Fréttablaðið - 06.05.2010, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 06.05.2010, Blaðsíða 44
32 6. maí 2010 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1912 Jarðskjálfti, áætlaður 7 stig, verður á Suður- landi með upptök nálægt Heklu. Margir bæir falla. 1941 Jósep Stalín verður ein- ræðisherra Rússlands. 1955 Vestur-Þýskaland gengur í NATO. 1957 Síðasti þáttur „I love Lucy“ sýndur á CBS-sjón- varpsstöðinni. 1968 Þúsund manns slasast í óeirðum stúdenta við lögreglu í París. 1986 Hornsteinn lagður að húsi Seðlabankans við hátíðlega athöfn. 2007 Nicolas Sarkozy kjörinn forseti Frakklands. SÁLKÖNNUÐURINN SIGMUND FREUD (1856-1939) FÆDDIST ÞENNAN DAG. „Einni af áleitnari spurningum lífsins er enn ósvarað, og sjálf- ur hef ég engin svör þrátt fyrir þrjátíu ára rannsóknir á sálarlífi kvenna, en hún er: „Hvað er það sem kona vill?“ Austurríkismaðurinn Sigmund Freud er kallaður faðir sálarfræðinnar og kenningar hans hafa enn áhrif. AFMÆLI MARGRÉT SIGURÐAR- DÓTTIR vaxtarrækt- arkona er 44 ára. EINAR SIG- URBJÖRNS- SON, guðfræð- ingur og prófessor, er 66 ára. GUÐMUND- UR PÉT- URSSON, lögfræð- ingur og fyrrverandi markvörð- ur, er 64 GEIR SVANSSON, bók- mennta- fræðingur og mynd- listarmaður, er 53 ára. Þýska loftskipið LZ 129 Hindenburg fórst á Lakehurst-herflugvelli í New Jersey þennan dag fyrir 73 árum. Alls voru 200 milljón lítrar gass í loftskipinu þegar eldur varð laus og fræg er mynd sem tekin var af Hindenburg í ljósum logum aðeins sekúndum eftir að kviknaði í því. Loftskipið fór jómfrúarferð sína frá Friedrich- shafen 4. mars 1936 og eftir fimm vel heppnuð tilraunaflug fór Hindenburg í sitt fyrsta formlega farþegaflug, sem var þriggja daga hringferð yfir Þýskalandi. Alls fór Hindenburg sautján ferðir 1936; tíu til Bandaríkjanna og sjö til Brasilíu. Farþegafjöldi gat mest orðið 72, og var stöðugleiki loftskips- ins frægur. Hindenburg var statt 200 metrum ofan við Lakehurst-herstöðina að kvöldmatartíma 6. maí 1937. Tuttugu mínútum síðar hafði eldur breiðst út og á aðeins 37 sekúndum hrapaði loftfarið logandi til jarðar. Af 36 farþegum og 61 manns áhöfn fórust 13 farþegar, 22 úr áhöfn og einn á jörðu niðri. ÞETTA GERÐIST: 6. MAÍ 1937 Loftskipið LZ 129 Hindenburg ferst „Burstagerðin var stofnuð af föður mínum, Hróbjarti Árnasyni bursta- gerðarmeistara, 1. maí 1930. Pabbi lærði iðnina í Danmörku og er eini Íslendingurinn sem fékk meistara- bréf í burstagerð. Hann varð því braut- ryðjandi á sviði burstagerðar hérlend- is, kenndi mönnum sem síðan þjálfuðu blinda í burstagerð og fjölmargir kynntust burstahnýtingum í kvöld- skóla KFUM undir hans stjórn,“ segir Friðrik Hróbjartsson, eigandi Bursta- gerðarinnar, sem er sú eina sinnar teg- undar á Íslandi og hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá stofnun hennar fyrir áttatíu árum. „Fyrstu árin var bursta- og pensla- gerð eingöngu handavinna og þá um fjórtán manns við framleiðsluna. Einnig voru nær öll burstatré smíðuð á staðnum og íslenskt hrosshár keypt af bændum víðs vegar að til að nota við framleiðslu á ýmsum burstum og penslum,“ segir Friðrik, en fyrsta burstagerðarvélin var keypt til lands- ins frá Bandaríkjunum 1942, sem jók framleiðsluhraða til muna þótt enn væru ýmsir burstar og allir penslar framleiddir í handavinnu. „Við systkinin vorum ung að árum og öll í skóla þegar faðir minn andaðist 1953, en þá tók föðurbróðir minn, Sig- urbergur, við framkvæmdastjórn fyr- irtækisins til ársins 1959. Árið 1965 var Burstagerðin gerð að hlutafélagi og fljótlega upp úr því tek ég við rekstr- inum,“ segir Friðrik sem hefur verið eigandi allra hlutabréfa í Burstagerð- inni ásamt fjölskyldu sinni frá 1979, en synir hans hafa starfað með honum í fyrirtækinu frá því snemma á níunda áratugnum. „Saman stofnuðum við systurfyrir- tækið Besta árið 1988, sem sérhæfði sig í hreinlætisvörum, sem og vélum og tækjum til iðnaðarnota. Fljótlega var stofnuð