Fréttablaðið - 26.03.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 26.03.2010, Blaðsíða 26
4 föstudagur 26. mars Hönnuðurinn Birna Karen Einarsdóttir var uppreisnargjörn í æsku og gekk í gegnum ýmis fatatímabil. Tvítug fór hún á Hróarskelduhátíð- ina og sneri aldrei aftur heim. Í dag á hún fyrir- tækið Birnu og var ein af aðstandendum Reykja- vík Fashion Festival síðustu helgi. Viðtal: Anna Margrét Björnsson Ljósmynd: Stefán Karlsson Á stæða þess að fyr- irtækið mitt kom að þessari hátíð er sú að það var búið að koma svo vondu nafni á íslenska hönnun und- anfarin ár með misheppnuðum tískuvikum hér á landi,“ útskýrir Birna Karen með vott af sjarmer- andi dönskum hreim. „Við fórum að ræða saman, aðstandendur E- label og Nikita og ákváðum að stofna Reykjavík Fashion Festival til að standa saman og gera eitt- hvað almennilegt til að koma ís- lenskri tísku á kortið. Okkur lang- aði til þess að gera þetta að við- burði sem fólk myndi sjá og tala um. Ég hef ekki komið mjög mikið nálægt skipulaginu sjálf heldur meðeigandi minn, Íris, hér heima og það góða fólk sem vinnur hér fyrir mig. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt og ég er sannfærð um að þetta verður árlegur viðburð- ur hér á landi.“ Birna Karen ólst upp í Bústaðahverfinu í Reykja- vík og fór svo í Menntaskólann í Reykjavík. „Ég hafði alltaf áhuga á fötum og var mikið að sauma, nú eða biðja ömmu mína að sauma á mig þegar ég var lítil. Síðan ég man eftir mér mældi ég út konur í strætisvögnum og ímyndaði mér hvernig ég myndi vilja klæða þær svo að þær litu betur út.“ VAR PÖNKARI OG HIPPI Birna segist ekki neita því að hafa verið dálítið villtur unglingur. „Ég held að það viti það nú flestir sem muna eftir mér á þessum tíma. Ég gekk í gegnum ýmis tímabil. Ég var hippi, pönkari, rokkari og ég var ekki sú rólegasta. Ég var þó aldrei að slæpast og var alltaf annaðhvort í skóla eða að vinna. Ég fór til London í nokkra mán- uði og líka til Bandaríkjanna.“ Þegar Birna Karen var tvítug fór hún í örlagaríka ferð á tónleikahá- tíðina Hróarskeldu en hún hefur aldrei flutt aftur til Íslands. „Ég fór á Hróarskeldu með sex vin- konum og eyddi öllum pening- unum mínum þar. Þá fékk ég mér vinnu og endaði með því að ílengj- ast í Danmörku. Ég varð ekki eftir vegna þess að ég hefði hitt mann eða verið með nein sérstök plön, lífið og lífsmátinn í Danmörku hentaði mér einfaldlega svo vel. Mér finnst mjög þægilegt að búa í Danmörku vegna þess að þar er allt og á sama tíma ekki neitt,“ segir hún og hlær. „En ég byrjaði að hanna föt úr endur unnu efni. Ég keypti upp heilu lagerana í Rauða kross-búðunum og saum- aði úr þeim nýjar flíkur. Vörurn- ar nutu vinsælda og seldust alltaf upp. Ég sýndi þær meðal annars á tískusýningu í Tunglinu þegar það var upp á sitt besta. Mig minnir að Quarashi hafi spilað undir.“ HANNA FYRST OG FREMST FYRIR ALVÖRU KVENLÍKAMA Eftir þetta ákvað ég að fatahönn- un lægi vel fyrir mér og dreif mig í praktískt nám til að læra al- mennilega tækni á bak við allan saumaskapinn. Mig langaði til þess að vita hvernig hlutir væru saumaðir í stað þess að læra hug- lægu hliðina í listaháskóla, mér fannst ég vera komin yfir þann hjalla sjálf. Ég hafði sköpunar- gleðina en mig vantaði tæknina. Ég kláraði svo þetta nám og opn- aði strax í kjölfarið fyrirtæki mitt, Birnu. Þetta var fyrir átta árum og ég var þá nýbúin að eignast litla dóttur. Fyrsta verslunin var opnuð í Istedgade í Kaupmannahöfn og svo opnaði ég aðra verslun á Skólavörðustígnum fyrir fjórum árum. Fyrir skömmu opnaði ég svo þriðju verslunina í miðborg Kaupmannahafnar.