um verkefnið. Hann
segir að miðpunkturinn verði
áfram Landspítalinn sem stór ein-
ing til þjónustu við allt landið en í
héruðum geti sveitarfélögin sinnt
þessari þjónustu.
Segir Árni að ráðuneyti heil-
brigðismála sendi frá sér handa-
hófskenndar ákvarðanir og stefnu-
mótun sé ekki gerð til lengri tíma
heldur að nokkru leyti háð duttl-
ungum þeirra sem sitja í stól ráð-
herra á hverjum tíma. Þessu þurfi
að breyta.
Halldór Halldórsson, formaður
Sambands íslenskra sveitarfélaga,
telur tilfærsluna mögulega en hún
hafi ekki verið rædd á þeim nótum
sem umræðan hefur verið í tilviki
Reykjanesbæjar innan sambands-
ins. „Þó var það rætt á Landsþingi
okkar 2006, þegar mótuð var sú
stefna sem sambandið vinnur
eftir á kjörtímabilinu, í sambandi
við flutning á nærþjónustu, að
það næði ekki eingöngu til mál-
efna fatlaðra og aldraðra, heldur
mætti líka skilja það sem svo að
það næði yfir málefni heilsugæsl-
unnar.“ Halldór segir mörg sveit-
arfélög vera vel í stakk búin til að
taka yfir rekstur heilbrigðisstofn-
ana en það sé háð því að nægilegt
fjármagn fylgi verkefninu frá
ríkinu.
Álfheiður Ingadóttir heilbrigðis-
ráðherra sagði í viðtali við Frétta-
blaðið á fimmtudag að hún væri
því almennt hlynnt að sem mest
af nærþjónustunni væri sinnt af
sveitarfélögunum. Hins vegar
sé rekstur heilbrigðisstofn-
ana utan lögbundinna verkefna
sveitarfélaganna og þess vegna
verði að spyrja hvort sveitarfélög-
in séu fjárhagslega í stakk búin til
að sinna þjónustunni.
svavar@frettabladid.is
Sveitarfélögin ráða
við flutning stofnana
Hugmynd um að sveitarfélögin taki að sér rekstur heilbrigðisstofnana á lands-
byggðinni mælist misjafnlega fyrir. Ekki er efast um að þau ráði við verkefnið
en tryggja verður að nægt fjármagn myndi fylgja tilfærslunni.
ÁRNI SIGFÚSSON
HALLDÓR
HALLDÓRSSON
FRÁ SUÐURNESJUM Hugmyndin hefur verið rædd um nokkurt skeið innan sem utan
HSS síðustu tvö ár. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
VIÐSKIPTI „Staðan er mjög góð og
mun aðeins batna á næstunni,“
segir Theo Hoen, forstjóri Marel.
Hann bætir við að alþjóðlega fjár-
málakreppan hafi gert flestum fyr-
irtækjum erfitt fyrir á síðasta ári.
Geti Marel vel við unað. „Ég er
sáttur,“ segir hann.
Fyrirtækið tapaði 11,8 milljónum
evra, jafnvirði tveggja milljarða
króna, á síðasta ári. Þetta er undir
væntingum. Hoen segir stjórnend-
ur hafa reiknað með erfiðu ári og
hafi þeir gripið til aðgerða. Á meðal
þeirra hafi verið aukning hlutafjár
þar sem hluta tiltekinna skulda-
bréfaflokka Marel hafi verið breytt
í hlutafé, en við það fóru skuldir
niður. Þá hafi verið samið um sölu
eigna utan kjarnastarfsemi og verði
því haldið áfram. Þar á meðal er
sala á eignum tengdum mjólkur- og
drykkjarvörugeiranum sem heyrði
undir matvælavinnsluvélahluta
Stork, Stork Food Systems, áður
en Marel keypti fyrirtækið fyrir
tveimur árum. Theo stýrði Stork
Food Systems áður en hann tók við
forstjórastól Marel í fyrravor.
Theo bendir á að forskot Marel
skýrist ekki síst af því að fyrirtæk-
ið hafi ekki dregið úr framlagi til
rannsóknar og þróunar í kreppunni.
Það hafi keppinautarnir gert og
kunni þeir að dragast aftur úr í sam-
keppninni af þeim sökum. - jab
THEO HOEN Marel getur vel við unað
þrátt fyrir tap á síðasta ári, segir forstjóri
fyrirtækisins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Forstjóri Marel segir fyrirtækið hafa náð forskoti á keppinauta í kreppunni:
Er sáttur eftir krefjandi ár
TRÚMÁL „Vængjamessa er
nýjung í starfi kirkjunnar og
verða þær í Guðríðarkirkju í
Grafar holti,“ segir í tilkynningu
Karls V. Matthíassonar sóknar-
prests. Hann segir vængja-
messu vera hversdagsmessu
að kvöldi dags og kallast á við
æðruleysismessur á sunnudags-
kvöldum í Dómkirkjunni.
