Fréttablaðið - 06.05.2010, Side 54

Fréttablaðið - 06.05.2010, Side 54
42 6. maí 2010 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is > LOHAN Í KLÁMIÐ Lindsay Lohan er að sögn breska blaðsins Guardian orðuð við hlutverk Lindu Lovelace sem varð heimsfræg fyrir þátttöku sína í klámmyndinni Deep Throat. Myndin er sögð heita Inferno og á að vera byggð á ævi Lindu. Búist er við form- legri tilkynningu í Cannes á þessu ári. Patrick Dempsey, þekktastur fyrir leik sinn í Grey‘s Anatomy og rómantískum kvikmyndum, hyggst skipta aðeins um gír ef marka má orð hans í brasil- ískum blöðum. Empire greinir frá því að Dempsey hafi upp- lýst á hvítum ströndum Rio að hann myndi leika stórt hlutverk í þriðju Transformers-mynd- inni. Og að persóna hans yrði ögn „dekkri“ en þær sem hann hefur hingað til leikið. Svo virðist vera að þessi umbreyting Dempsey eigi við um alla Transformers- myndina því þótt Shia Labeouf og Megan Fox séu enn til staðar þá hafa þau Frances McDormand og John Malkovich einnig bæst í hópinn. Michael Bay er um þess- ar mundir að prófa nýjar tækni- brellur og búast má við mikilli veislu fyrir augað þegar þriðja myndin ratar í kvikmyndahús heimsins. Hjartaknús- ari í Um- breytingu VONDI KARLINN? Patrick Dempsey hyggst leika ögn dekkri persónu en hann hefur áður leikið í Trans for- mers 3. Margir af fremstu leik- stjórum heims hafa bund- ist miklum tryggðarböndum við einn ákveðinn leikara. Þekktasta parið er eflaust Robert De Niro og Martin Scorsese en slík sambönd eru alls ekki óalgeng. Kvikmyndatímaritið Empire tók nýverið saman fjörutíu helstu sam- bönd leikara og leikstjóra. Af nægu er að taka í þeirri upptalningu og þótt heimsbyggðin þekki kannski einna helst til amerískrar og breskr- ar samvinnu má ekki gleyma hinu gjöfula samstarfi japanska meistar- ans Akira Kurosawa og stórstjörn- unnar Toshiro Mifune en saman gerðu þeir sextán kvikmyndir, í þeim hópi er auðvitað Sjö samúræj- ar. Þá væri það hálfgerð sögufölsun ef dálæti Federico Fellini á ítalska eðaltöffaranum Marcello Mastroi- anni væri ekki talið með, þeir gerðu sex myndir saman, sú frægasta er án nokkurs vafa 8 1/2 vika. Til Hollywood Martin Scorsese er þekktur fyrir að taka ástfóstri við einn ákveðinn leikara. Fyrstur var Harvey Keitel, svo kom De Niro og nú er það Leon- ardo DiCaprio sem Scorsese hring- ir fyrst í þegar hann langar að gera bíómynd. Scors ese hefur sagt að leikarar veiti sér við kvikmynda- gerð og það er fullsannað að fáum tekst jafn vel að ná fram því besta úr leikhópnum og Martin Scorsese. Annar slíkur leikstjóri væri til að mynda Alfred Hitchcock. Spennu- sagnameistarinn gerði fjórar mynd- ir með Cary Grant, þeirra þekktust er án nokkurs vafa njósnamynd- in North By Northwest. Hitchcock hafði einnig mikið dálæti á Jimmy Stewart og gerði einnig fjórar mynd- ir með honum, þar á meðal meist- arastykkið The Rear Window. David Lean, sem er þekktur fyrir „stórmyndir“ sínar, hallaði sér yfirleitt upp að Alec Guinness. Og kannski ekkert skrýtið. Guinness er einn besti leikari hvíta tjaldsins, fyrr og síðar. Kvikmyndir á borð við Brúin yfir Kwai-fljótið, Arab- íu-Lárens og Oliver Twist eru fyrir löngu skráðar á spjöld kvikmynda- sögunnar og samstarf Guinness og Leans var með því blómlegra sem þekkist. Kúrekar og furðufulgar Tim Burton hefur ekki mátt hugsa um kvikmyndagerð án þess að nafn Johnny Depp komi þar við sögu. Sjö myndir hafa þeir gert saman, sú síð- asta var Lísa í Undralandi. Burton og Depp svipar mjög saman, eru hæfilega skrýtnir og virðast deila sömu viðhorfum til lífsins. Hið