Fréttablaðið - 06.05.2010, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 06.05.2010, Blaðsíða 66
54 6. maí 2010 FIMMTUDAGUR Lið: Grindavík Spá Fréttablaðsins: 9. sæti. Árangur í fyrra: 9. sæti. Þjálfari: Lúkas Kostic. Lykilmaður: Scott Ramsay. Styrkleikar: Frábærir sóknar- menn, ágætur heimavöllur. Veikleikar: Mistækur markvörður og óstöðugt lið. Helstu breytingar: Liðið missti Óla Stefán Flóventsson, Eystein Húna Hauksson og þrjá erlenda miðlungsmenn. Fengu Auðun Helgason í vörnina og Loic Ondo sem er spurningarmerki. Lið: Valur Spá Fréttablaðsins: 7. sæti. Árangur í fyrra: 8. sæti. Þjálfari: Gunnlaugur Jónsson. Lykilmaður: Atli Sveinn Þórar- insson. Styrkleikar: Sterkir miðjumenn, reyndir varnarmenn. Veikleikar: Lítt reyndur þjálfari, mistækur markvörður, leikmenn sem gefast upp. Helstu breytingar: Misstu marga leikmenn eins og Baldur Bett, Guðmund Mete, Helga Sigurðsson og Marel Baldvinsson. Fengu tvo Dani, Hauk Pál Sigurðsson og Jón Vilhelm Ákason. Lið: Fylkir Spá Fréttablaðsins: 6. sæti. Árangur í fyrra: 3. sæti. Þjálfari: Ólafur Þórðarson. Lykilmaður: Valur Fannar Gísla- son. Styrkleikar: Samheldinn hópur, hraðir sóknarmenn, baráttuglatt lið, sterkur markvörður. Veikleikar: Lítil breidd, óstöðugir framherjar. Helstu breytingar: Liðið missti Halldór Hilmisson en fékk Baldur Bett, Odd Inga Guðmundsson og Andrew Bazi frá Svíþjóð. Lið: Stjarnan Spá Fréttablaðsins: 8. sæti. Árangur í fyrra: 7. sæti. Þjálfari: Bjarni Jóhannsson. Lykilmaður: Steinþór Freyr Þor- steinsson. Styrkleikar: Gervigrasið sem þeir þekkja manna best, góð stemning. Veikleikar: Enginn stöðugleiki, lítil breidd. Helstu breytingar: Liðið saknar helst Guðna Rúnars Helgasonar en hefur fengið Atla Jóhannsson, Dennis Danry, Marel Baldvinsson og Ólaf Karl Finsen. FÓTBOLTI Pepsi-deild karla hefst næstkomandi mánudag og að þessu sinni skoðum við liðin sem Frétta- blaðið spáir að verði í sætum níu til sex í sumar. 9. sæti – Grindavík Grindvíkingar hafa alla burði til þess að gera betur í ár en í fyrra en Fréttablaðið hefur þó ekki trú á því að þeir nái hærra en síð- asta sumar. Það verður örugglega gaman að horfa á Grindavíkurliðið spila í sumar enda hefur það innan sinna raða frábæra sóknarmenn. Grindvíkingar vilja örugglega sækja í sumar og lykilmaðurinn í þeirra sóknarleik verður án vafa Scott Ramsay. Hann er maðurinn sem á að búa til færin fyrir liðið og hefur eiginleika til þess að sprengja upp hvaða vörn sem er. Gilles Ondo sló í gegn í fyrra en hann ætti að mæta enn sterkari til leiks næsta sumar þar sem hann hefur verið lengur hjá liðinu og þekkir íslenska boltann betur. Spurningarmerkið er þó Grétar Ólafur Hjartarson sem snýr aftur eftir löng og erfið meiðsli. Áður en Grétar meiddist var hann óumdeil- anlega einn besti framherji lands- ins. Stóra spurningin er aftur á móti sú hvort sömu töfrar séu enn í tánum á stráknum. Ef svo er þá eru Grindvíkingar í toppmálum. Tilkoma Auðuns Helgasonar mun styrkja varnarleik liðsins til mikilla muna en áhyggjuefnin eru miðjan og markvörðurinn. Óskar Pétursson var afar óstöðugur í fyrra og gerði nokkuð af klaufa- mistökum. Slík mistök kosta stig og verða því að vera í lágmarki. 