Fréttablaðið - 06.05.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 06.05.2010, Blaðsíða 24
24 6. maí 2010 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Borgarmál Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi HALLDÓR Stjórnmálin í Reykjavík snúast að stærstum hluta um börn. Velferð smá- fólks, metnaðarfullt starf í leik- og grunn- skólum og jafnt aðgengi að frístundum eru hjartans mál jafnaðarmanna. Samfylking- in líður ekki stéttskiptingu, mismunun og fátækt á sinni vakt. Við treystum okkur til að hagræða í skólakerfinu án þess að það bitni á fagmennsku og gæðum. „Unga Reykjavík“ er barnastefna Samfylkingar- innar. Þar koma fram áherslur okkar varð- andi menntun, frístundir og velferð barna. Því miður er stéttskipting í Reykjavík þegar kemur að þátttöku barna í frístunda- starfi. Þessu er hægt að breyta með því að auka samstarf listafólks, menningarstofn- ana og skóla. Við viljum að skólar stefni að „menningarfánamarkmiði“, svipuðu Grænfánamarkmiði í umhverfismennt. Þannig komist öll börn í tæri við undur sköpunar krafts lista og handíða. Við vilj- um líka taka upp viðræður við öll íþrótta- félög, æskulýðssamtök og listaskóla og hugsa leiðir til að gera frístundir aðgengi- legri og ódýrari. Íslenskir strákar missa mun fyrr áhuga á námi en stúlkur. Reykvískir skóla ættu að leiða þjóðarátak um betri námsárang- ur stráka, meiri áherslu á siðfræði, heim- speki, tjáningu og samvinnu í námi barna í skólum og í frístundastarfi. Við viljum stíga stærri skref til samþættingar frí- stunda- og skólastarfs og nýta tækifærin sem felast í stækkandi faghópi frístunda- fræðinga og hvað þeir geta lagt gott til fjölbreytilegri skóladags. En okkur er líka umhugað um starfsþróun og leggjum því til að skólastjórar og kennarar í Reykja- vík hafi skipti á vinnustöðum í símenntun- arskyni. Einnig viljum við að skólastjórar verði ráðnir til nokkurra ára í senn, til að tryggja miðlun þekkingar milli skóla. Mikilvægast af öllu er þó að hafa börn- in ávallt í brennidepli, ekki þær mörgu stofnanir sem koma að velferð þeirra. Við viljum stokka upp sérfræðiþjónustu skóla í samstarfi við ríkið, ryðja í burtu múrum milli stofnana og auka skólaráðgjöf inn í skólastofuna. Af því hlýst bæði hagræð- ing og betri þjónusta við börn og fjölskyld- ur. ,,Unga Reykjavík“ geymir á fjórða tug áherslna um menntun og velferð barna og unglinga. Áherslur um virkni ungmenna, læsi, samstarf við framhaldsskólann og margt fleira. Það er með stolti sem við kynnum ,,Ungu Reykjavík“, barnastefnu Samfylkingarinnar. Við viljum bjartari framtíð fyrir öll börn í Reykjavík. Unga Reykjavík Viðarhöfða 6 - Reykjavík / Bæjarhrauni 12 - Hafnarfirði www.sindri.is / sími 575 0000 Verslanir PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 01 16 4 DCD945B2 Öflug 12 V borvél m. höggi LED-ljós 13 mm patróna 3ja gíra, 0-450/1200/1800 Átak 44 Nm. 2x2,6 Ah Ni-Mh rafhlöður. 12 V hleðsluborvél m. höggi 59.900 Verð með vsk. Vitleysingar Pétur Blöndal, Sjálfstæðisflokki, kemst oft skemmtilega að orði. Á fundi með samflokksmönnum í Valhöll á dögunum fór hann yfir áhrif hrunsins á lífeyrissjóðina og spurði hver bæri ábyrgð. Eins og við mátti búast telur hann ábyrgðina liggja víða, til dæmis hjá matsfyrirtækjum, eftirlitsaðilum, Alþingi og stjórnum og aðildarsam- tökum lífeyrissjóðanna. Einn hópur í upptalningu Péturs er þá ótalinn, nefnilega banka- mennirnir sem stóðu að stóru lánveitingunum. Eða „vitleysingarnir sem lánuðu vitleysingunum“ eins og hann kallar þá. Tortryggnin Í glundroðanum sem ríkir á Íslandi í kjölfar bankahrunsins er allt tortryggt, með réttu eða röngu. Því hefur Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, mátt kynnast. Eignatilfærsla hennar og eiginmanns hennar vakti