Fréttablaðið - 06.05.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 06.05.2010, Blaðsíða 4
4 6. maí 2010 FIMMTUDAGUR KÍNA, AP Sést hefur til ferða Kims Jong Il, leiðtoga Norður-Kóreu, í Kína og er talið að hann hafi komið í gær til Peking þar sem hann hafi átt að hitta kínverska ráðamenn. Kim ferð- ast með einka- járnbrautarlest sinni, sem er brynvarin sautján vagna lest með lúxus- búnaði af bestu gerð. Á þriðju- dag sást til hans í Dalían, borg í Kína skammt frá landamærum Norður-Kóreu. Vitað er að Kim, sem er 68 ára og talinn heilsuveill, er flug- hræddur og fer helst ekki úr landi nema í lestinni. Hann hefur ekki komið til Kína síðan 2006. - gb Kim kominn til Kína: Leyniferð fer ekki svo leynt KIM JONG IL HEILBRIGÐISMÁL „Þetta samkomu- lag stendur og fellur með því að við höldum rekstri spítalans innan fjárheimilda í ár,“ segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans. Spítalinn og heilbrigðisráðuneyt- ið hafa skrifað undir samkomu- lag um fyrirgreiðslu til að rétta af halla síðustu ára. Síðastliðin tvö ár hefur LSH greitt hátt í 500 milljón- ir króna í dráttarvexti. Lánið nemur 2,8 milljörðum króna og er vaxtalaust. Skilyrði fyrir lánveitingunni er að rekstur spítalans verði innan fjárheimilda árið 2010. Samkvæmt milliuppgjöri fyrir fyrsta ársfjórðung er LSH innan fjárheimilda. Björn telur hallalausan rekstur skýra hvers vegna stjórnvöld eru tilbúin til að skuldbinda sig til að veita lánið, þótt það sé vissulega skilyrt. „Það er í raun glórulaust að hafa borgað þessa dráttarvexti vegna hallans sem hefur myndast. Það er illa farið með peninga þótt það hafi heldur ekki verið raunhæft að spít- alinn gæti skorið niður til að mæta þessu,“ segir Björn. Landspítalinn hefur skipulega greitt niður vanskil við birgja og þjónustuaðila að undanförnu. Í fyrsta skipti í langan tíma er spít- alinn því í skilum við sína við- skiptamenn. Ekki hefur komið til málaferla vegna vanskila en Björn dregur ekki dul á það að ný staða létti á öllum, ekki bara spítalan- um. „Þetta er búið að setja marga í erfiða stöðu. Fyrirtækin, sem ekki hafa fengið greitt, hafa þurft að sækja dýrt fjármagn inn í bankana til að halda sér gangandi.“ Til að setja fjárhæðir í rekstri LSH í samhengi þá jafngilda 500 milljóna króna dráttarvaxta- greiðslur rekstri tveggja legu- deilda í eitt ár. Eins greiðir LSH 70 milljónum meira í dráttarvexti á ári en spítalinn fær til tækjakaupa á fjárlögum ársins 2010. Unnið hefur verið að lausn síðan í janúar 2009 en hallinn, sem nemur þeirri upphæð sem greinir frá í samkomulaginu, er að stærst- um hluta tilkominn vegna geng- isáhrifa eftir hrun. Áætlun um endurgreiðslu lánsins mun liggja fyrir í lok ársins. Í samkomulag- inu er því jafn- framt lýst yfir að ráðuneytið endurskoði sam- komulagið í ljósi fjárlaga ársins 2011. Björn segir samkomulag- ið aðgerð sem varð að grípa til. „Þetta er skilyrði fyrir því að við náum tökum á rekstrinum; að vera ekki að burðast með þennan fortíðarvanda.“ svavar@frettabladid.is Milljarðalán til LSH ef áætlanir standast Landspítalinn hefur gert samkomulag við stjórnvöld um fyrirgreiðslu vegna hallareksturs síðustu ára. Dráttarvextir síðustu ára nema 500 milljónum sem samsvarar rekstri tveggja legudeilda í ár. BJÖRN ZOËGA LANDSPÍTALI Samkomulag við stjórnvöld þýðir að spítalinn getur snúið ofan af víta- hring skuldasöfnunar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SAMGÖNGUR Kristján Möller, samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðherra, skrifaði í gær undir sérstaka samgöngusamninga við sex starfsmenn ráðuneytisins. Í þeim felst að starfsfólk- ið velur vistvænan samgöngu- máta, þ.e. gengur, hjólar eða nýtir almenningssamgöngur. Þá eiga