8. sæti – Stjarnan Stjarnan var spútniklið síðasta sumars, framan af móti það er að segja. Leikur liðsins hrundi svo til algjörra grunna og það er mikið áhyggjuefni. Rétt eins og hversu lélegt liðið er á útivelli. Liðið sýndi aftur á móti síðasta sumar að það getur spilað frábæran sóknar- bolta. Léttleikandi og baráttuglað- ir strákar sem vilja spila fótbolta. Miðjan var ekki nógu sterk í fyrra en tilkoma Atla Jóhanns- sonar og Dennis Danry ætti að styrkja miðjuspil liðsins til mik- illa muna. Varnarleikurinn er einnig traustur og liðið hefur fínan markvörð. Það er klassísk tugga að annað ár liða í efstu deild geti reynst liðum erfið. Það er talsvert til í þeirri tuggu og Stjörnumenn munu ekki njóta þess í ár að eitt- hvert lið vanmeti þá. Ef liðið ætlar sér einhverja hluti þá þarf það að vinna einhverja útileiki en liðið vann aðeins einn útileik í fyrra, það var gegn Þrótti í 2. umferð. 7. sæti – Valur Vonbrigði síðasta sumars. Allt sem gat gengið á afturfótunum gerði það. Félagið tók þá skynsamlegu ákvörðun að moka út leikmönn- um sem annaðhvort voru komnir fram yfir síðasta söludag eða voru eingöngu í félaginu að því er virt- ist til þess að ná í launatékka. Á móti kemur að liðið hefur ekki fengið nógu sterka íslenska leikmenn í staðinn og þjálfari liðs- ins hefur litla reynslu. Helstu við- brigðin verða þó þau að Valsmenn spila ekki undir pressu í sumar enda er ekki búist við miklu af liðinu. Gunnlaugur Jónsson þarf því væntanlega ekki að fara á taugum þó svo að illa ári í sumar. Stjórn Vals hefur haft það orð á sér að vera fullafskiptasöm en beri henni gæfa til að gefa Gunnlaugi vinnufrið gæti það borið ávöxt næsta sumar. Danirnir tveir eru síðan spurningarmerki en standi þeir undir væntingum gætu Vals- menn bitið frá sér. 6. sæti – Fylkir Fylkir kom allra liða mest á óvart í fyrra og líklega má segja að Ólafur Þórðarson hafi náð öllu út úr þessu liði og rúmlega það. Það verður ekki auðvelt að endurtaka þann leik og það er pressa á mörg- um leikmönnum að sýna sömu frammistöðu og í fyrra. Ekki hjálpar til að lítið gekk að styrkja hópinn og endurkoma Ólafs Stígs- sonar ber vott um örvæntingu í Árbænum. Valur Fannar var límið í liðinu í fyrra og hann verður að spila álíka vel í sumar ef Fylkir ætlar að halda dampi. Vörnin var líka frábær og hún þarf að vera í topp- formi. Framherjar liðsins eru ekki nógu stöðugir og Fylkir gæti lent í vandræðum með að skora. Nái strákar eins og Ingimundur Níels og Kjartan Breiðdal að spila jafn vel og í fyrra þá verða Fylkismenn í fínum málum. Algjör bónus yrði síðan fyrir liðið ef Pape Faye hefur fundið markaskóna en hann gat ekki keypt mark í fyrra. Við spáum því aftur á móti að Fylkir nái ekki að endurtaka leik- inn í sumar. Liðið vantar breidd og stöðugri markaskorara. henry@frettabladid.is Miðjumoðið í Pepsi-deild karla Fréttablaðið hefur ekki trú á því að Fylkir endurtaki leikinn og verði í toppbaráttunni í sumar. Stjarnan mun einnig vera í neðarlega rétt eins og mikið breytt lið Vals. Grindavík verður rétt fyrir ofan fallliðin. VERÐUGT VERKEFNI Ólafur Þórðarson stýrði Fylki óvænt í þriðja sætið í fyrra. Hann fær það verðuga verkefni að reyna að endurtaka þann leik í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Útsendari enska félags- ins Newcastle á Norðurlöndun- um, Ole Nielsen, segir að félagið hafi ekki áhuga á að fá Sölva Geir Ottesen, leikmann SönderjyskE, í sínar raðir. Þetta sagði Nielsen í samtali við danska fjölmiðla í dag en Sölvi hefur lengi verið orðaður við Newcastle. „Þessar sögusagnir eiga sér rætur hjá SönderjyskE því ekki höfum við áhuga. Við höfum séð hann spila margoft en þó svo að við séum að mæta á leiki Sönder- jyskE þýðir það ekki að við séum endilega að fylgjast með Sölva.