Fréttablaðið - 15.04.2010, Side 26

Fréttablaðið - 15.04.2010, Side 26
26 15. apríl 2010 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Xxxxxxx Björgólfsfeðgar keyrðu viðskiptaveldi sitt áfram á lánveitingum frá Lands- bankanum. Fall annars þeirra hefði sett tvo banka á hliðina, að mati dansks bankasérfræðings. Skuldbindingar Björgólfs Guð- mundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar og félaga undir stjórn þeirra feðga voru svo mikl- ar að fall annars þeirra feðga hefði örugglega dregið Landsbankann og Glitni með í fallinu. Þetta er mat danska bankasérfræðingsins Jørns Astrups Hansen, fyrrver- andi forstjóra Sjóvinnubankans í Færeyjum og formanns stjórnar endurskipulagningarfélags í eigu danska ríkisins. Hann skrifar fylgiskjal með skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis um banka- hrunið. Hansen segir eigendur bank- anna hafa litið á þá sem hlaðborð enda hafi þeir haft sterk ítök í þeim, nánast getað stýrt þeim að vild. Þetta á við um bankana alla. Líkt og sést á töflum með greininni tengdust Björgólfsfeðgar fjölda fyrirtækja, bæði alþjóðlegum fyrirtækjasamsteypum sem einkahlutaverkefnum sem unnu að framkvæmdum í miðborg Reykja- víkur. Mörg fyrirtækjanna þurftu á miklu fé að halda, ekki síst þegar herti að á alþjóðlegum lánsfjár- mörkuðum síðla árs 2007. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að Lands- bankinn glímdi sjálfur við lausa- fjárskort í erlendri mynt árið 2008 og leiddi það til falls hans. Það kom hins vegar ekki í veg fyrir að bankastjórnin samþykkti að lána kjölfestufjárfestinum Sam- soni, félagi þeirra Björgólfsfeðga, 168 milljónir punda, jafnvirði tæpra 25,5 milljarða króna, 5. sept- ember 2008, mánuði áður en skila- nefnd á vegum Fjármálaeftirlitsins tók yfir stjórn bankans. Sama dag fengu tvö einkahlutafélög Björgólfs Guðmundssonar, for- manns bankaráðs Landsbankans og helsta eiganda hans, lán upp á jafnvirði 41,5 milljarða króna. Þegar hér var komið við sögu voru lánveitingar til Björgólfs Guðmundssonar stærsta áhættu- skuldbinding bankans. Í septemberlok bættist við víkjandi lán upp á 153 millj- ónir evra, jafnvirði 24 millj- arða króna, til Björgólfs Thors Björgólfssonar frá Landsbankan- um í Lúxemborg. Lánið var veitt þar sem rekstur Actavis, sem félag Björgólfs hafði tekið yfir árið áður, hafði ekki gengið vel og hótaði Deutsche Bank að gjald- fella lánveitingu vegna yfirtöku hans á lyfjafyrirtækinu. Rann- sóknarnefnd Alþingis telur lána- fyrirgreiðsluna meiri háttar brot á lögum um fjármálafyrirtæki. Þessu til viðbótar fékk Björg ólfur að láni 1,8 milljarða króna í evrum frá Straumi í desember sama ár. Á sama tíma var lausafjárstaða Straums afar veik. Björgólfur Thor birti afsökunar- bréf í gær þar sem hann viður- kennir dómgreindarleysi í aðdrag- anda hrunsins. Hann álítur þó ekki að brot hafi verið framin. Lánveitingar til Björgólfs- feðga mánuði fyrir fall bankans jafngilda því að þeir hafi fengið um hundrað milljarða króna hjá Landsbankanum einum síðasta mánuðinn sem hann var í meiri- hlutaeigu þeirra. Þá verður því ekki neitað að feðgarnir stuðluðu að falli hans þar sem lánin voru að mestu í evrum og pundum. Þetta telur rannsóknarnefnd Alþingis sem tekur fram að helstu eigend- ur bankans hafi