Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.03.2010, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 11.03.2010, Qupperneq 10
10 11. mars 2010 FIMMTUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Bráðamálum á barna- og unglingageðdeild Land- spítalans, BUGL, hefur fjölgað undanfarna mánuði. Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir barna- og geðlækninga, segir að það sem af er ári hafi yfir sextíu mál komið til bráðateymis BUGL en allt árið í fyrra voru þau rúmlega 200. Bráðamál eru mál sem tengj- ast bráðum geðrænum vanda, þau geta tengst miklum skapofsa ung- menna, vanlíðan og í alvarlegustu tilvikum tilraunum til sjálfsvíga. Ólafur segir að á síðasta ári hafi starfsmenn BUGL fundið fyrir auknum þrýstingi á bráðainn- lagnir sem jukust um sextán pró- sent miðað við árið á undan. Hann segir að þar fyrir utan séu málin sem komi til meðferðar á BUGL erfiðari og þyngri. „Við veltum fyrir okkur hér hvort aukinn fjöldi bráðamála sé vísbending um áhrif kreppunnar á börn og ungmenni,“ segir Ólafur sem þó segir erfitt að fullyrða um slíkt þar sem ekki séu til rannsókn- ir um áhrif kreppunnar á börn. „Við getum ekki fullyrt neitt því það er svo margt sem hefur áhrif og það eru oft sveiflur í eftirspurn eftir þjónustu hjá okkur, hún eykst til dæmis á veturna. Hins vegar veltir maður fyrir sér hvort börn sem standa höllum fæti fyrir hafi orðið fyrir barðinu á kreppunni. Við verðum til að mynda vör við það hér að skólarnir eru að skera niður ýmis stuðningsúrræði,“ segir Ólafur sem bendir einnig á að börn sem standi illa geti farið úr jafnvægi ef fjölskylda þeirra lendir í þrengingum. Ólafur segir biðlista eftir aðstoð BUGL hafa lengst í kreppunni, nú bíði um 100 börn og ungmenni eftir fyrstu innlögn á göngudeild auk þess sem tuttugu til þrjátíu börn bíði eftir innlögn. Hann segir að þó að reynt hafi verið að hlífa deild- inni við niðurskurði hafi starfs- fólki fækkað því ekki hefur verið ráðið í stað þeirra sem hafa hætt og stöður þeirra sem eru í fæð- ingarorlofi eru ekki mannaðar að fullu. Í árslok 2008 lauk átaki sem fólst í að eyða biðlistum á BUGL. Ólafur er í hópi fyrirlesara á málþingi Lions sem haldið verður í dag og fjallar um áhrif kreppunnar á börn og ungmenni. Hann segir að þó að kreppan hafi neikvæð áhrif þá hafi ýmislegt jákvætt fylgt henni einnig. Ýmislegt bendi til að verðmætamat hafi verið orðið brenglað í góðærinu, rannsóknir hafi sýnt að íslensk börn voru ein- mana og því megi kannski segja að lífsgildin séu að einhverju leyti heilbrigðari núna. sigridur@frettabladid.is Æ fleiri börn á geðdeild Sextíu ungmenni hafa verið lögð inn á barna- og unglingageðdeild í bráðainnlögn það sem af er ári en voru 200 allt árið í fyrra. Yfirlæknir segir ástæðu til að velta fyrir sér hvort kreppan skýri fjölgunina. Lionshreyfingin stendur fyrir ráð- stefnu um áhrif kreppunnar á börn og ungmenni í Norræna húsinu í dag klukkan 16.30. Fyrsta erindið flytur Geir Gunnlaugsson, landlækn- ir og sérfræðingur í barnalækning- um, og ber það heitið Kreppa, börn og fjölskyldur. Þá flytja Sigurður Rafn Elíl, sálfræðingur á BUGL, og Vilborg G. Guðnadóttir, geðhjúkr- unarfræðingur og deildarstjóri á BUGL, erindi sem ber heitið Hlúum að jarðveginum. Gyða Haraldsdóttir, sálfræðingur og sérfræðingur á sviði fatlana barna, ræðir forvarnargildi uppeldis og Ólafur Ó. Guðmunds- son, yfirlæknir á BUGL og sérfræð- ingur í barnageðlækningum, ræðir kreppuáhrif á börn. Guðrún Björt Yngvadóttir, fjöl- umdæmisstjóri Lions, setur þingið sem haldið er í Norræna húsinu. Ráðstefnustjóri er Jón Bjarni Þorsteinsson heimilislæknir. ÁHRIF KREPPUNNAR Á BÖRN BARNA OG UNGLINGAGEÐDEILD Bið eftir aðstoð hefur lengst eftir efnahagshrunið. Kanilsnúðar Kexsmiðjan kynnir nýjung í frystivöru Gómsætir og ilmandi kanilsnúðar Tilbúnir á fimm mínútum N ÝT T FR YS TI VA RA BARN Á PRIKI Kólumbískur hermaður leikur listir sínar með barni í kólumb- íska hersirkusnum. NORDICPHOTOS / AFP STJÓRNMÁL „Aukið gagnsæi í fjár- málakerfi er til þess að efla traust og trúverðugleika almennings á uppbyggingu og starfsemi fjár- málafyrirtækja.