Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.03.2010, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 11.03.2010, Qupperneq 56
40 11. mars 2010 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is KÖRFUBOLTI Boðið verður upp á hvern stórleikinn á fætur öðrum þegar öll sex efstu liðin í Iceland Express-deild karla mætast inn- byrðis í 20. umferðinni í kvöld og á morgun. Það er allt í hnút í 2. til 6. sæti og við bætist að barátt- an um síðustu sætin inn í úrslita- keppnina hefur harðnað með hverri umferð eftir áramótin. Stórleikir umferðarinnar eru milli efstu liðanna. Keflavík tekur á móti nágrönnum sínum úr Njarðvík í Toyota-höllinni í kvöld og á morgun mætast Stjarnan og KR í Garðabæ og Snæfell tekur á móti Grindavík í Stykkishólmi. KR-ingar hafa fjögurra stiga forskot í efsta sæti deildar- innar og geta orðið deildar- meistarar í Garðabænum á föstudaginn verði önnur úrslit þeim hagstæð. KR verður deildarmeistari ef liðið vinnur Stjörn- una, Njarðvík vinn- ur Keflavík í kvöld og Snæ- fell vinnur Grindavík á morgun. Njarðvík væri þá eina liðið sem gæti náð þeim að stigum en KR væri alltaf ofar vegna betri árangurs í innbyrðis- viðureignum. Liðin í 2. til 6. sæti eiga öll enn möguleika á deildarmeistaratitl- inum þó að möguleikar Snæfells og Stjörnunnar séu meira töl- fræði en raunverulegir mögu- leikar. Bikarmeistarar tveggja síðustu ára, Snæfell og Stjarn- an, eru í 5. og 6. sæti, sex stig- um á eftir KR og tveimur stigum á eftir Njarðvík, Grindavík og Keflavík sem eru í 2. til 4. sæti. Blikar geta fallið í þessari umferð verði úrslit þeim óhag- stæð en það kemur ekki í ljós fyrr en á morgun. Ef Blikar tapa á móti Hamri í Smáranum í kvöld falla þeir með FSU ef Fjölnir vinn- ur ÍR á morgun. Leikur Fjölnis og ÍR er einn af lykilleikjunum um síðustu sætin inn í átta liða úrslit- in en liðin eru sem stend- ur jöfn að stigum. Fjölnir þarf síðan að vinna með 12 stiga mun til að vera með betri árangur en ÍR í innbyrðisviður- eignum. - óój 20. umferð Iceland Express-deildar karla í körfu: Stórleikja-dagar EFSTIR Páll Kolbeinsson, þjálfari KR. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON H A N D B O LT I V i ð u r e i g n i r Hafnarfjarðarliðanna FH og Hauka hafa verið hreint ótrúleg skemmtun í vetur. Leikirnir hnífjafnir, kappið og baráttan mikil og stemningin í stúkunni engu lík. Haukar hafa haft betur í öll skiptin í vetur og síðustu tvo leiki unnu þeir aðeins með eins marks mun. Dramatíkin var þá alls ráðandi og er ekki búist við minni spennu í kvöld. „Þetta hafa verið hörkuleikir en ekki dottið okkar megin því miður. Við hefðum átt að vinna báða leikina í Krikanum og það var helvítis klúður að klára það ekki. Ég veit það er klisjukennt að segja að reynsluleysi hafi orðið okkur að falli en það var samt líklega raunin. Við teljum okkur þó hafa lært mikið af þessum leikjum og klikkum ekki aftur. Okkar tími er kominn núna,“ segir hinn húsvíski markvörður FH, Pálmar Pétursson. „Þeir unnu fyrsta leikinn með þrem mörkum en þá settum við líklega Íslandsmet í tæknifeilum. Síðan höfum við verið sterkari og það var alveg átakanlegt að tapa síðustu tveim leikjum. Það er fátt leiðinlegra en að tapa fyrir Hauk- um. Við tökum þetta núna, ég er alveg pottþéttur á því,“ segir Pálmar sem verður líklega í sér- stakri stöðu á leikdag. Unnusta hans er ófrísk og átti að eiga fyrir níu dögum. Pálmar er því pínu hræddur að það gæti sett strik í reikninginn hjá sér en hefur sent unnustunni skýr skilaboð. „Barnið má bara alls ekki koma á leiktíma. Ég er búinn að segja henni að það megi ekkert gerast á milli fimm og níu. Hún verður bara að halda í sér. Það er ekkert annað í stöðunni,“ segir Pálmar léttur og bætir við ef það gangi ekki muni hann hugsanlega bara mæta í síð- ari hálfleik eins og Bergsveinn Bergsveinsson, markmannsþjálf- ari FH og fyrrum markvörður liðsins, gerði um árið. Hin magnaða stemning sem er á þessum leikjum hefur gert það að verkum að alls konar fólk sem alla jafna mætir ekki á handboltaleiki kemur á völlinn. Það vill upplifa þessa mögnuðu stemningu. „Ég hef tvisvar orðið bikar- meistari og einu sinni Íslands- meistari en stemningin í kring- um það var ekkert í líkingu við stemninguna á þessum leikjum. Maður áttar sig í raun ekki á bil- uninni fyrr en maður er kominn út á völlinn. Þessi stemning