Fréttablaðið - 06.05.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 06.05.2010, Blaðsíða 2
2 6. maí 2010 FIMMTUDAGUR LÖGREGLUMÁL Mennirnir tveir sem grunaðir eru um árás á eldri hjón og dóttur þeirra í Reykjanesbæ á mánudagskvöld hlutu í október síðastliðnum fangelsisdóma fyrir aðild sína að ráni á Barðaströnd á Seltjarnarnesi. Þeir áfrýjuðu til Hæstaréttar og hafa síðan gengið lausir. Mennirnir tveir, Viktor Már Axelsson og Axel Karl Gíslason, voru í gær úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald vegna árásarinnar. Þeir hafa ekki játað sök. Maðurinn sem ráðist var á varð verst úti. Hann nefbrotnaði, hand- leggsbrotnaði og er lemstraður um allan líkamann. Konurnar sluppu betur. Hnífur var dreginn upp í átökunum en enginn varð fyrir áverkum af honum. Mennirnir voru handteknir á gangi í nágrenninu um klukku- stund síðar. Lögreglan taldi sig þá vita hverjir höfðu verið að verki. Hjónin hafa verið í miklu áfalli síðan ráðist var á þau og vart þorað út úr húsi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Svo virðist sem árásarmennirn- ir hafi verið við hús hjónanna á mánudagskvöld til að rukka barna- barn þeirra, karlmann um tvítugt, um nokkurra tuga þúsunda króna skuld við aðra manneskju. Skuld- in mun ekki vera tilkomin vegna fíkniefnaviðskipta. Mennirnir voru sem áður segir úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarð- hald á grundvelli rannsóknarhags- muna í gær. Annar þeirra kærði úrskurðinn til Hæstaréttar. Rannsókn málsins stendur enn. Búið er að yfirheyra árásarmenn- ina og þolendurna en enn á eftir að yfirheyra fleiri. stigur@frettabladid.is Nýdæmdir ofbeldis- menn gengu lausir Mennirnir tveir sem börðu eldri hjón í Reykjanesbæ voru dæmdir í fangelsi í október. Annar þeirra hafði rænt aldraðan úrsmið og hinn lagt á ráðin um það. Þeir hafa síðan beðið dóms Hæstaréttar og verið frjálsir ferða sinna á meðan. ■ Axel Karl komst fyrst í fréttir árið 2005, þá sextán ára gamall, fyrir að ræna starfsmanni Bónuss á Seltjarnarnesi, neyða hann með hótunum ofan í skott á bíl og krefja hann svo um 30 þúsund krónur sem maðurinn tók út úr hraðbanka. Axel var þá á skilorði. Fyrir þetta hlaut Axel tveggja ára fangelsisdóm. Hann hefur síðan verið þekktur sem yngsti mannræningi Íslandssögunnar. ■ Í mars 2007 strauk Axel frá fangavörðum þegar hann var hjá tannlækni. Hann braust inn í félagsmiðstöð og var skömmu síðar handtekinn. ■ Axel hefur síðan hlotið nokkra fangelsisdóma, einkum fyrir fíkniefnabrot. Bróðir hans hefur einnig hlotið dóm fyrir að hafa ætlað að smygla 37 grömmum af hassi inn á Litla-Hraun til hans. ■ Viktor var handtekinn í fyrra eftir innbrot til úrsmiðs á Barðaströnd. Þegar Viktor og félagi hans gengu óvænt í flasið á öldruðum úrsmiðnum gekk Viktor í skrokk á honum og batt hann á höndum og fótum áður en menn- irnir rændu af honum úrum og öðrum verðmætum. ■ Tveimur dögum eftir að Viktor losnaði úr gæsluvarðhaldi vegna ránsins var hann handtekinn á ný fyrir tvö innbrot og úrskurðaður í síbrotagæslu. Þegar hann sat á Litla-Hrauni ræddi