Fréttablaðið - 06.05.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 06.05.2010, Blaðsíða 26
26 6. maí 2010 FIMMTUDAGUR Eftir útkomu skýrslu rannsókn-arnefndar Alþingis (RNA) hefur verið rætt um að þörf sé á nýrri þjóðhagsstofnun; slíka stofn- un hafi vantað til að leggja óháð mat á stöðu efnahagsmála í aðdrag- anda hruns bankanna. Robert Wade skrifar grein í Fréttablaðið 1. maí sl. til að undirstrika þörfina á slíkri stofnun. Ég starfaði á Þjóðhagsstofnun við greiningu á íslenskum efna- hagsmálum um 12 ára skeið, síð- ast sem forstjóri stofnunarinnar árin 1998-1999; það voru mistök að leggja stofnunina niður eins og gert var skömmu eftir að ég hætti þar störfum. Sátt virðist ríkja um endurreisn Þjóðhagsstofnunar. Það vekur hins vegar athygli hvernig Wade rök- styður mál sitt: Að leiðandi stjórn- málamenn sem lásu skýrslur, m.a. eftir Richard Portes og undirritað- an þar sem niðurstaðan hafi verið sú „að fjármálakerfið á Íslandi væri í raun stöðugt“, hafi „varla vitað af“ svartsýnum skóla hagfræðinga „sem á sama tíma komst að gjör- ólíkri niðurstöðu“. Vísar Wade til draga að skýrslu Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins (AGS) sem dæmi um síð- ari skólann. Það er raunar furðu- legt að bera það á borð að leiðandi stjórnmálamenn hafi ekki vitað af skýrslu AGS. Staðreyndin er hins vegar sú að þegar á heildina er litið var niðurstaðan eftir lestur skýrslu okkar Portes langt frá því að fjár- málakerfið á Íslandi væri stöðugt og engan bölmóð var að finna í skýrslu AGS. Vegna þess hve ein- hliða mynd Wade dregur upp rek ég nokkur dæmi hér á eftir sem sýna „hina hliðina“ á hvorri skýrslu. Skýrsla okkar Richards Portes Í skýrslu okkar Richards Portes er vissulega að finna jákvæð ummæli um íslenska banka og þá þætti sem helst virtust vera styrkur íslenska fjármálakerfisins. Sú sýn var byggð á opinberum upplýsingum á þeim tíma, m.a. endurskoðuðum uppgjör- um bankanna. Skýrsla rannsóknar- nefndar Alþingis hefur raunar leitt í ljós að eftirlitsaðilar höfðu ekki yfirsýn yfir það sem gerðist innan dyra í íslenskum bönkum og því vart við því að búast að við Richard Portes fengjum slíkan aðgang. Í skýrslu okkar Portes er bent á fjölmörg atriði sem grófu undan fjármálalegum stöðugleika. Við fjölluðum ítarlega um ójafnvægi í íslenskum efnahagsmálum (sjá kafla 3). Við segjum „ástæður til að hafa áhyggjur af þjóðhagslegu ójafnvægi“ og bendum á að „við- skiptahallinn er mjög mikill“ og „hrein skuldastaða við útlönd er mjög neikvæð og [skuldirnar] fara vaxandi“; „verðbólga hefur verið fyrir ofan vikmörk“; „heimilin hafa í vaxandi mæli tekið lán í erlendri mynt … fylgjast þarf með þeirri áhættu sem þetta skapar“ (bls. 2- 3). Þvert á það sem Wade segir fjöllum við um getu Seðlabankans til að vera lánveitandi til þrauta- vara. Spurt er hvort bankarnir séu „of stórir til að hægt sé að bjarga þeim“. Bent er á að gjaldeyrisforð- inn nægði aðeins fyrir u.þ.b. þriggja mánaða greiðslum bankanna af erlendum lánum; jafnframt að það að taka lán til stuðnings bönkunum „sem svarar skatttekjum heils árs myndi reyna á lánstraust íslenska ríkisins“ (40). Við fjöllum einnig um mikil vaxtarmunarviðskipti (krónubréfin) og bendum á að þau skapi hættu á skyndilegu falli krón- unnar og grafi undan stöðugleika fjármálamarkaða (45). Þegar á heildina er litið gaf skýrsla okkar Portes íslensk- um stjórnvöldum enga ástæðu til að sofa á verðinum. Setningin „framundan er gjaldeyriskreppa, skuldakreppa, eða hvort tveggja“ (43, 64) lýsir þeirri áhættu sem var í stöðunni. Hins vegar töldum við að hægt væri að ná jafnvægi með skynsamlegri efnahagsstefnu (64). „Svartsýnisskólinn“ Wade segir að AGS hafi