Fréttablaðið - 11.03.2010, Side 55

Fréttablaðið - 11.03.2010, Side 55
FIMMTUDAGUR 11. mars 2010 39 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 11. mars 2010 ➜ Tónleikar 20.00 Karlakórinn Stefnir í Mosfells- bæ heldur tónleika í tilefni af 70 ára starfsafmæli sínu. Tónleikarnir fara fram í Guðríðarkirkju í Grafarholti og sér- stakir gestir verða Kristinn Sigmundsson óperusöngvari og Þórunn Lárusdóttir. 20.00 Á Fimmtudagsforleik Hins Húss- ins koma fram Jóhannes Trúbador og hljómsveitin Narfur. Allir allsgáðir 16 ára og eldri velkomnir. Ath. gengið inn í kjallarann Austurstrætismegin. 20.30 DJ Shorty George spilar Rock og Swing musik á Gallery - Bar 46 við Hverfisgötu 46. 21.00 Hljómsveitin Línuveiðimennirn- ir kemur fram á tónleikum í jazzkjallara Café Cultura við Hverfisgötu 18. Á efn- isskránni verða bop-lög frá 6. áratugn- um eftir m.a. Tadd Dameron og George Shearing. 21.00 Fjölþjóða heimstónlistarsveitin Narodna Muzika flytur fjörug þjóðlög frá Búlgaríu, Grikklandi o.fl. á tónleik- um í Deiglunni við Kaupvangsstræti á Akureyri. 21.00 Endless Dark, Nögl og Reason To Believe koma fram á tónleikum á Sódóma Reykjavík við Tryggvagötu. ➜ Heimildarmyndir 20.00 Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna stendur Íslandsdeild Amnesty International fyrir sýningu á tveimur heimildarmynd- um. Sýningin fer fram í húsakynnum samtakanna að Þingholtsstræti 27 (3. hæð). Allir vel- komnir og enginn aðgangseyrir. Nánari upplýsingar á www.amnesty.is. ➜ Bókmenntir 17.15 Ásdís Egilsdóttir dósent flyt- ur erindi um orðaskipti Steinunnar Refsdóttur og Þangbrands biskups í Kristniþætti bókmenntaverksins Njálu. Erindið verður flutt hjá Bókasafni Kópavogs við Hamraborg 6. Allir vel- komnir meðan húsrúm leyfir og enginn aðgangseyrir. ➜ Pub Quiz 20.00 Fótbolta Pub Quiz fer fram á Enska barnum við Austurstræti. Þema kvöldsins er Fótbolti og poppmenn- ing. Vegleg verðlaun í boði og enginn aðgangseyrir. Nánari upplýsingar á www.sammarinn.com. ➜ Leikrit 20.00 Verðandi, leikfélag Fjölbrauta- skólans í Garðabæ sýnir verkið Déjà Vu eftir Bjarna Snæbjörnsson. Sýningar fara fram í Urðabrunni, hátíðarsal FG við Skólabraut í Garðabæ. ➜ Ráðstefna 16.30 Lionshreyfingin á Íslandi stend- ur fyrir opinni ráðstefnu þar sem fjallað verður um áhrif kreppunnar á börn og ungmenni. Ráðstefnan fer fram í Nor- ræna húsinu við Sturlugötu. ➜ Sýningar Í sal Íslenskrar Grafíkur við Tryggvagötu 17 (hafnarmegin), hefur verið opnuð sýning á verkum Andrew Burgess. Opið fim.-sun. kl. 14-18. María Kristín Steinsson hefur opnað ljós- myndasýningu á Thorvaldsen við Austurstræti 8. Opið alla daga kl. 11-23. Í Gallerý nútímalist við Skóla- vörðustíg 3a stendur yfir sýn- ing á nýjum og eldri verk- um eftir Hugleik Dagsson. Opið mán.-fös. kl. 11-18 og lau. kl. 12-16. Upplýsingar um við- burði sendist á hvar@ frettabladid.is. Skagahljómsveitin Cosmic Call, sem gaf út sína fyrstu EP-plötu í fyrra, semur stóran hluta tónlist- arinnar í leikverkinu Karíókí sem var frumsýnt í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi á dögun- um. Allir meðlimir hljómsveitar- innar eru eða hafa verið nemend- ur í skólanum og fannst leikstjór- um verksins, þeim Gunnari Sturlu Hervarssyni og Einari Viðarssyni, tilvalið að fá þau til liðs við leik- hópinn. „Okkur fannst það mjög skemmtilegt og krefjandi verk- efni,“ segir söngvarinn Sigurmon Sigurðsson. „Við vorum ekki alveg viss í byrjun hvernig þetta gengi fyrir sig þar sem við höfðum aldrei gert neitt þessu líkt áður. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt ferli. Það er alltaf gott fyrir hljóm- sveitir og bara alla tónlistarmenn að takast á við fjölbreytileg verk- efni,“ segir hann. - fb Sömdu fyrir leikrit COSMIC CALL Reynir fyrir sér í leikhúsi. „Þetta verður vonandi besta og flottasta gigg sem við höfum spil- að, ef allt gengur eftir,“ segir Addi, gítarleikari Sign. Hljómsveitin spilar á Íslandi í fyrsta sinn í langan tíma á tónleik- um á Nasa 9. apríl. Þar koma einn- ig fram Cliff Clavin, For a Minor Reflection, Noise, Ten Steps Away og Nevolution og er miðasala hafin á Midi.is. Allar sveitirnar eiga það sameiginlegt að vera að undirbúa nýja plötu. Plata Sign verður öll sungin á Íslandi og er væntanleg fyrir jól. Nýr trommari, hinn sænski Jon Skäre, er genginn til liðs við Sign í staðinn fyrir Egil Rafnsson og verða þetta fyrstu tónleikar hans með sveitinni. Hann hefur þó enn sem komið er aðeins æft með söngvaranum Ragnari Sólberg, sem er búsettur í Svíþjóð. „Hann er ruddalegur,“ segir Addi um nýja trommarann. „Þeir æfa bara tveir úti í Svíþjóð. Ég og restin af bandinu æfum hérna heima. Við fáum einn dag saman áður en tónleikarnir eru,“ segir hann pollrólegur. Að minnsta kosti tvö ný lög á íslensku verða frumflutt á tónleikunum og eitt á ensku. „Ég og Ragnar erum búnir að vera að semja á Skype, helvíti flottir. Það gengur bara mjög vel.“ Sign ætlar að spila í Víðistaða- skóla í heimabæ sínum Hafnar- firði 12. apríl fyrir þá sem kom- ast ekki inn á tónleikana á Nasa. -fb Semja tónlist í gegnum Skype SIGN Hljómsveitin Sign spilar á sínum fyrstu tónleikum á Íslandi í langan tíma 9. apríl. Útsölulok Menn + Konur, Laugavegi 7 P.S...ef þú ert forvitin þá geturðu séð vor 2010 á www.andersenlauth.com... 60% Afsláttur af öllum vörum S í ð a s t a h e l g i n . . . .

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.