Fréttablaðið - 06.05.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 06.05.2010, Blaðsíða 30
30 6. maí 2010 FIMMTUDAGUR Meðvirkur einstaklingur er ágætt efni í fylgjanda en hann hefur ekki mann- kosti leiðtogans sem leiða þarf umbæt- ur í samfélagi sem óumdeilanlega þarf að endurmeta gildi sín. Miklar vonir voru bundn-ar við fyrstu meirihluta- stjórn jafnaðarmanna á lýðveld- istímanum, þegar hún tók við völdum fyrir einu ári. Félags- hyggjumenn töldu víst, að hún mundi hrinda í framkvæmd ýmsum mikilvægum umbóta- málum enda þótt aðstæður væru erfiðar vegna bankahrunsins. Hefur ríkisstjórnin staðið undir þessum væntingum? Eða hefur „félagshyggjustjórnin“ brugð- ist? Þessum spurningum verður reynt að svara í þessari grein. Fátækt er talsverð á Íslandi Stærsta verkefni jafnaðar- manna er að auka réttlæti og jöfnuð í þjóðfélaginu. Misskipt- ing er mikil á Íslandi. Fátækt er talsverð og mun meiri en á hinum Norðurlöndunum. Bið- raðir við hjálparstofnanir eftir matarpökkum vitna um fátækt- ina. Það er okkur til skammar, að fólk skuli þurfa að leita til hjálparstofnana eftir mat. En það er svo naumt skammtað hjá sveitarfélögum til þeirra sem þurfa að fá aðstoð félagsþjón- ustu, að það dugar ekki til fram- færslu. Viðmiðið hjá félagsþjón- ustu Reykjavíkur er 125 þúsund á mánuði fyrir einstaklinga. Það lifir enginn af svo lágri upphæð. Bætur atvinnuleysistrygg- inga eru einnig mjög lágar þó þær séu nokkru hærri en við- mið félagsþjónustunnar. Og lág- markslaun verkafólks eru mjög lág, kr. 157 þús. á mánuði fyrir skatt. Það lifir enginn mann- sæmandi lífi af þeim launum. Ríkisstjórnin hefur lítið gert til þess að laga þetta ástand. Að vísu voru vaxtabætur hækkað- ar. Það hjálpar til. En fátækt í landinu hefur aukist að undan- förnu. Skattastefnan jafnar tekjuskiptinguna Skatta má nota til þess að jafna tekjuskiptinguna í þjóðfélaginu. Ríkisstjórnir íhalds og fram- sóknar beittu sköttum þannig að þeir juku ójöfnuð í þjóðfé- laginu. Skattar voru lækkaðir á þeim hæst launuðu en hækk- aðir á láglaunafólki. Núver- andi ríkisstjórn hefur tekið upp réttlátari stefnu í skattamálum. Skattar hafa verið lækkaðir á þeim lægst launuðu en hækkað- ir á þeim sem hærri hafa launin. Með slíkri stefnu er stuðlað að jafnari tekjuskiptingu en áður og það er vel. Ég er ánægður með skattastefnu ríkisstjórn- arinnar. Þjóðin hefur skilning á því, að í heild þurfi að hækka skatta vegna bankahrunsins. Aðalatriðið er, að þeir séu lagðir réttlátlega á skattþega. Kjör aldraðra og öryrkja skert Ég átti von á því að ríkisstjórn- in mundi bæta kjör aldraðra og öryrkja. En stjórnin hefur farið í öfuga átt. Í stað þess að bæta kjör lífeyrisþega hefur hún skert þau, skorið þau niður. Það var gert 1. júlí sl., sama dag og kaup verkafólks hækkaði um 6.750 krónur á mánuði. Ég efast um að íhaldsstjórn hefði skert kjör aldraðra og öryrkja sama dag og laun verkafólks hækk- uðu. Venjan hefur verið sú und- anfarin ár, að lífeyrir aldraðra og öryrkja hefur aukist um leið og kaup launþega hefur hækkað. Svo varð ekki sl. ár. Kaup laun- þega hækkaði á ný 1. nóv. 2009 um sömu fjárhæð, 6.750 krónur á mánuði og enn sátu lífeyris- þegar eftir. Bætur lífeyrisþega eru skammarlega lágar. Hag- stofan hefur birt könnun á með- altalsútgjöldum fólks til neyslu. Samkvæmt könnun, sem birt var í desember 2009, nema