Fréttablaðið - 06.05.2010, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 06.05.2010, Blaðsíða 50
38 6. maí 2010 FIMMTUDAGUR Um helgina var greint frá því að sýningar Metropolitan-óperunnar í kvikmyndahúsum um víða ver- öld hafa aldrei verið vinsælli en á þeirri leiktíð sem nú er lokið. Hér á landi hafa sýningarnar átt vaxandi vinsældum að fagna meðal óperu- aðdáenda sem hafa sótt sýningarn- ar í Kringlubíói en þar er boðið upp á fullkomin gæði í beinni útsend- ingu frá óperunni í New York. Miðasala í ár taldi 22,2 milljónir miða og jókst aðsókn að sýningun- um um 400 þúsund miða. Níu verk- efni voru á útsendingarskránni og fóru til 44 landa og í yfir 1.000 sali. Síðasta útsendingin var 1. maí. Síðasta sýningin á laugardag var Armida eftir Rossini með stjörn- unni Renee Fleming sópran og ten- órnum Lawrence Brownlee. Hana sáu 105 þúsund í Norður-Ameríku og 84 þúsund í Evrópu og Suður- Ameríku. Með seinkuðum útsend- ingum í restinni af heiminum er áætlað að 250 þúsund áhorfendur hafi séð óperuna. Hágæða útsendingar Metropolit- an hafa á fimm árum náð til 5 millj- ón gesta. Á komandi vetri verða ellefu sýningar í boði í beinum útsendingum og hafa aldrei verið fleiri: Hefst efnisskráin á Rínar- gulli Wagners í nýrri sviðsetningu Kvíbekk-búans Robert Lepage hinn 9. október en eins og greint var frá fyrir alllöngu í Fréttablaðinu er leikmyndin að miklu leyti byggð á íslensku myndefni. Þetta er fyrri sviðsetning Lepage á komandi vetri á Niflungahringnum en hann lýkur einnig efnisskránni: hinn 14. maí er bein útsending á Valkyrj- unum. Það er meistarinn James Levine sem stjórnar þessum verk- um á móti Lepage en meðal margra þekktra söngvara í meistaraverki Wagners er sá velski listamaður Bryn Terfel. Levine fagnar nú fertugasta starfsári sínu hjá Metropolitan. Hann stjórnar þessum Wagner- verkum en einnig Don Pasquale eftir Donizetti með Önnu Netrebko hinn 13. nóvember, og Il Trovatore eftir Verdi 30. apríl. Boris Godun- ov eftir Mussorgsky er á dagskrá 23. október og leikstýrir Peter Stein óperunni en Valery Gerg- iev stjórnar og Rússar í stærstu rullum: Ekaterina Semenchuk, Aleksandrs Antonenko, Oleg Bal- ashov, Evgeny Nikitin, René Pape, Mikhail Petrenko og Vladimir Ognovenko. Annað stórstirni úr leikstjórastétt, Nick Hytner, leik- hússtjóri National í London kemur og stýrir Don Carlo sem skart- ar Roberto Alagnia. Annar fræg- ur tenór kemur fram í Ifigeníu í Taris eftir Cluck í febrúar, Placido Domingo. Önnur verk í útsending- arplani Met fyrir komandi vetur eru Stúlkan að vestan eftir Pucc- hini, Lucia di Lammermoor eftir Donizetti, Le Comte Ory eftir Rossini, Capriccio eftir Strauss og er þá allt nefnt, en þeir sem vilja sjá hvaða söngvarar verða að syngja beint í Kringlubíói á kom- andi vetri gera best með að vippa sér á http://www.metoperafamily. org/ og leita uppi dagskrána. Þar má líka kaupa aðgang að óperum í netheimum og lesa sér til um hvað verður á sviðinu vestanhafs – og að hluta til hér heima komandi vetur. Miðasala fyrir komandi vetur er á vef Sambíóanna en á vef þeirra er hún sögð hefjast þessa dagana vilji menn kaupa sér áskrift og tryggja sér númeruð sæti. pbb@frettabladid.is Met hjá Metropolitan-óperunni HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 06. maí 2010 ➜ Tónleikar 12.00 Jóhann Smári Sævarsson bassi og Antonía Hevesi píanóleikar verða með hádeg- istónleika í Hafn- arborg við Strand- götu í Hafnarfirði. Á efnisskránni verða verk eftir Verdi, Mozart og Boito. 