Fréttablaðið - 26.03.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 26.03.2010, Blaðsíða 24
2 föstudagur 26. mars núna ✽ nýtt og spennandi þetta HELST augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Stefán Karlsson Ritstjórn Anna M. Björnsson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Við ákváðum að ráðast í þetta verkefni af einskærum áhuga um tísku,“ segir Jóhanna Christ en- sen, ritstjóri nýs veftímarits um tísku sem fór í loftið í gær. Tíma- ritið heitir Nude magazine og verður með lifandi umfjöllun um hvað er að gerast í tískunni bæði innanlands og erlendis. „Það er svo mikil gróska í fatahönnun á Íslandi að okkur fannst vanta tímarit sem fjallar um hana,“ út- skýrir Jóhanna. „Við sækjum inn- blástur til danskra tímarita eins og Eurowoman og verðum með fjöl- breytta og lifandi umfjöllun um förðun, tískuviðburði og nýjungar í bransanum. Á síðunni verða alls kyns myndbönd, allt frá kennslu í förðun upp í umfjöllun okkar um tískuvikuna í Kaupmannahöfn og Reykjavík Fashion Festival en við stefnum á að fara líka á viðburði erlendis og fjalla um þá.“ Jóhanna nýtur liðsinnis blaðamannsins Eddu Sifjar Pálsdóttur en það er Árni Torfa ljósmyndari og Daníel Bjarnason kvikmyndatökumaður sem sjá um myndrænu hliðina. Þess má geta að verkefnið keppir sem ein af ellefu bestu viðskipta- hugmyndum ársins hjá Innovit en hvort þær hreppa Gulleggið kemur í ljós í apríl. „Við sváfum ekki í nokkra daga á meðan við vorum að leggja lokahönd á blaðið,“ segir Jóhanna sem vonast eftir góðum viðtökum. - amb Nude magazine fór í loftið í gæ: Vefrit um tísku Djúpa laugin fer norður Hinn vinsæli stefnumótaþátt- ur Djúpa laugin ætlar nú að kenna Norðlendingum að kela. Allt liðið á bak við þáttinn ætlar að fljúga norður föstudaginn 9. apríl og vera í beinni frá Sjallanum. „Við hvetjum allar bombur og fola sem eru á lausu fyrir norð- an að skrá sig inn á skjáreinn.is,“ segir Þorbjörg Marinósdóttir sem stjórnar þættinum ásamt Ragnhildi Magnúsdóttur. „Ég er ekkert smá spennt yfir að fá að skipta mér af ástarlífi Akureyringa og hef því ákveðið að vera alla helgina fyrir norð- an á skíðum og skoða karlmenn- ina í brekkunni,“ segrr hin hress Tobba. Fjölbreytt og lifandi umfjöllun Jóhanna Christensen ritstýrir vefritinu Nude. REFFILEGUR Breski leikarinn Noel Fielding var í grænni leðurkápu og háum stígvélum þegar hann var myndaður ásamt kærustu sinni á Kiss-tónleikum í London. Fisk isló ð Gra nda gar ður MýrargataÁna nau st SALON REYKJAVÍK Vertu velkomin(n)! Neðanjarðar sánd Plötusnúðurinn Guðni Einarsson, betur þekktur sem Impulze, er að fara í gang með ný danstónlistar- kvöld sem munu ganga undir nafn- inu „Rvk Underground“ og verða tileinkuð dub/techno og minim- al tónlist á Íslandi. Fyrsta kvöldið verður í kvöld á skemmtistaðnum Venue í Tryggvagötu. BENEDIKT FREYR JÓNSSON TÓNLISTARMAÐUR Á föstudaginn verð ég í faðmi fjölskyldunnar, við eldum ljúffengan mat, spilum og eigum góða stund, það jafnast ekkert á við það. Eftir að allir sofna þá byrjar maður sennilega að undirbúa laugardagskvöldið. Þá byrja ég með nýtt mánaðarlegt fastakvöld á Prikinu. Fæ með mér tvo góða gesti og verð í mikilli keyrslu. helgin MÍN É g hafði tekið eftir því úti í New York að dansarar eru oft merktir sínum kennara eða hópi og mig langaði að gera eitthvað svip- að hjá mér. Ég hafði samband við Tinnu Hallbergsdóttur, sem útskrif- aðist á sama tíma og ég frá LHÍ, hún úr fatahönnun og ég úr graf- ískri hönnun. Við ákváðum að búa til „street“-línu og höfum verið að vinna í því frá því síðasta vor,“ segir danskennarinn Brynja Pétursdótt- ir, annar hönnuða nýju dans- fatalínunnar Boogie Down Reykjavík. Henson framleiðir línuna en innan hennar er að finna hettupeysur, buxur, „hotpants“ og boli í þremur mismunandi litum. „Fötin eru úr góðu efni og við erum að selja þau á mjög góðu verði. Þeim hefur líka verið ótrúlega vel tekið, ég þorði eiginlega aldrei að vonast eftir svona miklum áhuga. Stelpurnar í hópunum mínum eru flestar í þessum fötum og það er ótrúlega gaman að sjá þær labba inn í tíma í þeim.“ Þótt Brynja sé grafískur hönn- uður má hún lítið vera að því að sinna þeim hluta lífs síns, enda á dansinn hug hennar og hjarta. Hún kennir hip hop en líka stíla sem færri þekkja – Dancehall og Waack- ing. Alla tímana kennir hún í Ár- bæjarþreki. Dancehall kemur frá Jamaíka og byggist mikið á seið- andi mjaðmahreyfingum. Wa- acking er dansstíll sem á rætur að rekja til samfélags samkyn- hneigðra í Los Angeles. Á milli námskeiða fer hún til út- landa til að bæta við sig. „Waack- ing er það heitasta úti í New York núna. Þegar ég byrjaði að fylgjast með þessu var þetta aðallega á götunni. En nú eru allir þeir sem voru „underground“ komnir með vikulega tíma og farnir að kenna fullum sölum af fólki. Þetta er gjörsamlega að springa út,“ segir Brynja. Boogie Down Reykjavík línuna má nálgast hjá Brynju í Árbæjar- þreki og á Facebook-síðu hennar, facebook.com/brynjapeturs. - hhs Boogie Down Reykjavík er hönnun Brynju Pétursdóttur og Tinnu Hallbergsdóttur: NÝ OG ÍSLENSK HIPHOP- DANSFATALÍNA Brynja og danshópurinn hennar Brynja hannar föt dansaranna í samstarfi við Tinnu Hallbergsdóttur fatahönnuð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.