meðal- talsútgjöld einstaklinga 297 þús. á mánuði án skatta, framreiknað samkvæmt neysluvísitölu til des. Landssamband eldri borgara telur, að miða eigi lífeyri aldr- aðra við þessa könnun Hagstof- unnar. Samkvæmt því ætti líf- eyrir aldraðra einhleypinga að nema yfir 300 þúsund á mánuði en lífeyrir þeirra frá TR er í dag aðeins helmingur af þeirri fjár- hæð. Eldri borgarar geta ekki lifað mannsæmandi lífi af þeim smánarlega lágu bótum, sem þeir fá frá Tryggingastofnun. Standa verður við kosningaloforð- ið um fyrningu veiðiheimilda Eitt stærsta kosningamál stjórn- arflokkanna var að fara ætti fyrningarleið í sjávarútvegs- málum. Fyrna ætti kvótann á 20 árum og úthluta honum á ný til útgerðarmanna og nýrra aðila, sem vildu hefja útgerð. Ekki var tilgreint hvernig úthluta ætti kvótanum á ný en rætt hefur verið um að bjóða mætti upp veiðiheimildirnar eða þá að úthluta þeim eftir ákveðnum reglum. Fullnægja yrði athugasemdum Mannréttindanefndar Samein- uðu þjóðanna við nýja úthlutun, þannig að látið yrði af mannrétt- indabrotum. Ekki er ljóst hvort Jón Bjarnason sjávarútvegsráð- herra ætlar að efna kosninga- loforð stjórnarflokkanna og ákvæði stjórnarsáttmálans um fyrningarleiðina. Hann dreg- ur lappirnar í málinu. Kjósend- ur munu ekki líða það að stefna stjórnarflokkanna í þessu máli verði svikin. Krafa þeirra er sú, að staðið verði við kosningalof- orðin. Ella getur stjórnin farið frá. Fyrning veiðiheimilda á 20 árum er síst of ströng. Það er í raun málamiðlun. Niðurstaðan af framangreindu yfirliti er þetta: Ríkisstjórn- in hefur enn ekki unnið sér inn sæmdarheitið félagshyggju- stjórn. Hún hefur enn ekki gert nægar ráðstafanir til tekjujöfn- unar. Og stærsta ranglætismál- ið og það mál sem valdið hefur mestri tekjumismunun í þjóðfé- laginu er enn óleyst, kvótamál- ið. Þjóðin verður að taka veiði- heimildirnar í eigin hendur og úthluta á ný gegn sanngjörnu gjaldi. Hefur norræna félagshyggju- stjórnin brugðist? Helber lygi sagði þingmað-ur um þrálátan orðróm um mútur í formi milljóna styrkja til stjórnmálamanna frá auðmönnum sem nú liggja undir ámæli fyrir að hafa stefnt stórum hluta þjóð- arinnar í hreina fátækt. Spurn- ingin um mútugreiðslur er ekki spurning um lygi eða sannleika heldur spurning um siðgæðis- mörk. Hver viljum við að sé drif- kraftur stjórnmála og samfélags- mótunar í framtíðarsamfélaginu? Trúin á að von um gróða sé ekki eingöngu drifkraftur atvinnulífs og viðskipta heldur að það sé einn- ig siðferðilega verjandi að draga gróðahyggjuna inn í öll mannleg samskipti er afsprengi atferlis- hyggju og forskrift að óréttlátu samfélagi. Einstaklingar gleyma gildum eins og samúð, virðingu fyrir mannkostum og leitinni að réttlátu samfélagi. Dr. Hulda Þórisdóttir talar um mannlegt samfélag sem afsprengi aðstæðna og fjötraða skynsemi í Kastljósi RUV. Ég verð að játa að ég er ekki sátt við þá túlk- un Huldu að hegðun hafi verið afsprengi aðstæðna í aðdrag- anda hrunsins þótt ég taki undir tilvitnun hennar um markmiðs- drifna hugsun og áhrif fjötraðrar skynsemi. Að lýsa manninum sem afsprengi aðstæðna er að draga hann niður á plan maursins sem drifinn er af eðlishvöt og stjórn- ast af aðstæðum. Ég hef í mínum rannsóknum stuðst við kenning- ar félagsmótunar og hugrænnar félagsfræði um að maðurinn sé skapandi félagslegra aðstæðna. Fjötruð skynsemi er hug- tak sem