Fréttablaðið - 06.05.2010, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 06.05.2010, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2010 Vnr. 50630104 OUTBACK gasgrill með 3 járn- brennurum. Grillflötur 63x42 cm, grillgrind, neistakveikjari, hitadreifiplata og hitamælir. Efri grind, þrýstijafnari og slanga fylgja. Svart postu- línshúðað lok. 11,8 kW. 69.900 kr. Vnr. 50630100 OUTBACK gasgrill, tvískiptur járnbrennari og grillflötur 48x36 cm. Hitaplata yfir brennara, niðurfellanleg hliðarborð, neistakveikjari og þrýstijafnari fylgir, 6,2 kW. 23.490 kr. Vnr. 50632108 DELUX gasgrill með tveimur bren- nurum, niðurfellanleg hliðarborð, fitubakki sem auðvelt er að þrífa, hitamælir, neistakveikjari, þrýstijafnari og slanga fylgja, efri grind og hitadreifiplata. 4 hjól – mjög meðfærilegt, svart/grátt postulín- shúðað lok, 12,3 KW. 44.900 kr. Vnr. 50657144 STERLING gasgrill með tveimur brennurum, grillflötur 50x32 cm, efri grind 50x24 cm og hitamælir. Postulínshúðuð grillgrind, neistakveikjari, hitadreifiplata og hliðarborð. 8,8 kW. 39.900 kr. Vnr. 50632306 OUTBACK gasgrill með 2 járnbrennurum grillflötur 47x42 cm, postulínshúðaðar grillgrindur og hliðarborð úr tré sem hægt er að taka af. 2 áhaldabakkar, hitadreifiplata, hitamælir og fitu- bakki sem auðvelt er að hreinsa. Innbyggður neistakveikjari, grátt postulínshúðað lok og efri grind. 7,87 kW. 64.900 kr. TILBOÐ Á ÞESSU GRILLI 19.990 kr. Gildir til sunnudags. Agnar Kárason, verslunarstjóri BYKO til 35 ára, er nú að sjá aðra tíma í grillmenningu Ís- lendinga heldur en áður. Hann segir fólk nú kaupa vandaða hluti sem endast, frekar heldur en að kaupa sér grill bara til að kaupa grill. „Agnar er verslunarstjóri BYKO í Kauptúni og hann sér fram á að fólk eigi eftir að vera mikið heima hjá sér eða í bústöðum í sumar og grilla. Í Byko eru Sterling-grillin vinsælust, en samkvæmt Agnari eru það ein bestu grillin á mark- aðinum. „Sumarið er alveg að smella,“ segir Agnar, hress í bragði. „Fólk er farið að kaupa grill í gríð og erg um þessar mundir. Við erum að fá aðra sendingu af vinsælustu grill- unum.“ BYKO var að taka inn nýja kyn- slóð af grillum fyrir þá sem hugsa um heilsuna sem heita City. Eld- unin sjálf fer aldrei inn í mat- inn heldur er grillið þannig upp- byggt að mikill hiti kemur upp sem eldar matinn í gegn. Líka er hægt að baka í grillunum, allt frá pitsum til steinasteika. Agnar telur að þessi grill eigi eftir að vera vin- sæl í sumar sem ferðagrill, en fyrir City-ferðagrillin er hægt að kaupa handhæga tösku. „Þetta er mjög praktískt fyrir ferðalögin í sumar, sem mér sýn- ist á öllu að eigi eftir að vera al- geng,“ segir hann. „Fólk er nú þegar farið að hugsa sér til hreyf- ings og ætlar sér að spara með því að ferðast innanlands.“ Agnar segir að grillmenning- in á Íslandi sé að verða fjölbreytt- ari með hverju sumri. Fólk sé farið að átta sig á því að það er hægt að gera meira með grillunum heldur en grilla kjöt, eins og til dæmis að baka pitsur. „Við eigum alla fylgi- hluti sem til þarf; grillstein fyrir pitsubakstur, spaða og tangir fyrir pitsur. Það er allt til í þessu. Um að gera að nýta hugmyndaflugið og þá eru manni allir vegir færir í eldamennskunni.“ „Ég er búinn að vera í þessum bransa í 35 ár, en mér finnst þetta vera öðruvísi núna en fyrir tveim- ur til þremur árum,“ segir Agnar. „Nú er fólk búið að gera grillkaup að skemmtilegri fjölskylduathöfn sem mér fannst það ekki vera áður. Þetta er líka ódýrara núna og við- skiptavinir vilja fá vandaðar vörur sem endast vel. Þær fá þeir hjá okkur.“ Sumarið er komið og svona á það að vera Agnar Kárason, verslunarstjóri Byko í Kauptúni, segir grillmenningu Íslendinga verða fjölbreyttari með hverju ári. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Flestir hafa smakkað eða grillað sjálfir banana einhvern tímann á lífsleiðinni. Bananar eru snilldar uppfinning á grillið, sérstaklega þar sem þá má fylla með ýmsu gúmmelaði. Þannig er gott að skera þá í tvennt og stinga eftirlætis- súkkulaðinu ofan í, svo sem After Eight eða Marsstykki, sem skorið er í bita. Aðrir ávextir smakkast ekki síður vel grillaðir en banan- ar og má þar nefna ananas, mangó, epli og ferskjur. Gott er að skera þessa ávexti í þykkar sneiðar, pensla með til dæmis blöndu af sírópi og balsamikediki og grilla hvora hlið í nokkrar mín- útur. Sorbet eða kaldur ís er svo al- gert lostæti með. - jma Girnilegir ávextir á grillið Eftir að ananas hefur verið grillaður er gott að hella kara- mellubráð yfir hann og hafa sem eftirrétt í grillveislunni. Mangó er líka gott á grillið og sömuleiðis banani. N O RD IC PH O TO /G ET TY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.