Fréttablaðið - 06.05.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 06.05.2010, Blaðsíða 6
6 6. maí 2010 FIMMTUDAGUR FRAMKVÆMDIR Ríkisstjórnin áform- ar að ráðast í umfangsmiklar við- haldsframkvæmdir á opinberum byggingum í sumar. Verja á rúmum þremur milljörðum króna til verkefnanna og er ráðgert að lífeyrissjóðirnir láni peningana. Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, segir málið ekki frágengið en í ráði sé að það nái til þriggja ára. Arnar segir aðkomu sjóðanna að vega- framkvæmdum einnig í ákveðnu ferli en beðið sé frekari ákvarðana stjórnvalda í þeim efnum. - bþs Stjórnvöld skapa atvinnu: Lífeyrissjóðirnir láni til viðhalds FRÉTTASKÝRING Hvernig leggja oddvitar framboðanna línurnar fyrir komandi borgarstjórnar- kosningar? STJÓRNMÁL Fundargestir á opnum fundi með oddvitum allra fram- boða fyrir borgarstjórnarkosning- arnar þann 29. maí næstkomandi héldu að þeir hefðu orðið vitni að tímamótum í borgarstjórnar- pólitíkinni í gær. „Ég sagði strax í upphafi að ef þetta [framboð Besta flokksins] yrði leiðinlegt myndi ég bakka út úr þessu,“ sagði Jón Gnarr, oddviti grínframboðsins Besta flokksins, í framsögu sinni á fundinum, sem fram fór í Háskólanum í Reykja- vík. „Þegar fór að síga á þetta fóru að renna á mig tvær grímur. Meiri alvara fór að færast í þetta og leiðindi. Síðustu dagar eru búnir að vera mjög erfiðir. Eftir vand- lega umhugsun hef ég ákveðið að draga framboð Besta flokksins til baka í sveitarstjórnarkosningun- um.“ Besti flokkurinn mældist með stuðning 23,4 prósenta kjósenda í nýlegri könnun Fréttablaðsins og sló þögn á salinn við tíðindin. Nokkrum andartökum síðar sagði Jón: „Djók!” Það kom viðstöddum væntan- lega lítið á óvart að oddviti Besta flokksins hæfi mál sitt með góðum brandara. Framboðið er enda grínframboð, þó að meiri alvara hafi raunar farið að færast yfir málflutning Jóns síðustu daga. En það var ekki bara ólíkinda- tólið Jón Gnarr sem var samur við sig á þessum fyrsta opna fundi oddvita allra framboða í borginni. Oddvitar stóru flokk- anna voru einnig á kunnuglegum slóðum í málflutningi sínum. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins og borgarstjóri, lagði eins og áður áherslu á samstarf allra flokka. Hún sagðist ekki gefa út stór loforð en lofaði þó að gera eins vel og hægt er við núverandi aðstæður. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, sagði flokk- inn leggja áherslu á að finna leið- ir út úr kreppunni. Leggja verði áherslu á þjónustu við þá sem minna mega sín. Kosningarnar munu snúast um hugmyndafræði, sagði Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna. Eins og flestir á fundin- um lagði hún áherslu á að standa vörð um velferðarmálin á erfið- um tímum. Einar Skúlason, oddviti Fram- sóknarflokksins, sagði áherslur flokksins liggja á sviði velferð- armála og atvinnumála. Hann sagði hugmynd Hönnu Birnu um nokkurs konar „þjóðstjórn“ allra flokka eftir kosningar góðra gjalda verða, en verði það raunin sagði hann að ópólitískur borgar- stjóri yrði að leiða slíka stjórn. Fulltrúar smærri framboðanna fengu kærkomið tækifæri til að gera grein fyrir sínum stefnu- málum á fundinum í gær. Helga Þórðardóttir, oddviti Frjálslynda flokksins, sagði Frjálslynda flokkinn ávallt hafa barist gegn sérhagsmunagæslu. Stefnumál flokksins séu fyrst og fremst að standa vörð um vel- ferðarmálin í borginni. Til að afla fjár verði að efla útflutnings- fyrirtæki og framleiðslu. Ólafur