19.30 Á tón- leikum Sinfóníuhljómsveitarinnar í Háskólabíói við Hagatorg verður leikinn Píanókonsert nr. 1 eftir J. Brahms og fyrsta sinfónía R. Schumann, Vorsinfón- ían. Nánari upplýsingar á www.sinfonia. is. 20.00 Valskórinn heldur tónleika í Áskirkju við Vesturbrún. Á efnisskránni verða bæði íslensk og erlend sönglög. Sérstakur gestur verður Egill Ólafsson. 21.00 BluesAkademian heldur tónleika á Sódómu Reykjavík við Tryggvagötu. ➜ Fundir 12.00 Kvenrétt- indafélag Íslands heldur súpufund, á Hallveigarstöðum við Túngötu í Reykjavík. Salvör Nordal flytur erindi undir fyrirsögninni Lærdómar af bankahruni. Allir velkomnir. Enginn aðgangseyrir. Nánari upplýsingar á www.krfi.is. ➜ Sýningar Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu 15 (6. hæð), standa yfir sýningar á verkum Jakobs Jakobssonar og Jónu Þorvaldsdóttur. Opið alla virka daga kl. 12-19 og helgaar kl. 13-17. Erna G.S. hefur opnað sýningu á verk- um sínum hjá SÍM við Hafnarstræti 16. Opið mán.-fös. kl. 10-16. ➜ Síðustu forvöð Í sýningarsal Íslenskrar grafíkur við Tryggvagötu 17 (hafnarmegin), stendur yfir sýning á verkum bandarísku lista- konunnar Karinnu Gomez. Sýningu lýkur á sunnudag. Opið fim.-sun. kl. 14-18. ➜ Kvikmyndir 20.00 Íslandsdeild Amnesty International sýnir mynd Mat- hildu Piehl, The Kuchus of Uganda, í húsakynnum deildarinnar að Þing- holtsstræti 27, (3. hæð). Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Nánari upplýsingar á www. amnesty.is. 20.00 Í tilefni þess að 65 ár eru liðin frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar verður heimildarkvikmyndin Föður- landsstyrjöldin mikla eftir Roman Karmen sýnd hjá MÍR að Hverfisgötu 105. Á undan sýningunni flytur rúss- neski sendiherrann, Andrei Tsyganov, ávarp. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir. ➜ Listahátíð Listahátíðin List án landamæra 2010 þar sem fatlaðir og ófatlaðir sameina krafta sína á sviði lista og menningar og skapa þannig fordæmi fyrir önnur svið samfélagsins. Frítt er á alla við- burði hátíðarinnar. Nánari upplýsingar á www.listanlandamaera.blog.is. 09.00 Opið hús og vormarkaður verða í Hæfingarstöðinni við Skógarlund á Akureyri í dag og á morgun. Opið kl. 9- 11 og 13-15.30. 14.00 Listahópur Iðjubergs opnar sýningu á myndlistarvekum, handverki og listmunum í Boganum, sýningarsal Menningarmiðstöðvarinnar Gerðu- bergs (Gerðubergi 3-5). ➜ Ljósmyndasýningar Á Hárstofunni Eplinu að Borgartúni 26 stendur yfir sýning á ljósmyndum Anne Marie Sörensen. Opið alla virka daga frá kl 09-18 og lau. kl. 09-15. Nú er stutt í að Listahátíð í Reykja- vík hefjist, hinn 12. maí, og er hún fertug: á fjörutíu ára afmæli Lista- hátíðar er vert að rifja upp aðdrag- anda og tilurð fyrstu listahátíðar- innar sem haldin var í Reykjavík í júní 1970 og hefur af því tilefni verið tekin saman lítil sýning um fyrstu