“ „Okkur þykir það pirrandi að við séum sífellt sagðir á eftir Sölva því ég get staðfest að við höfum ekki áhuga á honum,“ er haft eftir Nielsen. Forráðamenn SönderjyskE eiga þó von á því að Sölvi fari frá félaginu nú í sumar. - esá Sölvi Geir Ottesen: Newcastle hef- ur ekki áhuga SÖLVI GEIR Orðaður við félög víða. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Spænski leikmaðurinn David Silva hjá Valencia er enn og aftur orðaður við Man. Utd þessa dagana og leikmaðurinn er nú farinn að gefa United undir fótinn. Sjálfur segist hann vera ham- ingjusamur hjá Valencia en við- urkennir þó að það yrði erfitt að hafna tilboði frá Man. Utd. „Þegar maður heyrir að félag eins og Man. Utd hafi áhuga á manni þá er það mikill heiður. Ég er mjög meðvitaður um styrk- leika enska boltans og enska deildin hefur verið sú besta í heimi síðustu ár,“ sagði Silva. „Ef það kæmi kall frá United þá væri mjög erfitt að segja nei. Þó svo ég sé hamingjusamur hjá Valencia þá hafa allir leikmenn sinn verðmiða og ef Valencia fær gott tilboð þá gætu bæði félög gert góð viðskipti.“ - hbg Silva daðrar við United: Erfitt að segja nei við United DAVID SILVA Gefur Man. Utd undir fótinn. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES HANDBOLTI Haukamaðurinn Sigur- bergur Sveinsson hefur verið atkvæðamikill í fyrstu þremur leikjunum í úrslitaeinvígi Hauka og Vals en liðin mætast í fjórða sinn í Vodafone-höllinni í kvöld. Sigurbergur er markahæsti leik- maðurinn í einvíginu og aðeins tveir leikmenn hafa gefið fleiri stoðsendingar. Sigurbergur hefur alls skorað 26 mörk (úr 48 skotum, 54 prósent) þar af hafa 19 þeirra komið úr aðeins 31 skoti í síðustu tveimur leikjum. Sigurbergur hefur einnig gefið 9 stoðsendingar og það eru aðeins félagi hans Elías Már Halldórs- son og Valsmaðurinn Sigurður Eggertsson sem hafa gert betur en þeir eru báðir búnir að gefa 10 stoðsendingar á félaga sína. Arnór Þór Gunnarsson er markahæstur Valsmanna með 22 mörk úr 35 skotum (63 prósenta skotnýting) en hann hefur þar af nýtt öll 11 vítin sín. Valsmenn eru með 92 prósenta vítanýtingu í ein- víginu (12 af 13) en Haukar hafa aðeins nýtt 12 af 17 vítum sínum (71 prósent). Fannar Þór Friðgeirs- son hefur skorað flest mörk Vals- manna utan af velli (15) en hann er einnig sá leikmaður í einvíginu sem hefur fiskað flesta mótherja út af eða alls 7. Pétur Pálsson, línumaður Hauka, hefur staðið sig vel en hann hefur nýtt 11 af 12 skotum sínum og eng- inn hefur fiskað fleiri víti. Pétur hefur fiskað 7 víti og 4 brottrekstra í þessum þremur leikjum. Haukamaðurinn Freyr Brynjars- son hefur skorað flest hraðaupp- hlaupsmörk (4) en þau komu öll í síðasta leik þegar Haukarnir skor- uðu öll sjö hraðaupphlaupsmörk leiksins. Félagi Freys, Gunnar Berg Viktorsson, hefur varið flest skot í vörn (4) en Haukavörnin hefur tekið sex fleiri skot en Vals- vörnin í fyrstu þremur leikjun- um. Valsmarkverðirnir eru framar í tölfræðinni, Hlynur Morthens hefur varið 51 skot eða 15 fleiri en Birkir Ívar Guðmundsson og varamarkvörður Valsmanna, Ingv- ar Guðmundsson, hefur varið þrjú víti af þeim 4 sem hafa verið varin í þessum þremur leikjum. - óój Tölfræðin úr fyrstu þremur leikjum Hauka og Vals í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í N1 deild karla: Sigurbergur atkvæðamestur í úrslitunum SIGURBERGUR SVEINSSON Haukamað- urinn hefur skorað 8,7 mörk að meðal- tali í leik í lokaúrslitunum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.