Fréttablaðið - 06.05.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 06.05.2010, Blaðsíða 28
28 6. maí 2010 FIMMTUDAGUR Uppbygging lífeyrissjóða er eitt af því sem best hefur tekist hjá Íslendingum undan- farna áratugi. Í sjóðunum eru nú samtals rúmlega 1.800 millj- arðar króna og fáar þjóðir hafa byggt upp sambærilegan sparnað til þess að standa undir lífeyris- greiðslum í framtíðinni. Einung- is Holland og Sviss eru sambæri- leg við Ísland en þessi þrjú ríki eiga sparnað í lífeyrissjóðum sem nemur 120-130% af landsfram- leiðslu en önnur ríki standa þeim langt að baki. Umhugsunarvert er að bera saman stöðu Íslands og Grikklands. Grikkland engist í djúpri kreppu meðal annars vegna ákvarðana skammsýnna stjórn- málamanna sem lögleiddu lífeyr- iskerfi á kostnað skattgreiðenda sem engin leið er að standa undir. Grikkir eiga enga lífeyrissjóði. Ómálefnaleg gagnrýni Lífeyrissjóðir á vegum aðila vinnu- markaðarins hafa að undanförnu sætt mikilli ágjöf. Einkum hafa sjóðir á vegum Samtaka atvinnu- lífsins og verkalýðshreyfingar- innar orðið fyrir ómálefnalegri gagnrýni eða beinlínis rógburði. Lífeyrissjóðirnir þurfa vissulega að þola gagnrýni og sæta aðhaldi. Gagnrýnin þarf hins vegar að vera málefnaleg og leiðbeinandi um hvert skuli stefnt. Skoða verður heildarstöðuna Lífeyrissjóðirnir hafa tapað á fjárfestingum sínum í kjölfar bankahrunsins. Annað var nán- ast útilokað. Að mati Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) var ávöxtun lífeyris- sjóða neikvæð um 23% árið 2008 í aðildarríkjum þess sem er svipað og gerðist á Íslandi. Á Írlandi var ávöxtun neikvæð um 40% og 33% í Bandaríkjunum. Oft gleymist að lífeyrissjóðirnir höfðu hagn- ast verulega á árunum á undan og þegar upp er staðið er staðan ekki svo afleit. Lífeyrissjóðirnir störfuðu á markaði eins og hverj- ir aðrir fjárfestar og voru þol- endur hrunsins en ekki gerendur. Lífeyrissjóðirnir eiga það sam- eiginlegt með helstu fjármála- fyrirtækjum heimsins að hafa tapað þúsundum milljarða króna á íslensku bönkunum sem á tíma- bili voru taldir meðal bestu fjár- festingarkosta. Mistök lífeyrissjóðanna Mestu mistök lífeyrissjóðanna hafa líklega verið að efla ekki nægilega eignastýringadeildir sjóðanna. Meiri vinna við grein- ingu á einstökum fjárfestingar- kostum hefði leitt til gagnrýnni ákvarðana, einkum varðandi fjárfestingar í skuldabréfum. Það er svo eftir öðru að þeir sem áður gagnrýndu sjóðina fyrir of háan rekstrarkostnað og kostnað við eignastýringu skuli nú vera fremstir í flokki þeirra sem gagn- rýna sjóðina vegna tapaðra fjár- festinga. Ábyrg stjórnun Samtök atvinnulífsins og verka- lýðshreyfingin standa af fullri ábyrgð að stjórn lífeyrissjóða á þeirra vegum. Þess vegna víkja stjórnir sjóðanna sér ekki undan sársaukafullum skerðingum á rétt- indum þegar fjárfestingar sjóð- anna ganga ekki vel. Fyrir sjóðina er ekki hægt að safna upp yfir 500 milljarða reikningi á skattgreið- endur framtíðarinnar eins og gerst hefur í sjóðum sem stjórnmála- menn okkar bera ábyrgð á. Ábyrgð stjórnmálamanna á lífeyrissjóðun- um er ávísun á gríska ástandið. Þá er heldur ekki lausn á núver- andi vanda að taka upp svokallað sjóðfélagalýðræði. Nokkrir slíkir sjóðir starfa hér á landi og hafa ekki sýnt betri árangur í fjár- festingum, ekki ástundað betri stjórnarhætti og um þá hefur alls ekki ríkt friður. Þvert á móti. Ef almennu lífeyrissjóðirnir yrðu settir undir slíkt fyrirkomulag væri yfirvofandi hætta á því að litlir hópar, með þrönga sérhags- muni að leiðarljósi, myndu yfir- taka sjóðina. Fljótlega yrði ríkið alls ráðandi í þróun lífeyrismála með fyrirsjáanlegu ábyrgðarleysi. Líklegasta þróunin yrði fráhvarf frá sjóðssöfnun í átt til gegnum- streymis með skelfilegum afleið- ingum fyrir lífeyrisþega. Iðgjöld til almennra lífeyris- sjóða undir forystu aðila vinnu- markaðarins hafa verið hækkuð í kjarasamningum til þess að mæta