Fréttablaðið - 06.05.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 06.05.2010, Blaðsíða 8
8 6. maí 2010 FIMMTUDAGUR Í HLÍÐARFJALLI Vinsælasta skíðasvæði Íslands í vetur var í Hlíðarfjalli við Akur- eyri. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SKÍÐI Meira en þriðjungsfækkun varð á gestafjölda á skíðasvæðum landsins í vetur miðað við árið í fyrra. Þá sóttu tæplega 250 þús- und þau heim en í vetur voru tæp- lega 180 þúsund sem fóru á skíði á skíðasvæðum landsins. Munar þar mestu um lélegan skíðavetur á höfuðborgarsvæðinu. Þrjú skíðasvæði fengu fleiri gesti í vetur en fyrravet- ur, skíðasvæðið í Oddskarði í Fjarðar byggð, skíðasvæðið í Böggvistaðafjalli við Dalvík og skíðasvæðið í Hlíðarfjalli ofan við Akureyri. Langflestir gestir sóttu það síðastnefnda heim eða rúmlega 102 þúsund, næstflest- ir renndu sér í Oddskarði, 23.000 en 12.000 við Dalvík. Tíu þúsund fóru í Bláfjöll í vetur en aldrei var opið í Skálafelli og því enginn skráður gestur þar. - sbts Flestir fóru á skíði í Hlíðarfjalli: Gestum skíða- svæða fækkaði um 70 þúsund Rannsókn á hruninu Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ræðir við breska og íslenska stjórnmálafræðinga sem vinna við rannsókn á bankahruninu, fjármála- kerfinu og samspili við stjórnkerfi og samfélag. Á vef forsetaembættisins kemur fram að verkefnið verði kynnt á alþjóðlegu fræðaþingi síðar á árinu. FORSETAEMBÆTTIÐ DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær rúmlega tvítugan mann, Ívar Anton Jóhannsson, í fimm ára fangelsi fyrir að nauðga fjórum barnungum stúlkum, sem hann hafði komist í kynni við á Netinu. Þá var hann einnig dæmdur fyrir vörslu á grófu barnaklámi og fjölmörg auðgunarbrot. Maðurinn braut gegn öllum stúlkunum, sem hann kynntist á Facebook-samskiptasíð- unni á síðasta ári. Hann var sakfelldur fyrir að hafa þröngvað stúlku, fæddri 1993, til kynmaka með ofbeldi, slegið hana og haldið nauðugri yfir nótt. Nauðgunaratlagan stóð yfir í um tvær klukkustundir. Þá var hann dæmdur fyrir kynferðis- brot gegn barni og nauðgun, þar sem hann hafði kynferðismök við stúlku fædda 1995 í desember 2009. Hann komst í samband við stúlkuna á Netinu og greiddi undir hana leigubifreið heim til sín. Loks var maðurinn sakfelldur fyrir að hafa í eitt skipti í maí á síðasta ári haft sam- farir við tvær stúlkur, þrettán og fjórtán ára. Maðurinn var dæmdur til að greiða stúlk- unum fjórum miskabætur, samtals að upp- hæð 3,5 milljónir króna. Einni stúlkunni greiðir hann 1,5 milljónir króna, annarri 800 þúsund og hinum tveimur 600 þúsund krón- ur. - jss Braut gegn fjórum barnungum stúlkum og var með gróft barnaklámefni: Facebook-nauðgari í fimm ára fangelsi NAUÐGANIR OG BARNAKLÁM Facebook-nauðgarinn var dæmdur fyrir nauðganir og gróft barnaklám. Mikil óvissa enn um úrslitin Skoðanakannanir benda til þess að enginn flokkur fái hreinan meirihluta, sem er óvenjuleg staða í Bretlandi. Óvissa um úrslitin er hins vegar mikil, því 40 prósent hafa ekki gert upp hug sinn en 10 prósent segjast hugsanlega skipta um skoðun í kjörklefanum. 6 8 10 12 14 16 18 20 22 24 26 28 30 5 35% 29% 26% 38,6% 30,1% 19,6% 6. apríl: Gordon Brown boðar til kosninga 6. maí 15. apríl: Fyrstu kappræður flokks- leiðtoganna 22. apríl: Aðrar sjónvarpskapp- ræðurnar 28. apríl: Brown kallar aldraða konu þröngsýna 29. apríl: Þriðju sjón- varpskappræð- urnar Apríl Maí Íhaldsflokkurinn Verkamannaflokkurinn Frjálslyndir demókratar Meðaltal skoðanakannana frá Angus Reid, BPIX, ComRes, Harris, IMC, Opinium, Populus og YouGov. HEIMILDIR: BRESKAR SKOÐANAKANNANIR www.xd.is/reykjavik Menning er málið! Hvert er framlag menningar og lista til borgarinnar og hvernig má styðja þá starfsemi? Fyrirlesarar munu velta því fyrir sér, miðla af reynslu sinni og spá í framtíðina. Opinn hádegisfundur í Þjóðminjasafninu við Hringbraut, föstudaginn 7. maí milli kl. 12:00 og 13:00. Allir velkomnir. Áslaug María Friðriksdóttir, formaður menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar. Dorothee Kirch, framkvæmdastjóri KÍM og sýningarstjóri. Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands og hönnuður. Haukur S. Magnússon, ritstjóri Reykjavík Grapevine og tónlistarmaður. Dorothee Kirch Haukur S. Magnússon Áslaug María Friðriksdóttir Halla Helgadóttir Fyrirlestrarröðin Reykjavík 2.0 7. maí: Menning er málið! 11. maí: Græna Reykjavík 19. maí: Reykjavík 2.0 1. Hvaða útvarpskona mun leysa Ragnhildi Steinunni Jóns- dóttur af í Kastljósinu? 2. Hvaða lið varð meistari meistaranna í Meistarakeppni KSÍ? 3. Í hvaða bæjarfélagi hurfu fjórir kettir frá einni fjölskyldu á dögunum? SJÁ SVÖR Á SÍÐU 58 BRETLAND Leiðtogar þriggja stærstu stjórnmálaflokka Bretlands hafa síðustu daga barist um fylgi óákveðinna kjósenda í þeirri von að sannfæra nógu marga. Hugsan- lega gætu kraftaverkin gerst á síð- ustu stundu. David Cameron, leiðtogi Íhalds- flokksins, sagði flokk sinn berj- ast til sigurs með öllu sem til er að dreifa, en Gordon Brown for- sætisráðherra sagði Verkamanna- flokk sinn berjast um framtíð Bret- lands. Nick Clegg, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, sagði tækifæri flokks- ins nú vera komið og hvatti kjós- endur til að treysta á eðlisávísun sína. Frjálslyndi flokkurinn hefur áratugum saman verið í aukahlut- verki í breskum stjórnmálum, en óvæntur árangur Cleggs í fyrstu sjónvarpskappræðunum af þrem- ur breyttu því. Íhaldsflokki David Camerons hafði lengi verið spáð sigri, en nú virðist nokkuð ljóst að Clegg kemst í lykilstöðu og geti valið sér sam- starfsflokk. „Venjulega gerist það þannig að einhver sigrar og annar tapar, og þá segir sá sem tapar af sér í hádeginu og ráðleggur drottning- unni að kalla á sinn fund þann sem sigraði,“ segir Peter Riddell, sér- fræðingur hjá breskum hjálpar- samtökum sem nefnast Institute for Government, og hafa það mark- mið að bæta stjórnmálalífið í Bret- landi. Ef enginn flokkur hlýtur meiri- hluta, eins og flest bendir til að verði, þá fær forsætisráðherra samkvæmt hefðinni tækifæri til að mynda nýja stjórn, jafnvel þótt Slógust um hvert atkvæði allt fram á síðasta dag Langt er síðan þingkosningar í Bretlandi hafa verið jafnspennandi og nú. Þrír stærstu flokkarnir slást um atkvæði óákveðinna. Engum er spáð meirihluta og óvissa um hverjir gætu hugsað sér að starfa saman. ALLS STAÐAR Í EINU Leiðtogar þriggja stærstu flokkanna reyndu að fara sem víðast til að næla í kjósendur. Þarna er David Cameron að spjalla við íbúa bæjarins Hucknall. flokkur hans fái færri þingmenn en einhver annar flokkur. Óvinsældir Browns eru hins vegar slíkar að óvíst er að hann fái annan flokk til þess að ganga til liðs við stjórnina. Gefist Brown upp á stjórnar- myndun gengur boltinn væntanlega til þess flokks, sem flest þingsæti hlýtur. Allt bendir til þess að það verði Íhaldsflokkurinn, þannig að þá kemur til kasta Davids Cameron að mynda stjórn. Greinilega myndu viðbrögð Nicks Clegg ráða ferðinni, en hann hefur hingað til forðast að gefa afgerandi svör um það hvort hann kjósi heldur að starfa með Brown eða Cameron. gudsteinn@frettabladid.is N O R D IC PH O TO S/A FP VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.