Fréttablaðið - 26.03.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 26.03.2010, Blaðsíða 28
2 • SKILA SKATTFRAMTALINU Fresturinn til að skila skatt- framtalinu rennur út í dag og nema þú hafir í leti þinni sótt um viðbótarfrest þá geturðu horft bjartsýnum augum til næstu daga. Það er vor í lofti með björtum morgnum og engin ástæða til annars en taka daginn snemma, borða morgunmatinn í rólegheitum og kíkja í blaðið áður en haldið er út í erilsaman daginn. Pásk- arnir eru líka á næsta leiti með því yndislega fríi sem þeim fylgir. Er ástæða til nokkurs annars en að brosa? ÞAÐ ER EKKI ORÐIÐ OF SEINT AÐ … HEIMSÆKJA ÍSAFJÖRÐ Þar verður haldin um páskana tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður eins og undanfarin ár. Þarna myndast ávallt sérstök stemning sem erfitt er að fanga á öðrum hátíðum og því tilvalið að gera sér ferð vestur á land í ævintýraleit. Hjaltalín, Bloodgroup, Morðingjarnir, Dikta, Mið-Ís- land og síðast er ekki síst Sólinn frá Sand- gerði hafa staðfest komu sína. Getur ekki klikkað. BRAGÐA Á EKTA ÍSLENSKUM ÍS Beint frá býlinu. Ísbúð- in Ísland opnaði í Suðurveri á dögunum þar sem þú getur fengið þér ís frá sveitabænum Holtseli sem er framleiddur úr mjólkinni sem kýrnar á bænum leggja til. Er hægt að biðja um það betra? SJÁ DIKTU Á NASA Þessi sjóðheita hljómsveit heldur sína þriðju tónleika á Nasa á skömmum tíma annað kvöld. Ef þú varst einn þeirra sem misstu af þeim tveimur fyrstu gefst þér núna enn eitt tækifærið til að tryggja þér miða. Hver vill ekki klappa með í Thank You innan um hundruð annarra Diktu-aðdáenda? KAUPA ÞÉR PÁSKAEGG Páskarnir eru að koma og úti í búð geturðu keypt þér risastórt páskaegg á að- eins tvö þúsund kall. Ekki slæmur díll á þessum síð- ustu og verstu tímum. Þú getur meira að segja tekið forskot á sæluna og maulað það fram að páskum yfir sjónvarpinu, eða þá boðið útvöldum gestum. POPP er fylgirit Fréttablaðsins. POPP kemur út einu sinni í mánuði. Ritstjóri: Atli Fannar Bjarkason atlifannar@frettabladid.is Útlitshönnun: Arnór Bogason Sölustjóri auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is • sími 512 5411 Útgefandi: 365 hf. Ringjarar geta náð sér í lagið og hringi-tóninn Honestly með Ourlives á farsímavefnum m.ring.is í dag. Gleði hjá Ring í dag Gildir í dag, föstudag Tónlist fyrir 0kr.Farðu inn á farsímavefinn m.ring.is og óskaðu eftir að fá lagið og hringitóninn beint í símann. E N N E M M / S Í A / N M 4 1 5 5 4 STEINDI JR.MOSFELLINGUR, GRÍNISTI, KYNTÁKN FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS • MARS 2010 Hljómsveitin Lada Sport vaknaði á dögunum og fór í hljóðver. Þar tók hún upp tvö lög sem koma út á næstunni. „Upptökum stjórnaði Aron Þór Arnars- son og við erum mjög sáttir við útkomuna,“ segir Haraldur Leví, trommari Lödu Sport. „Þess vegna höfum við ákveðið að gefa þessi tvö lög út á sjö tommu vínylplötu fyrir sumarið. Okkur hefur alltaf langað til að gera það og ákváðum því að kýla á það núna.“ Lada Sport var stofnuð sumarið 2002. Hún tók þátt í Músíktilraunum árið 2004 og endaði í 2. sæti ásamt því að Haraldur Leví var valinn efnilegasti trommarinn. Árið 2007 gaf hljómsveitin út fyrstu breiðskífu sína, Time and Time Again, sem innihélt meðal annars smellinn The World Is a Place For Kids Going Far. Lagið var mjög vinsælt á X-inu 977. Ári síðar kom hljómsveitin fram í síðasta skipti á tónleikastaðnum sáluga, Organ. „Menn vildu allir fara hver í sína átt og gera eitthvað annað,“ segir Haraldur. „Svo tók það bara tæp tvö ár að fá fiðring í puttana og vilja hittast og taka upp aftur saman.