tilheyrt svartsýnisskóla sem hafi kom- ist að gerólíkri niðurstöðu en við Portes. Þetta kemur á óvart því þó að skýrsla AGS frá ágúst 2007 fjalli um þjóðhagslegt ójafn- vægi þá kemur þar fram (6-7) að „útlán virðast af miklum gæðum“ m.a. vegna þess að „flest fyrir- tæki sem tekið hafa lán í erlendri mynt hafa náttúrulegar gengis- varnir“. AGS bendir á að dregið hafi verið úr víxltengslum í eign- arhaldi fyrirtækja, gagnsæi aukið og „dregið úr áhættu vegna lána til tengdra aðila“; álagspróf FME „gefa til kynna að eigið fé banka sé nægjanlegt til að standast óhemju mikil lánsfjár- og markaðsáföll“. Varla er hægt að segja að það sé mikill svartsýnistónn í þessum orðum. Ef marka má Wade starfa byrjendur í hagfræði hjá AGS því engin umfjöllun er um lánveitanda til þrautavara í skýrslu þeirra. Þó skal tekið fram að við Portes höfð- um aðeins aðgang að opinberri útgáfu skýrslunnar – ekki drögum þeim sem Wade vitnar til. Robert Aliber hélt frægt erindi á Íslandi í maí 2008 – ekki síðla árs 2007 eins og Wade staðhæfir. Mikið hafði gengið á frá nóvember 2007 fram í maí 2008 eins og kemur glöggt fram í skýrslu RNA. Ég hélt til dæmis erindi í febrúar 2008 hjá þingflokki Sjálfstæðisflokksins og í mars 2008 fyrir flokksstjórn Sam- fylkingarinnar – hið síðara öllum opið – þar sem ég fjallaði um alvar- lega stöðu vegna lausafjárkreppu bankanna; ég benti á vöntun á lán- veitanda til þrautavara en lagði jafnframt áherslu á að slík lán ætti ekki að veita nema gegn traustum veðum; það væri Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins að tryggja gæði slíkra veða. Þessa umfjöll- un byggði ég m.a. á skýrslu okkar Richards Portes, að teknu tilliti til þeirra atburða sem höfðu átt sér stað frá útkomu hennar. Lesið skýrslurnar Robert Wade tekur undir með öðrum sem hafa hvatt til endur- reisnar Þjóðhagsstofnunar. Það er óþarfi að grípa til einhliða endur- sagnar á skýrslum hagfræðinga til að rökstyðja þá niðurstöðu. Ég hvet þá sem vilja mynda sér sjálf- stæða skoðun til að lesa skýrsl- ur þær sem vitnað er til hér og eru aðgengilegar á vefsvæðum útgefenda (www.imf.org og www. vi.is); sér í lagi bendi ég á kafla 3 í skýrslu okkar Portes. Jafnframt bendi ég á umfjöllun um Þjóðhags- stofnun og skýrslu okkar Portes í 8. hefti skýrslu rannsóknarnefnd- ar Alþingis. Að lokum er rétt að geta þess að greiðsla vegna minn- ar vinnu við skýrslu okkar Portes rann óskipt til vinnuveitanda míns, Háskólans í Reykjavík. Um þörfina á nýrri þjóðhagsstofnun Efnahagsmál Friðrik Már Baldursson prófessor í hagfræði Staðreyndin er hins vegar sú að þegar á heildina er litið var niðurstaðan eftir lestur skýrslu okkar Portes langt frá því að fjármálakerfið á Íslandi væri stöðugt og engan bölmóð var að finna í skýrslu AGS. Undirrituð skorar hér með á borgarstjóra og aðra kjörna fulltrúa í borginni að sýna sann- girni í verki gagnvart byggingar- réttarhöfum útboðslóða í Úlfarsár- dal með því að hlýta úrskurðum samgöngu- og sveitarstjórnarráðu- neytis í málum átta fjölskyldna frá því í febrúar. Þessar átta fjölskyldur hafa nú í um eitt og hálft ár beðið eftir því að fá endurgreiddar lóðir sem þær óskuðu eftir að skila í lok árs 2008. Sveitarstjórnarráðuneytið fer með úrskurðarvald í sveitarstjórnarmál- um og fékk það öll málin til með- ferðar í mars 2009. Úrskurðað var í fyrsta málinu þann 11. febrúar sl., eða um það bil ári síðar. Í úrskurð- um ráðuneytisins er fallist á kröfu allra átta byggingarréttarhafa um ógildingu á synjun borgarinnar á heimild til að skila byggingarrétti. Synjun borgarinnar á skilum er þar með ógild í ljósi ítrekaðra brota á jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. Borgar sig