Fréttablaðið - 09.02.2010, Side 34
18 9. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR
timamot@frettabladid.is
JOE PESCI ER 67 ÁRA Í DAG.
„Þegar ég gat hvergi feng-
ið vinnu varð ég svo auðmjúk-
ur að það var ógeðslegt. Mér leið
ekki eins og manni lengur. Þegar
ég rakst utan í veggi bað ég þá
afsökunar.“
Leikarinn Joe Pesci fæddist í New
Jersey-ríki Bandaríkjanna og hóf
feril sinn í leikhúsum fimm ára.
Hann hefur meðal annars unnið til
Óskarsverðlauna og leikið í vinsæl-
um kvikmyndum á borð við Raging
Bull, Goodfellas, Home Alone, JFK
og Lethal Weapon 2 til 4.
Á þessum degi árið 1964
kom Liverpool-sveitin Bítlarn-
ir fram í fyrsta sinn í hinum
vinsæla skemmtiþætti Eds
Sullivan í Bandaríkjunum.
Margir telja þáttinn marka
tímamót í sögu dægurmenn-
ingar í Bandaríkjunum og
víðar um heiminn.
Smáskífa með laginu I
Want to Hold Your Hand
hafði skömmu áður náð
toppsæti bandaríska Bill-
board-vinsældalistans. Þegar
Bítlarnir lentu á JFK-flugvellinum í New York tóku
um 3.000 æstir aðdáendur á móti þeim. Sullivan
bauð Brian Epstein, umboðsmanni Bítlanna,
háar fjárhæðir fyrir að koma fram í einum þátta
sinna, en Epstein sá hag sveitarinnar betur
borgið með að semja um
lágmarksgreiðslu fyrir að
koma fram í upphafi og undir
lok þriggja þátta.
Talið er að í kringum 73
milljónir manna hafi horft
á fyrsta þáttinn, sem þá var
met í bandarískri sjónvarps-
sögu. Bítlarnir léku fimm lög,
All My Loving, Till There Was
You og She Loves You í upp-
hafi og I Saw Her Standing
There og I Want to Hold Your
Hand í lokin. Meðan á flutn-
ingi Till There Was You stóð var nöfnum með-
lima sveitarinnar varpað á skjáinn og undir nafni
Johns Lennon fylgdu skilaboð sem vafalaust hafa
grætt margar bandarískar stúlkur: „Því miður,
stelpur, hann er kvæntur.“
ÞETTA GERÐIST: 9. FEBRÚAR 1964
Bítlarnir koma fram hjá Sullivan
Alþjóðlegi netöryggisdagurinn er hald-
inn hátíðlegur í sjöunda sinn í dag.
Þemað í ár er Hugsaðu áður en þú send-
ir! og standa yfir sextíu þjóðir um allan
heim fyrir skipulagðri dagskrá í dag.
Í tilefni dagsins stendur SAFT (Sam-
félag, fjölskylda og tækni), vakningar-
átak um örugga tækninotkun barna og
unglinga á Íslandi, fyrir opnu málþingi
í Skriðu, aðalbyggingu Menntavísinda-
sviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð
frá klukkan 14.30 til 16.30. Fundar-
stjóri er Páll Óskar Hjálmtýsson.
Netöryggisdagurinn er afurð netör-
yggisáætlunar Evrópusambandsins,
sem Ísland er aðili að ásamt 26 öðrum
þjóðum. Guðberg K. Jónsson, verkefna-
stjóri hjá SAFT, segir daginn yfirleitt
tileinkaðan ákveðnu þema, en hann er
ávallt haldinn hátíðlegur annan þriðju-
daginn í febrúar. „Á síðasta ári var dag-
urinn tileinkaður baráttunni gegn raf-
rænu einelti. Það verkefni skilaði sér
vel til þjóðarinnar og var þátttakan í
því fram úr öllum vonum. Ástæða þess
að þemað Hugsaðu áður en þú sendir!
