Fréttablaðið - 15.04.2010, Síða 36

Fréttablaðið - 15.04.2010, Síða 36
 15. APRÍL 2010 FIMMTUDAGUR GÁ húsgögn Ármúla 19 108 Reykjavík Sími 553 9595 www.gahusgogn.is PERLA fáanlegur í öllum stærðum KÉLI fáanlegur í öllum stærðum MOSI fáanlegur í öllum stærðum HREIÐRIÐ fáanlegur í öllum stærðum Sófar þekkjast aftur til daga Krists, en tengj- ast á síðari tímum letilífi, erótík og fagursmíði. Orðið sófi á uppruna sinn í arabíska orðinu „suff- ah“ sem þýðir langur bekkur. Sófar hafa verið til í árþúsundir og þannig sátu Grikkir og Rómverjar til forna á löngum bekkjum þegar þeir snæddu mat sinn, en konum var það hins vegar bannað og borðuðu í stólum. Hefðbundinn sófi þróaðist ekki fyrr en á 17. öld þegar byrjað var að smíða sófagrindur, bólstrað- ar með fiðri, hrosshárum eða þurrkuðum mosa. Áklæði var úr flaueli, ull eða silki. Á 19. öld öld voru sófar í svefnherbergjum þar sem hefðarfólk lá í leti, en sófar þess tíma báru sterkan vott af erótík. Í kjölfar iðnbyltingar gat millistéttarfólk eignast sófa sem það setti í stofuna til afnota fyrir gesti. Á 21. öld sameinaði svo sófinn fjölskylduna yfir mesta samræðubana veraldar, sjónvarpinu. Í dag minnir sófaklessa nútímans okkur á letilíf elítunnar áður. Og aftur er komið í tísku að setja sófa í svefnherbergi, sem rétt eins og þá er umvafið erótík og glamúr. - þlg SAGA SÓFANS Árið 33. Á tímum Krists og Rómaveldis, sátu menn á löngum bekkjum, sem í raun voru fyrstu sófarnir. 1650. Antíksófar á borð við þennan voru vinsælir meðal hirð- fólks á tímum Lúðvíks fjórtánda í Versölum. 0 1600 Fyrirtækið GÁ-húsgögn rekur verslun í Ármúla 19 þar sem lögð er áhersla á vandaðan húsbúnað; sófa, stóla og fleira. Fyrirtækið GÁ-húsgögn hefur sérhæft sig í húsgagnabólstrun og framleiðslu á íslenskum hús- ögnum fyrir heimili, stofnan- ir og fyrirtæki í ein 35 ár. Fyrir nokkrum árum opnaði GÁ-hús- gögn verslun í Ármúla 19 þar sem áhersla er lögð á heimilin. „Þarna gefst fólki færi á að ræða milliliðalaust við okkur, sjálfan framleiðandann, sem er auðvitað þægilegt fyrir alla og sérstaklega ef viðskiptavinurinn er með einhverjar sérþarfi og óskir,“ segir Erlendur Sigurðsson, framleiðslustjóri GÁ-húsgagna. Erlendur segir að með þessu framtaki vilji starfsmenn GÁ- húsgagna leggja sig enn frekar fram við að uppfylla óskir við- skiptavina sinna. Sú viðleitni endurspeglist einna helst í því að fyrirtækið framleiði sér- hönnuð húsögn í meiri mæli en þau fjöldaframleiddu. „Fólk sem ætlar til dæmis að kaupa sér góðan og vandaðan sófa getur komið að skoða úrvalið í búð- inni, fengið hugmyndir og viðr- að þær við starfsfólkið. Viðkom- andi getur þannig fengið ráðgjöf um útfærslu á sófanum, efni og sófaáklæði,“ tekur Erlendur sem dæmi. Hann getur þess að fyrirtæk- ið fylgist vel með straumum og stefnum í húsgagnatískunni. Þannig sé rómantíkin að ryðja sér til rúms í sófunum en svart og hvítt sé frekar á undanhaldi. Drappað, brúnt og grátt hefur verið vinsælt og á eftir að vera meira áberandi á næstunni og svo eru litir eins og rautt, grænt og fjólublátt, að verða fyrirferðarmeiri. Erlendur segir viðskiptavini GÁ-húsgagna getið gengið að því vísu að gott úrval sé ávallt að finna í versluninni. „Hér á mikil endurnýjun sér stað og frekar sjaldgæfara en hitt að hér fáist eins húsgögn í stóru upplagi,“ út- skýrir hann og bætir við að eins sé áhersla lögð á mikil gæði, þar sem ekkert sé til sparað við gerð húsgaganna. Þess utan reki fyrirtækið fullkomið viðgerðar- verkstæði sem viðskiptavinirnir geti leitað til. Sérsmíðaðir fallegir sófar sem uppfylla ólíkar þarfir „Við fylgjumst vel með öllu því nýjasta sem er að gerast í húsgagnabransanum,“ segir Erlendur Sigurðsson, hjá GÁ-húsögnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.