Fréttablaðið - 06.05.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 06.05.2010, Blaðsíða 18
18 6. maí 2010 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Nýtt fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra Sótthreinsandi virkni sem drepur 99.9% af bakteríum og vírusum meðal annars svínaflensu H1N1 vírusinn. Tea Tree ilmur nýtt REYKJANESBÆ SELFOSSI HÚSAVÍK AKUREYRI REYKJAVÍK VORTILBOÐ FULLT VERÐ 12.995 9.995 Tea Tree hylki fylgir frítt með! Markmiðið með frumvarpi að nýj- um fjölmiðlalögum er að stuðla að tjáningarfrelsi, rétti til upplýsinga og fjölbreytni í fjölmiðlum. Fjöl- margir gera athugasemdir við efni frumvarpsins, bæði vegna þess sem þar stendur og vegna þess sem ekki er minnst á í þessu yfirgripsmikla frumvarpi. Frumvarp mennta- og menningamálaráð- herra um fjölmiðla var lagt fyrir á Alþingi í byrjun mars. Umræður um frumvarpið hafa ekki orðið nálægt því jafn háværar og um fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnar Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks, sem forseti Íslands neitaði að samþykkja sumarið 2004. Þrátt fyrir að vera ekki jafn umdeilt og fyrra frumvarp eru ýmis atriði í nýja frumvarpinu sem orka tvímælis. Forsvarsmenn Blaðamannafélags Íslands benda á að óljóst sé hvernig stjórnvöld ætli sér að ná markmiðum um fjölbreytni á fjölmiðla- markaði nema skoða rót vanda íslenskra fjöl- miðla – fjárhagsvandann. Þannig ætti að ræða í fullri alvöru hvort stuðla eigi að vandaðri fjölmiðlun með styrkjum eða skattaívilnun- um, eins og tíðkast í nágrannalöndunum. Aukið eftirlit með fjölmiðlum Samkvæmt frumvarpinu verður komið á fót nýrri ríkisstofnun, Fjölmiðlastofu, sem heyra mun undir menntamálaráðherra. Í frumvarp- inu er gert ráð fyrir að hún taki til starfa á síð- ari hluta árs 2010. Fjölmiðlastofa mun annast eftirlit með fjöl- miðlum, og er ætlað að safna ýmis konar upp- lýsingum um fjölmiðla sem starfa hér á landi. Yfir Fjölmiðlastofu verður þriggja manna stjórn, og munu Hæstiréttur, samstarfsnefnd háskólastigsins og menntamálaráðherra skipa einn fulltrúa hver. Stjórnin ræður svo for- stöðumann stofnunarinnar, sem hefur dag- legan rekstur með höndum. Hlutverk Fjölmiðlastofu er að efla fjölmiðla- læsi, fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlum. Hún á einnig að standa vörð um tjáningarfrelsi og frelsi til upplýsinga. Meðal verkefna stofnun- arinnar verður að fylgjast með að fjölmiðlar fari að fyrirmælum fjölmiðlalaga, og beita þá ella viðurlögum. Viðurlögin geta til dæmis verið stjórnvaldssektir og dagsektir. Hún á einnig að fylgjast með stöðu og þróun á fjöl- miðlamarkaði og safna upplýsingum um hann, og hafa samskipti við sambærilegar stofnanir í ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins. Fjölmiðlastofa á einnig að hafa eftirlit með veitingu leyfa til sjónvarps- og útvarpsútsend- inga, og halda utan um skráningu á öðrum fjölmiðlum. Þá á stofnunin að hafa eftirlit með framsetningu auglýsinga í fjölmiðlum. Fjölmiðlastofa kostar 40 milljónir Kostnaður við Fjölmiðlastofuna er aðeins lauslega áætlaður í umsögn fjárlagaskrif- stofu fjármálaráðuneytisins. Þar kemur fram að kostnaður við stofnunina gæti numið um 40 milljónum króna á ári, auk 3,5 milljóna króna stofnkostnaðar. Sá kostnaður gerir ráð fyrir að á Fjölmiðlastofu starfi forstöðumaður, tveir sérfræðingar og aðstoðarmanneskja. Þó kostnaður við Fjölmiðlastofu sé áætlað- ur 40 milljónir króna á ári er kostnaðaraukn- ing ríkisins þó ekki áætluð nema 28 milljónir króna á ári. Helgast það af því að Fjölmiðla- stofa mun taka við verkefnum frá mennta- málaráðuneytinu og útvarpsréttarnefnd. Þá er í skoðun að samnýta aðstöðu með annarri ríkisstofnun til að lágmarka kostnað við þessa nýju ríkisstofnun. Friðrik Friðriksson hagfræðingur gerir athugasemd við útreikninga fjárlagaskrif- stofu í umsögn um frumvarpið. Þar bendir hann á að slíkar áætlanir hafi einnig verið gerðar fyrir aðrar ríkisstofnanir, en ekki stað- ist þegar stofnanirnar voru komnar á koppinn. Nauðsynlegt væri