Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.03.2010, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 11.03.2010, Qupperneq 42
26 11. mars 2010 FIMMTUDAGUR Afmælisstemning verður í versluninni Blómabörnum í Hafnarfirði á laugardaginn en þá er ár liðið frá því að verslunin var stofnuð. Blómabörn er í Bæjar- hrauni 10 en eigandi versl- unarinnar, Arnbjörg Högna- dóttir, fór af stað með verslunina til að koma not- uðum barnafötum aftur í notkun. Framtakið hefur hlotið góðar viðtökur og í til- efni afmælisins verða léttar uppákomur í versluninni svo sem andlitsmálun og sæl- gæti fyrir yngstu kynslóð- ina, lukkuleikur og páskaegg svo eitthvað sé nefnt. - jma timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1922 Mahatma Gandhi fang- elsaður fyrir borgaralega óhlýðni. 1941 Línuveiðarinn Fróði verð- ur fyrir árás þýsks kafbáts suður af Vestmannaeyj- um. Fimm sjómenn farast í árásinni. 1950 Kvikmynd Óskars Gísla- sonar, Síðasti bærinn í dalnum, frumsýnd. 1976 Stjörnuskoðunarfélag Sel- tjarnarness stofnað. 1983 Donald D. MacLean, einn þeirra sem njósnuðu í Bretlandi fyrir Rússa, er jarðsettur í Moskvu. 1990 Litháen verður sjálfstætt ríki með Vitautas Lands- bergis sem forseta. DOUGLAS ADAMS FÆDDIST ÞENNAN DAG. „Menn eru yfirleitt ekki stolt- ir af forfeðrum sínum og bjóða þeim þess vegna sjaldan í mat.“ Douglas Noël Adams (1952-2001) var breskur rithöfundur, þekkt- astur fyrir að hafa samið Hitchhi- ker´s Guide to the Galaxy og bæk- urnar um Dirk Gently. Mikhail Gorbatsjov átti glæstan stjórnmálaferil að baki þegar hann varð forseti Sovétríkjanna. Hann gekk í kommúnistaflokkinn 1952, ári áður en hann kvæntist Raisu Maximovnu og fór fyrir sendinefnd Sovétríkjanna í Belgíu 1972-1974. Hann varð svo aðalritari flokksins við dauða Konstantíns Tsjernenko 11. mars 1985 og beitti ýmsum aðferðum til að lappa upp á ímynd flokksins. Hann sendi ekki sovéskar herdeildir til að kveða niður frelsisbaráttu íbúa Mið-Evrópu 1989 og meinaði ekki þýsku ríkjunum samein- ingu 1990. Gorbatsjov barðist gegn sundrungu Sovét- ríkjanna 1990 og var settur í stofufangelsi af harðlínumönnum í ágúst ári síðar. Hann sagði af sér embætti 25. desember 1991 og varð þar með síðasti leiðtogi Sovétríkjanna. ÞETTA GERÐIST: 11. MARS 1985 Gorbatsjov leiðtogi Sovétríkjanna SÖGULEGUR SÆTTIR Gorbatsjov kom til fundar við Ronald Reagan á Íslandi 1986. Fréttablaðið býður nú upp á birtingu æviminninga á tímamótasíðum blaðsins. Upplýsingar um stærðir og verð, hafið samband í síma 512 5490 - 512 5495 eða sendið fyrirspurnir á netfangið timamot@frettabladid.is Æviminning Gísli Eirík ur Helgaso n Laugateigi 7 2, Reykjavík Gísli Eirík ur Helgaso n fæddist í Reykjavík 1. janúar 1 931. Hann lést á Hraf nistu í Ha fnarfirði 1 2. janúar síð astliðinn. Foreldrar hans voru Guðr ún Jónsdót tir frá Þing eyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og H elgi Gíslason fr á Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eirík ur bjó fyrs tu æviár sí n í Reykjavík en fluttist eftir það v estur til Ísafjarð ar með for eldrum sín um og systkin um. Systkini G ísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigrí ður Ása, f. 1936 og G uðmundur , f. 1941. Eiginkona Gísla Eirí ks er Marg rét Magnú sdóttir hjúk r- unarfræði ngur, f. 4. apríl 1937 . Þau geng u í hjóna- band árið 1960. Börn Gísla Eirí ks og Mar grétar eru: 1) Magnús kennari, f . 1.5. 1972 , kvæntur Guðbjörgu Björnsdótt ur kennara , f. 30.11. 1 971. Börn þeirra eru Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn J óhann, f. 2 0.1. 1999. 2) Helgi tæ knifræðin gur, f. 18.6 . 1975, í sa mbúð með Jórunni Dr öfn Ólafsdó ttur leiksk ólakennar a, f. 15.2. 1975. Þeir ra dóttir e r Þórunn Á sta, f. 24.12 . 