Fréttablaðið - 06.05.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 06.05.2010, Blaðsíða 22
22 6. maí 2010 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna Á næstu vikum verður tekin í gagnið á vef Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) reiknivél þar sem fólk getur fundið þá áskriftarleið fjar- skiptafyrirtækja sem best hentar hverjum og einum. Ótal leiðir eru í boði, hvort heldur sem um er að ræða farsíma, heimasíma, inter- net eða blöndu af öllu sam- an. Nú hefur enn bæst við farsímaflóruna með tilkomu símafélagsins Alterna. Á vef Póst- og fjarskiptastofnunar er að finna töflur þar sem teknar eru saman upplýsingar um verð- lagningu fjarskiptaþjónustu fyrir- tækja sem hér starfa á fjarskipta- markaði. Fjarskiptafyrirtæki sem þar eru borin saman eru Síminn, Vodafone, Tal, Nova og Alterna. Ekki er hins vegar hlaupið að því að átta sig á hvaða áskriftar- leið eða þjónusta sé hagkvæmust fyrir viðskiptavini þessara fyr- irtækja. Það ræðst meðal annars af því hversu mikla þjónustu við- skiptavinurinn vill kaupa. Þannig er óvíst að sama þjónusta henti einhleypri og barnlausri mann- eskju og fjölskyldu sem kaupir aðgang að interneti, heimasíma og farsímaáskrift handa öllu heimil- isfólki. Þjónustuleiðir fyrirtækjanna eru ólíkar og ekki alltaf saman- burðarhæfar. Hér til hliðar getur að líta samantekt á hluta þeirra leiða sem í boði eru á markaði fyrirframgreiddra símakorta. Jafnvel þó svo að tíndar séu til leiðir þar sem áfyllingarkostnað- ur er svipaður (utan leiða Nova og Alterna) þá er samanburður erf- iður. Hluti fyrirtækjanna býður gjaldfrjálsan taltíma innan síma- kerfis og Alterna býður 500 ókeyp- is SMS-skilaboð. Þá þarf að taka tillit til þess hversu mikið kostar að hringja á milli símkerfa. Athygli vekur til dæmis þegar töflur PFS eru skoð- aðar að Síminn, Tal og Alterna virðast leggja aukagjald á mín- útuverð símtala í farsíma Nova úr eigin farsímakerfum. Gildir það bæði um fyrirframgreidd far- símakort og áskrift. Um miðjan mars setti PFS nýjar reglur um verðsamanburð á fjarskiptaþjónustu. Reglurnar voru settar í tengslum við und- irbúning stofnunarinnar að gerð reiknivélar fyrir neytendur um fjarskiptakostnað sem birt verð- ur á vef stofnunarinnar. „Mark- mið reglnanna og Reiknivélar PFS er að auka gagnsæi í verð- lagningu á fjarskiptaþjónustu með því að birta opinberlega og gera aðgengilega heildstæða samantekt á verðskrám starfandi fjarskiptafyrirtækja, draga fram mismunandi þætti í samsetningu verðs og gefa notendum sjálfum kost á því að gera með gagnvirk- um hætti marktækan samanburð á verði með tilliti til eigin notkun- ar,“ segir á vef stofnunarinnar. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er vinna við gerð reikni- vélarinnar nú á lokastigi, en rík áhersla sé lögð á að virkni henn- ar verði óaðfinnanleg þegar henni verður hleypt í loftið. Til stendur að hægt verði að velja ákveðnar forsendur, svo sem um fjarskiptanotkun heimil- is, og reiknivélin sýni þá saman- burðarhæfa kosti þannig að hægt verði með góðu móti að velja hag- kvæmustu þjónustuna eða áskrift- arleiðina. Þá eiga notendur einnig að geta sett inn sínar eigin