ekki að borga borginni Úrskurðir samgöngu- og sveitar- stjórnarráðuneytis sýna fram á ský- laust og ítrekað brot borgarinnar á jafnræðisreglu. Í fyrsta lagi er ekk- ert í útboðsskilmálum eða samning- um sem gefur til kynna að lóðarskil séu ekki heimil í þeim tilvikum þar sem um útboð var að ræða. Því er ekki grundvöllur fyrir því að mis- muna lóðarhöfum á grundvelli þess en ljóst er að fjöldi aðila sem fengu lóðir í úthlutunum á föstu verði hafa fengið lóðir endurgreiddar án mál- þófs. Að auki er brotið á jafnræð- isreglunni með samþykkt kjörinna fulltrúa í borgarráði þann 14. maí 2009, þar sem byggingarréttarhöf- um í vanskilum við borgina eru heimiluð skil á byggingarrétti, en fjölskyldurnar átta höfðu allar greitt byggingarréttinn að fullu en er hins vegar ekki heimilað að skila. Með þessari ákvörðun sinni mis- munar borgin byggingarréttar- höfum eftir því hver lánveitandi þeirra er, og eftir því hvort þeir séu í skilum eður ei við borgina. Samkvæmt úrskurðum ráðuneytis- ins er því ekki hægt að horfa fram hjá því „… að samþykkt borgarráðs frá 14. maí 2009 feli í sér brot gegn þeirri jafnræðisreglu sem stjórn- völdum ber að hafa í heiðri í störf- um sínum“. En þrátt fyrir úrskurði hins æðra stjórnvalds ætlar Reykja- víkurborg að láta sem ekkert hafi í skorist og í raun að hunsa úrskurð sveitarstjórnarráðuneytisins. Heimild ráðuneytisins sam- kvæmt 103. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 til að staðfesta eða fella úr gildi ákvarðanir sveitarfélaga er ótvíræð. Úrskurðir ráðuneytisins þýða þar með að felldar hafa verið úr gildi fyrri ákvarðanir borgar- innar um að synja byggingarréttar- höfum um lóðarskil og það er gert í ljósi ítrekaðra brota á jafnræðis- reglu stjórnýslulaga. Valdníðsla opinbers aðila Sú misbeiting á valdi sem birtist í synjun borgarinnar á rétti þessara fjölskyldna til að skila byggingar- réttinum í fyrsta lagi, og í öðru lagi með því að virða ekki úrskurð sveit- arstjórnarráðuneytisins, hefur nú þegar skapað þeim mikinn skaða. Hvoru tveggja er um að ræða fjár- hagslegan skaða sem og ýmsan annan óáþreifanlegri skaða vegna óvissu og álags sem fylgir slíkri fjárhagslegri óvissu á samdráttar- og krepputímum sem þessum. Undirrituð skorar því hér með á borgarstjóra, sem og aðra kjörna fulltrúa, að rétta af stöðu þess- ara byggingarréttarhafa og virða í verki jafnræðisreglu stjórnsýslu- laga þannig að þeir verði jafnsett- ir öðrum byggingarréttarhöfum. Þar með fær borgin tækifæri til að hlífa þessum fjölskyldum, sem og borginni sjálfri (og öðrum borg- arbúum), við frekari skaða og til- kostnaði vegna tímafrekra og kostnaðarsamra málaferla. Það er aðeins hægt að gera með endur- greiðslu byggingarréttar að fullu. Borgin brýtur jafnræð- isreglu á fjölskyldum Lóðamál Arney Einarsdóttir byggingarrétthafi í Úlfarsárdal. Skipulag og atvinnuuppbygging Þegar horft er til stöðu og þróunar atvinnulífs-ins á Akureyri blasir við talsvert atvinnuleysi um þessar mundir, sérstaklega í byggingariðn- aðinum. Þar að auki er því spáð að næstu tíu árin bætist við á þriðja þúsund einstaklingar á vinnu- markaðinn. Því er ljóst að mikið átak þarf að gera til fjölga störfum í bænum. Við þessar aðstæð- ur verður að treysta enn frekar þau myndarlegu fyrirtæki, stór og smá, sem fyrir eru og leita jafnframt á ný mið að nýjum tækifærum. Eitt þeirra grundvallaratriða sem bæjaryfir- völd þurfa að uppfylla til að laða að þá sem hug hafa á að setja fé í nýja atvinnustarfsemi er að hafa ávallt tilbúið skipulag í einstökum hlutum bæjarins þannig að þeir fái greiðar upplýsing- ar um valkosti byggingasvæða og aðra aðstöðu sem þeim standa til boða. Allt hik í þeim efnum fælir