var valið í ár er meðal annars sú að
fjölmörg dæmi eru um að fólk hafi lent
í því að myndir af þeim, sem ekkert er-
indi eiga við almenning, hafi verið sett-
ar á Netið. Við sjáum þetta til dæmis á
Facebook þar sem fólk eignast marga
vini, til dæmis börn sín og vini barna
sinna. Svo getur auðveldlega komið
að því að einhver gamall félagi setji
gamla partímynd á Netið, sem sýnir
viðkomandi aðila „dauða“ í útilegu eða
eitthvað slíkt. Þetta er mynd sem við-
komandi bjóst aldrei við að börnin sín
eða barnabörn myndu sjá.“
Guðberg segir hið sama gilda um
gróf ummæli á bloggsíðum og opnum
fréttavefjum á Netinu. „Margir hafa
lent í því að skrifa digurbarkalega á
Netið á næturnar eftir nokkra bjóra og
þurfa svo að fjarlægja ummælin dag-
inn eftir. Staðreyndin er sú að þegar
eitthvað er komið á Netið er nánast
ógerlegt að taka það til baka. Það getur
haft slæm áhrif, jafnvel mörgum árum
síðar,“ segir Guðberg og bætir við að
tryggja þurfi að fólk á öllum aldri búi
yfir þekkingu til að stjórna upplýsinga-
gjöf sinni á ábyrgan hátt.
í tilefni herferðarinnar hefur net-
verkið safeinternet.org látið fram-
leiða stutta auglýsingu sem styður við
hana og er sýnd í sjónvarpi í kringum
netöryggisdaginn.
Að sögn Guðbergs er dagskrá mál-
þingsins í dag mjög metnaðarfull.
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menn-
ingarmálaráðherra, setur þingið og í
kjölfarið fylgja tölur frá ýmsu fræði-
og kunnáttufólki sem tengist málefn-
inu og pallborðsumræður. Eins og
áður sagði er fundarstjóri Páll Óskar
Hjálmtýsson, sem hefur að sögn Guð-
bergs sterkar skoðanir á því hvernig
fólk hegðar sér á Netinu.
Allir eru velkomnir og frítt inn, en
auk þess er málþingið sent út á Netinu
á slóðinni saft.is. Þar er einnig hægt að
senda inn spurningar með tölvupósti.
kjartan@frettabladid.is
ALÞJÓÐLEGI NETÖRYGGISDAGURINN: HALDINN Í SJÖUNDA SINN Í DAG
Ekki á allt erindi á Netið
ÖRUGG NETNOTKUN „Staðreyndin er sú að þegar eitthvað er komið á Netið er nánast ógerlegt að taka það til baka. Það getur haft slæm áhrif,
jafnvel mörgum árum síðar,“ segir Guðberg K. Jónsson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
AFMÆLISBÖRN
EGILL
ÓLAFSSON,
tónlistar-
maður og
leikari, er 57
ára í dag.
MIA FAR-
ROW leik-
kona er 65
ára í dag.
Magnús Sigurðsson, læknir og hestamaður, færði
Háskólanum á Hólum og Sögusetri íslenska hests-
ins orðasafn sitt, Orðfák, við hátíðlega athöfn í síð-
ustu viku, en hann hefur í gegnum tíðina safnað
orðum og orðatiltækjum sem tengjast hestum og
hestamennsku. Magnús, sem kominn er yfir átt-
rætt, leitaði víða fanga við gerð orðasafnsins,
meðal annars í útkomnum orðabókum, fornritum,
íslenskum bókmenntum, fagbókum um hestinn og
í erlendum ritum. Tilgangurinn með orðabókinni
var að safna sem flestu um hesta og notkun þeirra
allt frá því fyrir Íslandsbyggð.
Auk Orðfáks færði Magnús skólanum og setrinu
mikið safn gagna, íslenskar og erlendar bækur,
tímarit, myndir, hestastyttur og fleira, sem eflir
bókasafnið til muna.
Færði háskólanum veglega gjöf
GJÖF Magnús Sigurðsson hefur unnið lengi að Orðfáki sínum.
