Fréttablaðið - 06.05.2010, Page 50

Fréttablaðið - 06.05.2010, Page 50
38 6. maí 2010 FIMMTUDAGUR Um helgina var greint frá því að sýningar Metropolitan-óperunnar í kvikmyndahúsum um víða ver- öld hafa aldrei verið vinsælli en á þeirri leiktíð sem nú er lokið. Hér á landi hafa sýningarnar átt vaxandi vinsældum að fagna meðal óperu- aðdáenda sem hafa sótt sýningarn- ar í Kringlubíói en þar er boðið upp á fullkomin gæði í beinni útsend- ingu frá óperunni í New York. Miðasala í ár taldi 22,2 milljónir miða og jókst aðsókn að sýningun- um um 400 þúsund miða. Níu verk- efni voru á útsendingarskránni og fóru til 44 landa og í yfir 1.000 sali. Síðasta útsendingin var 1. maí. Síðasta sýningin á laugardag var Armida eftir Rossini með stjörn- unni Renee Fleming sópran og ten- órnum Lawrence Brownlee. Hana sáu 105 þúsund í Norður-Ameríku og 84 þúsund í Evrópu og Suður- Ameríku. Með seinkuðum útsend- ingum í restinni af heiminum er áætlað að 250 þúsund áhorfendur hafi séð óperuna. Hágæða útsendingar Metropolit- an hafa á fimm árum náð til 5 millj- ón gesta. Á komandi vetri verða ellefu sýningar í boði í beinum útsendingum og hafa aldrei verið fleiri: Hefst efnisskráin á Rínar- gulli Wagners í nýrri sviðsetningu Kvíbekk-búans Robert Lepage hinn 9. október en eins og greint var frá fyrir alllöngu í Fréttablaðinu er leikmyndin að miklu leyti byggð á íslensku myndefni. Þetta er fyrri sviðsetning Lepage á komandi vetri á Niflungahringnum en hann lýkur einnig efnisskránni: hinn 14. maí er bein útsending á Valkyrj- unum. Það er meistarinn James Levine sem stjórnar þessum verk- um á móti Lepage en meðal margra þekktra söngvara í meistaraverki Wagners er sá velski listamaður Bryn Terfel. Levine fagnar nú fertugasta starfsári sínu hjá Metropolitan. Hann stjórnar þessum Wagner- verkum en einnig Don Pasquale eftir Donizetti með Önnu Netrebko hinn 13. nóvember, og Il Trovatore eftir Verdi 30. apríl. Boris Godun- ov eftir Mussorgsky er á dagskrá 23. október og leikstýrir Peter Stein óperunni en Valery Gerg- iev stjórnar og Rússar í stærstu rullum: Ekaterina Semenchuk, Aleksandrs Antonenko, Oleg Bal- ashov, Evgeny Nikitin, René Pape, Mikhail Petrenko og Vladimir Ognovenko. Annað stórstirni úr leikstjórastétt, Nick Hytner, leik- hússtjóri National í London kemur og stýrir Don Carlo sem skart- ar Roberto Alagnia. Annar fræg- ur tenór kemur fram í Ifigeníu í Taris eftir Cluck í febrúar, Placido Domingo. Önnur verk í útsending- arplani Met fyrir komandi vetur eru Stúlkan að vestan eftir Pucc- hini, Lucia di Lammermoor eftir Donizetti, Le Comte Ory eftir Rossini, Capriccio eftir Strauss og er þá allt nefnt, en þeir sem vilja sjá hvaða söngvarar verða að syngja beint í Kringlubíói á kom- andi vetri gera best með að vippa sér á http://www.metoperafamily. org/ og leita uppi dagskrána. Þar má líka kaupa aðgang að óperum í netheimum og lesa sér til um hvað verður á sviðinu vestanhafs – og að hluta til hér heima komandi vetur. Miðasala fyrir komandi vetur er á vef Sambíóanna en á vef þeirra er hún sögð hefjast þessa dagana vilji menn kaupa sér áskrift og tryggja sér númeruð sæti. pbb@frettabladid.is Met hjá Metropolitan-óperunni HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 06. maí 2010 ➜ Tónleikar 12.00 Jóhann Smári Sævarsson bassi og Antonía Hevesi píanóleikar verða með hádeg- istónleika í Hafn- arborg við Strand- götu í Hafnarfirði. Á efnisskránni verða verk eftir Verdi, Mozart og Boito. 