“ Þetta segir í umsögn Viðskipta- ráðs um frumvarp um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki. Ráðið vill að gengið verði lengra við að auka gagnsæi á eignarhaldi helstu fjármálafyrirtækja landsins heldur en gert er í frumvarpinu. Er tekið undir sjónarmið Kauphallar- innar í því efni. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að Fjármálaeftirlit- ið hafi eða geti krafist nákvæmra upplýsinga um eignarhald fjár- málafyrirtækja en Kauphöllin og Viðskiptaráð vilja að fyrir- tækin hafi þær upplýsingar opinberar og aðgengilegar. Viðskiptaráð telur frumvarpið fela í sér nauðsynlegar breytingar á gildandi lögum en gerir nokkrar athugasemdir. Tímafrestur Fjár- málaeftirlitsins til að fjalla um hæfi til að eignast virkan eignarhlut er talinn of langur og ákvæði um orð- spor þess sem hyggst eignast virk- an eignarhlut er talið of rýrt. Viðskiptaráð hvetur til aukins eftirlits og eftirfylgni með hertari reglum um fjármálastofnanir en varar þó við að reglurnar verði of íþyngjandi fyrir fyrirtækin enda geti þær tafið fyrir eða komið í veg fyrir endurreisn skilvirks fjár- málakerfis. Þá er efasemdum lýst um að Fjármálaeftirlitinu sé ætl- aður nægur tími til reglusetning- ar þar sem lögin eiga að taka gildi þegar við samþykkt. - bþs Viðskiptaráð hvetur til aukins eftirlits og eftirfylgni með hertari bankareglum: Vill ganga lengra í gagnsæi TÓMAS MÁR SIGURÐSSON SKOÐANAKÖNNUN Rúm 62 prósent þátttakenda í könnun Félagsvís- indastofnunar Háskóla Íslands um menningarneyslu telja hið opinbera verja nægu fé til menn- ingarmála í þeirra byggðarlagi. Könnunin var gerð fyrir mennta- málaráðuneytið nú í haust. Þátttakendur voru beðnir um að taka afstöðu til fullyrðingarinnar um að of litlu opinberu fé væri varið til menningarmála í þeirra byggðarlagi. Tæp 45 prósent sögð- ust frekar ósammála fullyrðing- unni og tæp átján prósent voru mjög ósammála. Tæp fimmtán prósent voru aftur á móti mjög sammála fullyrðingunni og rétt 23 prósent frekar sammála. Tæplega 83 prósent svarenda sögðust ánægð með framboð á menningarviðburðum í þeirra byggðarlagi og tæpum 80 prósent- um fannst næg tækifæri til að taka þátt í menningarstarfsemi og skap- andi starfi í byggðarlagi þeirra. Á hinn bóginn voru talsvert færri, eða um 63 prósent, sem töldu börn fá næg tækifæri til að sækja fjölbreytta menningarviðburði og álíka mörgum þóttu börn fá góða menntun í listum og tækifæri til skapandi starfs í skólum. Tæp 80 prósent sögðust gjarn- an vilja sækja fleiri menningar- viðburði en þeir gerðu, en tíma- leysi, áhugaleysi eða þreyta og kostnaður komu helst í veg fyrir að fólk sækti eða tæki þátt í menn- ingarviðburðum. - bs Almenn ánægja með framboð á menningarviðburðum: Telja nægu fé vera varið í menningarmál STJÓRNSÝSLA Sveitarstjórn Skaga- strandar brýnir þingmenn Norð- vesturkjördæmis til að standa vörð um Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi. Ályktun þessa efnis var samþykkt á sveitarstjórnar- fundi. Stofnuninni hefur verið gert að spara sem nemur 11 prósentum af veltunni. „Sveitarstjórn skorar á heilbrigðisráðherra að endur- skoða boðaðan niðurskurð og tryggja að Heilbrigðisstofnunin fái sanngjarna meðferð í saman- burði við aðrar stofnanir. - th Heilbrigðismál á Blönduósi: Mikil óánægja með niðurskurð EVRÓPUSAMBANDIÐ, AP Evrópusam- bandið hefur lengt foreldraorlof úr þremur mánuðum í fjóra, eða í átta mánuði samtals fyrir báða foreldra. Samkvæmt lögum Evrópusam- bandsins getur móðir eða faðir barns tekið sér frí úr vinnu hve- nær sem er á fyrstu sjö árum barnsins. Þetta foreldraorlof, sem svo er nefnt, er ekki það sama og mæðraorlof, sem móðir nýfædds eða nýættleidds barns fær að taka. Foreldrar geta skipt foreldra- orlofinu á milli sín að vild. Misjafnt er eftir aðildarríkjun- um hvort foreldrar fá greidd laun í foreldraorlofi eða ekki. Mæðra- orlofið er líka mislangt eftir ríkjunum, allt frá fjórtán vikum á Möltu til sextán mánaða í Sví- þjóð. - gb Foreldrar í ESB-ríkjum: Foreldraorlof mánuði lengra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.