hærri ævilíkum lífeyrisþega og fjölgun öryrkja. Svigrúmi til launahækkana í kjarasamningum hefur verið varið til þess að búa í haginn fyrir lífeyrisþega framtíð- arinnar, bæði með auknum fram- lögum atvinnulífsins í sameign og séreign, og skattbyrði framtíðar kynslóða þannig verið stillt í hóf. Breytt hefur verið úr jafnri í ald- urstengda réttindaávinnslu til þess að mæta breyttri aldurssamsetn- ingu sjóðfélaga. Sjóðirnir hafa sett sér reglur um starfshætti og siða- reglur. Áratuga farsæl uppbygging Almenna lífeyrissjóðakerfið bygg- ir á því að hægt sé að velja um til hvaða lífeyrissjóðs er greitt. Síðan er þar til viðbótar heimild til þess að gera kjarasamninga sem kveða á um greiðslu í tiltekinn lífeyrissjóð enda er almennt samningsfrelsi í landinu. Í gegnum tíðina hefur verið góð samstaða um það milli aðila almenna vinnumarkaðar- ins að gera þannig kjarasamninga enda hefur hinn ábyrgi hluti lífeyr- iskerfisins verið þróaður meira og minna á þeim forsendum á síðustu 40 árum. Fjölmargir einstaklingar velja svo að greiða til lífeyrissjóða á vegum aðila vinnumarkaðarins án þess að vera skyldugir til þess. Óábyrgu tali um óheyrilegt sukk og óráðsíu, spillingu og annað slíkt innan lífeyrissjóða á ábyrgð aðila vinnumarkaðarins er vísað á bug. Ég leyfi mér að fullyrða að enginn þeirra sem nú situr í stjórn lífeyr- issjóðs á vegum Samtaka atvinnu- lífsins hefur sem stjórnarmaður í lífeyrissjóði þegið boðsferðir eða gjafir frá viðskiptaaðilum sjóð- anna. Aðilar vinnumarkaðarins munu verja lífeyrissjóðina Við lifum í samfélagi sem er svo upptekið af holdafari að stúlk- ur allt niður í níu ára aldur fara í megrun og fjöldi íslenskra stúlkna er lagður inn á átröskunardeildir spítala á hverju ári. Ýmislegt í samfélagi okkar ýtir undir þessi alvarlegu vandamál. Rannsóknir sýna að konur sem skoða myndir af kvenlíkömum eins og þeir birt- ast í tískutímaritum og tónlist- armyndböndum upplifa gjarnan í kjölfarið óánægju með líkama sinn. Óánægja kvenna með eigin líkamsvöxt, sem er svo algeng að hún er dæmigerð í okkar samfé- lagi, er einn helsti áhættuþáttur átraskana. Í umfjöllun fjölmiðla um konur sem hafa grennt sig er alla jafna gengið út frá því að hamingjuna sé að finna í mjórri kroppi. Hug- myndinni um að það sé slæmt að vera í þéttari kantinum en gott að vera grannur er þannig haldið að okkur úr öllum áttum, sem leiðir til óttablandinna viðhorfa gagn- vart mat og þyngd og fordóma í garð feitra. Til að mynda hafa rannsóknir sýnt að margir telja þéttvaxna einstaklinga heimsk- ari og með minni viljastyrk en léttara fólk. Mikil þörf er því fyrir viðburði á borð við Megrunarlausa dag- inn (International No Diet Day) sem haldinn er í dag. Til dagsins var stofnað í Bretlandi árið 1992 í því augnamiði að berjast gegn megrun, átröskunum og fordóm- um í garð feitra og vekja athygli á skaðlegum áhrifum útlitsdýrk- unar. Á þessum degi er fólk hvatt til að fagna margbreytilegum lík- amsvexti og lýsa yfir opinberum frídegi frá hugsunum um megr- un og líkamsvöxt. Einnig er fólk hvatt til að minnast fórnarlamba átraskana og hættulegra megrun- araðferða sem eru bein afleiðing ríkjandi samfélagsviðhorfa gagn- vart holdafari. Einungis með því að breyta okkar eigin viðhorfum getum við breytt þeim viðmiðum sem tíðkast í samfélaginu. Með því að vera meðvituð um að feg- urð og hreysti megi finna í ýmiss konar líkamsgerðum aukum við sjálfstraust okkar og kvennanna í kringum okkur og drögum úr fitufordómum okkar og annarra. Og með því að stunda heilbrigðar lífsvenjur, ánægjulegar og öfga- lausar, erum við jákvæðar fyrir- myndir fyrir börn og viðkvæma einstaklinga. Í ár munum við sem stöndum að Megrunarlausa deginum halda til í verslunarmiðstöðvum höfuð- borgarsvæðisins og bjóða gestum og gangandi að stíga á hina stór- skemmtilegu Vei! vigt, sem sýnir jákvæðar staðhæfingar í staðinn fyrir kílóatölur. Það er von