Fréttablaðið - 11.03.2010, Síða 26

Fréttablaðið - 11.03.2010, Síða 26
 11. mars 2010 2 „Ekki er ólíklegt að átak Krabb- meinsfélags Íslands, Mottumars, eigi eftir að hleypa einhverri skeggtísku af stað og þá helst að yfirvaraskeggið sæki í sig veðr- ið enda er það þema þess,“ segir Vagn Boysen, hárgreiðslumeist- ari á Hárkúnst og kennari við hár- greiðsludeild Iðnskólans í Hafnar- firði, en allir sem þaðan ljúka námi útskrifast með sveinspróf í skegg- klippingum og rakstri í kringum skegg. Vagn segir skegg hafa átt undir högg að sækja á Íslandi síðustu ár en á erfitt með að skilja ástæð- una. Þessu sé þveröfugt farið í nágrannalöndunum þar sem skegg- tískan gangi í bylgjum. „Ekki nóg með það, heldur kallast hvert afbrigði af skeggi tilteknu nafni sem fagmenn og sérstakir áhuga- menn um skegg þekkja. Þannig er sem dæmi hægt að biðja um Clark Gable- eða jafnvel Hitler-mottu á hárgreiðslustofum,“ útskýrir Vagn en bætir við að flest hárgreiðslu- fólk þurfi þó frekari leiðbeiningar. Við þá sem hafa eða ætla að safna skeggi segir Vagn mikilvægt að hafa nokkur grundvallaratriði í huga varðandi skeggrakstur og umhirðu. „Mikilvægt er að hafa í huga að misjafnt er eftir andlitslög- un hvaða útfærslur henta best. Til dæmis getur hökutoppur komið vel út á breiðleitu andliti og yfirvara- skegg og bartar virka stundum sem mótvægi við langleitt andlit.“ Þá segir Vagn sköfur henta betur en rafmagnsvélar til að ná skörp- um útlínum á skeggi og mikilvægt að nota góða raksápu við rakstur- inn. Hins vegar henti skafan ekki öllum og sé þá betra að grípa til rafmagnsvélarinnar og svo öfugt. Skeggið sé síðan gott að þvo með sama hársjampói og viðkomandi notar yfirleitt. „Þó er langbest að fá fyrst ráðgjöf hjá sérfræðing- um,“ segir hann. roald@frettabladid.is Einn Clark Gable, takk Árvekniátakið Karlmenn og krabbamein hefur hrint af stað umræðu um skegg. Vagn Boysen hárgreiðslu- meistari reiknar allt eins með að æði grípi um sig og segir mikilvægt að hafa umhirðuna á hreinu. Vagn sýnir Stefaníu Ragnarsdóttur, nema á 5. önn í hársnyrtingu við Iðnskólann í Hafnarfirði, réttu handtökin. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hannes Ingi Jóhannsson mætti alskeggjaður til leiks en fékk sér mottu í tilefni af Mottu-mars. Friðbjörn Georgsson hélt sínu skeggi en lét snyrta meðfram köntum. LITSKRÚÐUG MYNSTUR eru hönnuðum eins og Dries Van Noten og Donatellu Versace hugleikin um þessar mundir og víst að tískan mun snúast á sveif með litum og mynstrum eftir því sem nær dregur sumri. Aðrir hönnuðir, sem hafa ákveðið að láta sköpunargleðina ráða í sams konar málum, eru til að mynda Anna Sui og Tory Bruch. GULL-ÚRIÐ • MJÓDDINNI Álfabakka 16 • sími 587 4100 Axel Eiríksson úrsmíðameistari Þráðla og út Þriðjudaga Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.