“ Birna segir útgangspunktinn í hönnun sinni vera notagildi. „Ég ákvað snemma á ævinni að gera föt fyrir kven- líkamann, föt sem myndu henta öllum konum og gera þær fallegri á meðan ég útfærði þau á þann hátt sem mér finnst flott. Ég horfi mikið á líkama kvenna og tek til- lit til kvenlegra forma. Konur eru með brjóst, konur eru með læri, konur eru með mjaðmir. Föt fyrir konur eiga að vera fyrir konur en ekki unga stráka! Þau eiga líka fyrst og fremst að vera klæðileg. Mér finnst að það eigi að vera manneskjan sem skapi fötin en ekki fötin sem skapi manneskj- una.“ Birna bætir við að hönn- un hennar höfði til allra aldurs- hópa. „Ég get selt sama kjólinn á stúlku á fermingaraldri og á konu á sextugsaldri. Það er frá- bært, það er virkilega gaman að sjá mismunandi konur í hönnun- inni minni. Það sem mér finnst heillandi og kynþokkafullt við föt er þessi duldi kynþokki, að bera ekki endilega allt heldur leyfa ímyndunaraflinu að bæta við restina. Ég á erfitt með að skilja þegar konur fylgja öllum nýjustu tískustraumum bókstaflega, hvort sem þeir eru klæðilegir eða ekki. Til dæmis er ekki sérlega töff að ganga í víðum kvennabúrsbux- um þegar kona er yfir sextíu og fimm kíló.“ MAÐURINN SÁ UM BARNIÐ FYRSTU ÁRIN Birnu finnst ýmislegt hafa breyst á undanförnum sautján árum á Íslandi og fólk orðið meira með- vitað um tísku. „En þetta er auð- vitað eins hér og í Danmörku, sumir gangast mikið upp í því að vera í nýjustu tísku en sumum er alveg sama. En yfirleitt finnst mér fólk hér á landi standa fram- arlega í tísku. Hún viðurkennir að vera mikill vinnualki og hrein- lega hafa unun af starfi sínu. „Ég vakna alltaf snemma, fæ mér kaffi og labba í vinnuna. Þar er ég í miklu sambandi við búðirn- ar og mér finnst mikilvægt að tala við kúnnana mína og heyra hvað þeim finnst um fötin og hvað mætti betur fara. Mér finnst skipta mjög miklu máli að fólki líði vel í fötunum frá mér og vil fá að heyra persónuleg álit. Ef fólki líður vel í fötum þá líður því alfar- ið betur og verður sjálfsöruggara og ánægðara, það er ekki flóknara en það. Ég er líka óspör á að hrósa konum því að þá líður þeim vel. Ég hef afskaplega gaman af því að vinna og þegar ég fer í of langt frí þá hreinlega leiðist mér. Ég er ekki týpan sem getur hangið á strönd í tíu daga, þá veit ég bara ekkert hvað ég á að gera af mér.“ Birna segir að fyrstu árin eftir að hún stofnaði fyrirtækið hafi hún unnið eins og brjálæðing- ur. „Maðurinn minn sá að mestu leyti um barnið mitt og heimilið. Það var klárlega ekki mikill tími eftir fyrir fjölskylduna. Í dag er ég að reyna að læra að kúpla mig meira út úr þessu og setja hlut- ina í hendurnar á öðrum. Ég verð að læra að ég þarf ekki að vera með puttana í gersamlega öllu!“ segir hún og hlær. „Í dag er fyr- irtækið líka stærra og ég er með svo gott fólk í vinnu hjá mér og sem vinnur með mér í fram- leiðslunni.“ Eiginmaður Birnu er danskur og vinnur sem grafísk- ur hönnuður. „Hann er líka list- málari og ljósmyndari og hefur til dæmis myndað allar auglýs- ingaherferðir okkar og bæklinga. Það er mjög praktískt.“ Nýjasta áhugamál þeirra hjóna er að fara á snjóbretti sem þau hafa stund- að í fríum í Noregi. „Það er spenn- andi nýtt hobbí sem hentar akt- ívri manneskju eins og mér.“ LISTIN MIKILVÆGUR ÞÁTTUR Í AÐ REISA SAMFÉLAGIÐ VIÐ „Það er mjög mikið búið að vera að gerast í íslenskri tísku undan- farin ár og mikið af fallegri hönn- un,“ segir Birna sem bætir svo við að það hafi hins vegar lítið verið gert til að koma henni á fram- færi. „Reykjavík Fashion Festival var hátíð sem var sett upp á ör- stuttum tíma, svona eins og svo margt sem er gert á Íslandi. Fólk hér heima bara kýlir á hlutina og stundum getur það verið gott og ÉG VAR EKKI SÚ RÓLEGASTA Hef gaman af að hanna á mis- munandi konur Birna Karen hefur saumað síðan hún var smástelpa en rekur nú þrjár verslanir en tvær þeirra eru í Kaupmannahöfn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.