hátíðina. Listahátíðir höfðu menn haldið hér í borginni á árunum eftir stríð og stóðu þá ýmsar stofnanir að þeim ásamt bandalagsfélögum íslenskra lista- manna. Síðast hafði verið blásið til slíkra hátíða með minna móti á sjöunda áratugnum en drögin að samfelldri sögu og stofnun Lista- hátíðar í Reykjavík má rekja til þess að Norræna húsið var opnað í Reykjavík í ágúst 1968. Þar var valinn til forstöðu Ivar Eskeland, þekktur víða um Norðurlönd fyrir drift og lif- andi áhuga á menningarstarfi. Hann fékk fljótlega þá hugmynd að hér í Reykjavík ætti að koma á laggirnar norrænni listahátíð þar sem allt hið besta í norræn- um listum yrði á dagskrá. Þessa hugmynd sína viðraði hann við Pál Líndal, þáverandi borgarlög- mann, sem tók vel í hugmyndina og kynnti hana fyrir borgarstjóra, Geir Hallgrímssyni. Á sama tíma er hinn heimsfrægi píanósnilling- ur Vladimir Ashkenazy að flytjast til Íslands ásamt íslenskri konu sinni, Þórunni Jóhannsdóttur, og börn- um. Hugmyndin um Listahátíð er kynnt fyrir Ashken- azy sem varð strax hrifinn og staða hans í vestrænum tónlistarheimi gerði honum kleift að kalla eftir greið- um. Fyrir hans sambönd hafði hátíðin fyrstu árin greiðan aðgang að nokkrum virtustu tónlistarmönnum í heimi sem flugu hingað upp og léku með Sinfóníunni. Ashkenazy fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 1972 og bjó hér í einn áratug, á árunum 1968-1978 þar sem þau hjónin höfðu fengið nóg af erlinum sem fylgdi því að búa í London. Héðan fluttu þau síðan til Luzern í Sviss og samein- uðu með því friðsældina frá Íslandi og það að búa í hjarta Evrópu. Dgaskráin var býsna fjölbreytt fyrsta árið: Ef talin eru nokkur atriði má nefna helst: Þjóðleikhúsið flutti Mörð Valgarðsson eftir Jóhann Sig- urjónsson í fyrsta sinn í leikstjórn Benedikts Árnasonar, fræg sýning á Bubba kóngi frá Marionett Teatern í Stokkhólmi var þar líka á fjölunum. Í Iðnó var frumflutt Kristnihald undir jökli í leikgerð og stjórn Sveins Ein- arssonar. Þar var líka flutt dagskrá úr Þorpinu eftir Jón úr Vör við tón- list Þorkels Sigurbjörnssonar. Í Nor- ræna húsinu voru ýmsir tónleikar og vísnasöngur svo sem djass, kammer- tónleikar og klassík, en í Háskólabíói voru tónleikar með Daniel Barenboim og Jacquline Du Pré, og með Victoriu de los Angeles, Itzhak Perlman og André Previn undir stjórn Vladimir Ashkenazy. Í Laugardalshöll voru sögufræg- ir rokktónleikar með hljómsveitinni Led Zeppelin. Í Iðnskólanum á Skóla- vörðuholti var sýning á grafíkverkum eftir norska listamanninn Edvard Munch og í Ásmundarsal sýn- ing á breskri grafík frá árunum 1961–1966, en í Mynd- listarhúsinu á Miklatúni, eins og það hét þá, sýning á íslenskri nútímalist. Framkvæmdastjórar á hátíðinni voru tveir ungir menn, Davíð Oddsson og Hrafn Gunn- laugsson. Á sýningu í Norræna húsinu sem opnuð verður á laugardag má sjá minjar frá þessum umskiptatíma í íslensku menningarlífi: dagskrár, úrklippur úr blöðum, ljósmyndir og annað efni tengt þessari fyrstu Listahá- tíð í Reykjavík. pbb@frettabladid.is Sýning um fyrstu Listahátíð í Reykjavík MENNING Listahátíð í Reykjavík – The Reykjavík Festival – Festspillene i Reykjavik, eins og hátíðin nefndist stóð yfir