2001. 3) Guðrún læ knir, f. 14. 11. 1979, í sambúð m eð Þór Halldórssy ni stjórnm álafræðing i, f. 6.6. 19 80. Gísli Eirík ur lauk sk yldunámi á Ísafirði e n hélt suð ur til Reykjav íkur 17 ára gamall til að nema h úsasmíði. Húsasmíð ar urðu æv istarf hans . Framan a f starfsæv- inni vann hann á Tré smíðaverk stæðinu Fu ru en eftir að hafa fengi ð meistara réttindi í i ðn sinni st ofnaði han n sitt eigið f yrirtæki, G ísli, Eiríku r, Helgi, se m hann át ti og rak þar til fyrir fá einum áru m. Stangveiði var aðaláh ugamál Gí sla Eiríks a lla tíð og sinnti h ann meða l annars tr únaðarstö rfum fyrir Stangveið ifélag Reyk javíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskir kju. G 1 gason fæddist í . Hann firði 12. drar hans á Þingeyri 8, og Helgi5, d. 1970. ár sín í að ve tur m sínum dur, f. úkr- - u: u ð ur ð Gísli Eiríkur HelgasonTrésmíðameistariGísli Eiríkur Helgason fæddist í Reykjavík 1. janúar 1931. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 12. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Jónsdóttir frá Þingeyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og Helgi Gíslason frá Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eiríkur bjó fyrstu æviár sín í Reykjavík en fluttist eftir það vestur til Ísafjarðar með foreldrum sínum og systkinum. Systkini Gísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigríður Ása, f. 1936 og Guðmundur, f. 1941. Eiginkona Gísla Eiríks er Margrét Magnúsdóttir hjúkr- unarfræðingur, f. 4. apríl 1937. Þau gengu í hjóna- band árið 1960. Börn Gísla Eiríks og Margrétar eru: 1) Magnús kennari, f. 1.5. 1972, kvæntur Guðbjörgu Björnsdóttur kennara, f. 30.11. 1971. Börn þeirra eru Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn Jóhann, f. 20.1. 1999. 2) Helgi tæknifræðingur, f. 18.6. 1975, í sambúð með Jórunni Dröfn Ólafsdóttur leikskólakennara, f. 15.2. 1975. Þeirra dóttir er Þórunn Ásta, f. 24.12. 2001. 3) Guðrún læknir, f. 14.11. 1979, í sambúð með Þór Halldórssyni stjórnmálafræðingi, f. 6.6. 1980. Gísli Eiríku lauk skyldunámi á Ísafirði en hélt suður til Reykjavíkur 17 ára gamall til að nema húsasmíði. Húsasmíðar urðu ævistarf hans. Framan af starfsæv- inni vann hann á Trésmíðaverkstæðinu Furu en eftir að hafa fengið meistararéttindi í iðn sinni stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki, Gísli, Eiríkur, Helgi, sem hann átti og rak þar til fyrir fáeinum árum. Stangveiði var aðaláhugamál Gísla Eiríks alla tíð og sinnti hann meðal annars trúnaðarstörfum fyrir Stangveiðifélag Reykjavíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskirkju. Mannréttindi og sjálfstætt líf er yfir- skrift ráðstefnu um fötlunarrannsókn- ir sem Félag um fötlunarrannsóknir og Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum stendur fyrir á morgun á Grand Hót- eli í Reykjavík. „Á ráðstefnunni verður fyrst og fremst fjallað um mannréttindasátt- mála Sameinuðu þjóðanna um rétt- indi fatlaðs fólks sem gefinn var út árið 2007 og hugmyndafræðina Sjálf- stætt líf,“ upplýsir Freyja Haraldsdótt- ir, sem er í stjórn Félags um fötlunar- rannsóknir. Hún segir að stjórnvöld á Íslandi hafi undirritað sáttmálann en hafi ekki staðfest hann enn. „Til þess þarf að gera heilmiklar breytingar á lagaumhverfinu,“ útskýrir hún. Freyja segir réttarstöðu fatlaðs fólks fremur veika á Íslandi og lítið sem það hafi í höndunum til að gæta réttinda sinna og því sé mikilvægt að vinn- an við staðfestingu sáttmálans verði unnin hratt og vel. „Verið er að vinna í þessu uppi í ráðuneyti en einhvern veg- inn finnur maður að þetta hefur verið sett aftar í forgangsröðunina eftir bankahrunið.