að gera viðskiptaáætlun fyrir nýjar stofnanir til að átta sig á endan- legum kostnaði. Þannig hafi áætlun fjárlagaskrifstofu fyrir Jafnréttisstofu, sem sett var á fót árið 2008, hljóðað upp á 33 til 37 milljóna kostnaðarauka á ári. Á fjárlögum 2010 sé kostnaður við stofn- unina ríflega 61 milljón króna. Þá hafi áætl- un fyrir Neytendastofu, sem sett var á fót árið 2005, hljóðað upp á 58 milljónir og 7 til 8 starfsmenn í upphafi. Í dag kosti það ríkið ríflega 140 milljónir að reka stofnunina, og starfsmenn séu fleiri en 20. Efast um þörf fyrir nýja stofnun Stofnun sérstakrar Fjölmiðlastofu er umdeild meðal blaðamanna. Í umsögn Blaðamannafé- lags Íslands um frumvarp menntamálaráð- herra koma fram efasemdir um þörfina á slíkri stofnun. Varpað er fram þeirri spurn- ingu hvort ekki sé skynsamlegra að setja frek- ar fé í sjóð eða átaksverkefni til að tryggja framboð á vönduðu ritstjórnarefni. Gerðar hafa verið athugasemdir við að Fjöl- miðlastofa heyri undir menntamálaráðherra, í stað þess að vera algerlega sjálfstæð stofn- un. Slík gagnrýni hefur komið fram hjá fjöl- miðlafólki, en einnig í umsögn Viðskiptaráðs um frumvarpið. Þar er lagt til að Fjölmiðla- stofa heyri undir Alþingi en ekki ráðherra, til að tryggja sjálfstæði stofnunarinnar. Í athugasemdum með frumvarpinu er fjall- að um þetta álitamál. Þar kemur fram að með því að svipta ráðherra stjórnunar- og eftirlits- heimildum yfir stofnun sé um leið aflétt ráð- herraábyrgð. Þannig verði staðan sú að eng- inn beri ábyrgð gagnvart Alþingi, og því hafi verið talið að ekki ætti að koma upp slíkum sjálfstæðum stofnunum nema í undantekning- artilvikum, þegar kostir slíkrar skipunar þyki vega upp ókostina. Hvergi minnst á samkeppnisstöðu Í fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra er hvergi vikið að samkeppnisstöðu fjölmiðla sem keppa við Ríkisútvarpið. Við þetta gera bæði samkeppnisaðilarnir og Samkeppniseft- irlitið alvarlegar athugasemdir í umsögnum við frumvarpið. Samkeppniseftirlitið vísar í álit eftirlitsins um stöðu Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamark- aði. Þar var vakin athygli á þeirri samkeppn- islegri mismunun sem leiðir af því að Ríkis- útvarpið fær hvort tveggja áskriftargjöld og auglýsingatekjur. Samkeppniseftirlitið bendir á að erfiða stöðu keppninauta Ríkisútvarpsins megi ekki eingöngu rekja til samdráttar á auglýsinga- markaði vegna efnahagsástandsins, heldur ekki síst þeirra ósanngjörnu samkeppnisað- stæðna sem ríki á fjölmiðlamarkaði vegna Ríkisútvarpsins. Samkeppniseftirlitið ítrekaði í umsögn sinni að æskilegt sé að Ríkisútvarpið hyrfi af aug- lýsingamarkaði, svo hægt væri að ná fullum samkeppnislegum jöfnuði. Sé það ekki talið mögulegt sé mikilvægt að verulega verði dregið úr umsvifum Ríkisútvarpsins á aug- lýsingamarkaði. Samtök atvinnulífsins taka í umsögn sinni undir með Samkeppniseftirlitinu, og benda á að menntamálaráðuneytið hafi nær algerlega litið framhjá áliti eftirlitsins um stöðu Rík- isútvarpsins. Því sé nauðsynlegt að endur- skoða frumvarpið með það í huga. Viðskipta- ráð tekur undir með Samkeppniseftirlitinu og vill banna Ríkisútvarpinu að afla sér fjár með auglýsingum. Sé ríkisvaldinu alvara með fögrum orðum um að vilja stuða að fjölbreytni á fjölmiðla- markaði væri augljós leið til þess að hefta verulega umsvif Ríkisútvarpsins á auglýs- ingamarkaði eða banna Ríkisútvarpinu að birta auglýsingar, segir í umsögn Skjásins um frumvarpið. Þar er harmað að í frumvarp- inu sé Ríkisútvarpinu ekki meinað á nokkurn hátt að keppa af öllu afli við aðra fjölmiðla á auglýsingamarkaði, þrátt fyrir að vitað sé að það skekki verulega samkeppnisstöðu frjálsra fjölmiðla. Þetta er einmitt talinn stærsti gallinn á frumvarpinu í umsögn fjölmiðlafyrirtækis- ins 365. Þar segir ennfremur að vonir standi til þess að með tilkomu Fjölmiðlastofu verði loks tekið á brotum Ríkisútvarpsins á reglum, sem viðgengist hafi án viðurlaga hingað til. Nánar verður fjallað um fjölmiðlafrum- varpið í Fréttablaðinu á næstunni. Fjölmiðlalög