Fréttablaðið - 04.03.2010, Page 36

Fréttablaðið - 04.03.2010, Page 36
 4. MARS 2010 FIMMTUDAGUR4 ● gleraugu Gleraugu þarf að þrífa reglulega en ekki er sama hvernig það er gert. Á heimasíðu verslunarinnar Sjónar- hóls í Hafnarfirði er að finna góðar leiðbeiningar um þrif á gleraugum en þar er varað við því að strjúka glerin með rykugum klút eða nudda gleraugunum við föt. Eins þurfi að passa að þau verði ekki fyrir hnjaski, rekist ekki utan í hart og óráðlegt er að geyma þau óvar- in í vasa. Hreinsa skal glerin með köldu rennandi vatni, ekki heitu og strjúka glerin létt með fingrun- um undir bununni. Ráð er að nudda einum dropa af uppþvottalegi milli fingranna og strjúka svo yfir gler- in og skola. Glerin eru orðin hrein þegar þau verða stöm viðkomu og þá skal þurrka þau með hreinum gleraugnaklút. - rat Smá uppþvottalögur hentar vel í þrifin. Naomi Campbell er með sporöskjulaga höfuðlag og er því svo heppin að geta valið hvaða umgjörð sem er. Val á gleraugnaumgjörðum ætti að taka mið af höfuðlagi. Þeir sem eru svo heppnir að vera með egglaga höfuð geta reyndar valið hvaða gleraugnaumgjörð sem er enda eru hlutföllin í andlitinu jöfn og óhætt að leika sér með umgjarð- ir. Þó er mælt með því að byrja að prófa fiðrilda- eða sporöskjulaga gjarðir. Ferkantað höfuðlag einkennist af breiðu enni, framstæðum kjálka og skarpri höku. Kringlóttar gjarð- ir vega því vel upp á móti auk þess sem kisulag fer mörgum vel. Kringluleitt fólk ætti aftur á móti að velja hornréttar gjarðir en þá virkar höfuðið mjórra. Séu gjarð- irnar fremur láréttar en lóðréttar virkar andlitið auk þess lengra og sömu áhrif hefur það ef umgjarð- irnar eru í hærri kantinum. Kisu- eða fiðrildagleraugu fara fólki með hjartalaga andlit vel auk þess sem kringlóttar gjarðir í léttum litum draga úr breiðu enn- inu. Séu umgjarðirnar breiðari að neðan en ofan geta þær auk þess vegið upp á móti mjórri hökunni. Sum gleraugu gera mikið úr enn- inu og því ætti fólk með hjartalaga andlit að forðast gjarðir með flúri að ofan. - ve Valið miðast við höfuðlag ● SJÓNTÆKI MEÐ LANGA SÖGU Gleraugu sem eru borin á nefi eru elsta gerð sjóntækja. Þau fyrstu sem vitað er um komu fram á Ítalíu árið 1284. Fyrstu sönnunargögnin má hins vegar sjá í verki ítalska listmálarans Tommaso da Modena frá árinu 1352 en þar má sjá kardín- álann Hugh de Provence lesa bók með hjálp gleraugna. Af öðrum sjón- tækjum má nefna einglyrni sem er sjóngler borið fyrir eitt auga, lúpu sem er lítið stækkunargler sem er notað við vinnu með smáa hluti og augnlinsur, sem eru settar utan á hornhimnu aug- ans, og komu fram á seinni hluta 20. aldar. Heimild: wikipedia Lúxusnámskeið Nordicaspa er hannað til að koma þér af stað á mjög árangursríkan og einfaldan hátt. Fimm tímar í viku – Brennsla og styrkur 3 öflugir brennslutímar 2 styrktartímar í sal undir handleiðslu þjálfara Vikulegar mælingar Ítarleg næringarráðgjöf Fyrirlestur – Borðaðu til að léttast og auka orkuna Slökun og herðanudd eftir hverja æfingu Hollustudrykkur eftir hverja æfingu Takmarkaður fjöldi 6:30, 7:30, 10:00, 16:30 og 18:30 fimm sinnum í viku Þjálfari er Gunnar Már Sigfússon 1. vika – Orkuhleðsla Í fyrstu vikunni byggir þú upp orku og kemur líkamanum í jafnvægi. 2. vika – Öflug melting – Aukin brennsla Í viku tvö er verið að efla og bæta meltinguna til að þú fáir sem mest út úr holla matnum sem þú ert að borða. 3. vika – Hormóna jafnvægi – Hreinsun Þriðja vikan mun koma jafnvægi á hormónaflæði líkamanns sem mun hafa áhrif á skap þitt, lífsorku og kraft. 4. vika – Ónæmiskerfi eflt – Jafnvægi Í viku fjögur byggjum við upp ónæmiskerfið og hjálpum því að verja líkamann á náttúrulegan hátt. Ný námskeið hefjast 8. mars Fyrirlestur 6. mars Skráning er hafin í síma 444 5090 eða nordicaspa@nordicaspa.is www.nordicaspa.is Hilton Reykjavík Nordica Hotel Suðurlandsbraut 2 Sími 444 5090 nordicaspa@nordicaspa.is www.nordicaspa.is Lúxusnámskeið NORDICASPA fyrir konur og karla 4 vikna Helga Pálsdóttir, 40 ára og 4 barna móðir Ráðgjafi hjá Allianz – Missti 8 kg á 9 vikum. Að vera orkumeiri og léttari er orðinn lífsstíll hjá mér. Ég gerði þetta af skynsemi og þú getur það líka! Þrif á gleraugum ● HLÍFÐAR- BÚNAÐUR Snjó- blinda orsakast af því að sólin brennir hornhimnu aug- ans. Yfirleitt hverfa einkennin af sjálfu sér á tveimur sólar- hringum. Samt er betra að hlífa aug- unum sem mest á meðan og nota sólgleraugu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.