19.30 Á tón- leikum Sinfóníuhljómsveitarinnar í Háskólabíói við Hagatorg verður leikinn Píanókonsert nr. 1 eftir J. Brahms og fyrsta sinfónía R. Schumann, Vorsinfón- ían. Nánari upplýsingar á www.sinfonia. is. 20.00 Valskórinn heldur tónleika í Áskirkju við Vesturbrún. Á efnisskránni verða bæði íslensk og erlend sönglög. Sérstakur gestur verður Egill Ólafsson. 21.00 BluesAkademian heldur tónleika á Sódómu Reykjavík við Tryggvagötu. ➜ Fundir 12.00 Kvenrétt- indafélag Íslands heldur súpufund, á Hallveigarstöðum við Túngötu í Reykjavík. Salvör Nordal flytur erindi undir fyrirsögninni Lærdómar af bankahruni. Allir velkomnir. Enginn aðgangseyrir. Nánari upplýsingar á www.krfi.is. ➜ Sýningar Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu 15 (6. hæð), standa yfir sýningar á verkum Jakobs Jakobssonar og Jónu Þorvaldsdóttur. Opið alla virka daga kl. 12-19 og helgaar kl. 13-17. Erna G.S. hefur opnað sýningu á verk- um sínum hjá SÍM við Hafnarstræti 16. Opið mán.-fös. kl. 10-16. ➜ Síðustu forvöð Í sýningarsal Íslenskrar grafíkur við Tryggvagötu 17 (hafnarmegin), stendur yfir sýning á verkum bandarísku lista- konunnar Karinnu Gomez. Sýningu lýkur á sunnudag. Opið fim.-sun. kl. 14-18. ➜ Kvikmyndir 20.00 Íslandsdeild Amnesty International sýnir mynd Mat- hildu Piehl, The Kuchus of Uganda, í húsakynnum deildarinnar að Þing- holtsstræti 27, (3. hæð). Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Nánari upplýsingar á www. amnesty.is. 20.00 Í tilefni þess að 65 ár eru liðin frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar verður heimildarkvikmyndin Föður- landsstyrjöldin mikla eftir Roman Karmen sýnd hjá MÍR að Hverfisgötu 105. Á undan sýningunni flytur rúss- neski sendiherrann, Andrei Tsyganov, ávarp. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir. ➜ Listahátíð Listahátíðin List án landamæra 2010 þar sem fatlaðir og ófatlaðir sameina krafta sína á sviði lista og menningar og skapa þannig fordæmi fyrir önnur svið samfélagsins. Frítt er á alla við- burði hátíðarinnar. Nánari upplýsingar á www.listanlandamaera.blog.is. 09.00 Opið hús og vormarkaður verða í Hæfingarstöðinni við Skógarlund á Akureyri í dag og á morgun. Opið kl. 9- 11 og 13-15.30. 14.00 Listahópur Iðjubergs opnar sýningu á myndlistarvekum, handverki og listmunum í Boganum, sýningarsal Menningarmiðstöðvarinnar Gerðu- bergs (Gerðubergi 3-5). ➜ Ljósmyndasýningar Á Hárstofunni Eplinu að Borgartúni 26 stendur yfir sýning á ljósmyndum Anne Marie Sörensen. Opið alla virka daga frá kl 09-18 og lau. kl. 09-15. Nú er stutt í að Listahátíð í Reykja- vík hefjist, hinn 12. maí, og er hún fertug: á fjörutíu ára afmæli Lista- hátíðar er vert að rifja upp aðdrag- anda og tilurð fyrstu listahátíðar- innar sem haldin var í Reykjavík í júní 1970 og hefur af því tilefni verið tekin saman lítil sýning um fyrstu hátíðina. Listahátíðir höfðu