frá, eins og við höfum því miður upplif- að undanfarið; áhugasamir fá ekki lóðir undir ný fyrirtæki vegna þess að skipulag liggur ekki fyrir. Þess vegna er það villukenning að leggja eigi skipulagsmál bæjarins til hliðar og snúa sér þess í stað að atvinnumálunum. Vandað skipu- lag er einfaldlega forsenda þess að unnt sé að vekja áhuga fjárfesta og fyrirtækja til að byggja upp enn fleiri atvinnuskapandi fyrirtæki í öllum greinum og efla þau sem fyrir eru. Þess vegna blasir við að ganga verður frá miðbæjarskipulag- inu, skipulagi á Oddeyrinni og í Glerárdal enda er það grundvöllur þess að byggingariðnaðurinn nái vopnum sínum aftur og ferðaþjónustan geti haldið áfram sókn sinni. Endalausar þrætur um einstaka útfærslur skipulags eru því aðeins til að tefja að framkvæmdir komist á eðlilegt skrið á nýjan leik og margir súpa seyðið af því. Tæknigreinar Þegar talið berst að því hvaða atvinnugrein- ar geta bætt við sig starfsfólki sem einhverju nemur á næstu árum koma ýmsar tæknigrein- ar mjög til álita. Starfsgreinar eins og málm- og véltækni, skipaiðnaður og raf- og rafeindatækni hafa haft næg verkefni undanfarið, bæði við viðhald og nýsmíði, og frekar skort starfsmenn en hitt. Mörg þessara fyrirtækja hafa þróað og selt vörur sínar, vélar, tæki o.fl. hér á landi og á alþjóða mörkuðum þar sem þær eru mjög eftir- sóttar. Tæknigreinar borga jafnan ágæt laun en gera á móti kröfur um góða verk- og tæknimenntun sem unnt er með samstilltu átaki að uppfylla í skóla- og iðnaðarbænum Akureyri. Því er eðli- legt að bæjaryfirvöld hafi frumkvæði að því að vinna markvisst með þessum fyrirtækjum í bænum, skólum (VMA/HA) og verkfræðistofum ásamt með ríkisvaldinu að því að skapa grund- völl fyrir enn frekari uppbyggingu tækniiðnaðar á Akureyri. Reynsla annarra þjóða sýnir að slíkt frumkvæði getur stuðlað að farsælli atvinnu- þróun enda þótt framhaldið sé fyrst og fremst háð áhuga viðkomandi atvinnugreina og mennta- stofnana. En þarna eru miklir möguleikar og mikilvægt að nýta þá. Ferðaþjónusta Talsvert hefur áunnist til eflingar ferðaþjónustu í bænum m.a. með góðu starfi Akureyrarstofu sem hefur kynnt bæinn á meginlandinu og komið ýmsu góðu til leiðar í skipulagi og aðstöðu fyrir ferðamenn. Áfram verður haldið á þessari braut enda hafa skapast ný og vænleg sóknarfæri með lengingu flugbrautarinnar sem tryggir beint flug frá meginlandinu og krókur til höfuðborg- arsvæðisins óþarfur! Framundan er að vinna að stækkun flugstöðvarinnar þar sem aðstaða fyrir ferðamenn verði til fyrirmyndar án óþarfa til- durs. Laða þarf að fjárfesta til að byggja upp og reka fyrsta flokks hótel í bænum enda stefnir að óbreyttu í að hótelskortur verði helsti flöskuháls við eflingu ferðaþjónustu á Akureyri. En eins og áður hefur komið fram verðum við að geta boðið álitlegar lóðir á góðum stöðum og mynda með því þann hvata fyrir áhugasama að byggja hótel, veitingastaði og aðra þjónustu og skapa með því miklar tekjur til frambúðar fyrir íbúa og bæj- arfélagið. Allt ber að sama brunni: Skipulags- mál eru forsenda traustrar atvinnuuppbygging- ar. Allt hik í frágangi skipulags einstakra hluta bæjarins tefur eðlilega atvinnuuppbyggingu og lífskjör verða verri en efni standa til. Það er hins vegar algjör óþarfi enda framtíð Akureyrar björt ef rétt er haldið á þeim mikilvæga mála- flokki sem og öðrum viðfangsefnum sem snerta atvinnuþróun bæjarins. Vandað skipulag er einfaldlega forsenda þess að unnt sé að vekja áhuga fjárfesta og fyrirtækja til að byggja upp enn fleiri atvinnuskapandi fyrirtæki í öllum greinum og efla þau sem fyrir eru. Skipulagsmál Ragnar Sverrisson kaupmaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.