Fréttablaðið - 26.03.2010, Page 36

Fréttablaðið - 26.03.2010, Page 36
 26. MARS 2010 FÖSTUDAGUR2 ● geðhjálp Stjórn Geðhjálpar hefur undanfarið ár unnið að því að setja fram nýjar hugmyndir að uppbyggingu geðheilbrigðis- þjónustunnar í landinu. Lárus Rögnvaldur Haraldsson, gjald- keri Geðhjálpar, segir það allra hag að geðheilbrigðisþjónust- an sé hluti af nærsamfélaginu. „Það sem við höfum lagt áherslu á er að endurskoða þurfi kerfið í heild sinni og það hefur ýtt okkur af stað. Norræn ráðstefna var haldin á Akureyri í maí í fyrra og þar kynntumst við því sem gert hefur verið víða erlendis, meðal annars í Trieste á Ítalíu og á Ír- landi, þar sem geðheilbrigðis- þjónustan hefur verið tekin út af geðsjúkrahúsum og færð út í nærsamfélagið. Sjúklingurinn er þannig aðstoðaður í eigin um- hverfi í stað þess að hann sé tek- inn úr umhverfinu til lækninga.“ segir Lárus en í kjölfar ráðstefn- unnar tók stjórn Geðhjálpar það til nánari endurskoðunar hvern- ig hægt væri að breyta geðþjón- ustu í landinu. „Víða erlendis hefur nánast verið lokað á geðsjúkrahúsin og þó að við teljum það full drastískt, í það minnsta strax, þá ganga hug- myndir okkar út á það að í Reykja- vík og úti á landi sé aðstoð við geðfatlaða í nánasta umhverfi og tilheyri annarri venjubundinni heilbrigðisþjónustu en ekki sér- stökum geðspítala. Slíkt krefst náins samstarfs við heilsugæslu- stöðvar og sveitarfélögin en öll málefni geðfatlaðra eiga að fær- ast til sveitarfélaganna um ára- mótin,“ segir Lárus og bætir við að á nokkrum stöðum hafi flutn- ingarnir þegar átt sér stað, eins og í Reykjavík og Hafnarfirði, og gengið vel. „Það hefur sýnt sig vel að þessi hugmyndafræði, að vera ekki með lokaðar stofnanir, heldur bjóða upp á færanlega þjónustu sem hluta af heildarpakka heilsu- gæslustöðva, hefur reynst vel. Um leið snýst þetta um að við séum ekki að fela vandamálin fyrir um- heiminum en öll góð samfélög eiga að geta tekið við einstaklingum í öllum sínum fjölbreytileika. Hug- myndir okkar hafa fengið góðan hljómgrunn og við viljum að geð- heilbrigðisþjónustan sé hugsuð upp á nýtt. Í geðsjúkdómum skipta skjót viðbrögð oft mestu máli, að sjúklingar geti auðveldlega nálg- ast úrræði. Þetta er einfaldlega næsta skref í baráttunni á tímum þar sem fordómar fara minnkandi og fólk er meðvitaðra um geðsjúk- dóma.“ - jma Það hefur sýnt sig vel að þessi hugmynda-fræði, að vera ekki með lokaðar stofn- anir, heldur bjóða upp á færanlega þjónustu sem hluta af heildarpakka heilsugæslustöðva, hefur reynst vel. Aðstoð í eigin umhverfi Lárus Rögnvaldur Haraldsson hjá Geðhjálp segir reynslu annarra landa af því að færa geðheilbrigðisþjónusta út í nærumhverfið mjög góða. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Útgefandi: Geðhjálp | Heimilisfang: Túngötu 7, 101 Reykjavík Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Auður Styrkársdóttir Vefsíða: www.gedhjalp.is | Sími: 570 1700 Óhætt er að segja að íslensku þátttak- endurnir á geðheilbrigðisráðstefnunni í Trieste hafi komið upptendraðir til baka. Þarna komu saman 700 manns úr öllum heimshornum til að ræða hvernig best megi leggja niður stofnanir fyrir geð- sjúka og byggja í staðinn upp samfélags- geðþjónustu. Læknarnir Brynjólfur Ingvarsson og Ólafur Hergill Oddsson þekktu þessar hugmyndir vel því geðheilbrigðisþjónust- an á Akureyri hefur verið byggð upp með öflugri félagsþjónustu bæjarins. Hinir íslensku þátttakendurnir þekktu þær einnig og vinna hver í sínu lagi að því að hrinda þeim í framkvæmd hér á landi. Sigursteinn Másson, formaður Geðhjálp- ar, og Páll Matthíasson, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, kynntu hugmyndir um breytingar á geðheilbrigðiskerfinu á Íslandi á ráðstefnunni, og stjórnarmenn í Geðhjálp hafa einmitt í vetur unnið að stefnumótun félagsins í geðheilbrigðismálum þar sem ný sýn er boðuð. Ragnheiður Sif Gunnarsdóttir fer fyrir Björginni – Geðrækt- armiðstöð Suðurnesja þar sem unnið er í nýjum anda um nærþjón- ustu og endurhæfingu. Hingað til hafa flest verkefni um afstofnanavæðingu í heiminum verið staðbundin við ýmist borgir eða einstaka héruð. Sums staðar hefur reyndar tekist hörmulega til þegar stofnanir hafa verið lagðar niður en ekkert tekið við í staðinn. Þar ráfar helsjúkt fólk um götur og torg og á hvergi höfði að að halla. Því víti getum við varist. Ísland hefur möguleika á að vera eitt fyrsta landið til að innleiða vel skipu- lagða og þaulhugsaða afstofnanavæðingu og byggja upp nýtt fyrir- komulag í nánum tengslum við grunnþjónustu á landsvísu, þökk sé fámenni okkar, góðri almennri menntun og skýru sveitarstjórnar- stigi. Geðhjálp hlakkar til að vinna með öðrum að þessu mikla verk- efni. Auður Styrkársdóttir. Spennandi tímar Auður segir Íslenska þátttakendur hafa komið upptendraða tilbaka af ráðstefn- unni í Trieste, þar sem samfélagsgeðþjónusta var rædd. NORDICPHOTOS/GETTY Original Arctic Root Ein vinsælasta lækningajurt heims Original Arctic Root öðru nafni Burnirót er ein vinsælasta lækningajurtin í heiminum í dag. Klínískar rannsóknir hafa leitt í ljós að hún eflir einbeitingu, úthald og vinnur gegn streitu og álagi. Vinnur gegn streitu og álagi Original Arctic Root er fljótverkandi og þeir sem nota hana finna jákvæða breytingu á einbeitingu og úthaldi á skömmum tíma. Original Arctic Root hefur svo sannarlega slegið í gegn á Íslandi þar sem hún nýtur nú þegar mikilla vinsælda. Fæst í apótekum og heilsubúðum. Heilsuvara ársins í Svíþjóð 2003, 2004 og 2005 K R A F T A V E R K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.