F. Magnússon, oddviti framboðs Óháðra, hvatti fundar- gesti til að skoða það sem borgar- fulltrúar hafi gert undanfarin ár, ekki orðagjálfur á fundum. Hann sagði stjórnarsamstarf sitt með Sjálfstæðisflokknum hafa náð að festa flugvöllinn og gömlu borg- ina í sessi, en vandaði hvorki öðrum borgarfulltrúum né fjöl- miðlum kveðjurnar. Nýverið var tilkynnt um nýtt framboð fyrir kosningarnar í vor, Reykjavíkurframboðið. Bald- vin Jónsson, oddviti framboðs- ins, segir það óháð framboð um hagsmuni borgarbúa. Stefnumál framboðsins eru öðru fremur að þétta byggð og draga með því úr umferð. Framboðið vill í því skyni flugvöllinn burt úr Vatns- mýrinni, og nýta landið undir íbúðabyggð. Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, sagði borgina leiðin- lega og óbarnvæna, aðgengi fyrir fótgangandi og fatlaða væri lélegt og strætókerfið súr- realískt. Hann tók raunar ekki fram að þessu vildi Besti flokk- urinn breyta, en lesa mátti það úr orðum hans. brjann@frettabladid.is Línurnar í borginni lítt teknar að skýrast Fyrir utan brandara frá oddvita Besta flokksins kom fátt nýtt fram um stefnu stærstu flokkanna á opnum fundi um borgarmálin í gær. Fundurinn var þó kærkominn fyrir smærri framboðin til að kynna stefnumálin fyrir kjósendum. TÍMINN ÚTRUNNINN Oddvitarnir fengu stuttan tíma til að gera grein fyrir sjónarmiðum sínum, og fannst Jóni Gnarr greinilega að Dagur B. Eggertsson færi full frjálslega með tíma fundargesta. Dagur grínaðist með það sjálfur að hann væri ekki þekktur fyrir að vera langorður, og uppskar hlátur fundargesta. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Fáðu faglega ráðgjöf um val á hlaupaskóm og kynntu þér NIKE+ MEÐ ÖLLUM NIKE HLAUPASKÓM KÍKTU Í Í DAGSELFOSSI KAUPAUKI INTERSPORT HEYRNARSTÖ‹IN Læknastö›in, Kringl unni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is BANDARÍKIN, AP Hundrað tonna stál- og steinsteypuhvelfing var sett á flutningapramma í hafnarbænum Port Fourchon í gær og siglt af stað út á Mexíkóflóa. Þar verður hún látin síga niður á hafsbotn til að loka fyrir leka úr stærsta olíubrunninum af þremur, sem opnuðust þegar olíuborpallur þar sökk fyrir tveimur vikum. Olían sem streymir úr borhol- unni verður síðan leidd upp í olíu- flutningapramma, og er vonast til þess að allt verði tilbúið til þess um helgina. Nokkuð magn af olíu hefur nú þegar borist á land við strendur Mexíkóflóa, en óttast er að mengun- in við strendurnar verði alvarleg ef ekki tekst að stöðva olíustrauminn hið fyrsta. Um 800 þúsund lítrar af olíu streyma út í hafið dag hvern. Strandgæslan vonast til þess að geta safnað saman olíu á yfirborði sjávar og kveikt í, en slíkt var gert 28. apríl og þá tókst að eyða þúsund- um lítra af olíu. Veðurskilyrði hafa ekki leyft aðra tilraun. Nærri átta þúsund manns vinna hörðum hönd- um að því að halda olíunni í skefj- um. Enn er unnið að því að setja upp flotgirðingar til að verja viðkvæmar strendur flóans. - gb Baráttan við olíuna í Mexíkóflóa er kapphlaup við tímann: Reynt að stöðva mesta lekann HVELFINGIN KOMIN Á PRAMMANN Vonast er til þess að í dag verði hægt að sökkva þessari hvelfingu niður á hafs- botn til að stöðva mesta lekann. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Á seðlabankastjóri að fá hærri laun en forsætisráðherra? JÁ 16,5% NEI 83,5% SPURNING DAGSINS Í DAG Á að taka harðar á þeim sem svindla á Tryggingastofnun ríkisins? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.