“ LADA SPORT RANKAR VIÐ SÉR SNÝR AFTUR Lada Sport kom nýlega saman á ný og tók upp tvö lög. Lada Sport-jepp- lingurinn var eitt sinn afar vinsæll á Íslandi. Í erlendu bílapressunni var Lada Sport oft kall- aður hinn rússneski Range Rover. ● PÍSLARVOTTUR EÐA UNDUR? Margir hafa velt fyrir sér hvort Lady Gaga sé hrein- lega að gagnrýna og gera grín að tónlistarbransan- um. Hvort hún sé píslarvottur sem sýni „allt sem er að“ í þess- um heimi með því að bera hold og syngja popptónlist sem höfðar til ungs fólks. Uppgangur hennar er ótrúlegur og hún getur að sjálfsögðu þakkað grípandi lögum það, eins og kynferðislegu ímyndinni – sem hefur væntanlega ekki skemmt fyrir. Þess vegna er oft talað um að hún sé bæði píslarvottur og undur. ● JONAS ÅKERLUND SNÝR AFTUR Jonas Äkerlund er sænskur leikstjóri og hefur unnið tvö myndbönd með Lady Gaga við lögin Paparazzi og Telephone. Myndböndin eru hálfgerðar stuttmyndir og eiga það sameiginlegt að vera of gróf til að vera öllum sýnileg á Youtube. Jonas þessi er þekktur fyrir að fara yfir strikið í mynd- böndum sínum eins og hann gerði eftirminnilega í klámfengnu myndbandi Rammstein við lagið Pussy. Lady Gaga hefur notið ótrúlegra vinsælda undanfarið. Hún gengur sífellt lengra í mynd- böndum sínum og hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir vikið. Lady Gaga sendi á dögunum frá sér níu mínútna myndband við lagið Telephone. Leikstjóri mynd- bandsins er hinn sænski Jonas Åkerlund, en hann fór eftirminni- lega yfir strikið í myndbandi við lagið Pussy með Rammstein. Í kjölfarið á frumsýningu myndbandsins var Lady Gaga harðlega gagnrýnd í þættinum America Live á fréttastöðinni Fox News fyrir að ota einkennilegum kynferðislegum órum að börnum. Sandy Rios, sem er einhvers konar siðapostuli í Bandaríkjun- um, segir að fólk neyðist til að velta fyrir sér hvort Lady Gaga sé með getnaðarlim þar sem búið er að rugla klof hennar í einu atriði myndbandsins. Þá fer það fyrir brjóstið á henni að Lady Gaga og Beyoncé, sem er í gestahlut- verki, fremja fjöldamorð í lokin. „Einnig sjást Gaga og Beyoncé sem lesbískir elskendur. Þetta er ógeðslegt og ég kann ekki að meta þetta,“ sagði Sandy í þættinum. „Ég myndi ekki undir neinum kringumstæðum leyfa börnunum mínum að hlusta á tónlist Lady Gaga.“ Sandy veltir fyrir sér hvert Lady Gaga stefni og hversu langt hún eigi eftir að ganga. Þrátt fyrir að það sé erfitt að vera sammála öfgafullum skoðunum Sandy, þá er fróðlegt að velta fyrir sér hvert Lady Gaga stefnir. Hún gengur sí- fellt lengra í myndböndum sínum og vílar ekki fyrir sér að koma nakin fram – veki það athygli. Lady Gaga er ýktasti megin- straumslistamaður heims. Hún er búin að selja fleiri en átta milljón plötur, á tímum sem plötur seljast mjög illa, og hefur átt lög á toppi vinsældalista um allan heim. Það má því velta fyrir sér hvernig hún mun viðhalda vinsældum sínum. Framtíðin leiðir í ljós hvort hún geti haldið áfram að vera þetta ólíkindatól og umfram allt hvort hún hafi hreinlega meira hold að sýna? POPPSKÝRING: LADY GAGA HNEYKSLAR Á NÝ HVERSU LANGT GENGUR GAGA? TELEPHONE Lady Gaga með ruglað klof í myndbandi við lagið Telephone.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.