sjálfsagða athygli og viðbrögð hennar í Sjón- varpinu, þar sem hún þurfti eðlilega að svara fyrir málið, voru út úr öllu korti. Skotið fyrst og spurt svo Svo virðist sem fjármál þeirra hjóna og hagsmunir þeim tengdir eigi eftir að vefjast fyrir Sigrúnu í kosningabar- áttunni. Í það minnsta gekk Baldvin Sigurðsson, bæjarfulltrúi VG, á lagið í gær og sagði á Pressunni að ekki hefði legið fyrir hvort Sigrún hefði verið vanhæf við afgreiðslu tiltekins máls í bæjarstjórninni fyrir nokkrum árum vegna hagsmuna eiginmannsins. Þetta þurfti Sigrún að sverja af sér í nokkuð löngu máli á Pressunni síðar í gær og verður ekki annað séð af tímasetningu atburðarásarinnar en að Baldvin hafi vaðið í villu og svíma. Hefði hann sýnt öllu meira drenglyndi ef hann hefði sjálfur reynt að finna vanga- veltum sínum um vanhæfi – og þar með spillingu – stoð áður en hann hleypti af. bjorn@frettabladid.isÞ eim fer góðu heilli stöðugt fjölgandi sem nota reiðhjól til að komast leiðar sinnar á höfuðborgarsvæðinu og víðar í þéttbýli. Lengi vel var litið svo á að veður og mishæðir gerðu að verkum að á Íslandi hentuðu hjól ekki til að komast á milli staða. Það viðhorf er breytt og nú er ekki lengur litið á reiðhjól sem leikföng, fyrst og fremst fyrir börn, heldur eru þau að festast í sessi sem fullgild farartæki. Árlegt átak Hjólað í vinnuna hefur verið mörgum hvatning til að nota reiðhjól og þótt þorri fólks leggi kannski reiðhjólinu fljótlega eftir að átakinu lýkur þá skilar það alltaf einhverri fjölgun í hópi hjólandi borgara. Vel fer á því að átakið hjólað í vinnuna skuli standa yfir á lokasprettinum fyrir hinar allt of gleymdu sveitarstjórnarkosn- ingar sem fram fara eftir aðeins rúmar þrjár vikur. Það minnir á að í borg og þéttbýli eru samgöngur meðal brýnna mála sem kosið er um. Undanfarin ár hefur bílaeign borgarbúa aukist og mikið hefur verið lagt í að greiða umferð einkabíla um borgina. Á sama tíma hefur dregið úr ferðum strætisvagna auk þess sem umferðar- mannvirki sem fyrst og fremst miðast við bíla eru oft heldur óað- gengileg og óaðlaðandi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Þessari þróun verður að snúa við og er áætlun borgarinnar um hjólaborgina Reykjavík viðleitni til þess. Sú áætlun snýr fyrst og fremst að því að byggja upp gott hjólastíganet sem vissulega er ein af forsendum þess að reiðhjólið sé aðlaðandi valkostur í amstri hvunndagsins. Fleira þarf þó að koma til. Daglegt amstur fólks er flóknara en svo að koma sér að morgni frá heimili að vinnustað og svo aftur til baka að kvöldi. Börn þurfa að komast í leikskóla og skóla og svo þarf að draga björg í bú. Til þess að borg sé aðlaðandi hjólaborg þarf að vera greið og góð hjólaleið að skólum og best væri auðvitað að um leið drægi úr umferð bíla þar því þeir auka jú hættuna fyrir reiðhjólafólkið, ekki síst börnin. Sú þróun að matvöruverslanir eru nú færri og stærri en áður er ekki heldur reiðhjólahvetjandi. Það er ekkert sérstaklega aðgengi- legt fyrir hjólafólk að þurfa að taka stóran krók til að versla og hjóla svo langa vegalengd með kvöldmatinn og mjólkina. Þannig eru verslanir í íbúðahverfum að vissu leyti bæði samgöngu- og umhverfismál sem mikilvægt er að sveitarstjórnarfulltrúar hafi sýn á. Það skiptir borgarbúa miklu máli að draga úr notkun einka- bíla. Það er brýnt umhverfismál vegna mengunar af útblæstri og vegna svifryks. Hjólreiðar eru þannig ekki holl og góð hreyfing sem gaman er að stunda í átaki nokkrar vikur á ári. Þær eru ein þeirra leiða sem við eigum til að gera umhverfi okkar bæði hreinna og meira aðlaðandi. Átakið Hjólað í vinnuna minnir á að í sveitar- stjórnarkosningum er kosið um samgöngumál. Á fáki fráum í bílaborginni SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.