Fréttablaðið - 06.05.2010, Síða 48

Fréttablaðið - 06.05.2010, Síða 48
36 6. maí 2010 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Í dag verða síðustu hádegistónleikar vetrarins í Hafnarborg og hefjast að vanda kl. 12. Þar koma fram Jóhann Smári Sævarsson bassi og Antonía Hevesi píanóleikari. Á dagskrá verða aríur eftir Verdi, Mozart og Boito og ber dag- skráin yfirskriftina Ást og aldur. Jóhann Smári Sævarsson hóf söngnám við Tónlistarskólann í Keflavík hjá Árna Sighvats- syni og við Nýja tónlistarskólann hjá Sigurði Demetz. Hann stundaði framhaldsnám í Lond- on og söng síðan í Kölnaróperunni í þrjú ár. Meðal verka á tónleikum eru Requiem Verdis, Requiem Mozarts, 9. sinfónía Beethovens, 8. sinfónía Mahlers, Sköpunin eftir Haydn og Hallgrímspassía eftir Sigurð Sævarsson. Jóhann hefur haldið ljóðatónleika hérlendis og erlendis, þar á meðal Vetrarferðina eftir Schubert. Þá hefur Jóhann komið fram í sjónvarpi og útvarpi bæði hér heima og erlendis. Antonía Hevesi er listrænn stjórnandi og píanóleikari hádegistón- leikaraðar Hafnarborgar. Tónleikarnir standa yfir í um hálfa klukkustund og eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Ástin og aldurinn takast á TÓNLIST Jóhann og Antonía við æfingar í gær FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI > Ekki missa af … síðustu tónleikum Scott McLemore ásamt hljómsveit á Múlanum sem verða í kvöld kl. 21. Hann hefur undanfarin kvöld flutt ásamt íslensku bandi sem hann hefur sett saman af þessu tilefni eigin tónlist í fyrsta skipti síðan hann flutti hingað til lands. Hljómsveitin mun spila nýtt efni í bland við lög af diski Scotts, „Found Music“. Tónlist sem sækir efnivið sinn jafnt í bebop, frjálsan djass og dægur- tónlist. Með Scott leika Óskar Guð- jónsson saxófónleikari, Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari, á píanó og Wurlitzer leikur Sunna Gunnlaugs- dóttir og á bassa Róbert Þórhallsson. Frábær tónleikaveisla fram undan sem enginn má missa af. ath. kl. 21. Í kvöld gefst einstakt tækifæri fyrir tón- listaráhugafólk að sjá og heyra í blues- sveitinni BluesAkademíunni. Sveitin hefur getið sér einkar gott orð fyrir frum- legan og kraftmikinn flutning á þekkt- um og óþekktum standördum auk flutn- ings á eigin efni. BluesAkademíuna skipa Sigurður Sigurðarson munnhörpuleikari og söngvari, Tryggvi Hübner gítar, Pjet- ur Stefánsson gítar og söngur, Jón Borg- ar Loftsson trommur, Páll Elfar Pálsson bassi. Sérstakur gestur akademíunnar þetta kvöld verður Jens Hansson hljóm- borðs- og saxófónleikari. Réttur mánuður er eftir af starfsári Sinfóníunnar en margt merkilegt er á efnis- skrá hennar sem eftir lifir ársins: í kvöld er gestur hennar Jon Kimura Parker og leikur fyrsta píanókons- ert Brahms. Jon er marg- verðlaunaður kanadískur píanóleikari, menntaður í Juilliard-skólanum í New York þaðan sem hann lauk doktorsprófi. Hann vakti heimsathygli þegar hann hreppti gullverðlaun í Leeds-píanókeppninni árið 1984, þar sem hann lék einmitt píanó- konsert nr. 1 eftir Brahms í loka- umferðinni. Fjöldi þekktra pían- ista hefur gegnum tíðina staðið á sigurpallinum í Leeds, og má þar nefna Murray Perahia, Radu Lupu, Mitsuko Uchida og András Schiff. Jon er auk þess vinsæll þátta- stjórnandi og hefur stýrt sjón- varpsþætti um sígilda tónlist, Whole Notes, á Bravo-sjónvarps- stöðinni í Kanada. Hann er próf- essor í píanóleik við Shepherd School of Music í Houston og hefur haldið meistaranámskeið víða um heim, meðal annars við Juilliard og Yale. Á efnisskrá kvöldsins er þess einnig minnst að 200 ár eru liðin frá fæðingu Schumanns. Fyrsta sinfónía Roberts Schumann eða „Vorsinfónían“, sem er sú glað- legasta og vinsælasta af fjórum sinfóníum hans, er einnig á efnis- skránni. Verkin voru samin með fárra ára bili: Píanókonsert nr. 1 í d-moll 1854-58 en sinfónía nr. 1 í B-dúr op. 38, „Vorsinfónían“ 1841. Hljómsveitarstjóri kvöldsins er Norðmaðurinn Arild Remmereit. Hann nam píanóleik, söng og tón- smíðar við Tónlistarháskólann í Ósló, en lærði hljómsveitarstjórn hjá Karl Österreicher við Tónlist- arháskólann í Vínarborg á árun- um 1987–92. Hann