Fréttablaðið - 15.04.2010, Page 34

Fréttablaðið - 15.04.2010, Page 34
 15. APRÍL 2010 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● sófar ● KYSSILEG HÆGINDI Varir kvenna hafa löngum þótt kynþokka- fullar. Því er ekki að furða að kyssilegar varir verði hönnuð- um innblástur og birtist jafnvel sem húsgögn á borð við sófa. Frægasti varasófinn er líklega sá sem spænski lista- málarinn Salvador Dali hannaði í samvinnu við Oscar Tusquets árið 1972. Sófinn var ætlaður fyrir hið svokall- aða Mae West-herbergi á Dalí-safninu í Figueres á Spáni. Hér má sjá Dalilips-sófann auk nokkurra annarra sófa sem líkja eftir rauðum vörum. Í betri stofu hjónanna Kristínar Steinsdóttur rithöfundar og Jóns Hálfdanarsonar eðlis- fræðings stendur forkunnar- fagur sófi með flauelsmjúku áklæði. Hann er hluti af setti sem prýddi heimili sýslu- mannshjóna á Húsavík á síðustu öld. „Ég held að Sigga amma yrði ánægð ef sófinn hennar birtist á mynd í blaði,“ svarar Kristín Steinsdóttir glaðlega þegar kvabbað er í henni símleiðis um sófamynd og sögu. Hún kveðst þó því miður ekki geta verið heima þegar ljósmyndar- inn verði á ferð en vísar málinu til manns síns, Jóns. Það er hann sem tekur á móti blaðamanni og ljós- myndara og segir svo frá: „Þessi sófi var alla tíð í búi móð- ursystur minnar, Sigríðar Víðis Jónsdóttur og Jóhanns Skaftason- ar, sýslumanns á Húsavík. Þau fengu hann í brúðargjöf árið 1930, ásamt tveimur samstæðum stólum. Við Kristín tókum Sigríði að okkur eftir lát manns hennar 1985 og hún bjó hjá okkur á Akranesi síðustu árin sín. Þetta voru mublur sem fylgdu henni. Við létum bólstra þær upp þegar hún kom með þær að norðan, enda var sófinn þá orðinn kviðsíður og þurfti lækningar við. Síðar, þegar við fluttum til Reykjavíkur, létum við setja þetta brúna áklæði á, sem Sigga amma, eins og hún var ávallt kölluð á heim- ilinu, hafði líka með sér í stranga að norðan. Okkur finnst þetta fallegur litur en eigum líka grænt áklæði sem við getum sett á þegar þetta gengur úr sér. Við reynum að ganga vel um þessi gömlu húsgögn en notum þau samt því þetta er heimili en ekki safn.“ - gun Sigga amma yrði ánægð Jón við sófann sem gefinn var í brúðargjöf, alþingishátíðarárið 1930, ásamt tveimur samstæðum stólum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hlutirnir við stofugluggann eiga sér einnig fortíð. Lampinn er úr búi foreldra Jóns, Þórnýjar Jónsdóttur og Hálfdáns Eiríkssonar. Styttan er af ömmu Jóns, Jakobínu Jak- obsdóttur kennara á Eyrarbakka. Hún er eftir Sigurjón Ólafsson, einn af nemendum hennar. Litlu stólana fengu Jón og Kristín á nokkurs konar götumarkaði í Þýskalandi á námsárunum. Þeir eru frá 19. öld. Handverkið er ósvikið á sófanum og rauðbrúnt áklæðið mynstrað en lunga- mjúkt viðkomu. ● VÆRÐARVOÐ Nafnið værðarvoð segir allt sem segja þarf. Hvað veitir meiri værð en að sveipa sig mjúkri voð þar sem maður slakar á í sófanum góða? Jafnvel það eitt að sjá fallega ábreiðu í sófanum gefur því hægindi heimilislegt yfirbragð. Margar gerðir og misjafnlega þykkar eru til af værðarvoðum sem henta mismunandi aðstæðum. Þær hlýjustu eru hreinar ullarvoðir og þær veita ómældan yl, jafnvel þótt þær séu ekki þéttofnar. En sumir hafa ofnæmi fyrir ull og þeim er hollara að teygja sig í flísteppi eða hvað annað sem hentar betur til að halda hæfilegri hlýju á kroppnum. ● ÞAÐ SEM AUMINGJA SÓFAGREYIÐ MÁ ÞOLA Sófar lenda í mörgu misjöfnu um dagana eins og sjá má, en reiknað hefur verið út að meðalendingartími sófa sé átta ár, einn mánuður og átta dagar. ■ Sófi þarf að þola kröftug hopp barna 587 sinnum. ■ Um dagana þarf hver sófi standa undir 293 rifrildum og 1.300 ástarfundum. ■ Sullað er alls 1.600 sinnum ofan í sófa meðan hans nýtur við. ■ Eigendur finna smápeninga í sófa sínum þrisvar sinnum í mánuði. ■ Pör kyssast í sófanum tólf sinnum í mánuði og kela fjórtán sinnum í mánuði, sem gera 1.174 kossa og 1.369 kelerí meðan sófinn endist. ■ 489 gestir munu eyða nótt á sófanum og einhver heimilis- fólksins 293 sinnum eftir rifrildi. ■ 782 gestir munu hvíla rassa sína á sófanum og hann þarf að þola 391 strákakvöld og 293 stelpukvöld. ■ Heimilisfólkið eyðir að meðaltali fjórum klukkustundum á dag í sófa sínum. ■ Barn mun missa að meðaltali fjögur leikföng á mánuði bak við sófann og þrír sokkar munu festast milli sessa. ■ Alls eru þrettán sjónvarpskvöldverðir snæddir í sófanum á mánuði og eigendur horfa á 1.271 sjónvarpsþætti og 782 kvikmyndir. ■ Börn munu missa mat og drykk niður í sófann 72 sinnum á ári, en foreldrar þeirra sex sinnum í mánuði. Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 l Umsjónarmaður auglýsinga: Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is s. 512 5439

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.