Fréttablaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2010 Stell: Bridal Platinum matardiskur verð 2200 Súpudiskur verð 2200 Stell: Bridal Gold Matardiskur verð 2200 Morgunverðarskál verð 1500 Stell: Platinum Marardiskur verð 2700 Súpudiskur verð 2700 Stell: Aurora Platinum Matardiskur verð 2700 Súpudiskur verð 2700 Stell: Royal Blue Matardiskur verð 2500 Hliðardiskur verð 1700 Gjafavörubúðin Borð fyrir tvo sérhæfir sig í borðbúnaði og hvers kyns gjafavöru. Eigandi búðarinnar segir klassík og rómantískt ívaf einkenna vörurnar hjá þeim í vor. Una Gunnarsdóttir hefur verið eigandi verslunarinnar Borð fyrir tvo síðastliðin tíu ár. Búðin hóf rekstur í Borgarkringlunni fyrir 20 árum síðan, fluttist þaðan í Kópavog en hefur verið til húsa við Laugaveg 97 síðan í sumar. „Það er gott að vera á Laugavegin- um,“ segir Una. „Fólk virðist gefa sér meiri tíma inni í búðunum. Það kemur til okkar í ákveðnum tilgangi og veit oft strax hvað það vill. Það er ekki eins mikið ráp og oft annars staðar. Hér er mjög góð tenging við viðskiptavinina.“ Búðin leggur áherslu á hvers kyns borðbúnað og gjafavöru. Mikið er um brúðargjafir og stell til söfnunar, þótt Una sé einnig með dúka, barnavörur og fleira því tengt í búðinni. „Fólk er miklu meira að fjárfesta í hlut- um sem það getur notað til fram- búðar heldur en einhverri tísku sem varir stutt. Mikil klassík og rómantík er í línunum okkar núna.“ Stellin hjá Unu einkenn- ast af hreinleika og fínlegum munstrum. Hún segir að algeng- ast sé að viðskiptavinir taki krist- alinn og glerglösin, rómantískar línur handa brúðhjónum eða bara handa sjálfum sér. „Silfrið er að koma mikið inn núna. Svo er þessi gamli minimalismi að hverfa smátt og smátt og fólk er að verða óhrædd- ara við að nota liti í dekkingum hjá sér.“ Una segir pastelliti, rómantík og tengsl við gamla tím- ann einkenna línurnar í vor. „Fólk vill eitthvað sem endist þeim leng- ur heldur en út daginn í dag.“ Með rómantísku ívafi „Fólk er miklu meira að fjárfesta í hlutum sem það getur notað til frambúðar heldur en einhverri tísku sem varir stutt,“ segir Una Gunnarsdóttir, eigandi verslunarinnar Borð fyrir tvo. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ● VORLEGAR DISKAMOTTUR Á BORÐIÐ Bernadette Kraanen hannaði þessa fallegu diskamottur en hún er fatahönnuður að mennt. Bernadette er þekkt fyrir að nota gamaldags handverks aðferðir í nútímalegri útfærslu og þykir hönnun hennar bæði hlýleg en einnig frískleg. Bernadette hóf feril sinn sem töskuhönnuður en snéri sér svo að hönnun barnafatnaðar og hannaði fyrir ýmis merki. Munsturgerð er hennar sterka hlið og við hönnun diskamottanna skýrskotrar hún til náttúrunnar á hlýlegan hátt. Motturnar væru til dæmis skemmtilegar á borðið um páskana eða fyrir þá sem eru orðnir þreyttir á vetrardrunganum og vilja fá vorið inn í eldhús strax. Borðsiðir og matarvenjur geta verið mjög mismunandi eftir lönd- um. Fréttablaðið leit á nokkur dæmi þess. Hér uppi á Íslandi þykir það sjálfsögð kurteisi að mæta á réttum tíma í matarboð. Í Tansaníu þykir slíkt þó hin argasta ókurteisi og heldur tilhlýðilegra að vera seinn á ferð til slíkra samkoma; seinkun upp á korter til hálftíma þykir hið besta mál. Slík dæmi um mismun- andi borðsiði og matarvenjur milli landa og heimshorna eru mýmörg, eins og sést þegar málið er kannað í bókum og á Netinu. Þegar snætt er með prjónum í Kína verða kurteisir matargestir að gæta sín á því að berja ekki með prjónunum á borðbúnaðinn líkt og um trommukjuða væri að ræða. Slíkt hátterni ku gefa til kynna að sá sem slær sé betlari. Ekki fylgir sögunni hvort raunverulegum betl- urum sé leyfilegt að tromma við matarborðið en atvinnutónlistar- menn ættu að vara sig sérstaklega á þessu. Í Japan kunna gestgjafar víst vel við að gestirnir taki hraust- lega til matar síns, en þó ekki fyrr en þeim hefur verið sagt að gjöra svo vel að minnsta kosti þrisvar sinnum. Málshátturinn Allt er þá þrennt er á því líklega vel við í japönskum matarboðum. Matur frá Suður-Ameríku er gjarnan lystugur mjög. Þeir sem sækja matarboð í Perú verða þó að hafa í huga að teygja ekki úr sér við matarborðið eftir að hafa hesthúsað kræsingar, slíkt þykir sármóðgandi í garð gestgjafans. Þá er líklegt að Samar séu meðal fárra þjóða sem setja salt í kaffið sitt, en eflaust þykir mörgum það óhugsandi. - kg Japanskir gestir í matarboðum verða oft að bíða eftir að geta tekið til matar síns. Ekki tromma með prjónum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.