menn haldið hér í borginni á árunum eftir stríð og stóðu þá ýmsar stofnanir að þeim ásamt bandalagsfélögum íslenskra lista- manna. Síðast hafði verið blásið til slíkra hátíða með minna móti á sjöunda áratugnum en drögin að samfelldri sögu og stofnun Lista- hátíðar í Reykjavík má rekja til þess að Norræna húsið var opnað í Reykjavík í ágúst 1968. Þar var valinn til forstöðu Ivar Eskeland, þekktur víða um Norðurlönd fyrir drift og lif- andi áhuga á menningarstarfi. Hann fékk fljótlega þá hugmynd að hér í Reykjavík ætti að koma á laggirnar norrænni listahátíð þar sem allt hið besta í norræn- um listum yrði á dagskrá. Þessa hugmynd sína viðraði hann við Pál Líndal, þáverandi borgarlög- mann, sem tók vel í hugmyndina og kynnti hana fyrir borgarstjóra, Geir Hallgrímssyni. Á sama tíma er hinn heimsfrægi píanósnilling- ur Vladimir Ashkenazy að flytjast til Íslands ásamt íslenskri konu sinni, Þórunni Jóhannsdóttur, og börn- um. Hugmyndin um Listahátíð er kynnt fyrir Ashken- azy sem varð strax hrifinn og staða hans í vestrænum tónlistarheimi gerði honum kleift að kalla eftir greið- um. Fyrir hans sambönd hafði hátíðin fyrstu árin greiðan aðgang að nokkrum virtustu tónlistarmönnum í heimi sem flugu hingað upp og léku með Sinfóníunni. Ashkenazy fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 1972 og bjó hér í einn áratug, á árunum 1968-1978 þar sem þau hjónin höfðu fengið nóg af erlinum sem fylgdi því að búa í London. Héðan fluttu þau síðan til Luzern í Sviss og samein- uðu með því friðsældina frá Íslandi og það að búa í hjarta Evrópu. Dgaskráin var býsna fjölbreytt fyrsta árið: Ef talin eru nokkur atriði má nefna helst: Þjóðleikhúsið flutti Mörð Valgarðsson eftir Jóhann Sig- urjónsson í fyrsta sinn í leikstjórn Benedikts Árnasonar, fræg sýning á Bubba kóngi frá Marionett Teatern í Stokkhólmi var þar líka á fjölunum. Í Iðnó var frumflutt Kristnihald undir jökli í leikgerð og stjórn Sveins Ein- arssonar. Þar var líka flutt dagskrá úr Þorpinu eftir Jón úr Vör við tón- list Þorkels Sigurbjörnssonar. Í Nor- ræna húsinu voru ýmsir tónleikar og vísnasöngur svo sem djass, kammer- tónleikar og klassík, en í Háskólabíói voru tónleikar með Daniel Barenboim og Jacquline Du Pré, og með Victoriu de los Angeles, Itzhak Perlman og André Previn undir stjórn Vladimir Ashkenazy. Í Laugardalshöll voru sögufræg- ir rokktónleikar með hljómsveitinni Led Zeppelin. Í Iðnskólanum á Skóla- vörðuholti var sýning á grafíkverkum eftir norska listamanninn Edvard Munch og í Ásmundarsal sýn- ing á breskri grafík frá árunum 1961–1966, en í Mynd- listarhúsinu á Miklatúni, eins og það hét þá, sýning á íslenskri nútímalist. Framkvæmdastjórar á hátíðinni voru tveir ungir menn, Davíð Oddsson og Hrafn Gunn- laugsson. Á sýningu í Norræna húsinu sem opnuð verður á laugardag má sjá minjar frá þessum umskiptatíma í íslensku menningarlífi: dagskrár, úrklippur úr blöðum, ljósmyndir og annað efni tengt þessari fyrstu Listahá- tíð í Reykjavík. pbb@frettabladid.is Sýning um fyrstu Listahátíð í Reykjavík MENNING Listahátíð í Reykjavík – The Reykjavík Festival – Festspillene i Reykjavik, eins og hátíðin nefndist stóð yfir frá 20. júní