hann við Ísland í dag og sagðist ætla að bæta ráð sitt. ■ Viktor var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir ránið. Axel Karl var dæmdur fyrir að skipuleggja innbrotið og hlaut 20 mánaða fangelsi, þar af var stór hluti eftirstöðvar af öðrum dómi. Skrautlegur ferill Axels og Viktors AXEL KARL GÍSLASON VIKTOR MÁR AXELSSON Steinunn, eru þetta hjól atvinnulífsins sem eru farin að snúast? „Já, þau eru farin að snúast en vonandi fer þetta ekki út í neina vitleysu.“ Átaksverkefnið Hjólað í vinnuna hófst í gær. Steinunn Sigurðardóttir hjá End- urhæfingu hefur tekið þátt í átakinu frá upphafi. STJÓRNSÝSLA Á bilinu tíu til fimmtán tillögur bárust um nafn sameinaðs sveitarfélags Arnar- neshrepps og Hörgárbyggðar í Eyjafirði. Sameiningin var sam- þykkt nýverið í íbúakosningu og tekur hún gildi eftir sveitar- stjórnarkosningarnar í lok mán- aðarins. Forkólfar sveitarfélaganna völdu fimm tillögur og sendu Örnefnanefnd til umsagnar. Kosið verður á milli tillagnanna samhliða sveitarstjórnarkosning- unum. - bþs Nafn sameinaðs sveitarfélags: Örnefnanefnd metur tillögur STJÓRNMÁL Næstbesti flokkurinn var stofnaður í Kópavogi á mánu- dag og hyggst bjóða fram til sveit- arstjórnar. Hjálmar Hjálmarsson, einn forsvarsmanna flokksins, segir unnið að því að koma saman lista. Helstu baráttumál séu að gera lífið í Kópavogi skemmtilegra, endurreisa Hamraborgina sem hjarta Kópavogs og gera að göngu- götu. „Þá viljum við endurreisa þá virðulegu stofnun Kópavogshæli og gera Kópavog að hæli fyrir alla sem finna sig ekki í samkeppnis - umhverfinu og keppa að því að vera bestir. Það er fínt að vera næstbestur.“ - kóp Nýtt framboð í Kópavogi: Stofna Næst- besta flokkinn VEÐUR Landsmenn hafa greinilega fundið fyrir auknum hlýindum síðustu daga eftir langan kulda- kafla sem mörgum þótti teygja sig óþarflega langt fram á vorið. Ekki er að efa að sundlaugar fyllist og grill verði tekin fram, og væntanlega leggja margir land undir fót um helgina. Fram á laugardag er spáð 8 til 18 stiga hita, reyndar með svolít- illi rigningu norðan- og vestan- lands en þurrt að kalla sunnan- og austanlands. Hlýjast verður austantil. Á sunnudag er spáð aðeins lægri hita, eða 2 til 15 stigum, og verður þá svalast norðaustan- lands en hlýjast um landið sunn- anvert. Úrkomulítið verður víðast hvar og helst þetta fram á þriðju- dag hið minnsta. - gb Veðurblíðu spáð um land allt eftir hvimleiðan kuldakafla: Sumarið er greinilega komið Sala áfengis Jan-apr. 2010 2009 % Rauðvín 488 508 -3.9 Hvítvín 287 297 -3.5 Lagerbjór 4.186 4.534 -7.7 Sterkt vín 83 109 -24.2 Bl. drykkir 37 57 -35.7 Samtals 5.29 5.7 -7.8 Í ÞÚSUNDUM LÍTRA VIÐSKIPTI Sala áfengis hefur dreg- ist saman það sem af er árinu um 7,8 prósent í lítrum talið miðað við sama tímabil árið 2009. Þetta kemur fram á vefsíðu Vínbúðar- innar. Ekki er raunhæft að bera saman sölu í apríl á milli ára þar sem páskarnir hafa mikil áhrif, en í ár var áfengissalan fyrir páskana í mars en var í apríl í fyrra. Sala hefur minnkað í nær öllum flokkum áfengis en mismikið. Það sem af