Fréttablaðið - 06.05.2010, Side 57

Fréttablaðið - 06.05.2010, Side 57
FIMMTUDAGUR 6. maí 2010 Tónlist ★★★ Hesthúsið Diddi Fel Flottir taktar en full einsleitir textar Diddi Fel er búinn að vera í framvarða- sveit íslenska rappsins í nokkur ár. Hann er einn af meðlimum ofursveitarinnar Forgotten Lores og hefur verið iðinn við kolann utan hennar líka. Diddi gaf út plötuna Hvernig rúllar þú? ásamt G. Maris árið 2007 hjá vefútgáfunni Coxbutter, en Hesthúsið er hans fyrsta sólóplata. Introbeats, félagi Didda úr F.L., á flesta takta á plötunni, en Diddi sér sjálfur um taktana í þremur lögum, Fonetik Simbol í fjórum og BRR í einu. Hesthúsið er hálfgerð þemaplata. Nafnið vísar í graðfola og textarnir fjalla flestir um djammið og stelpurnar. Diddi er flottur rappari með flæðið og til- þrifin í lagi og það er fullt af feitum töktum á plötunni, en maður væri alveg til í aðeins meira kjöt á beinin textalega séð. Það má alveg hafa gaman af þessum enskuskotnu djammtextum, en þeir halda ekki uppi heilli plötu. Viðlagið úr Let‘s go! er nokkuð nett: „Ég á ´etta show/þó þú shake-ir soldið rassinn baby ert‘ekki ho /Ég á ‘etta flow/og ef þú ert a fíla Fel komdu Baby lets go“. Það eru ekki eintómir djammtextar á plötunni, en heildin er of veik. Eins og áður segir eru nokkur mjög flott lög á Hesthúsinu. Ég nefni sem dæmi titillagið, Jordan rúls, Gefðu mér pöff, Yfirmenn, Let‘s go! og besta lag plötunnar Sjúkur sem er algjört dúndur. Á heildina litið má segja að þetta sé þokkalegasta plata. Vel þegin á meðan við bíðum eftir næstu Forgotten Lores plötu. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Það er fullt af flottum töktum á Hesthúsinu og Diddi á fína spretti, en textalega mætti vera meira í hana lagt. Bryn Ballett Akademían er dans- skóli í Reykjanesbæ sem býður meðal annars upp á nám í klass- ískum ballett, nútímadansi og jass- ballett. Stofnandi skólans er dans- kennarinn Bryndís Einarsdóttir sem kenndi í mörg ár í Los Angeles auk þess sem hún hefur kennt dans í Englandi og Japan. „Ég er upprunalega úr Njarðvík en var búsett erlendis í fimmtán ár þar til ég flutti aftur heim fyrir tveimur árum. Ég byrjaði mjög ung að kenna við Dansstúdíó Sóleyjar og var einnig dugleg að sækja ýmis dansnámskeið út. Ég flutti svo út til Los Angeles og kenndi þar við ýmsa listdansskóla auk þess að hafa kennt við Lee Strasberg-leiklistar- skólann,“ útskýrir Bryndís og segir kærasta sinn vera ástæðuna fyrir því að hún flutti heim á ný. „Ég kynntist kærasta mínum í Englandi. Hann er jurtalæknir og var afskap- lega hrifinn af Íslandi og vildi endi- lega flytja hingað. Mig langaði aftur á móti að flytja til Frakklands og rækta ávexti og kenna ballett. Hann hélt áfram að suða í mér og á endan- um gaf ég mig og nú erum við búin að vera hér í næstum tvö ár.“ Bryndís telur að koma dansskól- ans hafi ýtt undir dansáhuga barna og ungmenna í bænum og eru nem- endur við skólann nú orðnir um tvö hundruð talsins. Skólinn er á gamla varnarsvæðinu, í stórum bröggum sem áður hýstu skotfærageymslu Bandaríkjahers. „Þetta er mjög skemmtilegt húsnæði en við létum blessa það í bak og fyrir áður en við tókum húsið í notkun svona til að fá góðan anda hingað inn,“ segir Bryndís og hlær. Hægt er að kynna sér stunda- skrá dansskólans á vefsíðunni www. bryn.is. - sm Ballettinn kom í stað hersins DANSINN GLEÐUR Bryndís telur að koma dansskólans hafi ýtt undir áhuga barna á dansi. Hér er hún ásamt nem- anda sínum í Los Angeles. Það er

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.