til 1. júlí 1970. Kápa fyrstu dagskrár hátíðar- innar 1970 skartaði veggteppi eftir Ágerði Ester Búadóttur. MYND NORRÆNA HÚSIÐ MENNING Tvær fyrstu óperurnar í Niflungahring Wagners verða á efnisskrá beinna útsendinga Metropolitan næsta vetur. Robert Lepage stýrir sviðsetningunum sem sækja myndefni sitt til Íslands. MYND/AFP Í kvöld frumsýnir leikhópur- inn Áhugaleikhús atvinnumanna Ódauðlegt verk um stríð og frið eftir Steinunni Knútsdóttur í Hafn- arfjarðarleikhúsinu. Verkið, sem var forsýnt á alþjóðlegu leiklistar- hátíðinni LOKAL, er viðleitni til þess að skilja hvað það er í mann- legu eðli og samskiptum sem leiðir til átaka og ófriðs og er þriðja verk- ið í fimm verka röð eða kvintólógíu um mannlegt eðli sem leikhópurinn vinnur að með Steinunni. Verkin eru rannsókn á áráttuhegðun mann- kyns og ófullkomleika. Þau feta sig inn í augnablikið þar sem maður- inn stendur berskjaldaður frammi fyrir guði og viðurkennir vanmátt sinn. Um leið og verkin eru hvert um sig rannsókn á mannlegu eðli eru þau einnig tilraun. Hvert verk um sig tekur á eiginleikum, þáttum eða áráttum í mannlegri hegðun og tilvist og varpa nýju ljósi á þekktar staðreyndir. Áhugaleikhús atvinnumanna er hópur atvinnufólks í sviðslistum sem hefur áhuga á að frelsi ríki til óháðrar listsköpunar í samfélaginu. Leikhópurinn lítur á leiksýning- ar sínar sem vettvang til að velta áleitnum spurningum fyrir sér þó ekki sé langt í kímni og kæruleysi í vinnslu verkanna en frelsi hans snýst ekki síst um að skoða listsköp- unarferlið sem frelsandi og leys- andi afl í fögnuði og gleði. Mark- miðið með starfinu er að að skapa framsækin og áleitin sviðslistaverk sem í eðli sínu eru samtal við áhorf- endur og eru óháð markaðsöflum. Leikhúsið vill ekki fara í viðskipta- samband við áhorfendur sína sem er oftast það eina sem áhorfendum er boðið upp á í leikhúsum landsins og býður þess vegna áhorfendum í samtal án endurgjalds og þiggur ekki aðgangseyri á sýningar sínar. Listamenn leikhússins fengu nýverið úthlutað listamannalaun- um svo nú geta þeir lagt meira í sýningar sínar. Þannig koma að sýningunni nú á verkinu aðilar sem ekki voru með í fyrra sinnið þegar verkið var forsýnt á LOKAL. Hilm- ar Örn Hilmarsson, textasmiðurinn Hrafnhildur Hagalín, og kórstjór- inn Margrét Pálmadóttir. Hópinn skipa sem fyrr Aðalbjörg Árna- dóttir, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Árni Pétur Guðjónsson, Hannes Óli Ágústsson, Hera Eiríksdótt- ir, Jórunn Sigurðardóttir, Kristj- ana Skúladóttir, Lára Sveinsdóttir, Marta Nordal, Orri Huginn Ágústs- son, Ólöf Ingólfsdóttir, Sverrir Ein- arsson og Sveinn Ólafur Gunnars- son. Höfundur verksins og leikstjóri er Steinunn Knútsdóttir. Ódauðlegt verk LEIKLIST Sýningar Áhugaleikhússins eru myndrænar eins og þessi mynd frá forsýningu verksins á LOKAL ber með sér. MYND ÁHUGALEIKHÚS ATVINNUMANNA Auður hafs og stranda: frumkvæði og sköpunarkraftur til nýtingar menningararfs Ráðstefna í Ketilhúsinu á Akureyri föstudaginn 7. maí 2010. Ókeypis aðgangur. Ráðstefnan er hluti Evrópuverkefnisins Fishernet. Nánari upplýsingar á www.fi shernet.is.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.