sama verður ekki sagt um frumkvöðulinn John Ford og kúrekahetjuna John Wayne. Ford var harður demókrati en Wayne studdi Repúblikanaflokk- inn af miklum móð. Ford var síður en svo mannvinur, hann nánast lamdi Wayne áfram og píndi út úr honum frammistöðu á hestbaki sem aðdáendur kúrekamynda gleyma seint. Þessir ólíku menn – Wayne hafði orð á sér fyrir að vera öðling- ur en Ford var lýst sem drykkju- sjúku írsku fífli – gerðu þó saman 21 mynd á 24 árum, sú frægasta er The Searchers. Langur listi Eins og áður segir er listi Empire yfir farsæl sambönd leikara og leikstjóra ansi langur. Á honum er að finna tvíeyki líkt og Spike Lee og Denzel Washington, Tom Hanks og Steven Spielberg og Tarantino og Umu Thurman. Steven Soderbergh og George Clooney hafa gert saman sex myndir og ríkisstjórinn í Kali- forníu, Arnold Schwarzengger, var alltaf upp á sitt besta þegar James Cameron var við stjórnvölinn. Ekki má heldur gleyma David Fincher og Brad Pitt, einu flottasta tvíeyki seinni tíma. Pitt er aldrei betri en þegar hann vinnur með Fincher og það verður því að telj- ast gott slúður sem gengur nú ljós- um logum um kvikmyndaborgina að Brad Pitt ætli að leika Mikael Blom- kvist í amerísku útgáfunni af Mil- lenium-þríleik Stieg Larsson. freyrgigja@frettabladid.is ÖFLUGUSTU TVÍEYKIN Í HOLLYWOOD Kvikmyndin Cop Out fjallar um lög- reglumanninn og reynsluboltann Jimmy Monroe sem er miður sín eftir að verð- mætu körfuboltaspili hans er stolið. Monroe deyr auðvitað ekki ráðalaus, hefur sterkan grun um hver þjófurinn er og fær félaga sinn, Paul Hodges, í lið með sér til að hafa uppi á spilinu enda á salan á því að borga fyrir brúðkaup dóttur Monroe. Eltingaleikurinn verður hins vegar kostulegur enda er þjófurinn fremur siðspilltur glæpamaður sem er með ólæknandi fíkn í sögulegar íþrótta- minjavörur. Cop Out er eftir hinn mistæka kvik- myndagerðarmann Kevin Smith. Hann sló eftirminnilega í gegn með mynd- um á borð við Clerks og Mallrats. Hann átti hins vegar erfitt með að finna takt- inn á ný eftir þær tvær en virðist smám saman vera að ná áttum, í það minnsta fékk síðasta myndin hans, Zack and Miri Make Porno, alveg ágætis dóma. Aðalleikararnir tveir í Cop Out eru á ólíkum stað á sínum ferli. Bruce Willis, sem leikur Monroe, er smám saman að átta sig á því að aldur- inn er að taka völd- in og að hann getur kannski ekki mikið lengur hlaupið um stræti stórborga eins og á árum áður. Engu síður er Willis ein vinsælasta kvikmyndastjarna heims og fáir leikarar hafa jafnmikinn húmor fyrir sjálfum sér og hann. Tracy Morg- an, sem fer með hlutverk félag- ans Pauls Hodges, er smám saman að sjá ávexti erfiðis- ins en hann hefur verið frá- bær sem hinn ofurheimski Tracy Jordan í gaman- þáttunum 30 Rock. - fgg Húmoristinn og harðjaxlinn sameinast TVEIR GÓÐIR Bruce Willis og Tracy Morgan leika aðalhlutverkin í gamanmyndinni Cop Out. BLÓMLEGT SAMSTARF Alfred Hitchcock var ákaflega hrifinn af þeim Cary Grant og Jimmy Stewart og gerði fjórar myndir með þeim báðum. David Lean og Alec Guinness færðu kvikmyndaunnendum margar af tilkomumestu kvikmyndum sögunnar, Brúin yfir Kwai-fljótið og Arabíu-Lárens eru besta dæmið um slíkt og David Fincher og Brad Pitt eru aldrei betri en þegar þeir tveir vinna saman. John Ford og John Wayne eru af mörgum taldir vera eitt sérstakasta tvíeyki kvik- myndasögunnar, Ford nánast píndi leikinn fram hjá Wayne en þeir gerðu engu að síður 21 kvikmynd saman. Nú geturðu blaðrað og blaðrað ... E N N E M M / S ÍA / N M 4 18 6 8

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.