Fréttablaðið - 26.03.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 26.03.2010, Blaðsíða 36
 26. MARS 2010 FÖSTUDAGUR2 ● geðhjálp Stjórn Geðhjálpar hefur undanfarið ár unnið að því að setja fram nýjar hugmyndir að uppbyggingu geðheilbrigðis- þjónustunnar í landinu. Lárus Rögnvaldur Haraldsson, gjald- keri Geðhjálpar, segir það allra hag að geðheilbrigðisþjónust- an sé hluti af nærsamfélaginu. „Það sem við höfum lagt áherslu á er að endurskoða þurfi kerfið í heild sinni og það hefur ýtt okkur af stað. Norræn ráðstefna var haldin á Akureyri í maí í fyrra og þar kynntumst við því sem gert hefur verið víða erlendis, meðal annars í Trieste á Ítalíu og á Ír- landi, þar sem geðheilbrigðis- þjónustan hefur verið tekin út af geðsjúkrahúsum og færð út í nærsamfélagið. Sjúklingurinn er þannig aðstoðaður í eigin um- hverfi í stað þess að hann sé tek- inn úr umhverfinu til lækninga.“ segir Lárus en í kjölfar ráðstefn- unnar tók stjórn Geðhjálpar það til nánari endurskoðunar hvern- ig hægt væri að breyta geðþjón- ustu í landinu. „Víða erlendis hefur nánast verið lokað á geðsjúkrahúsin og þó að við teljum það full drastískt, í það minnsta strax, þá ganga hug- myndir okkar út á það að í Reykja- vík og úti á landi sé aðstoð við geðfatlaða í nánasta umhverfi og tilheyri annarri venjubundinni heilbrigðisþjónustu en ekki sér- stökum geðspítala. Slíkt krefst náins samstarfs við heilsugæslu- stöðvar og sveitarfélögin en öll málefni geðfatlaðra eiga að fær- ast til sveitarfélaganna um ára- mótin,“ segir Lárus og bætir við að á nokkrum stöðum hafi flutn- ingarnir þegar átt sér stað, eins og í Reykjavík og Hafnarfirði, og gengið vel. „Það hefur sýnt sig vel að þessi hugmyndafræði, að vera ekki með lokaðar stofnanir, heldur bjóða upp á færanlega þjónustu sem hluta af heildarpakka heilsu- gæslustöðva, hefur reynst vel. Um leið snýst þetta um að við séum ekki að fela vandamálin fyrir um- heiminum en öll góð samfélög eiga að geta tekið við einstaklingum í öllum sínum fjölbreytileika. Hug- myndir okkar hafa fengið góðan hljómgrunn og við viljum að geð- heilbrigðisþjónustan sé hugsuð upp á nýtt. Í geðsjúkdómum skipta skjót viðbrögð oft mestu máli, að sjúklingar geti auðveldlega nálg- ast úrræði. Þetta er einfaldlega næsta skref í baráttunni á tímum þar sem fordómar fara minnkandi og fólk er meðvitaðra um geðsjúk- dóma.“ - jma Það hefur sýnt sig vel að þessi hugmynda-fræði, að vera ekki með lokaðar stofn- anir, heldur bjóða upp á færanlega þjónustu sem hluta af heildarpakka heilsugæslustöðva, hefur reynst vel. Aðstoð í eigin umhverfi Lárus Rögnvaldur Haraldsson hjá Geðhjálp segir reynslu annarra landa af því að færa geðheilbrigðisþjónusta út í nærumhverfið mjög góða. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Útgefandi: Geðhjálp | Heimilisfang: Túngötu 7, 101 Reykjavík Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Auður Styrkársdóttir Vefsíða: www.gedhjalp.is | Sími: 570 1700 Óhætt er að segja að íslensku þátttak- endurnir á geðheilbrigðisráðstefnunni í Trieste hafi komið upptendraðir til baka. Þarna komu saman 700 manns úr öllum heimshornum til að ræða hvernig best megi leggja niður stofnanir fyrir geð- sjúka og byggja í staðinn upp samfélags- geðþjónustu. Læknarnir Brynjólfur Ingvarsson og Ólafur Hergill Oddsson þekktu þessar hugmyndir vel því geðheilbrigðisþjónust- an á Akureyri hefur verið byggð upp með öflugri félagsþjónustu bæjarins. Hinir íslensku þátttakendurnir þekktu þær einnig og vinna hver í sínu lagi að því að hrinda þeim í framkvæmd hér á landi. Sigursteinn Másson, formaður Geðhjálp- ar, og Páll Matthíasson, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, kynntu hugmyndir um breytingar á geðheilbrigðiskerfinu á Íslandi á ráðstefnunni, og stjórnarmenn í Geðhjálp hafa einmitt í vetur unnið að stefnumótun félagsins í geðheilbrigðismálum þar sem ný sýn er boðuð. Ragnheiður Sif Gunnarsdóttir fer fyrir Björginni – Geðrækt- armiðstöð Suðurnesja þar sem unnið er í nýjum anda um nærþjón- ustu og endurhæfingu. Hingað til hafa flest verkefni um afstofnanavæðingu í heiminum verið staðbundin við ýmist borgir eða einstaka héruð. Sums staðar hefur reyndar tekist hörmulega til þegar stofnanir hafa verið lagðar niður en ekkert tekið við í staðinn. Þar ráfar helsjúkt fólk um götur og torg og á hvergi höfði að að halla. Því víti getum við varist. Ísland hefur möguleika á að vera eitt fyrsta landið til að innleiða vel skipu- lagða og þaulhugsaða afstofnanavæðingu og byggja upp nýtt fyrir- komulag í nánum tengslum við grunnþjónustu á landsvísu, þökk sé fámenni okkar, góðri almennri menntun og skýru sveitarstjórnar- stigi. Geðhjálp hlakkar til að vinna með öðrum að þessu mikla verk- efni. Auður Styrkársdóttir. Spennandi tímar Auður segir Íslenska þátttakendur hafa komið upptendraða tilbaka af ráðstefn- unni í Trieste, þar sem samfélagsgeðþjónusta var rædd. NORDICPHOTOS/GETTY Original Arctic Root Ein vinsælasta lækningajurt heims Original Arctic Root öðru nafni Burnirót er ein vinsælasta lækningajurtin í heiminum í dag. Klínískar rannsóknir hafa leitt í ljós að hún eflir einbeitingu, úthald og vinnur gegn streitu og álagi. Vinnur gegn streitu og álagi Original Arctic Root er fljótverkandi og þeir sem nota hana finna jákvæða breytingu á einbeitingu og úthaldi á skömmum tíma. Original Arctic Root hefur svo sannarlega slegið í gegn á Íslandi þar sem hún nýtur nú þegar mikilla vinsælda. Fæst í apótekum og heilsubúðum. Heilsuvara ársins í Svíþjóð 2003, 2004 og 2005 K R A F T A V E R K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.