véladeild innan fyrirtækisins, sem seldi ýmsar vélar fyrir snjó ruðn- ing, og sópar á götur og flugvelli urðu meðal vara sem nú voru boðnar til sölu. Véladeild fyrirtækisins varð fljótt þekkt vegna afbragðs véla og þjónustu og 2003 stofnuðum við fyrir- tækið Aflvélar utan um véladeildina,“ segir Friðrik sem seldi rekstur Besta árið 2005 en hefur síðan haldið áfram rekstri Burstagerðarinnar og Aflvéla í eigin húsnæði að Vesturhrauni 3 í Garðabæ. Friðrik segir hugann reika til baka á merkum tímamótum sem þessum. „Áttatíu ár er langur líftími fyrirtæk- is og ýmsir erfiðleikar sem orðið hafa á veginum. Má þar nefna stríðsárin 1940 til 1945, þegar skortur á aðföng- um var erfiður og ótryggur og á eft- irstríðsárunum þegar innflutnings- höftin tóku við allt til ársins 1955. Á þeim tíma þurfti innflutningsleyfi frá Viðskiptaráði og síðar Viðskiptanefnd fyrir öllum hráefnum og voru synjan- ir daglegt brauð. Stundum var aðeins hægt að fá innflutningsleyfi frá löndum eins og Brasilíu eða Úrúgvæ og varð að leita að fyrirtækjum þar, sem hugs- anlega ættu einhver hráefni til bursta- gerðar en slík leit gat tekið langan tíma við oft lítinn árangur,“ segir Friðrik og minnist Skömmtunarstofu ríkisins sem þurfti að leita til um leyfi fyrir ýmsum vörum. „Þá má nefna lánsfjárkreppuna og síðar verðbólgufárið þegar mikill tími forráðamanna fyrirtækja fór í bið- tíma á bankastjórabiðstofum til að fá nægt rekstrarfé og selja vöruvíxla.“ Friðrik segir engan uppgjafartón hjá forráðamönnum Burstagerðarinn- ar í dag. „Við höldum ótrauðir áfram og viljum nota tækifærið til að þakka okkar góðu viðskiptamönnum fyrir traustið sem þeir hafa sýnt fyrirtæk- inu í öll þessi ár. Mikil breyting hefur orðið á sölumöguleikum íslenskra iðn- aðarvara á síðustu árum þar sem sam- keppni frá Asíulöndum á ódýrum fjölda- framleiddum vörum er mikil. Þess í stað framleiðum við enn meira af sér- hæfðum burstum fyrir fiskiðnaðinn og annan iðnað, en einnig bílakústa fyrir þvottaplön, verksmiðjukústa, gólfkústa og þakkústa í háum gæðaflokki, að ógleymdum anddyrismottunum Durol, sem eru framleiddar eftir máli og hafa notið mikilla vinsælda í mörg ár.“ thordis@frettabladid.is BURSTAGERÐIN : ÁTTATÍU ÁRA OG ALLTAF Í HÖNDUM SÖMU FJÖLSKYLDUNNAR BRAUTRYÐJENDUR Á SVIÐI BURSTAGERÐAR Á ÍSLANDI VELJUM ÍSLENSKT! Friðrik Hróbjartsson hefur staðið vaktina í Burstagerðinni í 45 ár, en faðir hans, Hróbjartur Árnason, stofnaði fyrirtækið fyrir 80 árum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Móðir okkar og amma, Inga Þorgeirsdóttir kennari, Hofteigi 48, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju mánudaginn 10. maí kl. 15. Þorgerður Ingólfsdóttir og Knut Ødegård Mali Ødegård og Roar Sørli Knut, Kristine Hege Ødegård Rut Ingólfsdóttir og Björn Bjarnason Sigríður Sól Björnsdóttir og Heiðar Guðjónsson Orri, Bjarki, Rut Bjarni Benedikt Björnsson og Daði Runólfsson Vilborg Ingólfsdóttir og Leifur Bárðarson Margrét María Leifsdóttir og Guðmundur Pálsson Máni, Diljá Helga, María Inga María Leifsdóttir og Kristbjörn Helgason Júlía Helga, Jakob Leifur Unnur María Ingólfsdóttir og Thomas Jan Stankiewicz Catherine María Stankiewicz Helene Inga Stankiewicz Thomas Davíð Stankiewicz Inga Rós Ingólfsdóttir og Hörður Áskelsson Guðrún Hrund Harðardóttir og Gunnar Andreas Kristinsson Áróra, Auðunn Inga Harðardóttir og Guðmundur Vignir Karlsson Björt Inga, Ísleifur Elí Áskell Harðarson 60 ára afmæli Hannes Sigurðsson, útvegsbóndi, Hrauni Ölfusi, verður sextugur hinn 6. maí (í dag). Í tilefni þess býður hann ætting jum, vinum, samferðamönnum og samstarfsfólki, fyrr og nú, að koma og þigg ja léttar veitingar í Versölum (ráðhúsinu) Þorlákshöfn, föstu- dagskvöldið 7. maí (annað kvöld) kl. 19.00 til 23.00. Gjafi r eru afþakkaðar en bent á Björgunarsveitina Mannbjörg í Þorlákshöfn. Banki: 0150--26-002003 kt: 460387-2569
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.