sótt er til sálfræðings- ins Herbert Simon. Hann tefldi hinum fjötraða stjórnanda sem hefur takmarkaðar upplýsing- ar og takmarkað raunsæi gegn hinum hagsýna manni hagfræð- innar sem hámarkar ávinning sinn. Ambrose Bierce lýsir skyn- semi mannsins sem „listinni að hugsa og færa rök í ströngu sam- ræmi við takmarkanir og getu- leysi mannlegs misskilnings“. Að tala um atferli sem afsprengi aðstæðna gefur skerta og villandi mynd. Leita verður til Alberts Bandura sem horfir á manninn sem þátttakanda og geranda í félagslegu samhengi til þess að skapa heilstæðari mynd af félags- mótun. Maðurinn er ekki einungis félagsmótaður heldur er hann líka félagsmótandi. Vissulega má orða það svo að samfélag sé afsprengi félagsmótunar en það þýðir ekki að maðurinn áhrifalaus. Sú mynd sem Dr. Hulda Þórisdóttir dreg- ur upp er takmarkandi þótt hún sé ekki óréttmæt miðað við for- sendur. Ég tel að gagnlegt sé að horfa á samfélagið út frá mörgum sjónar- miðum til þess að reyna að fá botn í það hvernig sé unnt að skapa betra samfélag. Þegar formgerð samfélaga er skoðuð má gera það frá sjónarmiði um forystu og fylgjendur. Forystan mótar stefnu og fylgjendur fylgja stefnu. For- ysta er ekki staðbundið fyrirbæri heldur dreifð á meðal þeirra sem vegna stöðu, ímyndar og löghelg- unar hafa aðstöðu til þess að afla skoðunum fylgi, hafa áhrif á gild- ismat og venjur. Almennt hefur forystan meiri upplýsingar, meiri áhrif og meiri völd heldur en þeir sem fylgja í kjölfarið. Gerendur og þátttakendur í hruninu eru fjötraðir í eigin afneitun og trú á þá hugmynda- fræði sem þeir hafa boðað. Einn „leiðtoganna“ tók sér frí frá þing- störfum og taldi sér til máls- bóta að hún hefði verið meðvirk í aðdraganda hrunsins. Ætla má af atferli hennar að hún telji sig umkomna að takast á við leið- togahlutverk eftir frí. Leiðtogi er sá sem er skrefi á undan, sá sem hefur áhrif og hvetur aðra til dáða. Meðvirkur einstaklingur er ágætt efni í fylgjanda en hann hefur ekki mannkosti leiðtogans sem leiða þarf umbætur í samfé- lagi sem óumdeilanlega þarf að endurmeta gildi sín. Ég tek undir orð Huldu Þóris- dóttir að meta þurfi samfélag- ið kerfislægt en í þeirri skoðun þarf að hafa í huga að kerfi eru samsett úr minni kerfum og ein- ingum og eru jafnvel hluti af stærri kerfum. Til þess að kerfi geti verið vel starfhæft þarf að skoða það frá mismunandi sjón- armiðum. Fyrst þarf að spyrja hvort kerfið skili ávinningi eða skaða í því formi sem það er og meta þá eiginleika með heildar- hagsmuni í huga. En það þarf líka að spyrja hvort hlutar þess séu í lagi og fjarlægja hluti sem valda tregðu eða misvægi. Það er helber lygi Stjórnmál Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur Stjórnmál og siðgæði Jakobína Ólafsdóttir stjórnsýslufræðingur N1 verslanir: Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Akureyri, Akranesi, Ólafsvík, Egilsstöðum, Vestmannaeyjum, Keflavík, Selfossi, Reyðarfirði og Höfn. WWW.N1.IS / Sími 440 1000 GLEÐILEGT GOLFSUMAR! Meira í leiðinni VERSLANIR: BÍLDSHÖFÐA 9, EGILSSTÖÐUM, KUREYRI, AKRANESI, REYKJANESBÆ OG HAFNARFIRÐI WWW.N1.IS / SÍMI 440 1000 GOLFSETT MEÐ ÖLLU FYRIR BYRJENDUR OG LENGRA KOMNA Dömu- og herrasett með burðarpoka og 12 kylfum. Driver, 3 tré, 3,4,5,6,7,8,9 járn, wedge, sandkylfa og putter. Verð aðeins: 38.998 KR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.