for- sendur. Til stendur að kynna rækilega tilkomu reiknivélarinnar, en henn- ar mun að vænta „á næstu vikum“. olikr@frettabladid.is „Góðu kaupin eru mörg og ekki síður góðar gjafir eins og blandarinn minn og IKEA Stockholm-sófaborðið mitt sem mér þykir afar vænt um og er innflutnings- gjöf frá velflestum vinum mínum og nánustu ættingjum. Af nýlegum kaupum var ég mjög ánægð með klakagormana sem ég keypti fyrir göngu upp á Fimmvörðuháls um daginn en þeir komu sér afar vel og hafa án vafa komið í veg fyrir slys á mér eða íþróttameiðsl,“ segir Ragnheiður Jónsdóttir hagfræðingur. „Ég er ekki mjög eyðslusöm þegar kemur að fötum og velti yfirleitt vandlega fyrir mér hverjum innkaupum. Ýmislegt hefur þó ekki staðist tímans tönn en ég hef verið dugleg að losa mig við sönnun- argögnin. Það mætti kannski helst nefna pels sem ég keypti notaðan og ætlaði aðeins að lappa upp á og setja í nýtt fóður. Hann liggur núna í henglum niðri í geymslu og satt að segja hafa orðið nokkur svipuð mistök fyrir misskilda framkvæmdasemi. Ég fæ líka stundum samviskubit yfir hinum ýmsu pörum af háhæluð- um skóm sem ég hef sjaldnast not fyrir og standa og rykfalla inni í skáp.“ NEYTANDINN: RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR HAGFRÆÐINGUR Hælaskórnir rykfalla inni í skáp Útgjöldin > Verð á dömupeysu úr ullarblöndu í febrúar ár hvert Heimild: Hagstofa Íslands 4000 kr 3000 kr 2000 kr 1000 kr 0 kr. 2006 2007 2008 2009 2010 1.664 2.150 2.528 3.506 3.709 Fjarskiptafrumskógur- inn grisjast von bráðar FARSÍMASPJALL Ekki er alltaf augljóst hvaða fjarskiptafyrirtæki býður bestu kjörin. Innan tíðar verður birt á vef Póst- og fjarskipta- stofnunar reiknivél sem leiða á fólki í ljós hvar helst hentar að vera í viðskiptum. NORDICPHOTOS/GETTY Ef ávextir eru girnilegir og fallega fram bornir er auðveldara að fá börn til að borða meira af þeim. Þetta kom fram í athugunum blaðsins Appetite sem BBC segir frá. Epli, jarðarber og vínber voru borin á borð fyrir börn á aldrinum fjögurra til sjö ára í rannsókninni. Í ljós kom að þegar ávextirnir voru skornir niður og þræddir á spjót sem stungið var í vatnsmelónu þá þótti börnunum þeir afar girnilegir. Þegar ávöxtunum var skellt á hvítan disk var áhuginn hins vegar mun minni. ■ Börn gera útlitskröfur um mat Krakkar vilja girnilega ávexti Veiðivöruverslunin Flugan.is hefur opnað á Netinu en hún er sérverslun fyrir fluguveiðimenn. Flugan mun sérhæfa sig í sölu á flugum fyrir íslenska veiðimenn en lögð verður áhersla á gott úrval af „velhnýttum, vönduðum og veiðnum flugum á góðu verði“ eins og segir í fréttatilkynningu. Auk þess verður á boðstólum í búðinni úrval af búnaði tengdum veiði. Eigendur verslunarinnar eru Ólafur Vigfússon, María Anna Clausen og fjölskylda en þau reka einnig verslanirnar Veiði- hornið í Síðumúla 8 og Sportbúðina Krókhálsi 5. Stærstur hluti úrvalsins er einnig fáanlegur í versluninni Veiðihorninu. ■ Sérverslun fyrir fluguveiðimenn á Netinu Veiðivörur í vefverslun Neytendastofa hefur úrskurðað að skilmálar Avants við bílalán uppfylli ekki skil- yrði laga. Lánið, sem er í íslenskum krónum, var með breytilegum vöxtum og kom fram í skilmálum að vextirnir