MERKISATBURÐIR
1822 Haítí ræðst inn í Dómin-
íska lýðveldið.
1885 Fyrstu Japanarnir koma til
Hawaii.
1916 Félag íslenskra botn-
vörpuskipaeigenda er
stofnað.
1942 Japanar gera loftárás á
Darwin í Ástralíu.
1959 Togarinn Júlí ferst við Ný-
fundnaland og með
honum þrjátíu manna
áhöfn.
1984 Bankarán er framið í úti-
búi Iðnaðarbankans í
Breiðholti í Reykjavík.
1991 Litháar velja sjálfstæði í
þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ísland er fyrsta landið til
að viðurkenna það.
2001 Bandarískur kafbátur
sekkur óvart japönsku
fiskiskipi.
Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir,
systir og tengdadóttir,
Halldóra Benediktsdóttir
Brekkubyggð 28, Garðabæ,
sem lést af slysförum laugardaginn 30. janúar, verður
jarðsungin frá Vídalínskirkju Garðabæ, föstudaginn
12. febrúar kl. 15. Blóm og kransar eru vinsamlega
afþakkaðir en þeim sem vilja minnast Halldóru er bent
á Slysavarnafélagið Landsbjörg.
Kristján Gunnarsson
Benedikt Kristjánsson, Kristín Edda Kristjánsdóttir,
Gunnar Kristjánsson
Benedikt Steindórsson, Þórey Eyjólfsdóttir
Sigurbjörg Benediktsdóttir, Steindór Benediktsson
Gunnar Skaftason, Kristín Edda
Kornerup-Hansen
Fréttablaðið býður nú upp
á birtingu æviminninga á
tímamótasíðum blaðsins.
Hafið samband í síma
512 5490-512 5495 eða sendið
fyrirspurnir á netfangið
timamot@frettabladid.is
Æviminning
Gísli Eirík
ur Helgaso
n
Laugateigi 7
2, Reykjavík
Gísli Eirík
ur Helgaso
n fæddist
í
Reykjavík
1. janúar 1
931. Hann
lést á Hraf
nistu í Ha
fnarfirði 1
2.
janúar síð
astliðinn.
Foreldrar
hans
voru Guðr
ún Jónsdót
tir frá Þing
eyri
í Dýrafirði
f. 1917, d.
1988, og H
elgi
Gíslason fr
á Ísafirði,
f. 1915, d.
1970.
Gísli Eirík
ur bjó fyrs
tu æviár sí
n í
Reykjavík
en fluttist
eftir það v
estur
til Ísafjarð
ar með for
eldrum sín
um
og systkin
um.
Systkini G
ísla Eiríks
eru Jón
Hannes, f.
1933, Sigrí
ður Ása, f.
1936 og G
uðmundur
, f.
1941.
Eiginkona
Gísla Eirí
ks er Marg
rét Magnú
sdóttir hjúk
r-
unarfræði
ngur, f. 4.
apríl 1937
. Þau geng
u í hjóna-
band árið
1960. Börn
Gísla Eirí
ks og Mar
grétar eru:
1) Magnús
kennari, f
. 1.5. 1972
, kvæntur
Guðbjörgu
Björnsdótt
ur kennara
, f. 30.11. 1
971. Börn
þeirra eru
Margrét, f.
17.2. 1997
og Björn J
óhann, f. 2
0.1. 1999.
2) Helgi tæ
knifræðin
gur, f. 18.6
. 1975, í sa
mbúð með
Jórunni Dr
öfn Ólafsdó
ttur leiksk
ólakennar
a, f. 15.2.
1975. Þeir
ra dóttir e
r Þórunn Á
sta, f. 24.12
. 2001. 3)
Guðrún læ
knir, f. 14.
11. 1979, í
sambúð m
eð Þór
Halldórssy
ni stjórnm
álafræðing
i, f. 6.6. 19
80.
Gísli Eirík
ur lauk sk
yldunámi
á Ísafirði e
n hélt suð
ur
til Reykjav
íkur 17 ára
gamall til
að nema h
úsasmíði.