hvorki haft hug eða getu til að styðja við bankann í fjárhagserfiðleikum hans. jonab@frettabladid.is Hundrað milljarða lán mánuði fyrir hrunið ÞREMENNINGARNIR Í SAMSONARHÓPNUM Athafnamennirnir Björgólfsfeðgar og Magnús Þorsteinsson, sem hér stendur í miðj- unni, gengu hnarreistir inn á svið íslenska efnahagslífsins með bjórpeninga í vasanum frá Rússlandi síðla árs 2002 og keyptu ráðandi hlut ríkisins í Landsbankanum um áramótin. Björgólfur Thor er sá eini þeirra sem ekki er gjaldþrota í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞÖK Ásamt persónulegum tengslum eru feðgarnir Björgólfur Guð- mundsson og Björgólfur Thor Björg ólfsson tengdir 68 fyrirtækj- um og félögum í skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis um bankahrun- ið. Feðgarnir eru lykilpersónur í íslensku fjármálalífi en þeir áttu rúman fjörutíu prósenta hlut í Landsbankanum í gegnum eignarhaldsfélagið Samson auk ráðandi hlutar í fjárfestingarbankanum Straumi-Burðarási. Áhættuskuldbindingar þeirra námu samanlagt 318 milljörðum króna í hrunamánuðinum október 2008. Banki Janúar 2007 Október 2008 Aukning Landsbankinn 58,2 141,5 143% Kaupþing 0,0 0,0 0% Glitnir 0,0 0,0 0% Straumur 15,2 28,9 91% Samtals 73,4 170,4 132% (Samtals í millj. evra) 776,0 1.171,4 51% * Í milljörðum króna Tengd félög: AB Capital, Actavis, Actavis Pharma Holding 2, Amber International Ltd., Beeteebee Ltd., Björgólfur T. Björgólfsson, Blizzard Capital Ltd., Búrhúsið, Carrera Global Investments Ltd., Fjárfestingarfélagið Klaki, Frank Oskar Chatham Pitt, G8 Þriðja hæðin, Grandagarður 8, Keaton Industries Corp., Marus Worldwide Capital Ltd., Milburn Global Ltd., Novat- or Asset Management Ltd., Novator Finance Ltd., Novator Finland, Novator International Holding Ltd., Novator Ltd., Novator Partners - Properties 1, Novator Partners, Novator Pharma Holding 1, Novator Pharma Holding 2, Novator Pharma II SARL, Novator Pharma SARL, Novator Properties (Cyprus) Limited, Novator prop- erties, Novator Telecom Bulgaria Ltd., Novator Telecom LTd., Rosetta Investors Ltd., Samson Global Holdings, Samson Partners - Properties 1, Samson propert- ies, Simi International Mobile, Valhamar Group Ltd. og Vatn og land. Áhættuskuldbindingar Björgólfs Guðmundssonar* Áhættuskuldbindingar Björgólfs Thors Björgólfssonar* Banki Janúar 2007 Október 2008 Aukning Landsbankinn 20,5 90,4 341% Kaupþing 22,7 19,2 -15% Glitnir 8,9 18,0 102% Straumur 18,5 20,5 10% Samtals 70,6 148,1 110% (Samtals í millj. evra) 746,5 1.017,7 36% * Í milljörðum króna Tengd félög: Arctic Havester Inc., Árvakur, Baffin Island Investment Ltd., Baffin Shipping Inc., Bell Global Investment Ltd., Bell Global Investment SARL, Björgólfur Guðmundsson, Björgólfur Guð- mundsson SARL, Blue Water, Edda Printing & Publishing Ltd, Edda Útgáfa, Elazis Inc., Fjárfestingarfélagið Grettir, Hansa, Landsbanki Íslands (aðalstöðvar og útibú), Landsprent, Oddi Holdings Ltd., Ólafsfell, Rainwood, Rauðsvík, Samson, Samson eignarhalds- félag, Samson Properties, Vatn og land, West Ham United Football Club og WH Holdings. Tengdir 68 félögum og fyrirtækjum Á næstu dögum verður fjallað um helstu viðskiptablokkirnar á grundvelli skýrslu rannsóknar- nefndarinnar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.