aftur komin fyrir Alþingi Í frumvarpinu eru ýmis ákvæði tengd starfsemi fjölmiðla, þar á meðal um vernd heimildarmanna, ritstjórnarlegt sjálfstæði og ábyrgð á meiðandi ummælum. Þannig eiga allir fjölmiðlar að setja sér reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra starfsmanna sem sinna fréttum og frétta- tengdu efni, og hafa samráð við starfsmennina og eftir atvikum starfsmannafélög þegar þær reglur eru samdar. Í reglunum á meðal annars að fjalla um starfsskilyrði á ritstjórn, og starfshætti sem ætlað er að tryggja ritstjórn- arlegt sjálfstæði gagnvart eigendum. Þar á einnig að setja fram skilyrði áminningar og brottvikningar blaðamanna og annarra starfsmanna ritstjórna. Þessi ákvæði í lögunum telur Blaðamannafélag Íslands allt of opin, fjölmiðlar fái of mikið sjálfdæmi í þessum málum. Undir það er tekið í umsögn Samtaka atvinnu- lífsins, þar sem kallað er eftir frekari skilgreiningum á því hvað eigi að felast í slíkum reglum um ritstjórnarlegt sjálfstæði. Í umsögn Blaðamannafélagsins er lögð áhersla á að Blaðamannafélagið, sem er fagfélag stéttarinnar, komi að því að semja reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði. Ákvæði um að starfsmannafélög komi að því að semja slíkar reglur sé óþarft, enda sé í slíkum starfsmannafélögum fjöldi fólks sem hafi ekkert með ritstjórnarefni að gera. Í umsögn sinni bendir Blaðamannafélag Íslands einnig á að engin viðurlög séu við því að brjóta ákvæði um ritstjórnarlegt sjálfstæði, og því hafi það í raun engin áhrif þó að fjölmiðill brjóti gegn þeim. Blaðamannafélagið fagnar því hins vegar að verði frumvarp menntamálaráðherra að lögum verði ákvæði um vernd heimildarmanna fest í lög. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að það verði beinlínis óheimilt fyrir starfsmenn fjölmiðla að upplýsa hver heimildarmaður að birtu eða óbirtu efni er, hafi viðkomandi óskað nafn- leyndar. Bannið er raunar enn víðtækara. Það gildir einnig um þá sem vegna tengsla við fjölmiðilinn eða framleiðslu efnis hafa fengið upplýsingar um hver heimildarmaðurinn er. Almennt er aðeins heimilt að aflétta banninu með samþykki heimildarmannsins. Þó getur dómari í sakamáli fyrirskipað vitni að upplýsa um heimildarmann séu ríkari hagsmunir af því að spurningunum verði svarað en af því að halda trúnað við heimildarmanninn. Það á einkum við þegar upplýsa þarf um alvarleg sakamál á borð við morð, manndráp, nauðgun, misnotkun barna eða landráð. Verði fjölmiðlafrumvarpið að lögum verða loks sam- ræmdar reglur um ábyrgð viðmælenda fjölmiðla á eigin ummælum. Í dag ber fólk ábyrgð á ærumeiðingum í eigin orðum séu þau látin falla í sjónvarpi eða útvarpi. Falli þau í viðtali við blað eða vefsíðu ber blaðamaðurinn eða ábyrgðarmaður fjölmiðilsins ábyrgð á þeim, jafnvel þótt hægt sé að sýna fram á að viðmælandinn hafi sannarlega sagt það sem eftir honum var haft. Í nýjum lögum er þetta samræmt, svo það sama gildi um orð í blaðaviðtölum og sjónvarpsviðtölum. Eftir sem áður þarf þó að sanna að viðmælandinn hafi sagt það sem eftir honum er haft, til dæmis með hljóðupptöku af viðtali eða tölvupósti þar sem viðkomandi staðfestir að rétt sé eftir haft. Í umsögn Blaðamannafélags Íslands er þessu ákvæði fagnað. Þar segir að þessar tilteknu breytingar séu raunar svo mikilvægar að réttast væri að lögfesta þær strax einar og sér í stað þess að bíða þess að frumvarpið allt verði að lögum. Vernd heimildarmanna og ritstjórnarlegt sjálfstæði lögfest FJÖLMIÐLAR Samkvæmt fjölmiðlafrumvarpinu verður dóm- urum heimilt að þvinga fjölmiðlamenn til að greina frá nafni heimildarmanna, en aðeins sé það nauðsynlegt til að upp- lýsa alvarlegustu glæpi, svo sem morð, nauðgun, misnotkun barna eða landráð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BRJÁNN JÓNASSON brjann@frettabladid.is SAMKEPPNI Ekki er tekið á alvarlegum athugasemdum um samkeppnisstöðu einkarekinna sjónvarps- stöðva gagnvart Ríkissjónvarpinu í fjölmiðlafrumvarpinu. Fréttablaðið/Vilhelm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.