starfsmenn, sem afsala sér rétti til að fá afnot af bílastæði á vegum ráðuneytisins, rétt á samgöngustuðningi í staðinn. Greitt verður andvirði árskorts í strætisvagna en starfsmönnum er frjálst að velja annan sam- göngumáta. Þá mun ráðuneytið bjóða starfsmönnum strætómiða og afnot af reiðhjóli til notkunar fyrir styttri ferðir vegna vinnu sinnar. - bþs Starfsfólk samgönguráðuneytisins: Velur vistvæna samgöngumáta VIÐSKIPTI Kristján Már Hauks- son, starfsmaður og einn eigenda Nordic eMarketing, hefur verið kjörinn í stjórn SEMPO sem eru alþjóðleg samtök fyrir- tækja sem starfa að mark- aðssetningu á leitarvélum. Í tilkynn- ingu segir að tæplega fjöru- tíu hafi verið í framboði til þrettán stjórnarsæta. Er kjörið í stjórnina til tveggja ára í senn. Haft er eftir Kristjáni að kjör- ið sé honum í senn heiður og við- urkenning. Honum hafi þegar borist boð frá ráðstefnuhöldurum um að halda fyrirlestra um inter- netið sem markaðsmiðil. Í SEMPO eru um átta þúsund félagsmenn frá yfir 30 löndum. - bþs Kristján Már Hauksson: Kjörinn í stjórn alþjóðasamtaka KRISTJÁN MÁR HAUKSSON NEYTENDUR Þriðjungur þeirra sem tilkynntu tjón til tryggingafé- lags telur sig svikinn, vegna þess að hann hafi ekki fengið tjón sitt bætt í samræmi við væntingar. Þetta segir Félag íslenskra bif- reiðaeigenda (FÍB) koma fram í könnun Gallup um tryggingar. „Með ólíkindum er að sam- tök fjármálafyrirtækja taki með þessum hætti þátt í að þjófkenna stóran hluta viðskiptavina trygg- ingafélaganna, en aðallega þó þá sem leita réttar síns vegna tjóna,“ segir á vef FÍB og er þar talið að tíðni tryggingasvika sé nær því að vera eitt til tvö prósent fremur en 10 til 15 prósent. - óká Tryggingatakar ósáttir: Einn af þremur segist svikinn VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 19° 14° 9° 10° 8° 15° 9° 9° 20° 14° 20° 26° 33° 9° 13° 18° 9°Á MORGUN Hæg vestlæg eða breytileg átt. LAUGARDAGUR 3-8 m/s. 10 10 10 8 9 14 12 14 16 11 4 5 7 8 7 5 5 3 5 3 2 4 18 8 8 8 10 10 16 14 129 FÍNASTA VEÐUR Það verður hæg vestlæg átt ríkjandi á landinu fram á sunnudag með áframhaldandi hlýindum um allt land. Veður verður nokkuð svipað á morgun og dregur úr vætu vestan til. Á laugardag er útlit fyrir bjart veður. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður TRYGGINGAMÁL Þeir sem svíkja bætur út úr Tryggingastofnun rík- isins eru ekki krafðir um endur- greiðslu jafnvel þótt upp um þá komist. Að sögn Rögnu Haralds- dóttur, staðgengils forstjóra stofn- unarinnar, er þetta vegna erfiðrar sönnunarfærslu þegar fólk skráir lögheimili á rangan stað. „Nú eru til skoðunar í félagsmála- ráðuneytinu tillögur frá okkur um viðurlög líkt og önnur Norðurlönd hafa komið á hjá sér,“ segir Ragna. Stofnunin vilji sjá refsingar í bóta- svikamálum líkt og í öðrum fjár- svikamálum. „Það væri bæði til þess að varna því að menn geri þetta og til þess að þeir sæti viðurlög- um ef þeir hafa rangt við,“ segir Ragna. Fréttablaðið sagði í gær frá tveimur fimm barna fjöl- skyldum sem sviku út bætur með því að fjölskyldufaðirinn skráði lögheimili sitt utan heimilis fjöl- skyldunnar. Önnur fjölskyldan fékk yfir sjö hundruð þúsund krónur í bætur mán- aðarlega. Þar af voru um 170 þúsund krón- ur sem hún átti ekki rétt á. Á sjötta hundr- að svikamál af ýmsu tagi voru afhjúpuð hjá TR í fyrra. Halla Bachmann, for- stöðumaður hjá TR, segir að í slík- um málum þurfi fólk hreinlega að fallast á það sjálft að það sé ekki að fara rétt að til þess að stofnunin geti í framhaldinu lækkað bætur þess til samræmis við raunveruleikann. Halla segir að eftir að frétt Frétta- blaðsins birtist í gær hafi tuttugu trúverðugar ábendingar borist um hugsanleg svik. Halla minnir á að á heimasíðu stofnunarinnar er sér- stakur hnappur fyrir þá sem vilja láta vita ef þá grunar að einhver sé að svíkja út bætur. „Við hvetjum fólk til að láta okkur vita,“ segir hún. - gar Ráðuneyti skoðar tillögur Tryggingastofnunar um viðurlög við bótasvikum: Svindlararnir halda illa fengnum hlut FRÉTTABLAÐIÐ Í GÆR Tryggingastofnun leitar allra leiða sem stofnuninni eru færar til að hindra og afhjúpa bótasvik. Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI veðrið í dag 5. maí 2010 — 104. tölublað — 10. árgangur „Ég dvaldi í litlum há kó heiti H Skar út grasker og gekk í hús með fjölskyldunni UPPLÝSINGARO Sögurnar... tölurnar... fólkið... 10 6 8-9 Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 Miðvikudagur 5. maí 2009 – 5. tölublað – 6. árgangur Gnúpur í rannsókn hjá skilanefnd Glitnis Fjárfestingarfélagið Gnúpur var fyrsta fjármálafyrirtækið sem fór á hliðina í kreppunni. Bankarnir héldu félaginu á lífi. Slökkt verður á öndunarvélinni fljólega og félagið gert upp. Evran í lægð Gengi evrunnar hefur ekki mælst lægra gagnvart bandaríkjadal í meira en ár. Erfiðri skuldastöðu Grikklands og fleiri evruríkja er þar helst kennt um. Björgunarpakki handa Grikklandi, sem samþykktur var um helgina, íþyngir evrunni. Í gær var gengi hennar gagnvart dollar komið í 1,3 en var rúmlega 1,5 í nóvember. H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins (ESB) á að skoða stofn- un nýs matsfyrirtækis sem mun meta lánshæfi ríkja og fyrir- tækja innan ESB. Þetta segir Mi- chel Barnier, sem fer með mál- efni innri markaða sambandsins. Hann fundaði með efnahags- og viðskiptanefnd ESB í gær og sagði Fitch, Moody‘s og Standard & Poor‘s hafa gert Grikkjum erfitt fyrir, að sögn Financial Times Pláss fyrir fjórða matið Rannsóknarskýrsla Alþingis:Hvað getur viðskiptalífið lært af skýrslunni? Yfir Heiðina með Óla Kristjáni:Á tvö hundruð hestafla tryllitæki Joseph Stiglitz:Ekki tími fyrir viðskiptastríð 3 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Markaðurinn Allt Poulsen MIÐVIKUDAGUR skoðun 12 HJÚSKAPARLÖG Ekkert er því til fyrirstöðu að prestum þjóðkirkj-unnar verði heimilað að gefa saman samkynhneigð pör í hjóna-band, að mati 82 presta, djákna og guðfræðinga sem skrifa undir grein um ein hjúskaparlög í blaðinu í dag. Greinarhöfundar segja að það sé hlutverk biskups og kenningar-nefndar að taka afstöðu til frum-varpsins um ein hjúskaparlög á Íslandi. Þeir minna á að sænska kirkjan hafi þegar samþykkt hjónaband samkynhneigðra. „Við teljum mikilvægt að þjóð-kirkjan fylgi því fordæmi, hafi áfram vígsluvald og stuðli þannig að áframhaldandi samfylgd kirkju og þjóðar í hjúskaparmálum.“ - bs / sjá síðu 13 82 prestar og guðfræðingar:Samkynhneigð pör fái að giftast Hollur og hagkvæmur samgöngumáti Átaksverkefninu Hjólað í vinnuna hrundið af stað.tímamót 14 FÓLK Osama bin Laden býr við góðan húsakost í Íran og er verndaður af írönskum stjórn-völdum. Hann er mikill áhugamaður um fálka en fálkasala er ein helsta tekju-lind Al Kaída-samtakanna. Þetta fullyrð-ir Alan Parrot, aðalsöguhetj-an í íslensku heimildarmyndinni Feathered Cocaine eftir þá Þorkel Harð-arson og Örn Marinó Arnarson. Fréttastöðin Fox News fjallaði ítarlega um heimildarmyndina á vefsíðu sinni en meðal þeirra sem staðfesta sögu Parrots er fyrrum leyniþjónustumaðurinn Robert Baer sem persóna George Cloon-ey í kvikmyndinni Syriana var byggð á. - fgg / sjá síðu 18 Íslensk heimildarmynd:Osama í góðu yfirlæti í Íran Yfi r í Kastljósið Útvarpskonan Margrét Erla Maack tekur við af Ragnhildi Stein-unni Jónsdóttur í Kastljósinu. fólk 26 TRYGGINGAMÁL „Það er aldrei við-unandi að fólk misnoti velferð-arkerfið og sérstaklega ekki á tímum sem þessum,“ segir Sig-ríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, þar