var aðstoðar- maður Leonards Bernstein um nokkurra ára skeið og hóf feril sinn sem stjórnandi Wiener Res- idenz Orchester og við Úkraínsku þjóðaróperuna. Remmereit hefur stjórnað fjölda hljómsveita og fengið lof- samlegar viðtökur áheyrenda jafnt sem gagnrýnenda. Meðal þeirra sveita sem hann hefur stýrt má nefna sinfóníuhljóm- sveitirnar í Baltimore, Dallas, Detroit, Pittsburgh og Vínarborg, Fílharmóníuhljómsveitirnar í München og Tókýó, Þýsku sin- fóníuhljómsveitina í Berlín, Moz- arteum-hljómsveitina í Salzburg og La Scala í Mílanó. Remmereit hefur oft hlaupið í skarðið fyrir aðra stjórnendur á síðustu stundu, eins og hann gerir með Sinfóníuhljómsveit Íslands nú þar sem Andrew Litt- on þurfti að breyta ferðaáætlun sinni vegna tónleikaferðar um Ástralíu. Vorið 2005 sagði Ricc- ardo Muti starfi sínu lausu sem aðalstjórnandi Scala-óperunnar og Remmereit var fenginn til að stjórna tónleikum hljómsveitar- innar þar með nokkurra daga fyr- irvara; seinna sama ár stjórnaði hann hljómsveitum bæði í Evr- ópu og Bandaríkjunum í forföll- um Christophs von Dohnányi og Daniels Harding. Sama var uppi á teningnum þegar Leonard Slat- kin fékk hjartaáfall í nóvember í fyrra; þá hringdi Sinfóníuhljóm- sveit Detroit-borgar í Remmer- eit sem hljóp í skarðið með litlum fyrirvara. New York Times skrif- aði um Remmereit að hann væri „the hottest conductor you’ve never heard of“, en ef fram heldur sem horfir munu margir þekkja störf hans áður en langt um líður. Vinafélag Sinfóníuhljómsveit- ar Íslands heldur tónleikakynn- ingu á undan tónleikunum í kvöld. Árni Heimir Ingólfsson tónlist- arstjóri fjallar um Vorsinfóníuna eftir Schumann og píanókons- ert Brahms, auk þess sem hann segir frá því sem ber hæst á næsta starfsári hljómsveitarinn- ar. Kynningin fer fram í Safnað- arheimili Neskirkju og hefst kl. 18. Hægt er að kaupa ljúffenga súpu á 1.500 kr. og allir eru vel- komnir. pbb@frettabladid.is RÓMANTÍK Í KVÖLD TÓNLIST Jon Kimura Parker við æfingar í gær. Það er teygt milli æfinga hjá Sinfóní- unni svo menn stirðni síður eftir átökin. Á myndinn má sjá þau Guðnýju Guðmunds- dóttur konsertmeistara og Einar Jóhannesson með Joni. MYND FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hinn íslenski/hollenski kvik- myndagerðarmaður, Kris Krist- insson, mun frumsýna tvær mynd- ir í Norræna húsinu í kvöld kl. 19.30. Þetta eru myndirnar Ruta del Jaca (73 mín.) og fyrstu tveir kaflar myndarinnar Hjörtu vita (32 mín.) sem er enn í vinnslu. Báðar myndirnar hafa kraft- mikla hljóðmynd; báðar flakka þær milli heima, raunverulegra og óraunverulegra; og báðar skapa þær sterkar svipmyndir frá þrem- ur heimsálfum og ólíkum menn- ingarheimum. Myndin Hjörtu vita fjallar um brúði (Unnur Andrea Einarsdótt- ir) sem berst um í íslensku lands- lagi og spilar öskuský stórt hlut- verk í þeim senum. Greinilegt er að brúðurin er í uppnámi en ekki er ljóst af hverju. Á milli sena koma svo Íslend- ingar og útskýra/túlka hvað veld- ur hugarangri brúðarinnar. Þeirra ímyndunarafl og fantasíur skapa þannig frásögnina af brúðinni. Kris Kristinsson ólst upp í Hol- landi, faðir hans er Jón Kristins- son arkitekt og móðir hans er Riet Reitsema. Kris vann í fimm ár í Tókýó sem þýðandi úr japönsku. Síðar flutti hann til Perú og þar gerði hann myndina Ruta del Jaca sem styrkt var af hollenska kvik- myndasjóðnum og var frumsýnd á Holland Film Festival 2009. - pbb Bíó í Norræna húsinu KVIKMYNDIR Unnur Andrea Jónsdóttir í hlutverki sínu í Hjörtun vita. MYND KRIS KRISTINSSON 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Matur og drykkur Helga Sigurðardóttir Rannsóknarskýrsla Alþingis Rannsóknarnefnd Alþingis Góða nótt, yndið mitt - kilja Dorothy Koomson Fyrirsætumorðin - kilja James Patterson Hafmeyjan - kilja Camilla Läckberg Hvorki meira né minna - Fanney R. Elínardóttir/María Elínardóttir METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 28.04.10 - 04.05.10 Nemesis - kilja Jo Nesbø Vetrarblóð - kilja Mons Kallentoft Sítrónur og saffran - kilja Kajsa Ingemarsson Missir - kilja Guðbergur Bergsson

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.