er engu lík. Nú er bara að vinna í þessari stemningu, það er það eina sem ég á eftir,“ segir Pálmar Pétursson, markvörður FH. henry@frettabladid.is Barnið má ekki fæðast á leiktíma Það verður mikil stemning og væntanlega húsfyllir í Kaplakrika í kvöld er FH og Haukar mætast í N1-deild karla. Leikir þessara liða eru orðnir að stærstu íþróttaviðburðum í íslensku íþróttalífi. Pálmar Pétursson, markvörður FH, mun spila og hefur bannað unnustu sinni að eignast barn þeirra meðan á leik stendur. Á TÁNUM Pálmar Pétursson er að vonast til þess að þurfa ekki að hlaupa á fæðingar- deildina meðan á leik FH og Hauka stendur í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Haukur Helgi Pálsson hefur ákveðið að spila með Maryland-háskóla- liðinu í bandaríska háskólaboltanum og er þetta í fyrsta sinn sem íslenskur körfuboltamaður kemst að hjá svona sterkum skóla. „Þetta er ótrúlegt og ég hlakka ekkert smá mikið til. Þetta verður eitthvað fyrir reynslubankann,” segir Haukur Helgi Pálsson kátur. „Ég valdi á milli Maryland og tveggja annarra skóla. University of South Florida sem er í Big East og University of Central Florida sem er með son Michaels Jordan í liðinu,“ segir Haukur sem hafði hugsað sér að vera áfram í Flórída en það breyttist þegar möguleikinn á Maryland opnaðist. „Ástæðan fyrir því að ég valdi Maryland er að ég vil verða í vinningsliði og það er of spennandi að sleppa því að fá að vera hluti af einhverju svona stóru. Það hjálpaði líka hversu vel mér leið í heimsókninni þang- að,” segir Haukur. Þegar Haukur heimsótti Maryland þá fór hann á leik á móti Duke. „Það er erfitt að lýsa þessu því stemningin var rosaleg. Það voru 18 þúsund manns á leiknum og þetta var alveg geðveikt. Ég var í nemendastúkunni og það vissu allir einhvern veginn hver ég var og þau voru alltaf að spyrja mig hvort ég væri ekki að koma í skólann,” segir Haukur. „Aðstæðurnar til að æfa körfubolta í skólanum eru góðar og ég hef fullan aðgang að íþróttahúsinu allan sólarhringinn. Þannig að ef mig langar að fara að skjóta klukkan fimm um morguninn þá get ég það,“ segir Haukur. Gary Williams hefur þjálfað Mary- land-liðið í 21 ár. „Ég talaði aðeins við hann eftir leikinn og það eina sem hann sagði við mig var: „Aldrei láta neinn segja þér að þú getir ekki gert eitthvað,“ segir Haukur sem vissi af því þegar Williams var að horfa á hann æfa og spila með Montverde. „Ég stóð mig bara frekar vel en ég var samt ekkert að stressa mig yfir því að hann væri að horfa á mig. Honum leist greinilega það vel á mig að hann bauð mér strax að koma.“ HAUKUR HELGI PÁLSSON: Á LEIÐINNI TIL MARYLAND Í EINN BESTA KÖRFUBOLTASKÓLA BANDARÍKJANNA Aldrei láta neinn segja þér að þú getir ekki gert eitthvað > Alfreð Örn til Noregs Íslenskum handboltaþjálfurum heldur áfram að fjölga í Noregi en kvennaþjálfarinn Alfreð Örn Finnsson samdi í gær við norska C-deildarliðið Volda. Alfreð hefur áður þjálfað bæði Gróttu og ÍBV hér á landi. Þrír íslenskir handboltaþjálfarar verða því við störf í Noregi næsta vetur. Ágúst Þór Jóhannsson er að þjálfa kvennalið Levanger, Gunnar Magnús- son, þjálfari HK, mun taka við karlaliði Kristiansund í sumar. Svo var Konráð Hilmar Olavsson Hatle- mark að þjálfa karlalið Kristians- and en hann hætti þar í síðasta mánuði þegar upp kom ósætti í herbúðum félagsins. NJARÐARBRAUT 9 - REYK JAN ES BÆ FIS KIS LÓÐ 3 - REYKJAVÍK FÓTBOLTI Dave Whelan, stjórnarformaður Wigan, sagði greinilegt að allt væri í rugli hjá Liverpool eftir að hans lið vann sigur í viðureign liðanna á mánudaginn. Whelan sagðist vorkenna stuðningsmönnum Liverpool því greinilegt væri að bandarískir eigendur félagsins væru ekki jafn heitir fyrir Liverpool og þeir. „Við fórum á Anfield fyrr á tímabilinu og þar var andrúmsloftið lélegt og það vantaði hjartað. Stuðningsmenn finna það og ég held að leikmenn séu byrjaðir að finna það líka,“ sagði Whelan. Rafa Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, var ekki sáttur við þessi ummæli Whelans. „Ég ræði ekki málefni Wigan og hann ætti að einbeita sér að sínu félagi,“ sagði Benítez. Eftir úrslitin á mánudag er Liverpool í sjötta sæti deildarinnar. - egm Benítez svarar Dave Whelan: Einbeittu þér að þínu félagi ALLT Í RUGLI? Benítez segir Whelan að skipta sér ekki af. NORDICPHOTOS/GETTY
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.