“ Freyja heldur, ásamt Vilborgu Jóhannsdóttur lektor í þroskaþjálfa- fræði, fyrirlestur á ráðstefnunni á morgun um hugmyndafræðina Sjálf- stætt líf. „Hugmyndafræðin byggist á því að fatlað fólk fái að stjórna eigin lífi. Að valdið, sem hefur alltaf verið hjá stjórnvöldum og þjónustukerfinu, fari til fatlaðs fólks og það skipuleggi og haldi utan um sína þjónustu sjálft,“ segir Freyja og bendir á að þetta sé grundvallaratriði fyrir fatlað fólk og í raun nátengt mannréttindasáttmál- anum. Hún er innt eftir því hvað helst bjáti á varðandi réttindi fatlaðra á Íslandi. „Það er svo ótal margt,“ svarar hún og bendir á rannsókn sem þær Vil- borg eru að vinna. „Þar kemur í ljós að fatlað fólk býr margt við óviðunandi aðstæður. Það hefur litla aðstoð og þar af leiðandi fá tækifæri til að taka þátt í samfélaginu, mennta sig, komast á atvinnumarkað, eignast fjölskyldu og eiga sitt eigið heimili,“ segir hún og bætir við að fatlaðir mæti talsverðri óvirðingu frá því kerfi sem skapað hafi verið í kringum fatlað fólk. Hún segir helsta baráttumál fatlaðs fólks í dag vera að fá beingreiðslu, sem það geti sjálft ráðstafað og notað til að ráða sér aðstoðarfólk. Tilraunir með slík- ar beingreiðslur hafi verið gerðar og reynst vel. „Líf fatlaðs fólks snýst um þjónustukerfið þegar það ætti að vera öfugt. Þjónustukerfið ætti að snúast um fatlað fólk,“ segir hún með áherslu. Ráðstefnan hefst klukkan 9 í fyrra- málið og stendur til klukkan 17. Aðal- fyrirlesari er Oddný Mjöll Arnardóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík, sem mun fjalla um samning Sþ og rétt- indi fatlaðs fólks. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má nálgast á www.fotl- unarfraedi.hi.is en vefsíða Félags um fötlunarrannsóknir er vefsetur.hi.is/ fotlunarrannsoknir. solveig@frettabladid.is RÁÐSTEFNA UM FÖTLUNARRANNSÓKNIR: HALDIN Á FÖSTUDAG MARGT FATLAÐ FÓLK BÝR VIÐ ÓVIÐUNANDI AÐSTÆÐUR FREYJA HARALDSDÓTTIR Situr í stjórn Félags um fötlunarrannsóknir og heldur tölu um hugmyndafræðina Sjálfstætt líf á ráðstefnunni á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nornir, valkyrjur og vandræðaunglingar eru á meðal þess sem fjallað verður um á Mímisþingi í JL-húsinu við Hring- braut á laugardag. Mímisþingið er árlegt málþing íslenskunema haldið í samstarfi við ReykjavíkurAkademíuna og fer það nú fram í þriðja sinn. Á málþinginu eru nokkrir fyrirlestrar sem unnir eru upp úr BA-ritgerðum og eru umfjöllunarefni fjöl- breytt að vanda. Skipulögð dagskrá stendur frá klukkan 12 til 17.30 með tveimur hléum þar sem boðið er upp á léttar veitingar og kaffi. Drykkir verða í boði þegar dagskránni lýkur. Fund- arstjórn er í höndum Guðrúnar Steinþórsdóttur. - rve Villingar og vandræðagripir FURÐUSKEPNUR Nornir verða til umræðu á Mímisþingi á laugardag. ÁRS AFMÆLI Verslunin Blóma- börn selur notuð barnaföt. Vetrargleði verður í Þór- bergssetri á Hala í Suður- sveit á morgun, föstudag- inn 12. mars í tilefni af fæðingardegi meistara Þór- bergs. Dagskrá hefst klukk- an 20.30 með söng Samkórs Hornafjarðar. Síðan munu Pétur Gunn- arsson rithöfundur og Soff- ía Auður Birgisdóttir bók- menntafræðingur fjalla um nýjar bækur um og eftir Þórberg. Fluttur verður stuttur fyrirlestur um ála, áður en gestir fá að gæða sér á reyktum ál frá Ara Þorsteinssyni, ættuðum frá Reynivöllum. Dagskráin er liður í vetrarhátíð í Ríki Vatnajök- uls og verður létt yfir henni. Opið verður inn á sýning- ar í setrinu í lok dagskrár. Þar er nú ný sögusýning um landnám í Skaftafells- sýslum og myndasýning af ferðalagi í Veðurárdali. - gun Vetrargleði á Hala RITHÖFUNDURINN Pétur Gunnarsson mun kynna nýja bók. Eins árs afmæli Blómabarna THORA BIRCH leikkona er 28 ára. ÚLFAR LINNET skemmtikraft- ur er þrítugur. AFMÆLI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.