okkar að með þessum hætti fáir þú, les- andi góður, loksins réttu skilaboð- in frá umhverfinu, sem eru þau að þú ert frábær og heillandi sama hversu mikið þú vegur. Upphefj- um fegurð og fjölbreytileika mis- munandi líkamsvaxtar í dag (og alla aðra daga)! Upphefjum fegurð og tökum frí frá megrun Staða lífeyrissjóðanna Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Oft gleymist að lífeyrissjóðirnir höfðu hagnast verulega á árunum á undan og þegar upp er staðið er staðan ekki svo afleit. Lífeyrissjóðirnir störfuðu á markaði eins og hverjir aðrir fjárfestar og voru þol- endur hrunsins en ekki gerendur. Megrunarlausi dagurinn Ösp Árnadóttir M.A. í hagnýtri félagssálfræði. Þegar byrjað var að byggja stífl-una við Kárahnjúka og síðar álverið á Reyðarfirði streymdi erlent og innlent vinnuafl austur á land. Á þeim tíma vantaði vissu- lega húsnæði fyrir allt þetta fólk og menn geystust fram á völlinn til að byggja ný hús og breyta gömlum. Mörgum hnykkti við þegar sagt var frá því í fjölmiðlum að búið væri að afhelga gömlu kirkjuna á Eski- firði og hún væri til sölu á almenn- um markaði. Risið hafði nýtt glæsi- hýsi fyrir helgihald og menningarlíf á öðrum stað í þorpinu og ekki leng- ur þörf fyrir gamla guðshúsið. Ýmsum mætum Eskfirðingum, öldnum sem ungum, brá og urðu þeir strax órólegir fyrir hönd gömlu kirkjunnar sinnar en ekkert varð til þess að koma í veg fyrir sölu hennar og var hún seld fyrirtæki sem hafði látið til sín taka í framkvæmdum fyrir austan um þessar mundir. Þótt gamla kirkjan sé friðuð af Húsafriðunarnefnd ríkisins tókust nýju eigendurnir á hendur þá miklu ábyrgð sem fylgir því að eiga friðað hús, með þeim kvöðum og takmörk- unum sem því fylgir, en ákváðu engu að síður að breyta því í íbúðir, væntanlega fyrir nýbúa vegna hins mikla uppgangs sem þá var á Aust- urlandi. En allir vita hvað gerðist haust- ið 2008. Efnahagur þjóðarinnar hrundi, erlent vinnuafl hætti að streyma til landsins, offramboð varð á húsnæði fyrir austan sem og annars staðar, skortur varð á láns- fé og ekki lengur gróðavænlegt að standa í byggingaframkvæmdum. Og nú er gamla kirkjan á Eskifirði einnig að hruni komin. Í nokkur ár hefur hún staðið nánast opin og óvarin fyrir veðri og vindum. Byrj- að var á því að fjarlægja allar inn- réttingar og innanstokksmuni og höggva sjálfar kirkjutröppurnar í spað. Og síðan hefur lítið gerst. Mikil er ábyrgð eigenda hennar og getur maður bara vonað að þeir skilji og skynji ábyrgð sína og forði þessu indæla, gamla húsi frá glötun, sem þeim auðvitað ber að gera. Flestir eru sammála um að mikil menningarverðmæti séu fólgin í gömlum kirkjum víðs vegar um landið og mörg þorp og sveitarfé- lög eru svo lánsöm að margar af þessum byggingum hafa verið gerð- ar upp, öllum til yndis og ánægju. Þessi uppgerðu guðshús glitra eins og perlur í umhverfi sínu á meðan gamla kirkjan á Eskifirði stendur eins og veðraður, gamall skúr og bíður örlaga sinna. Hvers á hún að gjalda? Nú á tímum kreppu og skip- brots lítillar þjóðar er mikilvægt að huga að raunverulegum verð- mætum og gildum þessarar sömu þjóðar. Ég vona að eigendur kirkj- unnar axli sína ábyrgð og komi í veg fyrir að kirkjan fari forgörð- um. Eins furðar maður sig á því að sveitarfélagið og þjóðkirkjan sem og velunnarar kirkjunnar og áhuga- menn um varðveislu gamalla húsa almennt skuli ekki láta málið til sín taka með einhverjum hætti. Ef sið- ferðislegar og lagalegar skyldur við andleg og menningarleg verðmæti þjóðarinnar duga ekki sem hvati má benda á að ferðamenn, sem eiga nú að bjarga fjárhag landsins, koma til að sjá gamlar, fallegar byggingar, ekki galtómar steinsteypublokkir og veðraða skúra. Það er því sama hvernig maður lítur á málið; gömlu kirkjunni á Eskifirði verður að bjarga. Gamla kirkjan á Eskifirði Afleiðingar góðærisins Hilda G. Birgisdóttir þýðandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.