Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.03.2010, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 11.03.2010, Qupperneq 31
FIMMTUDAGUR 11. MARS 2010 Eik Unique 3ja stafa parket 2200 x 209 x 14mm Extra breið 20,9cm borð, viðarlæsing, 30 ára ábyrgð og matt lakkað Verð 5.990,- fm Eik hvíttuð plankaparket 2200 x 182 x 14mm Viðarlæsing, 30 ára ábyrgð og matt lakk. Einnig fáanlegt, olíuborið, burstað og fasað. Verð frá 9.900,- fm Eik Antique plankaparket 2200 x 182 x 14mm Viðarlæsing, 30 ára ábyrgð og matt lakk. Einnig fáanlegt burstað og fasað. Verð 12.990,- fm Eik Touch of Gray 2200 x 182 x 14mm Burstað plankaparket með viðarlæsing, 30 ára ábyrgð og möttu lakki. Einnig fáanlegt með fösun. Verð 12.990,- fm Máluð gólf geta verið bæði falleg og ódýr lausn ef gólfefn- ið sem fyrir er er orðið lúið. Á heimasíðu Slippfélags- ins er að finna leiðbein- ingar um hvernig bera á sig að við að mála gólf. Þar kemur meðal annars fram að styrk- leiki málningarinnar þarf að fara eftir þeim ágangi sem gólfið þarf að þola, ekki fer sama styrk- leikastig á bílskúrsgólf og stofu- gólf. Sterk efni sem notuð eru á verkstæðisgólf innihalda oft leysiefni sem eru ofnæmis- valdandi og henta ekki í íbúðarhúsnæði. Ef endurmála á gólf þarf að fjarlægja gamla málningu af með stál- bursta og sköfu. Þegar öll laus málning er farin af þarf að þvo gólfið með olíuhreinsi og skola svo með vatni. Eins þarf að matta glansandi yfir- borð með sandpappír og hreinsa. Þegar mála á steingólf þarf yfir- borðið að vera fast og hreint. Þegar undirbúnings- vinnu er lokið má gefa ímyndunaraflinu laus- an tauminn. Hægt er að mála gólfið í einum lit eða nota stensla og framkalla hin ýmsu munstur. Stensla á veggi er hægt að fá víða í málningarverslunum en gólfstensla er til dæmis hægt að panta af vefnum. Á síðunni www. sunnyspaint.com er hægt að panta skemmtilega stensla og eins af síð- unni www.stecilgallery.com. - rat Slitin viðargólf er fallegt að mála í tígl- um. MYND/WWW.COUNTRYLIVING.COM Markið sett hátt í munstruðum stiga. MYND/KARENOAKLEY.COM Hugmyndafluginu sleppt lausu á gólfið. MYND/WIDEOPENSPACES.SQUARESPERE.COM Munstur á gömul gólf ● ÁHÖLDIN GEYMD EN EKKI GLEYMD Gott er að hafa í huga þegar málningarumferðin hefur verið tekin á íbúðina að það mun eflaust koma að því að heimilisfólk langi aftur að mála. Og þá getur verið gott að hafa ekki gengið svo illa frá áhöldunum að fjárfesta þurfi í nýjum. Til að hreinsa rúllu sem notuð hefur verið á vatnsþynnanlega málningu er best að nota rúlluskröpu til að ná sem mestu af málningunni úr. Því næst skal skola hana með volgu og mildu sápuvatni. Reyn- ið svo að þurrka hana með því að vinda hana vel. Penslana er hægt að þrífa á sama hátt og gott er að þerra öll áhöld yfir baðkerinu. Á olíumáln- ingu þarf að nota sérstaka penslasápu en annars eru þrifin eins og um vatnsleysanlega málningu væri að ræða. - jma
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.