frá 20. júní til 1. júlí 1970. Kápa fyrstu dagskrár hátíðar- innar 1970 skartaði veggteppi eftir Ágerði Ester Búadóttur. MYND NORRÆNA HÚSIÐ MENNING Tvær fyrstu óperurnar í Niflungahring Wagners verða á efnisskrá beinna útsendinga Metropolitan næsta vetur. Robert Lepage stýrir sviðsetningunum sem sækja myndefni sitt til Íslands. MYND/AFP Í kvöld frumsýnir leikhópur- inn Áhugaleikhús atvinnumanna Ódauðlegt verk um stríð og frið eftir Steinunni Knútsdóttur í Hafn- arfjarðarleikhúsinu. Verkið, sem var forsýnt á alþjóðlegu leiklistar- hátíðinni LOKAL, er viðleitni til þess að skilja hvað það er í mann- legu eðli og samskiptum sem leiðir til átaka og ófriðs og er þriðja verk- ið í fimm verka röð eða kvintólógíu um mannlegt eðli sem leikhópurinn vinnur að með Steinunni. Verkin eru rannsókn á áráttuhegðun mann- kyns og ófullkomleika. Þau feta sig inn í augnablikið þar sem maður- inn stendur berskjaldaður frammi fyrir guði og viðurkennir vanmátt sinn. Um leið og verkin eru hvert um sig rannsókn á mannlegu eðli eru þau einnig tilraun. Hvert verk um sig tekur á eiginleikum, þáttum eða áráttum í mannlegri hegðun og tilvist og varpa nýju ljósi á þekktar staðreyndir. Áhugaleikhús atvinnumanna er hópur atvinnufólks í sviðslistum sem hefur áhuga á að frelsi ríki til óháðrar listsköpunar í samfélaginu. Leikhópurinn lítur á leiksýning- ar sínar sem vettvang til að velta áleitnum spurningum fyrir sér þó ekki sé langt í kímni og kæruleysi í vinnslu verkanna en frelsi hans snýst ekki síst um að skoða listsköp- unarferlið sem frelsandi og leys- andi afl í fögnuði og gleði. Mark- miðið með starfinu er að að skapa framsækin og áleitin sviðslistaverk sem í eðli sínu eru samtal við áhorf- endur og eru óháð markaðsöflum. Leikhúsið vill ekki fara í viðskipta- samband við áhorfendur sína sem er oftast það eina sem áhorfendum er boðið upp á í leikhúsum landsins og býður þess vegna áhorfendum í samtal án endurgjalds og þiggur ekki aðgangseyri á sýningar sínar. Listamenn leikhússins fengu nýverið úthlutað listamannalaun- um svo nú geta þeir lagt meira í sýningar sínar. Þannig koma að sýningunni nú á verkinu aðilar sem ekki voru með í fyrra sinnið þegar verkið var forsýnt á LOKAL. Hilm- ar Örn Hilmarsson, textasmiðurinn Hrafnhildur Hagalín, og kórstjór- inn Margrét Pálmadóttir. Hópinn skipa sem fyrr Aðalbjörg Árna- dóttir, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Árni Pétur Guðjónsson, Hannes Óli Ágústsson, Hera Eiríksdótt- ir, Jórunn Sigurðardóttir, Kristj- ana Skúladóttir, Lára Sveinsdóttir, Marta Nordal, Orri Huginn Ágústs- son, Ólöf Ingólfsdóttir, Sverrir Ein- arsson og Sveinn Ólafur Gunnars- son. Höfundur verksins og leikstjóri er Steinunn Knútsdóttir. Ódauðlegt verk LEIKLIST Sýningar Áhugaleikhússins eru myndrænar eins og þessi mynd frá forsýningu verksins á LOKAL ber með sér. MYND ÁHUGALEIKHÚS ATVINNUMANNA Auður hafs og stranda: frumkvæði og sköpunarkraftur til nýtingar menningararfs Ráðstefna í Ketilhúsinu á Akureyri föstudaginn 7. maí 2010. Ókeypis aðgangur. Ráðstefnan er hluti Evrópuverkefnisins Fishernet. Nánari upplýsingar á www.fi shernet.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.