væru tilgreindir í vaxtaskrá Avant. Samkvæmt lögum um neytendalán á að greina frá því í skilmálum með hvaða hætti og við hvaða aðstæður vextir geti breyst þegar lán bera breytilega vexti. Avant hélt því fram í málinu að heimilt væri að veita upplýsingarnar munnlega eftir að samn- ingsgerð lauk og að beiðni lántaka. Neytendastofa féllst ekki á þau rök Avants. ■ Skilmálar uppfylltu ekki skilyrði laga um neytendalán Neytendastofa bannar skilmála bílaláns Síminn Vodafone Tal Nova Alterna Ring 990 Risafrelsi 990 Frelsi 3 vinir 3G frelsi Frelsi Lágmarksáfylling 990 kr. 990 kr. 1.000 kr. - - Upphafsgjald 5,90 kr. 5,90 kr. 4,95 kr. 5,50 kr. 10 kr. Mínútuverð þegar hringt er í: Farsíma hjá Símanum 0 kr.** 15,60 kr. 15 kr. 15,50 kr. 10 kr. Farsíma hjá Vodafone 15,50 kr. 15,60 kr. 15 lkr. 15,50 kr. 10 kr. Farsíma hjá Tal 15,50 kr. 15,60 kr. 15 kr. 15,50 kr. 10 kr. Farsíma hjá Nova 15,50 kr. 15,60 kr. 25 kr. 0 kr.** 20 kr. Farsíma hjá Alterna 15,50 kr. 15,60 kr. 15 kr. 15,50 kr. 0 kr.** Heimasíma (fastlína) 15,50 kr. 15,60 kr. 15 kr. 15,50 kr. 10 kr. Virðisaukandi þjónusta / kostnaður per skilaboð: SMS 11 kr. 11,30 lkr. 10 kr. 11 kr. 0 kr.*** MMS 15 kr. 15,7 kr. 15 kr. 11 kr. - *Valin er ein þjónustuleið frá hverju félagi. Fleiri eru í boði hjá Símanum, Vodafone og Tali. **Í Ring 990 leiðinni eru innifaldar 25 gjaldfrjálsar klukkustundir af tali innan Ring eða Frelsis Símans. Nova og Alterna bjóða gjaldfrjálsa16 tíma og 40 mínútur innan kerfis. ***Hámark 500 sms HEIMILD: PÓST OG FJARSKIPTASTOFNUN, VERÐSAMANBURÐUR FRÁ 30. APRÍL 2010. Verðsamanburður á fyrirframgreiddri farsímaþjónustu* Stafir lífeyrissjóður boðar til ársfundar á Radisson Blu Hótel Sögu fimmtudaginn 27. maí 2010 kl. 17:00. Á dagskrá eru venjuleg ársfundarstörf. Einnig verða lagðar fram tillögur um breytingar á samþykktum lífeyrissjóðsins til umfjöllunar og afgreiðslu. Þær eru birtar á heimasíðunni stafir.is. Vakin er athygli á því að samþykktir Stafa kveða á um að tillögur til ályktunar, sem taka á fyrir á ársfundi, þurfa að berast sjóðstjórn að minnsta kosti einni viku fyrir ársfund. Stafir lífeyrissjóður boðar jafnframt til sjóðfélagafundar þriðjudaginn 18. maí, kl. 20:00, að Stórhöfða 31 í Reykjavík. Þar verður fjallað um stöðu og horfur í starfsemi sjóðsins og fjallað sérstaklega um tillögur um frekari skerðingu lífeyrisréttinda, sem lagðar verða fyrir ársfund 27. maí. Stórhöfða 31 | 110 Reyk jav ík | S ími 569 3000 | www.staf i r . i s Sjóðfélagafundur 18. maí Ársfundur 27. maí Stjórn Stafa lífeyrissjóðs út úr dú r 0 60 52 01 0 GÓÐ HÚSRÁÐ NOTAR OLÍU Á STÁLIÐ ■ Jóhanna Pálsdóttir, markaðsstjóri Íslenska dansflokksins, kanna að þrífa ryðfrítt stál. „Það getur verið erfitt að þrífa ryðfrítt stál. Galdurinn er að nota Johnson‘s Baby Oil, setja nokkra dropa í eldhúspappír og strjúka yfir og þá verður það alveg eins og þú hafir verið að fá það úr búðinni. Það þarf ekki að nota neina sápu, en það er hægt að byrja á því að strjúka yfir með vatni. Þetta er mjög hentugt því oft eru mörg tæki í eldhús- inu úr ryðfríu stáli, til dæmis kaffikönn- ur, katlar, brauðristar og ísskápar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.