Fréttablaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 24
 9. FEBRÚAR 2010 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● börn Í leikskólanum Barónsborg nota yngstu börnin taubleiur. Þarna er á ferðinni tilrauna- verkefni leikskólans í sam- vinnu við Elenu Tauffer, Sorpu og umhverfissvið Reykjavíkur- borgar. „Foreldrar tóku strax vel í hug- myndina og verkefnið fór af stað í september,“ útskýrir Lilja Jóns- dóttir, deildarstjóri á Krílakoti á Barónsborg. Hugmyndina átti Elena Teuffer, ein mamm- an í hópnum, en hún hefur notað og framleitt sjálf taubleiur í bráðum þrjú ár, undir merk- inu Kindaknús. „Ég notaði taubleiur á mín börn bæði vegna um- hverfissjónarmiða og einnig vegna þeirra peninga sem sparast,“ út- skýrir Elena sem saumaði bleiurn- ar á öll börnin á deildinni, fimm bleiur á barn, með styrk frá Sorpu. „Ég sauma bleiurnar úr hand- klæðaefni með vasa, sem innleggi úr flóneli er smeygt inn í og svo er umhverfisvænn hríspappír, sem má bæði þvo eða henda í klósett, lagður ofan á. Ég sauma teygju í bakið og í skálmarnar sem leka- vörn og svo eru notaðar buxur yfir.“ Starfsfólk leikskólans vigtaði það sem féll til af einnota bleium í tvær vikur áður en skipt var yfir í taubleiurnar. Einnig voru settir upp rafmagnsmælar á þvottavél- arnar til að fylgjast með orku- nýtingunni. „Þetta er talsverður sparnaður fyrir foreldra,“ út- skýrir Lilja en þeir þurfa ekki að leggja til bleiur á barnið yfir dag- inn. „Börnin koma með pappírs- bleiu á morgnana og við setjum á þau taubleiurnar. Foreldrarnir setja svo á þau pappírsbleiu áður en þau fara heim í lok dags. Reynd- ar tekur lengri tíma að skipta á hverju barni, við þvoum eina vél á dag og hengjum upp á snúru en bleiurnar mega ekki fara í þurrk- ara.“ Lilja segir börnin hafa van- ist taubleiunum fljótt þótt þær séu fyrirferðarmeiri. „Þau eru öll með miklu stærri rassa núna,“ segir hún hlæjandi. Elena segir ávinning þess að nota taubleiur margþætt- an. Þyngst vegi umhverf- isþátturinn en um 1 tonn af pappírsbleium liggi eftir hvert barn sem taki 500 ár eyðast í náttúrunni. Eins megi reikna með um 300.000 króna kostn- aði við pappírsbleiur á hvert barn. Spurð hvort hún stefni á samstarf við fleiri leikskóla segir hún að framhaldið verði ákveð- ið þegar verkefninu við Baróns- borg lýkur í vor. Nánar má kynna sér taubleyjur Elenu á síðunni http://Kindaknus.123.is. Og einn- ig verða þær kynntar í Manni lif- andi við Borgartún, 20 febrúar næstkomandi. - rat Allir með stærri rassa Lilja Jónsdóttir, deildarstjóri á Krílakoti, en þar eru yngstu börnin á taubleyjum í tilraunaskyni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Bleiurnar sem Elena saum- aði á börnin á Baróns- borg en þær verða kynntar 20. febrúar í Manni lifandi við Borgartún milli klukkan 12 og 16 MYND/ELENA TAUFFER ● MÆLT MEÐ NOTKUN SNUÐS Á NÓTTUNNI Nýjar rannsóknir benda til þess að notkun snuðs á svefn- tíma dragi úr líkum á vöggudauða. Nú er mælt með notkun snuðs á svefntíma ungbarna, þó ekki fyrr en brjóstagjöf er komin vel á veg, enda er brjóstagjöf- in einnig talin vera mikilvæg vörn gegn vöggudauða. Sjá www.ljosmodir.is. ● Á VEFNUM Þegar kemur að því að klæða litla krílið eru ýmsir kostir í boði. Einn er sá að kaupa lítið eða ekkert notuð barna- föt en þau er meðal annars hægt að fá í vefverslunum. Ein slík verslun nefnist Opin búð og slóðin inn á hana er http://opinbud. blogcentral.is/ Þar er ýmislegt til sölu en þó aðallega föt og öll vel með farin. Verð- ið er frá 400 upp í 1.500 krónur fyrir hverja flík en þó er hægt að fá tvær stutterma sam- fellur fyrir 500 krónur. Ofan á verðið bætist síðan flutningskostnaður, að minnsta kosti út á land því verslunin er í miðborg Reykjavíkur. Flest skynfæri barna eru full- þroskuð strax við fæðingu en það á þó ekki við um sjónskynið. Nýbur- ar eiga erfitt með að greina í sund- ur ólíka liti og er það ekki fyrr en í kringum tveggja til þriggja mánaða aldur- inn sem þau fara að hafa vald á því. Nýburar eiga auk þess erfitt með að sjá umhverfið og andlit manna í fullum fókus. Það sem full- orðnir sjá vel í 180 metra fjarlægð sjá ungbörn aðeins í tæplega sjö metra fjarlægð. Það getur skýrt hvers vegna ungbörn eiga erfitt með að greina í sundur andlit strax í upp- hafi þótt reyndar sé talið að þau greini andlitslínur. Sé vilji til að örva sjónskyn ung- barnsins strax í upphafi getur verið ráð að teikna einföld svarthvít form á blað og setja í vögguna en þeim verður gjarnan starsýnt á slíkar myndir. - ve Heimurinn í svart-hvítu Það þýðir lítið að sýna nýburum litrík leikföng enda fara þau ekki að greina í sundur ólíka liti fyrr en í kringum tveggja til þriggja mánaða aldur. Flestum foreldrum er kunnugt um hversu mikilvægt er að velja inn í herbergi barna sinna muni sem taka mið af öryggi þeirra, ásamt því að uppfylla þarfir þeirra dag og nótt. Í IKEA að Kaup- túni 4 er fyrrnefnt sjónarmið haft að leiðarljósi auk þess sem smekkvísi er í hávegum höfð, en eins og meðfylgjandi mynd- ir sýna fæst þar allt til alls í barnaherbergið. Í öruggu umhverfi Í IKEA fæst ýmislegt sniðugt í barnaherbergið. Turninn til vinstri er eftir A Huldén/S Dahlman og kostar 1.490 krónur. Karfan að ofan fæst í mörgum litum og kostar 1.490 krónur. Neðst eru þrjú stykki sem eru seld í pakka eftir hönnuðinn Karin Mannerstål og kosta 1.990 krónur. Nánar á www.ikea.is.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.