er árinu er samdrátturinn hins vegar mest áberandi í sterk- um og blönduðum drykkjum. - jss Íslendingar drekka minnna: Sala á áfengi dregst saman SUNDLAUGAR FYLLAST Þessi mynd var tekin í blíðunni á Akureyri í gær. MYND/AUÐUNN NÍELSSON GRIKKLAND, AP Þrír létust þegar eldur kviknaði í banka í Aþenu í gær. Tugir þúsunda manna mótmæltu aðhaldsaðgerðum stjórnvalda, auk þess sem tveggja daga allsherjar- verkfall lamaði allt þjóðlíf. Mótmælendur kveiku í að minnsta kosti tveimur húsum og nokkrum bifreiðum. Lík mannanna þriggja fundust í rústum útibús Marfin- banka í miðborginni. Mótmælendurnir hrópuðu „þjófar“ og reyndu að komast í gegnum raðir lögreglu, sem hafði girt af þinghúsið. Einnig ráku mót- mælendur heiðursverði frá gröf óþekkta hermannsins, sem er fyrir utan þinghúsið. Mótmælendurnir beina reiði sinni að boðuðum sparnaðaraðgerðum stjórnvalda, sem koma bætast við fyrri aðhaldsaðgerðir og bitna hart á almenningi. Bæði laun og eftirlaun ríkisstarfsmanna verða lækkuð og nýir neysluskattar lagðir á fólk. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setti stjórn Grikklands ströng skilyrði um að draga úr ríkisútgjöldum þegar samþykkt var að veita Grikkj- um fjárhagsaðstoð til að sigrast á skuldavanda ríkisins, sem ógnar stöðugleika evrunnar. - gb Þrír létust í eldsvoða í Grikklandi í tengslum við mótmæli gegn stjórninni: Kveikt í húsum og bifreiðum ÁTÖK Í AÞENU Eldsprengjum var varpað á fólk sem mátti hafa sig allt við að forða sér. NORDICPHOTOS/AFP ORKUMÁL „Það hefur verið tekin ákvörðun um það af hálfu núver- andi meirihluta að fara ekki í gjaldskrárhækkanir hjá Orku- veitunni,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri. Matsfyrirtækið Moody‘s gaf á dögunum út þá yfirlýsingu að horfur um mat á lánshæfi OR væru áfram neikvæðar. Ein ástæða þess var sú að gjaldskrá Orkuveitunnar hefur ekki verið hækkuð þótt tekjur hafi rýrnað vegna verðbólgu. „Við höfum sagt í borgar- stjórn Reykjavíkur að við viljum standa með borgarbú- um við þessar erfiðu aðstæð- ur. Á meðan erfiðleikarnir eru að ganga yfir höfum við viljað halda í við okkur með allar gjaldskrárhækkanir. En það bíður auðvitað nýrrar stjórnar að taka afstöðu til þess,“ segir Hanna Birna. Ný stjórn Orkuveitunnar verður kosin á aðalfundi sem haldinn verður í júní. -bj/pg Borgarstjóri um Orkuveituna: Rafmagn og hiti hækki ekki ELDGOS Vart var svefnfriður undir Eyjafjöllum í fyrrinótt þar sem háværar drunur heyrðust frá eldstöðinni í Eyjafjallajökli. Ekkert bendir til þess að gos- inu í Eyjafjallajökli sé að ljúka. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu Veðurstofu Íslands og Jarðvís- indastofnunar Háskólans. Undir kvöld í gær fór gos- mökkurinn hækkandi og náði 31 þúsund fetum en hafði verið undir 20 þúsund fetum fyrr um daginn. „Aukin skjálftavirkni bendir til þess að nýtt efni sé að koma djúpt að upp undir fjallið og GPS-mælingar benda til útþenslu á ný,“ segir í stöðu- skýrslunni. - gar Drunur undir Eyjafjöllum: Gosmökkurinn stígur hærra SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.