„Messan miðar að því að lyfta
mönnum upp frá áhyggjum af
sínu nánasta fólki vegna erf-
iðleika, kvíða eða vímuefna-
neyslu,“ segir í tilkynningu.
Halda á messurnar yfir vetur-
inn fyrsta miðvikudag í hverjum
mánuði, þá fyrstu núna á mið-
vikudagskvöldið 10. febrúar
klukkan átta. - óká
Nýjung í kirkjustarfi:
Vængjamessur í
Guðríðarkirkju
FASTEIGNIR Nokkur óánægja mun
nú vera meðal landeigenda í inn-
anverðu Ísfjarðardjúpi með að
sveitarstjórn Strandabyggðar
virti viðlits 15 milljóna króna til-
boð Hraðfrystihússins Gunnvar-
ar í jörðina Nauteyri á Langadals-
strönd með því að ákveða að gera
fyrirtækinu gagntilboð.
Landeigendur segja að Naut-
eyrin hafi verið metin á um 150
milljónir þegar hún var sett á sölu
í fyrra og óttast að verið sé að
verðfella aðrar jarðir á svæðinu
ef selja eigi Nauteyri á margfalt
lægra verði en það. Einn land-
eigandinn sagðist í samtali við
Fréttablaðið telja væntanlega sölu
á slíku verði sérstaklega gagn-
rýniverða með tilliti til þess að
sveitarfélagið stæði ekki það höll-
um fæti að það þyrfti að selja frá
sér eignir. - gar
Jarðeigendur í Ísafjarðardjúpi:
Óttast verðfall
verði jörðin
Nauteyri seld
NAUTEYRI Strandabyggð ætlar að svara
15 milljóna króna boði í jörðina með
gagntilboði.
SAMGÖNGUR Skipulagsnefnd
Skagafjarðar er andvíg áform-
uðum flutningi hringvegarins
þannig að hann liggi ekki lengur
um Varmahlíð heldur frá Arnar-
stapa að Sólheimagerði.
Nefndin segir Varmahlíð mik-
ilvæga þjónustumiðstöð fyrir
íbúa. Fari hún úr alfaraleið verði
líklega ekki rekstrargrundvöllur
fyrir þjónustu og verslun sem
þar er í dag. „Á meðan ekki
liggja fyrir áætlanir um hvernig
þá verði unnt að tryggja þjón-
ustu og verslun í þessum hluta
sveitarfélagsins og samanburður
á lagfæringu hringvegarins um
Varmahlíð og fyrirliggjandi til-
lögu Vegagerðarinnar með tilliti
til umferðaröryggis, mun sveitar-
félagið Skagafjörður ekki breyta
legu hringvegarins“, segir skipu-
lagsnefndin. - gar
Skagfirðingar ósveigjanlegir:
Vegurinn liggi
um Varmahlíð
HÓTEL VARMAHLÍÐ Heimamenn óttast
um verslun og aðra þjónustu fari þjóð-
vegur 1 ekki lengur um Varmahlíð.
BRETLAND, AP Fjórir breskir þing-
menn verða ákærðir og eiga jafn-
vel fangelsi yfir höfði sér fyrir að
hafa þegið greiðslur úr ríkissjóði
vegna útgjalda, sem ýmist voru
tilbúningur eða óviðeigandi.
Breski endurskoðandinn
Thomas Legg skýrði frá því á
fimmtudag að 390 þingmenn
neðri deildar breska þingsins,
eða meira en helmingur þing-
manna deildarinnar, hafi þegið
slíkar greiðslur.
Öllum þessum þingmönnum
hefur verið gert að endurgreiða
féð, alls um 1,3 milljónir breskra
punda eða um 2.600 milljónir
króna. - gb
Breskir þingmenn brotlegir:
Ákærðir fyrir
að oftaka fé
9. stk gólfþvottavélar,
Nilfi sk, Taski, Cleanfi x og
Tornado einnig 4 stk bónvélar.
Allar vélarnar er ný yfi rfarnar
af fagmanni og tilbúnar
til notkunar.
Nánari upplýsingar í síma
617 8830
Til sölu
2.000 bæklingar
UMHVERFISVOTTUÐ
PRENTSMIÐJA
Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is