sem herör var skorin upp gegn bótasvindli. Að sögn Sigríðar hefur fjöldi bótasvikamála þrefaldast frá því að Tryggingastofnun tók fyrir um ári upp stóraukið eftirlit með sam-keyrslu gagna innan stofnunarinn-ar og athugunum starfsmanna.Sigríður nefnir sem sérstaklega svæsið dæmi um bótasvindl tvær fimm barna fjölskyldur þar sem fjölskyldufeðurnir hafi skráð sig til málamynda utan heimilisins. Það hafi þeir gert til að fá aukinn barnalífeyri og meðlagsgreiðsl-ur sem þeir sjálfir hafi síðan ekki endurgreitt eins og þeim bæri að gera. „Okkar eftirlitsfólk fann aðra fjölskylduna inni á Facebook. Það er kona sem á fjögur börn með manninum og eitt með öðrum. Hún segir að maðurinn búi ekki hjá þeim en hann hjálpi þeim af og til. En svo fannst Facebook-síða þess-arar konu þar sem hún var með „litla krílið“ eins og hún sagði í „mömmu og pabba rúmi“ og mynd af henni með barnið og sveran trú-lofunarhring. Þá var hún spurð um þennan trúlofunarhring og þetta „rúm mömmu og pabba“. Við göng-um svona langt,“ lýsir Sigríður.Þessi fjölskylda fékk að sögn Sigríðar yfir 700 þúsund krónur á mánuði í bætur. Verulegan hluta þess hafi þau ekki átt rétt á að fá. „Þetta er algerlega óviðunandi. Við hundeltum þetta fólk og látum það ekki í friði,“ segir forstjóri TR sem kveður eftirlitsstarfinu fjöt-ur um fót að mega ekki samkeyra gögn með gögnum annarra stofn-ana. „Við eigum í ákveðnum erfið-leikum en það er verið að vinna að lausn þeirra með félags- og trygg-ingamálaráðuneytinu og það er skilningur á þessu þar.“ - gar Bótasvikarar gripnirí bólinu á FacebookFjöldi bótasvikamála þrefaldaðist eftir að Tryggingastofnun skar upp herör gegn svindli fyrir ári. Svæsnasta dæmið er foreldrar fimm barna sem fengu yfir sjö hundruð þúsund krónur á mánuði þar til þeir afhjúpuðu sig á Facebook. HLÝTT Í VEÐRI Í morgunsárið má búast við lítils háttar vætu V- og NV-til en það léttir heldur til er líður á daginn. Horfur eru á hæg-um SV- eða breytilegum áttum og hlýjast verður suðaustantil. veður 4 12 9 12 8 16 STJÓRNSÝSLA Allt bendir til að til-laga um að Má Guðmundssyni seðlabankastjóra verði bætt upp kjararýrnun í kjölfar ákvörðunar kjararáðs verði dregin til baka. „Ég geri ráð fyrir því. Ríkis- stjórnin virðist mjög ákveðin í þessu máli,“ segir Lára V. Júlíus-dóttir, formaður bankaráðs Seðla-bankans. Tillagan, sem var borin upp á fimmtudag, féll í grýttanjarðveg í samfél i „Hlutirnir skerpast undir svona kringumstæðum. Uppi var ákveð-in staða og ég taldi að mér bæri að fylgja tilteknum fy i hs Tillaga um kjarabætur seðlabankastjórans verður líklega dregin til baka:Ólíklegt að laun Más hækki OSAMA BIN LADEN DULARFULLA KATTAHVARFIÐ Fjórir kettir hurfu sporlaust á einni viku af heimili Kristínar Jónasdóttur og Frímanns Lúðvíkssonar Buch í Mosfellsbæ. Köttur hvarf á sama tíma frá nágrannakonu þeirra. Frímann telur vísast að ókunnur dýraníðingur hafi unnið köttunum mein og óttast um þá þrjá ketti sem eftir eru á heimili hans. Sjá síðu 4 FRÉTTAB LAÐ IÐ /STEFÁN Haukar komnir í forystuHaukar tóku í gær 2-1 forystu í einvíginu gegn Val um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. íþróttir 22 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 05.05.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 224,1545 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 128,91 129,53 195,29 196,23 166,85 167,79 22,414 22,546 21,273 21,399 17,326 17,428 1,3595 1,3675 192,46 193,60 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Smellugas Skiptu yfir í nýtt og einfaldara kerfi Fáðu nýja þrýstijafnarann – þér að kostnaðarlausu! smellugas.is 25% afslá ttur af in niha ldi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.