Húsasmíð
ar urðu æv
istarf hans
. Framan a
f starfsæv-
inni vann
hann á Tré
smíðaverk
stæðinu Fu
ru en eftir
að
hafa fengi
ð meistara
réttindi í i
ðn sinni st
ofnaði han
n
sitt eigið f
yrirtæki, G
ísli, Eiríku
r, Helgi, se
m hann át
ti
og rak þar
til fyrir fá
einum áru
m.
Stangveiði
var aðaláh
ugamál Gí
sla Eiríks a
lla tíð
og sinnti h
ann meða
l annars tr
únaðarstö
rfum fyrir
Stangveið
ifélag Reyk
javíkur.
Útför Gísla
Eiríks fer
fram í dag
kl. 13.00 í
Fossvogskir
kju.
G
1
s
gason
æddist í
Hann
firði 12.
drar hans Þingeyri , og Helgi5, d. 1970. ár sín í
að ve tur m sínum
ur, f.
úkr-
u:
u
ð
ur
ð
Gísli Eiríkur HelgasonTrésmíðameistariGísli Eiríkur Helgason fæddist í Reykjavík 1. janúar
1931. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 12. janúar
síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Jónsdóttir frá
Þingeyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og Helgi Gíslason
frá Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eiríkur bjó fyrstu
æviár sín í Reykjavík en fluttist eftir það vestur til
Ísafjarðar með foreldrum sínum og systkinum.
Systkini Gísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigríður
Ása, f. 1936 og Guðmundur, f. 1941.
Eiginkona Gísla Eiríks er Margrét Magnúsdóttir hjúkr-
unarfræðingur, f. 4. apríl 1937. Þau gengu í hjóna-
band árið 1960. Börn Gísla Eiríks og Margrétar eru:
1) Magnús kennari, f. 1.5. 1972, kvæntur Guðbjörgu
Björnsdóttur kennara, f. 30.11. 1971. Börn þeirra eru
Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn Jóhann, f. 20.1. 1999.
2) Helgi tæknifræðingur, f. 18.6. 1975, í sambúð með
Jórunni Dröfn Ólafsdóttur leikskólakennara, f. 15.2.
1975. Þeirra dóttir er Þórunn Ásta, f. 24.12. 2001. 3)
Guðrún læknir, f. 14.11. 1979, í sambúð með Þór
Halldórssyni stjórnmálafræðingi, f. 6.6. 1980.
Gísli Eiríku lauk skyldunámi á Ísafirði en hélt suður
til Reykjavíkur 17 ára gamall til að nema húsasmíði.
Húsasmíðar urðu ævistarf hans. Framan af starfsæv-
inni vann hann á Trésmíðaverkstæðinu Furu en eftir að
hafa fengið meistararéttindi í iðn sinni stofnaði hann
sitt eigið fyrirtæki, Gísli, Eiríkur, Helgi, sem hann átti
og rak þar til fyrir fáeinum árum.
Stangveiði var aðaláhugamál Gísla Eiríks alla tíð
og sinnti hann meðal annars trúnaðarstörfum fyrir
Stangveiðifélag Reykjavíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskirkju.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
systir, amma og langamma,
Guðný (Gulla)
Guðbjartsdóttir
Sólvangsvegi 3, Hafnarfirði,
lést föstudaginn 5. febrúar. Útför hennar fer fram
frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 11. febrúar
kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna.
Jónína Jónsdóttir Hlöðver Jóhannsson
Guðfinna Jónsdóttir Hallberg Guðmundsson
Herdís Jónsdóttir Flink Allan Flink
Helga Jónsdóttir Arnór Guðmundsson
Björn Hermann Jónsson Auður Elfa Steinsdóttir
Margrét Lovísa Jónsdóttir
Guðmunda Guðbjartsdóttir
Ásgeir Guðbjartsson
Sólveig Guðbjartsdóttir
Sveinn Guðbjartsson
barnabörn og barnabarnabörn.